Þjóðviljinn - 04.01.1983, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 04.01.1983, Qupperneq 1
Þriðjudagur 4. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Kenny Dalglish og félagar í Li- verpool náðu tíu stiga forystu í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu í gær með sigri á Arse- nal. Allt um ensku knatt- spyrnuna í gær og á nýársdag á bls. 10 og 11. Kristján setti nýtt met Kristján Harðarson langstökkv- arinn efnilegi úr Ármanni, setti nýtt Islandsmet í langstökki á jóla- móti Ármanns og ÍR sem fram fór í Baldurshaga milli jóla og nýárs. Gamla metið átti ísfirski knatt- spyrnukappinn Jón Oddsson, 7,26 m, en Kristján bætti það um fjóra sentimetra, stökk 7,30 metra. Maccabi vann Maccabi frá Israel, körfuknatt- leiksliðið utan Evrópu sem svo oft hefur borið ægishjálm yfir Evróp- ulið í Evrópukeppnum, vann sigur á alþjóðlegu körfuknattleiksmóti sem lauk í Crystal Palace í Englandi í gær. Maccabi mætti Crystal Pal- ace í úrslitaleik og sigraði 64-60. í undanúrslitum keppninnar hafði Maccabi borið sigurorð af júgóslavnesku meisturunum, Rauðu Stjörnunni, sem eru með bestu liðum Evrópu. Crystal Pal- ace hafði hins vegar sigrað landa sína frá Sunderland 83-78. Meðal annarra keppenda á mótinu, sem þykir eitt hið sterkasta sinnar teg- undar í heiminum og fer fram ár- lega, voru brasilísku nreistararnir San Jose en þeir voru slegnir út af Rauðu Stjörnunni í 8-liða úrslitum 87-81. Árangur ísraelskra liða í Evróp- ukeppnum hefur jafnan verið góð- ur og Maccabi hefur fjórum sinn- um orðið Evrópumeistari. Körf- uknattleikur er vinsælasta íþróttin í landinu og hefur verið það um ára- raðir. í Júgóslavíu virðist hann nú einnig vera kominn í efsta sætið eftir slakt gengi knattspyrnulands- liðsins í heimsmeistarakeppninni á Spáni í sumar. Júgóslavar, sem leika harðan og þungan körfu- knattlei, urðu í þriðja sæti í síðustu heimsmeistarakeppni, á eftir Sovétmönnuinog Bandaríkja- mönnum. - VS. SkúliÓskarssonkvaddur Hann Skúli okkar Óskarsson, kraftlyftingamaðurinn sterki, er horfínn af sjónarsviði íþróttanna. „Fáskrúðsfírðingurinn frækni“ lauk löngum og litríkum ferli sín- um á kraftlyftingamóti KR næst- síðasta dag ársins 1982 og munaði ekki nema hársbrcidd, cða öllu heldur hársþyngd, að hann næði að setja nýtt Norðurlandamet. Skúli hefur með hressilegri fram- komu og skemmtilegum uppá- tækjum haldið merki lyftingaí- þróttarinnar hátt á lofti og vakið athygli langt út fyrir raðir íþrótta- unncnda. Hann hefur verið kjörinn íþróttamaður ársins og náð frábærum árangri á alþjóða- vettvangi. Við óskum Skúla alls hins besta um ókomin ár og þökk- um honum ánægjustundir sem hann hefur veitt svo mörgum á liðnum árum. Myndir: eik.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.