Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 7
BLAÐAUKI Fðstudagur 13. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Samábyrgð íslands á fiskiskipum Búin að slíta barnsskónum - Samábyrgðin er nú komin nokkuð til aldurs. Hún var stofnuð 1909 og getur því minnst 75 ára afmælis síns á þessu ári. Þaðvar FinnurStep- hensen, skrifstofustjóri Samá- byrgðar íslands áfiskiskipum, sem mælti svo. - Þú spyrð um starfsemi Samá- byrgðarinnar. Hún skiptist í þrjá meginþætti. í fyrsta lagi annast hún endurtryggingu á skipum, sem vátryggð eru hjá bátaábyrgðarfé- lögum, sem starfandi eru út um land, en hjá þeim eru skyldutryggð öll skip, sem eru undir 100 rúmlest- um að stærð. Og ef við nefnum bátaábyrgðarfélögin þá eru þau þessi: Vélbátaábyrgðarfélagið Grótta í Reykjavík, Bátatrygging Breiðafjarðar í Stykkishólmi, Vél- bátaábyrgðarfélag ísfirðinga á ísa- firði, Vélbátatrygging Eyjafjarðar á Akureyri, Skipatrygging Aust- fjarða á Höfn, Vélbátatrygging Reykjaness, Keflavík, og Bátaá- byrgðarfélag Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum. Nú, í annan stað tekur svo Samá- byrgðin að sér vátryggingar á skipum, sem eru stærri en 100 rúmlestir og raunar allar aðrar vátryggingar, sem snerta útgerð fiskiskipa. Auk þess önnumst við svo ábyrgðartryggingar vegna skipaviðgerða fyrir skipasmíða- stöðvarnar og nýbyggingartrygg- ingar vegna skipa, sem eru í smíð- um. Loks annast svo Samábyrgðin rekstur Aldurslagasjóðs fiskiskipa og Úreldingarsjóðs fiskiskipa. - Viltu segja okkur hvernig hátt- að er endurtryggingum hjá ykkur? - Já, þessu er þannig varið hvað snertir skip undir 100 rúmlestum að bátaábyrgðarfélögin endur- tryggja ákveðinn hundraðshluta hvert hjá öðru og dreifa þannig á- hættunni. Afganginn endurtryggir svo Samábyrgðin. Nú, síðan tryggja aðilarnir sig fyrir stórtjón- um með svokallaðri „Excess of loss“ tryggingu erlendis. Fiskiskip stærri en 100 rúmlestir eru hinsveg- ar endurtryggð hjá Samsteypu ís- lenskra fiskiskipatrygginga og ís- lenskri endurtryggingu. Endur- tryggingar vegna annarra vátrygg- inga sem snerta útgerð eru fengnar hjá íslenskri endurtryggingu. End- urtryggingar vegna ábyrgðartrygg- inga skipasmíðastöðva og ný- smíðatryggingar eru fengnar í London. Um afkomu Samábyrgðarinnar hafði Finnur þetta að segja: - Reikningar ársins 1983 liggja enn ekki fyrir og því of snemmt að segja til um útkomu hinna ýmsu greina sl. ár. En það má segja að Finnur Stephensen. útkoma skipatrygginga ráðist að miklu leyti af fjölda alskaða. Á ár- inu 1983 urðu þeir fjórir á skipum undir 100 rúmlestum. Því má svo bæta við, að í þeirri verðbólgu, sem hér hefur ríkt undanfarin ár, hefur verið reynt að fylgja verðþróun- inni. Til dæmis eru skip undir 100 rúmlestum metin árlega samkvæmt matsreglum, sem byggðar eru á nýjasta verðlagi á skipshlutum, vélum og tækjum um hver áramót. Ef verðhækkanir hafa orðið veru- legar milli áramóta, t.d. vegna breytinga á gengi krónunnar, hafa vátryggingarfjárhæðir skipanna hækkað, jafnvel oftar en einu sinni á ári. Þar að auki eiga útgerðar- menn þess kost að kaupa svo- nefnda hagsmunatryggingu, sem nema má allt að fjórðungi húft- ryggingarverðs viðkomandi skips. - mhg. Tryggingamiðstöðin hf. Fyrirhyggjan mætti vera meiri - Þettafélag.Tryggingamiö- stööin, hóf starf 1. janúar 1957 og er því aö byrja 28. árið, sagði Gunnar Felixson, forstjóri fél- agsins. Viö höfum með hönd- um alhliðatryggingastarfsemi, sinnum öllum greinum trygg- inga, sem um er að ræða hér- lendis. En gildasti þátturinn í okkar rekstri er viðkomandi skipatryggingum. Við inntum Gunnar eftir afkomu félagsins. - Hún er náttúrlega nokkuð sveiflukennd frá einu ári til annars. Áhættan er mikil við skipatrygg- ingar. Þar geta komið og hafa kom- ið þungir skellir. Brunatryggingar hafa á hinn bóginn oftast nær kom- ið vel út hjá okkur, nema á sl. ári. Þá urðu verulegir frystihúsabrunar eins og alla rekur sjálfsagt minni til, og þeir komu mjög hastarlega við okkur. Slíkir brunar eru að verða ískyggilega algengir. Það eru því óneitanlega bæði skin og skúrir í þessari starfsemi. - Þið endurtryggið náttúrlega til öryggis gegn svona stóráföllum? - Já við endurtryggjum frá okkur en erum að öðru leyti ekki mikið í endurtryggingum. Við spurðum Gunnar hvort hann teldi að íslendingar væru nægilega