Þjóðviljinn - 04.01.1983, Síða 4

Þjóðviljinn - 04.01.1983, Síða 4
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. janúar 1983 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsspn Bók um knattspyrnu Út er komin hjá bókaforlaginu Fjölni í Reykjavík bókin „Fimm- tán kunnir knattspyrnumenn" eftir Anders Fiansen blaðamann á Morgunblaðinu. í henni er rætt við eftirtalda knattspyrnumenn: Pétur Pétursson, Arnór Guðjohnsen, Ellert Schram, Björgvin Schram, Hörð Hilmarsson, Martein Geirs- son, Rúnar Júlíusson, Ástu B. Gunnlauasdóttur, Pórólf Beck, Diðrik (5lafsson, Viðar Halldórs- son, Rósu Valdimarsdóttur, Ellert Sölvason, Karl Hermannsson og Magnús Jónatansson. Anc/ets Hansen Fimmtán rnnnir _ mattspyrnu menn mcnn ' Afreks^ Dæmdur r i ævibann Þjálfari Dinamo, meistaranna í knattspyrnunni í Zimbabwe, hefur verið dæmdur í ævilangt keppnis- bann fyrir að ráðast á dómara sem dæmdi vítaspyrnu á lið hans. í fyrra var allt lið Dinamo dæmt í sams konar bann fyrir að neita að mæta til leiks en var náðað og afsökunar- beiðni látin gilda. Hæpið að slíkt dugi þjálfaranum nú.... _VS Marteinn Geirsson Vílltastu draumar þínír. Björtustu vonir annarra. Miði í Happdrætti SÍBS hefur tvær góðar hliðar: Þú gefur sjálfum þér von um veglegan vinning. Hin hliðin, - og ekki síðri. Þú tekur þátt í víðtæku endurhæfingar- og þjálfunarstarfi á Múlalundi og Reykjalundi. HAPPDRÆTTISÍBS — Happdrætti til góðs. Marteinn meiddur Marteinn Geirsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu, sleit hásin á vinstra fæti á æfingu milli jóla og nýárs. Hann verður frá æfingum í tvo til þrjá mánuði af þessurn sökum. Þessir fara til Árósa Einar Bollason þjálfari ungling- alandsliðsins í körfuknattleik hefur valið þá tíu leikmenn sem fara til Árósa í Danntörku um næstu helgi til að leika þar í Norðurlandamóti unglingalandsliða. Þeir eru: Ástþór Ingason, Njarðvík Björn Steffensen, IR Björn Zoega, Val Kristinn Kristinsson, Haukum Matthías Einarsson, KR Jóhann Bjarnason, Fram Ólafur Guðmundsson, KR Páll Kolbeinsson, KR Tómas Holton, Val Þorkell Andrésson, Fram. Til vara hafa verið valdir þeir Einar Ólafsson, Val og Jóhann Kristbjörnsson, KR. Vaíið fyrír Dana- leikina ísland og Danntörk leika þrjá landsleiki í körfuknattleik hér á landi um næstu helgi, á föstudag, laugardag og sunnudag. Leikið verður í Keflavík, Reykjavík og Borgarnesi. Landsliðshópur ís- lands hefur verið valinn og er hann þannig skipaður: Torfi Magnússon, Val Kristján Agústsson, Val Ríkharður Hrafnkelsson, Val Hreinn Þorkelsson, ÍR Pétur Guðntundsson, ÍR Valur Ingimundarson, Njarðvík Axel Nikulásson, Keflavík Björn Skúlason, Keflavík Jón Kr. Gíslason, Keflavík Símon Ólafsson, Fram Viðar Þorkelsson, Fram Þorvaldur Geirsson, Frant Pálmar Sigurðsson, Haukum. Þeir Björn Víkingur og Hreinn hafa ekki leikið landsleik áður. Björn V. Skúlason frá Kcflavík er nú í fyrsta skipti í lands- liðshópnum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.