Þjóðviljinn - 13.01.1983, Side 5

Þjóðviljinn - 13.01.1983, Side 5
BLAÐAUKI Föstudagur 13. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Brunabótafélag Islands____________ Á rætur í þjóðarvakningu Þeir sem verða fyrir svona tjóni á húseignum sínum kunna að meta tryggingar. - Það mun hafa verið í ársbyrj- un 1916, sem Sveini Björns- syni, síðarfyrstaforseta ís- lands, var falið að koma á stofn og veita forstöðu Brunabótafé- lagi íslands, samkv. lögum samþykktum á árinu áður, sagði Hilmar Pálsson aðstoð- arforstjóri hjá Brunabótafé- laginu. Og vék svo áfram að sögunni. - En þetta reyndist hvorki auövelt né vandalaust þar sem er- lendir endurtryggjendur, einkum í Danmörku, bundust samtökum um að neita félaginu um endur- tryggingu. Sveini Björnssyni tókst þó að lokum að ná samningi við norska félagið Storebrand í Osló. Og starfsemi Brunabótafélagsins hófst þann 1. janúar 1917. Aðdragandinn að stofnun Brunabótafélagsins var í sjálfu sér sú þjóðfélagslega vakning, sem varð hér á landi um og eftir síðustu aldamót. Málinu var hreyft seinast á síðustu öld, því 1890 var ritað um tryggingamálin í blaðið Þjóðólf. Og strax upp úr aldamótunum var málinu hreyft á Alþingi og þótt nokkurn tíma tæki voru mörkuð tímamót í íslenskum tryggingamál- um með lögunum um stofnun fé- lagsins árið 1915. Brunabótafélagið rekur nú allar hefðbundnar vátryggingargreinar og hefur gert það síðan 1955, nema líftryggingar, þar sem rekstur sér- staks líftryggingarfélags þarf að koma til skv. lögum um vátrygging- arstarfsemi. Varðandi áherslu á eina vátrygg- ingargrein umfram aðrar þá er það svo, að félagið var stofnað í upp- hafi og í samræmi við þær hugsjón- ir, að færa brunatryggingar inn í landið. Því eru og verða bruna- tryggingar áherslugreinar félagsins og er það nú eitt stærsta vátrygg- ingarfélagið á þessu sviði. Og þess má geta að iðgjöld félagsins af brunatryggingum fasteigna eru mjög hagstæð í samanburði við sambærileg iðgjöld erlendis. Þar koma til viss forréttindi okkar ís- lendinga þar sem yfir 70% hús- eigna okkar eru hituð upp með varmaveitum, en það eitt út af fyrir sig takmarkar eða minnkar áhættu- þáttinn verulega, svo og markviss uppbygging sveitarfélaganna á brunavörnum. Vátryggingar ganga því miður ekki sem skyldi í dag, en það þýðir ekki í þessari viðskiptagrein að miða einvörðungu við líðandi stund. Vátryggingar eru þess eðlis að áhættuþátturinn er ávallt breyti- legur, tjónatíðni og umfang tjóna eru aldrei þekktar stærðir, en með dreifingu á árin jafnast sveiflurnar og þessa hluti verður að skoða í samhengi yfir lengri tíma. Við get- um jú verið heppnir, ef það má orða það svo, fengið nokkur góð ár í röð eða þá á hinn veginn nokkur slæm ár. Inn í dæmið koma vissu- lega margir þættir og fjármagns- tekjur skipta þar máli svo og endurtryggingar. Meðaltjónaprósenta Bruna- bótafélagsins s.l. 4 ár, eða 1979- 1982, var 86.2%, en sl. 10 ár eða 1973-1982 var meðaltjónaprósenta 80,3%, en á þessum árum er hún lægst 65% og hæst 95%. Árið 1983 var eitthvert mesta brunatjónaár í sögu félagsins, þar sem hvert stór- tjónið rak ahnað og fjöldi áhættna varð