Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 1
Fftstudagur 19. nóvember 1982Íi^odviljinn — StÐA 9 Leiklist Myndlist Tónlist Kvikmyndir Skemmtanir Félagslíf o.fl. m „Meira gaman að mála en smíða ” segir Páll ísaksson trésmiður og málari Páll með eitt verka sinna. Ljósm. - eik. „Það væri óneitanlega gaman að læra meira. En það er dýrt fyrir fjölskyldumann að hætta að vinna og gerast námsmaður, auk þess sem það er býsna ótryggt starf að vera listmálari. En ég get ekki neit- að ég vildi heldur fást eingöngu við að mála en að vera trésmiður,“ segir Páll ísaksson trésmiður og á- hugamálari frá Selfossi, sem opnar sýningu á 34 verkum í Gallerí Lækjartorg á morgun. Páll vinnur við húsasmíðar, en notar allan sinn frítíma í að mála. Hann er formaður Myndlistarfé- lags Árnessýslu, en í því eru 40 manns. Hann var einn vetur í kvöldskóla hjá Handíða- og mynd- listarskólanum í Reykjavík, en er að öðru leyti sjálfmenntaður í myndlistinni. Hann hefur áður haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Sýningu hans lýkur 5. des. Norræna húsið: Dagblaða- teikningar og vegg- spjöld Á morgun, laugardaginn 27. nóv. kl. 14.00. verður opnuð sýning í Norræna húsinu á blaðateikningum og vegg- spjöldum eftir fínnska lista- manninn Per-Olof Nyström. PQNyström Fumlandi . Dagbladalcikningar <>g vcggspjöld Xorru'in/ l/iísii) í lliykjtn'ik 27111-9112 $2 Listamaðurinn verður viðstadd- ur opnunina, en hann kemur hing- að til landsins í boði Norræna húss- ins og Myndlista- og handíðaskóla fslands. Per-Olof Nyström er fæddur í Helsingfors 1925. Auglýsinga- teiknari þar frá 1948 hjá Taucher auglýsingastofunni, þar sem hann starfar frá árinu 1961 sem listrænn ráðunautur. Sem listamaður á sviði vegg- spjaldagerðar hefur hann tekið þátt í mörgum alþjóðlegum vegg- spjaldasýningum og á verk m.a. á Museum of Modern Art í New York. Hefur haldið sjálfstæðar list- sýningar 1961 og 1978 ásamt mörg- um sjálfstæðum sýningum á teikn- ingum. Dagblaðateiknari við Hufvud- stadsbladet frá árinu 1964 (frílans). Hefur verið formaður fyrir auglýs- ingateiknarafélagið (Reklamgraf- ikerförbundet) í Finnlandi og vara- form. NT (Félag teiknara á Norð- urlöndum). Hann hefur kennt við Auglýsingaskólann og List- iðnaðarskólann í Finnlandi. Félagsfundur Sjálfsbjargar í Kópavogi Þetta er í fyrsta sinn að félags- fundur Sjálfsbjargar er haldinn í Kópavogi. Fundurinn er haldinn á morgun, laugardag, í Félagsheim- ilinu (sami inngangur og á bæjar- skrifstofurnar) en nýlega hefur ver- ið steypt skábraut að þessum inn- gangi og ný hjólastólaiyfta hefur verið tekin í notkun á sama stað. Vegna þessarar framkvæmdar er nú öllu hreyfilömuðu fólki og öld- ruðu kleift að komast inn á bæjar- skrifstofurnar og í félags- miðstöðvar. Þetta nýja aðgengi léttir einnig fólki með barnavagna að komast að þjónustu bæjarins. Félagar Sjálfsbjargar í Reykja- vík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Hafnarfirði og Mosfellssveit eru hvattir til að koma á félagsfundinn og styrktarfélagar hafa rétt til fund- arsetu með málfrelsi og tillögu- rétti. Líf og land: