Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 2
10 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 26. nóvember 1982 um he Úr „Pétri mikla”. Sovésk kvikmynda- vika í Regnboganum Á morgun, 27. nóvember, kl. 14.00 hefst sovésk kvikmyndavika í Regnboganum. Kvikmyndavikan hefst með sýn- ingu hinnar frægu kvikmyndar „Upphaf frækilegs ferils”, þar sem segir frá upphafi stjórnarferils Pét- urs mikla. í kvikmyndinni er á sannferðugan hátt dreginn fram tíðarandi hinna löngu liðnu tíma, sem einkennast af nýjum straumum. Aðrar kvikmyndir á kvikmynda- hátíðinni eru „Hvíti hundurinn Bim með svarta eyrað”, „Ó íþrótt- ir, þér heimur”, „Hin heittelskaða Gavrilovs vélstjóra”. Af þessum myndum verður að leggja sérstaka áherslu á kvik- myndina „Hvíti hundurinn Bim með svarta eyrað”. „Þessa mynd verða allir að sjá”, skrifaði kvik- myndagagnrýnandi „San- Francisco Times” fyrir fjórum árum, er kvikmyndin var útnefnd til Óskars-verðlauna. Pað er heldur enginn vafi á því, að íslenskir áhorfendur munu hafa áhuga á að sjá heimildarkvikmynd- ina um Olympíuleikana í Moskvu „Ó íþróttir, þér heimur”, sem sýnir fegurð og spennu hinnar alþjóð- legu íþróttakeppni. Kvikmyndin „Hin heittelskaða Gavrilovs vélstjóra”, segir frá degi í lífi konu, sem ekki er lengur á æskuskeiði, en telst þó ekki gömul. Hún hefur ekki tapað draumnum um hamingju í einkalífi. Sovésk kvikmyndavika hefur verið haldin hér á landi árlega um langt skeið. Að þessu sinni er hún tileinkuð afmæli sovéska lýðveld- isins. Nú eru framleiddar um 270 kvik- myndir árlega í Sovétríkjunum og er áhugi almennings fyrir kvik- myndalist mjög mikill. Myndirnar eru fjölbreyttar og er æ meira um að þær nái einnig til áhorfenda utan Sovétríkjanna. Kvikmyndagerð er ríkisrekin í Sovétrfkjunum og er veitt árlega um 115 millj. rúblum til kvikmynda gerðar. Fjalakötturinn sýnir á sunnudag frönsku myndina „Ameríski frændinn” eftir Alan Resnais, en mynd þessi hlaut sérstök verðlaun á Cannes-hátíðinni 1980. Ætlunin var að sýna pólskar myndir í Fjal- akettinum um þessar mundir, en dreifingarstarfsemin þar í landi er lömuð vegna ástandsins þar. „Am-l eríski frændinn” verður sýndur kl.l 5 á sunnudag í Tjarnarbíói. Franska kvik- myndavikan áfram um hríð Vegna þeirra fjölmörgu áhor- fenda sem ekki gátu séð allar myndirnar á 7du Frönsku kvik- myndavikunni í Reykjavík, hefur menningardeild sendiráðsins ák-j veðið að framlengja kvikmynda- hátíðina um nokkra daga í einum sala Regnbogans. Þær fjórar mynd- ir sem vinsælastar voru á kvik- myndavikunni verða því sýndar áfram í þessari viku (í C-sal eða D-sal Regbogans). Þær myndir sem hér er um að ræða eru: „Stórsöngkonan” (Di- va), „Hreinsunin” (Coup de Tor- chon), „Moliere” og „Surtur” (Anthracite). Til að fá nánari upp- lýsingar vinsamlegast hringið í síma 17621 eða 17622 og biðjið um menningardeildina. Þjóðleikhúsiö: Aukasýning og sú leiklist Spænskar kvik- myndir sýndar í Lögbergi í kvöld, föstudaginn 26. nó- vember, mun spænska sendiráðið á íslandi (sem hefur bækistöðvar í Osló) sýna kvikmyndirnar PLÁCI- DO eftir Luis G. Berlanga og LA CABINA eftir A. Mercero, í sam- vinnu við spænskudeild Háskóla ís- lands. Sýningin verður í Lögbergi, stofu 103, kl. 19 og mun standa í u.þ.b. 2 klst. Myndirnar eru með spænsku tali. Fjalakötturinn: Ameríski frænd- inn á sunnudag Vélsmiðjan Héðinn hf.