eldinum að bráð. Varðandi það, hvorf ein vátrygg- ingargrein gangi betur eða verr en aðrar, þá er það vissulega misjafnt eftir árum. Ein vátryggingargrein sker sig úr í niðurstöðum og hefur gengið verr en aðrar greinar, en það eru bifreiðatryggingarnar og hefur svo verið í áraraðir. Við tjónauppgjör í þessari vátrygging- argrein koma oft upp tilfinningarík atriði þar sem fjallað er um hagsmuni einstaklingsins með til- heyrandi bónustapi og mögulegum sakarskiptingum og aðalatriðið getur orðið rispaður stuðari en lík- amstjón aukaatriði. Veruleg end- urskoðun er nú í gangi á fyrirkomu- lagi þessarar greinar og verður forvitnilegt að skoða þær niður- stöður. Annars eru bifreiðatryggingarn- ar dæmigerður þáttur um áherslu á vátryggingargreinar innan starf- seminnar. Brunabótafélagið fékk rekstrarheimild fyrir þessari vá- tryggingargrein árið 1958, en við byrjuðum ekki fyrr en 1965, töld- um það nauðsyn gagnvart sam- keppni á vátryggingarmarkaðnum og lögðum ekki sérstaka áherslu á þessa grein, heldur aðeins þann möguleika, að viðskiptamenn okk- ar gætu tryggt hjá okkur bílinn sinn samhliða öðrum eignum. Þróunin hefur þó orðið sú, að í dag er Brunabótafélagið annað stærsta vátryggingarfélagið í bifreiðatrygg- ingum. Brunabótafélagið er ekki með endurtryggingar sem sérstakan rekstrarþátt í starfsemi sinni en við tökum þátt í ákveðnum endur- tryggingarsamningum erlendis frá og þá eingöngu í skiptum við þá aðila, sem endurtryggja fyrir okk- ur. Þetta eru eingöngu gagnkvæm viðskipti en markmið okkar er að takmarka iðgjaldastreymi út úr landinu og fáum þá endur- tryggingariðgjöld á móti. Þessi við- skipti eru nær eingöngu við endur- tryggingarfélag okkar Storebrand í Noregi, sem við höfum endur- tryggt hjá allt frá stofnun Bruna- bótafélagsins eða í 67 ár. Við erum einnig þátttakendur í endurtryggingum íslenska vátrygg- ingarmarkaðarins í gegnum ís- lenska endurtryggingu, sem einnig tekur þátt í endurtryggingum frá okkur. En þetta hefur ekki afger- andi áhrif á starfsemina, við höld- Hilntar Pálsson. um þessu innan ákveðins ramma og förum ekki út fyrir hann. Bruna- bótafélagið er fyrst og fremst frum- tryggingafélag og við leggjum áherslu á að sinna þeim málum, enda í mörg horn að líta. Það er álitamál hvort vátrygging- arfjárhæðir eru nægilegar háar hér og í samræmi við raunvirði á hverj- um tíma. Á verðbólgutfmum vill þetta fara úr böndum og verðskyn ruglast illilega. Reynt hefur verið að bæta úr þessu með ákveðnum vísitöluhækkunum á vátryggingar- fjárhæðir. En þessi mál eru með nokkuð mismunandi hætti þar sem t.d. fasteignir eru í upphafi metnar til verðs af dómkvöddum mats- mönnum og hækka síðan með byggingarvísitölu með endur- skoðun af og til. Önnur verðmæti eru almennt ákveðin af vátryggða, sem stundum finnst óþarfi að vá- tryggja fyrir raunvirði og kann einnig að vanmeta eigur sínar. En þetta hefur lagast. Þar sem íslensku vátryggingarfé- lögin beita ekki undirtryggingar- reglunni í sama mæli og t.d. er gert erlendis þá verðum við helst varir við þetta þegar altjón verður á eigum og þá aðallega á lausafé, þ.e. innbúi og vörubirgðum. Við