Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 8
1Í4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN, Föstudagur 13. janúar 1984
Verður Kúba
síðasta
hálmstráið?
Sama dag og bandarísku stríðs-
flugvélarnar voru skotnar niður í
Líbanon birtist mynd af Ronald
Reagan á forsíðu eins útbreiddasta
sunnudagsblaðs Bandaríkjanna.
Forsetinn var á stuttermabol og
hnyklaði armvöðvana. Inni í blað-
inu voru fleiri myndir af forsetan-
um í kraftastellingum á bolnum, og
svo ein glansmynd frá árinu 1941.
Ronald Reagan tjáði blaðinu, að
hann hefði aukið brjóstmál sitt um
þó nokkra sentimetra með stöðug-
um líkamsæfingum síðustu vikur.
Hann sagðist einnig hafa þyngst
um ein tvö kíló, en bætti við, að
vöðvar væru þyngri en fita og þar
væri skýringin á þyngdaraukning-
unni komin. Forsetinn sagði einnig
frá því, að einn samstarfsmanna
sinna hefði lagt til, að forsetinn
fengi sér boxæfingapúða í skrifstof-
una sína „og þá get ég fest á púðann
mynd af þeim, sem er að ergja mig
þá stundina, og boxað hann nið-
ur!“.
Forsetinn minnti á gamalt orð-
tæki kúreka í Bandaríkjunum sem
hljóðar eitthvað á þá leið, að ekk-
ert sé eins gott fyrir innra manninn
og ytra byrðið á hrossi. Og svo kom
rúsínan: „Kannski er þetta gert til
að ganga í augun á Nancy, en alla-
vega finnst mér ennþá gaman að
stökkva af háu sundbretti og taka
sveiflur á því“.
Utanríkismálin
angra hinn
almenna borgara
Þegar Reagan forseti tók ekki til
greina mótmæli aðalsamstarfs-
manna sinna gegn því að ráðist yrði
á Sýrlendinga úr lofti í Líbanon,
var hann þá að ímynda sér að með
þessu væri hann að „boxa niður"
Hafez-el-Asad forseta? Og var
innrásin á Grenada nokkurs konar
stökk af sundbretti, svo forsetafrú-
in gæti dáðst að manni sínum?
Við verðum öll að velta því fyrir
okkur hversu mikið af bringuhár-
um sínum forsetinn ætlar að sýna
frúnni sinni og okkur hinum á
næstu mánuðum. Því Reagan situr
í einum valdamesta stól heimsins
og hann á í vændum erfiða kosn-
ingabaráttu á þessu ári við skarpa
andstæðinga.
Efnahagslíf Bandaríkjanna hef-
ur tekið smákipp undanfarið og
Reagan gumar látlaust af. En í
kjölfarið fylgir, að hinn almenni
borgari hefur snúið sér meira að
utanríkismálunum en áður. Nýj-
ustu skoðanakannanir sýna, að
fylgið við Reagan hefur snar-
minnkað upp á síðkastið, en það
jókst mjög eftir innrásina á Gren-
ada. Fylgisaukningin reyndist
skammlíf og hefur slíkt ekki gerst á
síðustu 25 árum þegar Bandaríkja-
forseti hefur ráðist inn í a'nnað
land. Færri styðja nú Reagan en
fyrir ári og fylgið við hann er minna
en fylgið við Carter forseta við lok
þriðja árs valdatíma hans. Sá hluti
almennings, sem segist óttast styr-
jöld og finnast sá ótti lykilatriðið í
því sem Bandaríkjamenn þurfa að
glíma við, er nú kominn upp í það
sem var þegar mest gekk á í sam-
bandi við Víetnamstríðið. Enn
fleiri eru hinir sem segjast óttast,
að Reagan forseti muni leiða þjóð-
ina inn á styrjadlarbrautir.
Annað Grenada
fyrir kosningar
Ef skoðanakannanir sem gerðar
verða næsta sumar spá því, að úrslit
verði mjög tvísýn í forsetakosning-
unum í nóvember, verður Reagan
karlinn að taka á öllu sínu til að
bjarga málum. Lagt verður fast að
honum að finna upp á einhverju
ævintýri í október. Er helst leitt
getum að því, að hann muni feta
stríðsslóðina í þeim efnum. Ekki
þykir ólíklegt, að forsetinn muni
Hversu mikið fáum við að sjá af bringuhárum forsetans á þessu ári? Endurtekur hann lcikinn frá 1961-62 á.
Kúbu?
Kosningabrella
Reagans 1984
skipuleggja annað Grenadaævin-
týri til að auka vinsældir sínar,
svona rétt fyrir kosningar.
Forsetinn glatar trausti
En Reagan miín eiga í erfið-
leikum þegar kemur að Skipulagn-
ingu kosningaævintýrisins. Hann
hefur nú þegar glatað trausti hátt-
settustu samstarfsmanna sinna og
nokkurra reyndustu embættis-
manna innan hermálaráðuneytis-
ins, en þessir embættismenn yrðu
að framfyigja og raunar skipu-
leggja ævintýrið. Þetta má lesa út
úr skýrslu þingnefndar
varnarmálaráðuneytisins um
sprengjuárásina á Beirút, en
skýrslan kom út rétt fyrir síðustu
jól. í skýrslunni kemur fram hörð
gagnrýni á hina borgaralegu
stefnumörkun og minnir sú
gagnrýni á skoðanaskipti Trumans
forseta og MacArthurs hershöfð-
ingja þegar Kóreustríðið stóð sem
hæst. Stjórnendurnir í Pentagon
hafa í framhaldi af þessu beðið
Bandaríkjaforseta að hætta að
panta tvísýnar hernaðaraðgerðir til
að ná einhverjum pólitískum
markmiðum, sem eru illa skil-
greind af forsetans hálfu eða alls
ekki hægt að ná.