______ Sýning á rafsuðuvélum Sýning á vegum vélsmiðjunnar Héðins, á ýmsum gerðum rafsuðu- véla, meðferð og möguleikum þeirra, verður haldin laugardaginn 27. nóvember og mánudaginn 29. nóvembi ’ í húsi Héðins að Selja- vegi 2. Vélsmiðjan Héðinn hefur um- boð fyrir ESAB, eitt stærsta fyrir- tæki Evrópu í rafsuðubúnaði og munu sérfræðingar ESAB koma á þessa sýningu og kynna meðferð og notkun ýmissa gerða rafsuðuvéla, svo sem Mig/Mag suður (AR/Co2- suðu), Tig-suðu og venjulega lj'ós bogasuðu. Þá verða haldnir fyrir- lestrar um þessi mál. Meðal annars verður fjallað um lofthreinsimál á verkstæðum o.fl. f sambandi við sýninguna verður sýnt á myndbandi það nýjasta og þróaðasta í vélmennatækni. Vélsmiðjan Héðinn vonast eftir góðri þátttöku og býður alla velk- omna á sýninguna. síðasta á Gosa Þjóðleikhúsið sýnir í kvöld Garðveislu, en annað kvöld eru Hjálparkokkarnir á dagskrá. Allra síðasta sýning á Gosa verður á sunnudaginn kl. 14.00, og er það aukasýning þar sem uppselt var á síðustu sýningu. Dagleiðin langa inn í nótt, sem nýlega var frum- sýnd, verður sýnd í þriðja sinn á sunnudagskvöldið og hefst sýning- in kl. 7.30. Þá er Tvíleikurinn í, kjallaranum á sunnudagskvöldið og er þegar uppselt á sýninguna. Þetta eru ungu leikararnir í Nemendaleikhúsinu, en nú um helgina verða síðustu sýningar þeirra á Prestsfólkinu. Síðustu sýningar á Prestsfólkinu Um helgina verða síðustu sýn- ingar á hinni rómuðu uppfærslu Nemendaleikhússins á Prestsfólk- inu, en nú verður að rýma fyrir næsta verkefni. Það heitir „Sjúk æska” og er eftir F. Bruckner. Leikstjóri að Prestsfólkinu er Rii- tva Siikala, leikmynd gerði Pekka Ojamaa og þýðingu Úlfur Hjörvar. Sýningarnar verða á laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20.30. Leikfélagið: írlandskortið í næstsíðasta sinn Pálmi Gestsson í hlutverki Jólands í írlandskortinu. í kvöld verður Jói sýndur í Iðnó, en það er 106. sýning á þessu vin- sæla leikriti. Á morgun er Skiln- aðúr sýndur og er uppselt á sýning- uiia. Þá er Hassið hennar mömmu f /'Austurbæjarbíói á miðnætursýn- ingu annað kvöld. Á sunnudagskvöldið er næst- síðasta sýning á írska verðlaunal- eikritinu „írlandskortið” eftir Bri- an Friel. Þetta verk hefur hvarv- etna vakið mikla athygli, og var það kosið besta nýja leikritið í London í fyrra. Tveir ungir leikar- ar þreyta frumraun sína í hlutverk- um í írlandskortinu, þau Ása Sva- varsdóttir og Pálmi Gestsson, og hafa þau hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Leikbrúðuland sýnir þjóðsögurnar Leikbrúðuland sýnir „Þrjár þjóðsögur” á sunnudaginn. Þær eru: Sagan um Gípu, Umskiptin- gurinn og Púkablístran. Þetta er sýning fyrir alla fjölskylduna. Sýn- ingar eru sunnudaga kl. 3 aðFríkir- kjuvegi 11. Miðasala er opnuð kl. 13, sími 15937. Alltaf er uppselt í Óperuna S.l. sunnudag var 20. sýning ís- lensku óperunnar á barnaóperunni „Litli sótarinn” eftir Benjamín Britten. Hafa börn og fullorðnir flykkst á sýninguna, og lætur nú nærri að 9000 manns hafi séð hana. Uppselt er á næstu sýningu sem er sunnudaginn 28. nóv. kl. 16.00. Sýningar í næstu viku verða: mánudag 29. nóv. kl. 17.30, þriðjudag 30. nóv. kl. 14.30, laugardag 4. des. kl. 15.00, sunnudag 5. des. kl. 16.00. Stjórnandi er Jón Stefánsson og leikstj. Þórhildur Þorleifsdóttir. 12., 13. og 14. sýning „Töfrafl- autunnar” eftir W.A. Mozart verða nú um helgina. Uppselt hef- ur verið á nær allar sýningarnar til þessa og eru einungis örfáir miðar til á 12. og 14. sýningu; laugardags- sýningin er uppseld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.