Þjóðviljinn - 18.01.1983, Page 1
ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
íþrottir
————■ llmsión: VíðirSigurðsson
Breiöablik í
annað sætið
Breiðablik styrkti stöðu sína í 2.
deild karla í handknattleik í gær-
kvöld' með því að sigra Armann
20-14 í Laugardalshöllinni. KA hef-
ur 16 stig, Breiðablik og Grótta 14,
Haukar 12, Þór Ve. 11, HK 9,
Afturelding 7 og Armann 5 stig.
- VS.
Létt fyrir
Skagamenn
Skagamenn áttu ekki í neinum
vandræðum með nágranna sína,
Skallagrím úr Borgarnesi, í gær-
kvöld þegar liðin mættust á Akra-
nesi í 3. deild karla í handknattleik.
Leiknum lauk með yfirburðasigri
heimaliðsins, 34-10. Efstu lið 3.
deildar eru Fylkir með 18 stig,
Reynir 13, Þór Akureyri 12, Akr-
anes og Keflavík með 11 stig.
- VS.
Fimmtíu
stiga sigur
IR-ingar áttu ekki í neinum
vandræðum með 2. deildarlið
Breiðabliks í bikarkeppni KKI í
körfuknattleik í gærkvöld/. Leikið
var í Hagaskólanum og sigruðu IR-
ingar með 50 stiga mun, 109-59, og
átti Kópavogsliðið aldrei mögu-
le ika gegn Pétri Guðmundssyni og
félögum. - VS.
Fimmtán marka sigur
FH á botnliði ÍR
Knattspyrnustúlkurnar frá Akranesi komu færandi hendi
heim í sitt byggðarlag á laugardagskvöldið eftir að hafa
sigrað á íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu. Þær unnu
Breiðablik í úrslitaleik og sigruðu þar með á þessu móti í
fimmta skipti. Sjá nánar á næstu síðu. Mynd:-eik
Þriðja sætið af
fjórum á Guernsey
Rétt eins og við var að búast
reyndust ÍR-ingar FH-ingum engin
fyrirstaða þegar félögin mættust í
l.deild karla í handknattleik í
Laugardalshöllinni í gærkvöld . í
slökum leik sem oft líktist
hraðaupphlaupa- og skotæfíngu
hjá FH vann Hafnarfjarðarliðið
auðveldan sigur, 35-20. Þrettánda
tap IR í jafnmörgum leikjum í
deildinni í vetur.
FH byrjaði með látum, komst í
3-0, en IR-ingar gerðu sér lítið
fyrir og jöfnuðu, 3-3. Þá tóku FH-
ingar af skarið, 6-3, 11-5 og síðan
16-9 þegar flautað var til leikhlés.
Munurinn jókst framan af síðari
hálfleik, 23-12 fljótlega en síðan
héldu ÍR-inar í við andstæðinga
sína í markaskoruninni upp að 29-
19. Þá komu sex FH mörk í röð en
ÍR átti lokaorðið, 35-20.
Það er varla hægt að hrósa
Staðan:
Staðan í l.deild karla í handknatt-
leik eftir leik IR og FH í gærkvöld :
FH...............13 9 0 4 348-289 18
Víkingur.........12 8 2 2 259-237 18
KR...............12 8 0 4 292-223 16
Stjarnan..........12 7 1 4 246-239 15
Valur...........12 5 1 6 250-236 11
Þróttur.........12 5 1 6 241-249 11
Fram............12 4 1 7 259-277 9
ÍR..............13 0 0 13 227-372 0
Valur og Stjarnan mætast í
Laugardalshöllinni í kvöld kl. 20.
nokkrum leikmanni FH-liðsins að
þessu sinni þrátt fyrir fimmtán
marka sigur. Hann hefði getað orð-
ið mun stærri. Þorgils Óttar
Mathiesen átti skárstan leik og var
drjúgur í hraðaupphlaupunum.
Kristján Arason var afar mistækur
þrátt fyrir mörkin 12. Sverrir Krist-
insson varði vel í síðari hálfleik.
Kristján skoraði 12 mörk, Þorgils
Óttar 8, Hans 6, Guðjón G. 3,
Guðmundur 3, Sveinn 2 og Pálmi
eitt.
ÍR-ingarnir voru allir jafn slakir
nema Guðjón markvörður Hauks-
son. Gunnar og Þórarinn skoruðu
4 mörk hvor, Atli 3, Björn 3, Einir
2, Einar 2 og Ólafur tvö.
-MHM/VS
íslenska landsliðið í borðtennis
hafnaði í þriðja sæti af fjórum i
3.deild Fvrópukeppni landsliða
sem fram fór á Ermasundseynni
Guernsey um helgina. Að sögn
Gunnars Jóhannessonar formanns
borðtennissambandsins eru menn
ánægðir með þá frammistöðu þar
sem neðsta sætið hefur yfirleitt orð-
ið hlutskipti íslands á mótum þess-
um.
ísland tapaði fyrst fyrir Guern-
sey 6-1 en flestir leikir voru frekar
jafnir. Stefán Konráðsson herjaði
út eina vinning íslands, sigraði
Powell 21-18,11-21,21-19. Þávar
leikið við Jersey og þar vannst
sigur, 4-3. Stefán og Hilmar Kon-
ráðssynir unnu tvo leiki hvor en
Ragnhildur Sigurðardóttir tapaði.