CIA hefur einnig látið berast, að
menn þar séu óánægðir með forset-
ann, Schultz og persónulega ráð-
gjafa þeirra. Hápunkti náði þessi
boðskapur CIA á nýársdag, en þá
birtust á sjónvarpsskjánum um
gervöll Bandaríkin tveir fyrrum
stjórnendur CIA, þeir William
Colby og Stansfield Turner. Þeir
sökuðu Reaganstjórnina um að
Bringuummál forsetans hefur
aukist um nokkra sentimetra síð-
ustu vikur.
hafa eyðilagt sambönd CIA við ar-
abaleiðtoga, og þá einkum Yasser
Arafat.
Ronald Reagan mun þó að lík-
indum ekki standa alveg vinalaus
uppi, þegar hann leggur upp í kosn-
ingabrellu sína. Sjóherinn er trygg-
ur stefnu Hvíta hússins, því hann
mun mestu tapa ef Reagan nær
ekki kjöri. Þá mun CIA einnig
hjálpa til við skipulagninguna þeg-
ar þar að kemur.
En hvar á
Grenada ’84
að vera?
En eitt vandamál vefst mikið
fyrir mönnum. Hvar á að skipu-
leggja kosningabrelluna? Þótt
stjórnin í E1 Salvador falli, þykir
mjög ólíklegt að stjórn Reagans
geti hvatt til þann mannafla sem
þarf til að bjarga henni, því al-
menningsálit, andstaða á þingi og
efasemdir hersins munu koma í veg
fyrir slíkt. Innrás í Nicaragua kæmi
engum á óvart og myndi kosta
mikið mannfall í liði Bandaríkja-
manna og því lítt auka á vinsældir
forsetans.
Menn í Hvíta húsinu vonast til að
Bandaríkjamenn verði horfnir á
brott frá Líbanon fyrir kosningar.
Ef það ferst fyrir gæti Reagan litlu
bjargað með samningum á síðustu
stundu eða með því að leggja fram
einhverja áætlun um Gaza-svæðið
eða vesturbakkann. Slíkt myndi
ekki duga honum í kosningum.
Ævintýrið í Chad í Afríku á síðasta
ári hafði ekkert pólitískt gildi
heima fyrir í Bandaríkjunum; enn
ein átökin við Líbýu yrðu gagns-
laus einnig. Ef Reagan verður
óheppinn mun hann e.t.v. neyðast
til að bjarga stjórn Hassans kon-
ungs í Marokkó frá uppreisn hers-
ins. Forsetinn getur lítið sem ekk-
ert gert til hjálpar Marcosi forseta á
Filippseyjum.
Verður það Kúba?
Það er því fátt um fína drætti í
þessum efnum. Svo kann að fara,
að aðeins einn staður á jarðar-
kringlunni geti aukið á hróður for-
setans í Bandaríkjunum og duga
honum til aö ná attur kjori. Það er
Kúba.
Það þykir ekki líklegt að forset-
inn ígrundi innrás á Kúbu, en svo
kann að fara að þetta verði hálm-
stráið sem hann grípur í sér til
bjargar. Hann mun þá endurtaka
leikinn frá 1962 - en sá leikur jók
vinsældir Kennedys um heil 13
prósent á sínum tíma.
Sjóherinn og. CIA munu þá
beina sjónum allra að sovéskum
kjarnorkukafbátum, sem eru á
sveimi undan austurströnd Banda-
ríkjanna. Nýlega hefur sjóherinn
látið það berast, að sést hafi til sov-
éskra Echo-II kafbáta óvenjulega
nærri ströndu og að líklega sé kaf-
bátahöfn á Kúbu. Þessir kafbátar
hafa innanborðs eldflaugar með
250 mflna fluggetu.
Reaganstjórninni væri hægur
vandi að staðhæfa, að staðsetning
Echo-II kafbátanna á Kúbu bryti í
bága við samkomulagið, sem
Kennedy og Krúsjéf gerðu með sér
árið 1962. Nú segir í lýsingum frá
sjóhernum, að þessir kafbátar Sov-
étmanna séu fremur ætlaðir til að
granda skipum en skjóta flaugum á
land. En skítt með það. Forsetinn
gæti sent Moskvu viðvörun um að
fjarlægja þegar í stað kafbátana,
birt loftmyndir af kafbátastöðinni á
Kúbu, kallað út flotann og flugher-
inn, sett allt í viðbragðsstöðu og
sett hafnbann á Kúbu til að hindra
sovésku kafbátana í að komast í
höfn þar.
Menn í Hvíta húsinu sjá þann
kostinn við þessa áætlun, að ekki
tæki nokkur maður í Moskvu mark
á henni-en hinn ameríski kjósandi
léti hins vegar biekkjast.
(ast - endursagt úr New Statesman,
jan. ’84).