Þjóðviljinn - 13.01.1983, Síða 1

Þjóðviljinn - 13.01.1983, Síða 1
Tryggingar BLAÐAUKI Rætt við Benedikt Davíðsson stjórnarformann Sambands almennra iífeyrissjóða Hvernig er verkafolk tryggt gagnvart skakkaföllum? Langvinn átök eru að baki sigrunum „Það hefurfærstæ meira ívöxt á síðustu árum að verkalýðs- hreyfingin leggi áherslu áým- iss konar félagslegar úrbætur á högum verkafólks við samn- ingagerð. í kjölfarlangvinnrar baráttu verkalýðshreyfingar- innar hafa komið lagasetningar og félagsmálapakkar, sem miða að því að tryggja fólk betur fyrir hvers konar skakkaföllum svo sem slysum, veikindum, skertri vinnugetu vegna aldurs og þess háttar", sagði Benedikt Davíðsson einn íforystusveit íslenskrarverkalýðshreyfingar um margra ára skeið og núver- andi formaður stjórnar Sam- bands almennra lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðirnir brutu blað „Lífeyrissjóðirnir eiga sér all- langa sögu hér á landi og líklega er sá fyrsti Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins árið 1920. í kjara- samningum aðila vinnumarkaðar- ins í maí 1969 var hins vegar brotið blað. Pá var í fyrsta skipti kveðið svo á um, að almennir lífeyrissjóðir skyldu stofnaðir á félagsgrundvelli og greiðslur úr þeim hófust 1. janú- ar 1970. Þetta þýddi að öll verka- lýðsfélög ASÍ stofnuðu lífeyris- sjóði og það varð skylda hvers vinnandi manns að vera félagi. Þetta skipti auðvitað sköpum fyrir afkomu þeirra sem höfðu lokið löngum starfsdegi, en einnig hafa lífeyrissjóðirnir staðið undir mikilli fjármögnun almenna húsnæðis- kerfisins og ekki síður þess sem byggir á félagslegum grunni. Samband almennra lífeyrissjóða er svo stofnað árið 1973 og þar eru svo til allir lífeyrissj óðir almennu verkalýðsfélaganna“. Trygging gegn atvinnuleysi Nú er atvinnuleysi að færast í vöxt og sem betur fer fær fólk bæt- ur í slíkum tilfellum. Greiðslur í atvinnuleysi hafa ekki þótt sjálf- sagt mál fyrir nokkrum áratugum? „Nei, það er ekki fyrr en eftir langvinnustu átök í sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar á síðari ára- tugum að rétturinn til atvinnu- leysisbóta fékkst fram. Það var eftir 6 vikna átök á vinnumarkaði í mars og apríl árið 1955. Þá var stofnaður atvinnuleysistrygginga- sjóður og sett löggjöf af Alþingi um haustið. Þar var hverjum atvinnu- rekanda gert að greiða 1% af al- mennu dagvinnukaupi Dagsbrún- armanns fyrir unninn tíma. Á móti komu svo framlög úr ríkissjóði og sveitarfélögum. Það er athyglisvert að nú tala atvinnurekendur um að rýra atvinnuleysisbæturnar, sem eru komnar til vegna langvinnra átaka og ekkert annað en hluti af launum verkafólks. í stóra verk- fallinu 1955 var þessi félagslega úr- bót algjör forsenda fyrir lausn deilunnar og má nærri geta hvort verkalýðssamtökin eru tilbúin til að versla með þau réttindi í dag“. Laun í veikindum „Á síðari árum hefur réttur verkafólks til launa í veikinda- og slysatilfellum verið að stóraukast. Fram að straumhvörfunum í kjöl- far samninganna 1955 hafði laus- ráðið fólk yfirleitt engan rétt til launa í veikindum. Iðnaðarmenn fengu þá úrbót og almennu verka- lýðsfélögin upp úr 1960. Síðan rek- ur hver sóknin aðra. í samningun- um 1971 var lögð mikil áhersla á að fá fram aukinn fjölda veikindadaga á kaupi og hafðist nokkuð fram. 3ji áfanginn verður svo eftir samninga 1974 og aftur með löggjöf vorið 1979 þar sem í meginatriðum var fylgt tillögum Alþýðusambands- ins. Sjá næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.