Jerseybúar unnu einnig tvenndar-
leik og tvíliðaleik en íslenskur sigur
samt. Loks mætti íslenska liðið
Möltubúum og tapaði naumlega,
4-3. Stefán og Ragnhildur sigruðu
sinn leikinn hvort í einliðaleik en
Stefán tapaði einum og Hilmar
tveimur. Stefán og Ragnhiidur sigr-
uðu í tvenndarleik en Stefán og
Hilmar töpuðu í tvíliðaleiknum.
Lokastaðan:
Guernsey.........3 3 0 18-3 6
Malta.............3 2 1 8-13 4
ísland............3 1 2 8-13 2
Jersey........... 3 0 3 8-13 0
í tengslum við keppnina var
haldin einstaklingskeppni og í
henni lenti Hilmar á móti Powel í
undanúrslitum. Powel sigraði
naumlega 19-21, 21-18, 21-18.
Powel vann síðan öruggan sigur í
úrslitaleiknum við Cordonna frá
Möltu. Ragnhildur komst einnig í
undanúrslit en tapaði þar fyrir Sop-
er frá Jersey sem sigraði á mótinu.
-VS
Liðum Skagamanna vegn-
aði báðum vel um helgina
Stúlkurnar neituðu
og ekkert brun í gær
Liðunum sem Skagamennirnir
Teitur Þórðarson og Karl Þórðar-
son leika með í frönsku knattspyrn-
unni vegnaði báðum vel um helg-
ina. Lens sigraði Mulhouse á
heimavelli 4-2 og Laval gerði jafn-
tefli, 1-1, við St.Etienne á útivelli.
Aðeins 8.000 manns fylgdust með
þeim leik og gamla stórveldið St.Et-
ienne riðar á barmi falls vegna
innanhússátaka auk lélegrar
frammistöðu á knattspyrnuvcll-
inum.
Nantes vann Bordeaux 4-0 í
uppgjöri toppliðanna og hafði
mikla yfirburði. Þá sigraði Monaco
Bastia 3-0. Nantes hefur 33 stig,
Bordeaux 28, Lens 27, Laval og
Monaco 24 hvort.
Real á toppinn
Real Madrid tók forystuna í
spænsku l.deildinni með l-0sigri á
Real Zaragoza. Á meðan varð Atl-
btico Bilbao að sætta sig við 1-1
jafntefli heima gegn botnliðinu
Valladolid. Barcelona sigraði Se-
villa 1-0. Real Madrid hefur 31
stig, Bilbao 30 og Barcelona 28
stig. Meistararnir og Víkingsban-
arnir, Real Sociedad, sigruðu Ösa-
una 1-0 en eru aðeins í áttunda
sæti deildarinnar.
Falcao í fréttum
Brasilíumaðurinn Roberto Falc-
ao kom mjög við sögu er lið hans,
AS Roma, jók forystu sína í ítölsku
knattspyrnunni með 1-0 sigri á
Cagliari. Falcao lék skínandi vel,
skoraði sigurmarkið á 48. mínútu
en var rekinn af leikvelli fyrir brot á
Bergomi þegar þrjár mínútur voru
til leiksloka.
Liðin í öður og þriðja sæti, Inter
Milano og Verona.skildu jöfn, 1-
1, eftir að Verona hfði haft forystu í
tæpar 80 mínútur. Juventus mátti
sætta sig við jafntefli, 1-1, heima
gegn Sampdoria. Bettega skoraði
fyrir Juventus með skalla 5 mínút-
um fyrir leikslok en mínútu síðar
jafnaði Scanziani.
Óbreytt í Hollandi
Öll efstu liðin í Hollandi sigruðu
um helgina. Ajax vann Go Ahead
Deventer 2-0, Feyenoord vann
nágranna sína Excelsior 1-0 og
PSV Eindhoven sigraði Vilhjálm
annan frá Tilburg (William II Til-
burg) 2-1. Ajax hefur 30 stig, Fey-
enoord 29 og PSV 28 stig.
-VS
Snjóleysið í Ölpunum hefur sett
stórt strik í reikning heimsbikar. -
keppninnaráskíðum að undanförnu
en í Austurríki þurfti í gær að fresta
brunkcppni kvenna vegna snjó-
byls. Skíðayfirvöld höfðu að vísu
ákveðið að veðrið hefði gengið
nægilega mikið niður en stúlkurnar
voru ekki á sama máii, neituðu að
renna sér og þar við sat.
Það var hins vegar keppt í svigi
og þar sigraði austurríska stúlkan
Anni Kronsbichler, sem er aðeins
19 ára gömul. Heimsbikarhafinn
Erika Hess frá Sviss datt í fyrri
ferðinni og féll úr keppni en heldur
samt forystu sinni í stigakeppninni.
I heimsbikarnum í skíðastökki
vann Matti Nykanen frá Finnlandi
sinn annan sigur í röð þegar hann
stökk lengst allra á móti í Lake
Placid í Bandaríkjunum. Armin
Kogler frá Austurríki varð annar
og Stein Bratten frá Noregi þriðji.
A laugardag hafði Nykaenen einn-
ig sigrað, Kogler varð annar en Jeff
Hasting frá Bandaríkjunum þriðji.
-VS