Vísinda- þing um helgina Samtökin LÍF OG LAND standa fyrir borgaraþingi undir heitinu MAÐUR OG VISINDI að Kjar- valsstöðum nú um helgina. Á vísindaþingi 82 mun 21 þekktur fræði- og vísindamaður flytja stutt erindi um sögu og stöðu vísinda á íslandi. Jafnframt verða umræður báða dagana um gildi vísinda og áhrif þeirra á velmegun. Jafnhliða vísindaþingi 82 munu nokkur stór fyrirtæki, Flugleiðir, Eimskipafélag íslands og IBM sýna nokkra hluti er lýsa þeirri þró- un sem orðið hefur í flugtækni, skipastóli og tölvuvæðingu. Samkvæmt venju verða erindi vísindaþings 82 gefin út í bókar- formi og höfð til sölu báða þingdag- ana. Vísindaþing 82 er áttunda þing samtakanna frá stofnun þeirra fyrir fjórum árum. Þingið og sýningin er öllum opin og þátttaka er ókeypis. Umræður eftir Garðveisluna í kvöld, föstudaginn 26. nó- vember verður 20. sýningin á Garðveislu eftir Guðmund Stcinsson í Þjóðleikhúsinu og er þá ráðgert að bjóða upp á um- ræður eftir sýningu. - Miklar umræður og jafnvel deilur urðu manna á mcðal og í fjölmiðlum áður en verkið komst á fjalirnar og í kringum frumsýninguna, en nú þegar búið er að sýna verkið í allt haust við ágæta aðsókn og nokkuð langt er liðið frá því að frumsýnt var, hyggst Þjóðleikhúsið bjóða leikhúsgcst- um fágætt færiá að ræða verkið og uppfærsluna við aðstandcnd- Stundar- friður i Ameríku ur, höfundinn, leikstjórann og leikmyndateiknara. Annars er það nýjast að frétta af Guðmundi Steinssyni að hann er nýkominn heim frá Bandaríkj- unum þar sem hann var m.a. viðstaddur leiklestur á Stundarf- riði í því fræga leikhúsi Intiman Theater í Seattle í Washington- fylki í tengslum við Scandinavia Today. Intiman Theater valdi fimm norræn leikrit til þess að kynna með leiklestri og bauð öllum höf- undunum að vera viðstaddir. Það var leikhússtjórinn Margaret Bo- oker sem valdi verkin úr 200 norr- ænum leikritum og voru þar á meðal 15 íslensk leikrit. Önnur leikrit sem þannig voru kynnt í Seattle voru Ástarsaga aldarinn- ar, eftir Márta Tikkanen, verk sem Þjóðleikhúsið sýndi á Litla sviðinu í fyrra, Ballerina, eftir norska leikskáldið Arne Skouen, en það verk fengum við að sjá hér í sjónvarpi í norskri uppfærslu í fyrra,tÚr lífi regnormanna, eftir sænska leikskáldið Per Olov Enquist, verk sem sýnt verður hjá Leikfélagi Reykjavíkur í vet- ur, og danska útvarpsleikritið Og fuglarnir syngja aftur, eftir Ulla Ryum. , Hvert verk var flutt tvisvar og var nokkuð borið í leiklesturinn, þannig var ráðinn leikstjóri fyrir hvert þeirra og verkin að nokkru sviðsett og í flutningmnum á Stundarfriði voru jafnframt not- uð ómissandi leikhljóð, síminn, sjónvarpið, dyrabjallan o.s.frv. Nú þegar hafa nokkur leikhús vestan hafs sýnt áhuga á að taka Stundarfrið til sýninga, en svo sem kunnugt er þá verður Stund- arfriður leikinn á Dramaten í Stokkhólmi, á Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn og á Borgarleikhúsinu í Braunsweig í Vestur-Þýskalandi nú í vetur. Þá mun einnig fyrirhugað að Stund- arfriður verði jólaleikrit Sjón- varpsins íslenska í ár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.