bendum fólki á þetta og reynum eftir mætti að ráðleggja heilt í þess- um efnum, sem oftast ber árangur. Vátryggðir sjálfir verða líka að vera hér vel á verði og gæta fjár- hagslegrar afkomu sinnar ef óhöpp steðja að. - mhg. Ólafur Ólafsson landlæknir leggur fram athyglisverða hugmynd Tryggingasjóður sjúklinga er mundi greiða skaðabætur vegna mistaka við læknisaðgerðir „Nei, heilbrigðisráðherra hefur ekki skipað nefnd um þessi mál ennþá, en ég hef skrifað hon- um og óskað eftir að það verði gert til að vinna að tillögum að frumvarpi um T ryggingasjóð sjúklinga“, sagði OlafurÓlafs- son landlæknir í viðtali við Þjóð- viljann. í síðasta hefti Hjúkrunar viðrar landlæknir hugmynd um að stofna Tryggingasjóð sjúklinga. Hefur landlæknisembættið unnið að söfn- un gagna um sérstakar tryggingar fyrir sjúklinga sem verða fyrir heilsutjóni vegna læknisaðgerða. í greininni segir landlæknir: „Hér er ekki eingöngu um að ræða tilvik sem hugsanlega má rekja beint til mistaka heilbrigðis- starfsliðs, heldur jafnframt átt við heilsubrest af ófyrirsjáanlegum orsökum og eftirverkanir sem gera má ráð fyrir að eigi sér stað stöku sinnum. Fram að þessu hafa hins vegar sjúklingar sem orðið hafa fyrir heilsutjóni vegna læknisað- gerðar nánast eingöngu átt um að velja skaðabótamál á hendur þess aðila sem ábyrgð bar á viðkomandi aðgerð“. I grein sinni segir Ólafur Ólafs- son landlæknir að víða erlendis hafi verið stofnað til sérstakra trygg- inga sem fólk kaupir sér og standa undir kostnaði og bótagreiðslum vegna ofangreindra mála. f Sví- þjóð hefur sænskt tryggingafélag, sem er tengt sænska læknafélaginu, boðið þarlendum læknum uppá ábyrgðartryggingu. Er hámarks- bótaupphæð 3 miljónir sænskra króna og ársiðgjald 50-90 sænskar krónur. Greiðir tryggingin allan kostnað vegna rannsókna á skaða- bótakröfum svo og skaðabætur sem ákveðið er að læknir annars hefði þurft að greiða úr eigin vasa. Árið 1975 var einnig komið á sérstakri sjúklingatryggingu í Sví- þjóð og greiðir hún bætur til sjúkl- inga vegna ófyrirsjáanlegra afleið- inga af rannsóknum og meðferð og læknar ekki bótaskyldir af þeim sökum. í samtali við Þjóðviljann sagði landlæknir að sérstakur Trygginga- sjóður sjúklinga hér á landi mundi leysa mörg vandamál. í fyrsta lagi losnar sjúklingur við sönnunar- byrði fyrir að skaðabótaskyld atvik hafi valdið umræddu heilsutjóni. í öðru lagi losna heilbrigðisstarfs- menn við langt málþóf og rann- sóknir á tilkomu heilsutjóns og sleppa þannig báðir aðilar við tíma- frekan málarekstur og kostnað. Réttur sjúklinga til málshöfðunar á hendur læknum mundi þó ekki skerðast neitt. Landlæknir leggur til að auk heilbrigðisráðuneytis og land- læknisembættis eigi Læknafélag ís- lands fulltrúa í nefnd til að semja frumvarp um Tryggingasjóð sjúk- Ólafur Ólafsson landlæknir: til- koma Tryggingasjóðs sjúklinga yrði stór áfangi í íslenskum trygg- ingamálum og mundi firra bæði sjúklinga og lækna margs kyns van- dræðum. linga. Tillaga landlæknis er nú til umsagnar þessara aðila. - v. FOK-ELDINGA- OG VATNSSKAÐATRYGGINGAR TKYGGING HP=“

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.