Þjóðviljinn - 13.01.1983, Qupperneq 3
BLAÐAUKI
Föstudagur 13. janúar 1984 ÞJÓÐVÍLJINN — SÍÐA 9
Hallgrímur Sigurðsson.
Samvinnutryggingar g.t.
Eign þeirra,
sem við
þær skipta
Samvinnutryggingar voru
stofnaðar 1. sept. 1946, sagði
Hallgrímur Sigurðsson, forstjóri
trygginganna. Tilgangurinn
með stofnun þeirravartvíþætt-
ur. (fyrsta lagi þótti eðlilegtað
samvinnuhreyfingin ræki sitt
eigið tryggingafélag til þess að
annast tryggingar fyrir sam-
vinnufélögin og í annan stað að
leggja lóð á þá vogarskál að
fólk gæti fengið tryggingar á
eðlilegu verði. Auðvitað er það
vandsigld leið þvíjafnan verður
að leitast við að hafa vaðið fyrir
neðan sig með það, að geta
bæði staðið undirtjóni og
kostnaði og tjónin sér enginn
fyrir. Allt um það teljum við að
hvort tveggja hafi tekist.
Við byrjuðum með brunatrygg-
ingar en höfum svo fært út kvíarnar
smátt og smátt. Og innan 10 ára
vorum við orðnir stærsta trygging-
arfélagið á markaðnum. Þriðjun-
gurinn af bílum landsmanna er
tryggður hjá okkur enda voru bifr-
eiðatryggingarnar orðnar lang
stærsta greinin 1982. Þá voru
heildariðgjöld hjá okkur 202,9
milj. kr. og af þeim voru iðgjöld af
ökutækjum 84,1 milj. En í sam-
bandi við gjöld af bifreiðatrygg-
ingum skyldu menn gæta þess að
þar hafa ökumenn málið mjög í
eigin höndum með því að kosta alls
kapps um það að koma í veg fyrir
tjón. Til þess þarf oft ekki annað en
meiri varkárni og aðgæslu. Nú
erum við komnir með allar greinar
trygginga, sem reknar eru hér á
landi.
Samvinnutrygginar urðu fyrstar
til að taka upp heimilistryggingar.
Nú seljum við ekki heimilistrygg-
ingu undir ákveðnu marki. Fólki
hættir nefnilega mjög til þess að
vanmeta innbú sitt og kemur það
því í koll ef það verður fyrir tjóni.
Þegar íslendingar tryggj a þá er eins
og þeir geri sér ógjarnan grein fyrir
hvað af því hlýst ef tjón verður. En
meira en helming þeirra tjóna sem
verða árlega höfum við borgað út á
sama ári og þau verða.
Hér áður keyptu menn sér
gjarnan líftryggingu, sem þá var
einskonar sparifé. En það var
óverðtryggt og því gerði verðbólg-
an það að engu. En nú erum við
með áhættutryggingu. Hún er í
verulegum mæli keypt af ungu
fólki, sem stendur t.d. í húsbygg-
ingum, og tryggir það gegn afleið-
ingum áfalla, sem það kann að
verða fyrir á meðan það á í skulda-
baslinu. Áhættutryggingin fæst
bæði sem einstaklingstrygging og
hjónatrygging.
Af iðgjöldum okkar koma
58,9% frá einstaklingum, 23% frá
samvinnufyrirtækjum og 18,7% frá
öðrum fyrirtækjum. Þó að það
hafi, eins og fyrr segir, verið annar
megin tilgangurinn með stofnun
Samvinnufyrirtækja að gefa sam-
vinnufyrirtækjum kost á að tryggja
hjá eigin félagi þá fer því fjarri, eins
og þessar tölur sýna, að við séum
sniðgengnir af öðrum fyrirtækjum.
Höfuðmarkmiðið hlýtur að vera að
hverjum og einum sé frjálst að
tryggja það sem hann kýs og þar
sem hann kýs.
Tryggingafélag verður ekki rek-
ið á Islandi nema hægt sé að kaupa
erlenda endurtryggingu. Tökum
t.d. samvinnuverksmiðjurnar á
Akureyri og verslunina í Holta-
görðum. Ef þarna yrði verulegt
tjón þá skipti það miljörðum.
Undir slíku gæti ekkert íslenskt
tryggingafélag risið fyrir eigið afl
einvörðungu. Vörnin, mótleikur-
inn, er að kaupa sér endurtrygg-
ingu erlendis. Og þá skiptir öllu
máli að tryggt sé hjá traustu fyrir-
tæki. Endurtryggingar eru af ýms-
um stigum. Við skiptum einungis
við þá, sem greiða tjón að fullu.
Það þýðir, að hagur Samvinnutr-
ygginga raskast lítið þótt verulegt
tjón verði, endurtryggingin tekur á
sig megin skellinn. Af heildarið-
gjöldum ársins 1982 héldum við
eftir 79% en 21% rann til endur-
trygginga, sem er svo aftur okkar
trygging.
Samvinnutryggingar eru eign
þeirra, sem við þær skipta. Ef þær
hættu starfsemi sinni þá skiptust
eignirnar á milli þeirra, sem skipt
hafa við þær sl. tvö ár, í hlutfalli við
viðskiptin. Ég er ekki með þessum
orðum að gera því skóna að til
þessa komi, síður en svo, enda
hygg ég að mörgum þætti þá skarð
fyrir skildi, heldur aðeins að benda
á hvers eðlis Samvinnutryggingar
eru.
-mhg
erveT
tryggt
SJÓVÁ
SUÐURLANDSBRAUT 4 -SÍMI 82500
SELJAVEGl 12 —
GLORIA
slökkvitækineru framleidd ÍV. Þýskalandi. Þau eru I
mjög háum gæðaflokki og eru viðurkennd um allan
heim og seld íyfir 100 löndum. Þjónusta á tækjum fer
fram bæði á verkstæði eða úr þjónustubíl okkar.
Fyrirtæki og einstaklingar geta því komiö sjálfir með
tækin, sem er ódýrara, eða óskað eftir þvl að við
sækjum þau eða þjónustum á staðnum. Við bjóðum
einnig þjónustusamninga, sem tryggja það aðt ækin
séu yfirfarin árlega og þeim viðhaldið þannig að hægt sé
að treysta þeim. Varahlutir eru að sjálfsögðu til í öll
GLORIA slökkvitæki.
GINGE
Halon 1301 slökkvikerfi bjóðum við fyrir allar aðstæður,
t.d.fyrirskip, báta, bíla, tölvusalio.fl.. Kerfineru bæði
sjálfvirk og handstýrð. Halon 1301 slökkvikerfin eru ekki
hættuleg mönnum, og því mjög hentug í vélarrúm, tölvu-
sali eða þar sem menn eru við vinnu í lokuðu rúmi.
Mí»ul«ctu.»d b,
BRIDELA LIMITED
eldvarnarteppi eigum við í fjórum stærðum fyrir heimili,
matsölustaði, verkstæði o.fl.. Teppin er einnig hægt að
fá í öðrum stærðum og þykktum, og henta þau þá vel til
þess að verja hluti gegn neistaflugi frá rafsuðu eða
brennslu með gastækjum.
Þaö er öllum nau&sy nlegt að kunna notkun og
me&f erð slökkvitækja. Hringíð til okkar og
fáift sendan kennslubækling.