fyrirhyggjusamir varð- andi tryggingar. - Nei, það tel ég nú varla hægt að Gunnar Felixson. segja. Mönnum hættir til að van- tryggja, horfa í iðgjöldin og treysta um of á það að ekki hendi þá sjálfa neitt óhapp. íslendingar eru, ýmsir hverjir, ekki beinlínis tryggingar- lega sinnaðir, ef svo má að orði komast. —mhg Almennar tryggingar hf. Numið nýjum Ef blaðamaður hefði dotfið inn um dyr hjá Almennum tryggingum fáeinum dögum fyrr þá hefði hann lent þar á 40. afmælisári félagsins. Þaðvar nefnilega stofnað 11. maí 1943. En þar sem hér var nú ekki verið að huga að neinu af- mælisspjalli þá skipti þetta „slys“ ekki miklu máli, enda eiga menn þess heldur ekki kost að tryggja sig fyrir þeim. Ólafur B. Thors, forstjóri Al- mennra trygginga, sagði okkur að starfsemi félagsins væri í 5 deildum: eignatryggingadeild, skipa-, farm- og flugvélatrygginga- deild, ökutækjatryggingadeild, ábyrgða- og slysatryggingadeild og endurtryggingadeild. Félagið hefði því með höndum allar venjulegar tryggingar. Auk þess rekur svo fé- lagið hlutafélagið Almennar líf- tryggingar, sem er sjálfstætt félag, stofnað 30. mars 1977. Viðskipti okkar eru í verulegum mæli við einstaklinga og því erum við mikið bæði í heimilistrygg- ingum og húseigendatryggingum. Á síðustu árum höfum verið að nema land á nýjum sviðum. Má þar nefna að við höfum leitast við að sinna tryggingaþörfum íslenskra verktaka vegna stærri fram- kvæmda, svo sem við virkjanir og stóriðju. Vegna vöntunar á slíkum tryggingum hafa íslendingar staðið verr að vígi en útlendingar - tryggðir í bak og fyrir - til að bjóða í stærri verk og fá þau. Þá tryggjum við og vélar einstakra fyrirtækja gegn tjóni sem gjarnan vill verða ef þær bila. Við höfum einnig tekið það upp að bjóða einstökum stétt- um ábyrgðartryggingu, sem tryggir þær fyrir afleiðingum mistaka í starfi, svo sem lögfræðinga, lækna, verkfræðinga o.fl., en enginn er svo fullkominn að honum geti ekki orðið á mistök. Á þessu byrjuðum við 1975. Þetta kemur sér vel bæði fyrir þann, sem framkvæmir við- komandi verk, og hinn, sem nýtur þjónustunnar. Mönnum er smátt og smátt að verða þessi nauðsyn ljós og notfæra sér því slíka trygg- ingaþjónustu í vaxandi mæli. í stuttu máli má segja að við reynum að reka sem best þessar almennu land á sviðum Ólafur B. Thors. tryggingar og jafnframt að sinna tryggingaþörfinni eins og hún er á hverjum tíma. Ólafur B. Thors var þeirrar skoðunar að mönnum hætti til þess að tryggja of lágt og vöruðu sig þá ekki á verðbólgunni. Því var brugðið á það ráð að láta trygg- ingar fylgja breytingum á vísitölu. Samt vill það henda að menn gæti þess ekki að hækka tryggingar á innbúi eftir því sem búslóðin vex. Láta gömlu upphæðina bara duga, en það getur og hefur komið mönnum óþægilega í koll. Að lokum vildi Ólafur benda á að menn ættu að huga betur en þeir gerðu að því að líftryggja sig, taka 'a.m.k. áhættutryggingu ef þeir stæðu t.d. í húsbyggingum. Menn eru þá oftast skuldum hlaðnir og ef annað hjónanna - þegar um það er að ræða - fellur frá, getur líftrygg- ingin verið það, sem baggamuninn ríður með það að halda eigninni. Að þessu huga menn of lítið, sagði Ólafur. Líftryggingar eru hér fremur fá- tíðar miðað við það, sem gerist með öðrum þjóðum. Lífslíkur ís- lendinga yfirleitt eru miklar og því eru iðgjöld af slíkum tryggingum hér lág miðað við það ómetanlega öryggi sem þær veita. Og þar með slitum við Ólafur talinu. - mhg. Iðnnemasamband íslands óskar að ráða framkvæmdastjóra Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af félagsstörfum og þekki til málefna iðnnema. Starfið er einkum fólgið í umsjón með rekstri skrifstofu sambandsinsog upplýsingamiðlun um málefni iðnnema. Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um menntun pg fyrri störf skulu hafa borist skrif- stofu INSÍ, Skólavörðustíg 19, 101 R., í síð- asta lagi fyrir kl. 12 á hádegi 14. janúar nk. Sjúkraþjálfarar Endurhæfingarstöð í Keflavík óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa allan daginn frá 1. mars nk. eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknir skulu hafa borist Endurhæfingar- stöðinni, Suðurvöllum 9, Keflavík, fyrir 15. febrúar nk. AHar nánari upplýsingar veittar hjá yfirsjúkra- þjálfara eða rekstrarstjóra í síma 99-3330.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.