Þjóðviljinn - 13.01.1983, Síða 6

Þjóðviljinn - 13.01.1983, Síða 6
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN. Föstudagur 13. janúar 1984 BLAÐAUKI ÞITT FÉLAG s 2 SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI81411 UMBOÐSMENN UM LANDALLT Samábyrgð íslands á f iskiskipum Lágmúla 9-105 Reykjavík—sími 81400 Símnefni: Samábyrgð 7 Lágmúla 9 — Reykja- vík SAMABYRGÐIN tekstá hendureftirfarandi: FYRIR ÚTGERÐARMENN: Skipatryggingar, Ábyrgöartryggingar út- gerðarmanna, Slysatryggingar sjómanna, Farangurstryggingar skipshafna, Afla- og veiðarfæratryggingar, Endurtryggingar fiski- skipa undir 100 rúmlestum, Rekstur Aldurs- lagasjóðs fiskiskipa. FYRIR SKIPASMÍÐASTÖÐVAR: Ábyrgðartryggingar vegna skipaviðgerða, Nýbyggingatryggingar. Skrifstofa Samábyrgðarinnar og eftir- taldir umboðsmenn vorir veita allar nauðsyn- legar upplýsingar varðandi tryggingar þess- ar og taka á móti tryggingarbeiðnum: Vélbátaábyrgðarfélagiö Grótta, Reykjavík Bátatrygging Breiðafjaröar, Stykkishólmi Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga, ísafirði Vélbátatrygging Eyjafjarðar, Akureyri Skipatrygging Austfjarða, Höfn Hornafirði Vólbátatrygging Reykjaness, Keflavík Trygging hf. Vátryggingar ættu að vera frjálsar Hugmyndin að stofnun T rygg- ingar hf. varð til hjá Erling Ell- ingsen fyrrverandi flugmála- stjóra í framhaldi af störfum hans og nokkrum kynnum af flugtryggingum, sagði Jón MagnússonhjáTryggingu hf.. Þann 17. maí 1951 varfélagið svo formlega stofnað og stóðu að því, auk Erlings, þeir Othar Ellingsen, kaupmaðuríVerslun O. Ellingsen, og Jón Einars- son, kaupmaðurí Vouge. Starf- semin hófst svo í septmeber sama ár. Fyrstu árin voru bruna- og sjó- tryggingar gildasti þáttur starf- seminnar en síðar bættust við aðrar greinar og eftir 1963 hefur verið boðið upp á allar greinar trygginga fyrri einstaklinga og fyrirtæki nema líftryggingar, sem lögum sam- kvæmt má ekki blanda saman við aðrar tryggingar. Á fyrsta bókhaldsári Trygg- ingar, sem stóð raunar aðeins í 4 mánuði, var veltan 170 nýkrónur og tvö herbergi að Vesturgötu 10A nægðu starfseminni. Nú, 32 árum síðar, er veltan orðin 95.000.000 og fjöldi starfsmanna kringum 40. Umboðsmenn eru víðsvegar um land, einstaklingar og fyrirtæki heimamanna í héruðunum, sem Trygging á aðild að, svo sem á Sel- fossi, ísafirði, Kefiavík, Egilsstöð- um, Höfn og Akureyri. Flugtryggingar hafa alltaf skipað veglegan sess hjá félaginu og mikill hluti flugflota landsmanna ávallt tryggður þar. Jón Magnússon. Fyrir nokkrum árum hóf félagið sókn inn á endurtryggingarmarkað í London og rak þar um skeið skrif- stofu til að sinna þeim viðskiptum. Sú skrifstofa var síðar lögð niður þar og flutt heim þegar aðstæður erlendis fóru versnandi. Þótt þess- ar tvær greinar trygginga hafi verið áberandi í rekstrinum þá snýst starfsemin í heild um að sinna þörf- um smærri og stærri viðskiptavina, sem kjósa að njóta verndar gegn vá með kaupum á fjölbreyttum vá- tryggingum félagsins. Afkoma félagsins hefur verið góð undanfarin ár ef tekið er tillit til óðaverðbólgu og fallandi gengis. Minni þátttaka í framangreindum endurtryggingum, ásamt uppgjöri tengdum þeim hefur að vísu orsak- að taprekstur sum undanfarin ár en til lengri tíma litið hafa þessi við- skitpi þó styrkt stöðuna. Afkoma einstakra greina hefur verið mis- jöfn milli ára, enda íslenski trygg- ingamarkaðurinn það lítill, að jöfnuður milli ára næst aldrei að fullu. Hlutverk endurtrygginga er að jafna þetta. Bifreiðatryggingar sýna versta útkomu þótt mönnum þyki iðgjaldið sjálfsagt nógu hátt. Öllum kæmi best að fækka slysum. og tjónum fremur en að hækka ið- gjöld og sjálfsábyrgð. Alltaf láta einhverjir tryggingar sitja á hakan- um er að kreppir efnahagslega. Hinir eru þó sem betur fer fleiri, sem hafa þann hátt á að vernda sig betur fyrir áföllum þegar þeir eru verr í stakk búnir til að mæta þeim sjálfir. Tryggingaþörf manna er misjöfn og misjafnt hvaða áhættu fólk vill taka sjálft. Því er eðlilegast að allir hafi forsjá sinna tryggingamála í eigin hendi. En fyrirkomulag um húsatryggingar o.fl. veldur því að sumir láta „skyldutryggingu“ nægja en sjá síðar að þær eru mjög takmarkaðar. Þróunin þyrfti að verða sú að allar vátryggingar væru frjálsar og hver og einn hugsi um sín mál í samráði við sitt trygg- ingafélag. Trúlega mundi það auka enn meira metnað félaganna til þess að hugsa betur um hvern og einn og fylgjast betur með því að ekkert vanti, sem viðskiptavinur- . inn vill hafa verndað gegn vá, sagði Jón Magnússon að lokum. -mhg 5ÍÍSS «55 ^ Hvað kostar árekstur? Hafa menn hugleitt hvaö það kostar hvern bíleiganda í beinum peningum aö eiga sök á árekstri? Þótt menn hafi bíla sína vel tryggða, bæöi meö ábyrgðar- og kaskótryggingu, þurfa þeir samt aö greiða sjálfir verulega fjárhæö. Eigandi meöalstórs bíls, sem er meö 5600 króna sjálfsábyrgð í kaskó þarf að greiða: 1. Sjálfsábyrgðaf ábyrgðartryggingu kr. 2.500 2. Sjálfsábyrgðaf kaskótryggingu kr. 5.600 3. Bónusmissiáábyrgðartryggingunni kr. 3.050 4. Bónusmissiákaskótryggingunni kr. 5.800 5. Sektfyrirumferðarlagabroti kr. 500 1.200 Kr. 17.450- 18.150 Missir bílsins: Bílaleigubíll íviku kr. 6.000 Alls kr. 23.450 - 24.150 Að auki: Fyrirhöfn og margskonar óþægindi vegna missis bílsins um skemmri eða lengri tíma.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.