Þjóðviljinn - 25.01.1983, Page 2
10 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur 25. janúar 1983
Þriðjudagur 25. janúar 19831 ÞJÓÐVILJINN — StÐA.
U
íþróttir
Umsjón:
Víöir Sigurósson
Ásgeir aftur með og
Stuttgart sigraði
Ásgeir Sigurvinsson er kominn af stað í vesturþýsku
knattspyrnunni á ný eftir meiðslin og á laugardag átti
hann góðan leik með Stuttgart scm sigraði Iforussia
Dortmund 2-1. Allgöwer skoraði bæði mörk Stutt-
gart. Diisseldorf, lið Atla Eðvaldssonar, tapaði 3-1 í
Bochum og er áfram í fallbaráttu. Hamburger vann
Nurnberg 3-0 og hefur nú leikið 36 leiki í röð í „Bund-
esligunni“ án taps. Bayern Múnchen gerðu jafntefli
við Bremen, 1-1. Hamburger hefur 28 stig, Bayern 25,
Stuttgart, Köln og Bremen 24. Dússeldorf er í fimmta
neðsta sæti með 14 stig.
í Belgíu lyfti CS Brúgge sér fjær fallbaráttu með 3-1
sigri á útivelli gegn Lárusi Guðmundssyni og félögum
í Waterschei. Sævar Jónsson átti góðan leik með
Brugge og Lárus átti tvö stangarskot. Antwerpen,
með Pétur Pétursson á miðjunni sigraði Beveren 2-1 á
útivelli, Magnús Bergs og félagar í Tongeren komust
úr neðsta sætinu með því að sigra Waregem 3-2 en
Lokeren, án Arnórs Guðjohnsen sem er í leikbanni,
tapaði aftur, nú 2-1 fyrir Gent. Anderlecht hefur 27
stig, Standard og FC Brúgge 26, Antwerpen 24, Gent
og Waterschei 22, Molenbeek og Lokeren 21. CS
Brugge er skammt undan með 18 stig, en Tongeren er
næst neðst með 13 stig.
í Frakklandi vann Laval, lið Karls Þórðarsonar,
góðan sigur á Monaco, 1-0, og Karl lagði upp markið.
Lens, lið Teits Pórðarsonar tapaði hins vegar 4-0 á
Korsíku fyrir Bastia. Nantes gerði jafntefli við Brest,
1-1, og er áfram efst með 34 stig, Bordeaux hefur 30
eftir 3-2 sigur á Nancy, Lens 27, Laval og Paris St.
Germain 26 hvort.
- VS
Besti árangur Islands
- siöunda sæti í Basel
Islenska landsliðið í badminton
náði sínum besta árangri í B-
keppni Evrópulandsliða mcð því að
ná sjöunda sæti í Hclvetia Cup sem
fram fór í Basel í Sviss um helgina.
Liðið hefur aldrei áður komist í
hóp átta efstu í keppni þessari.
Island lék í riðli með Vestur-
Þjóðverjum og Möltubúum.
Leikurinn gegn V-Pjóðverjum tap-
aðist, 7-0, en Möltubúar voru
lagðir að velli með sömu stigatölu.
í keppninni um 5.-8. sæti lék liðið
svo við Norðmenn, Finna og
Tékka. Fyrsti leikurinn, gegn
Norðmönnum, tapaðist 2-5 en síð-
an vann ísland Finnland 6-1. Loks
var leikið við Tékka um sjötta sæt-
ið og þar sigruðu Tékkar 6-1.
Vestur-Þjóðverjar urðu sigur-
vegarar á mótinu, sigruðu Wales í
úrslitaleik. írar urðu þriðju,
Austurríkismenn fjórðu, þá Norð-
menn, Tékkar, íslendingar og
Finnar.
-VS
KSI freistar þess að leysa
skuldamálin með happdrætti
Eins og flestum er í fersku minni,
varð vcrulegur halli á rekstri
Knattspyrnusambands Islands á
síðasta ári, en ástæða þess var fyrst
og fremst sú, að aðsókn að lands-
lcikjum síðari hluta keppnistíma-
bilsins brást algjörlega, en tekjur af
landsleikjum hafa staðið undir um-
svifamikilli starfsemi sambandsins
undanfarin ár, að mestu leyti.
Stjórn K.S.Í. hefur ákveðið að
efna til happdrættis til að freista
þess að leysa skuldamál sambands-
ins, að öðrum kosti yrði að draga
starfsemina verulega saman
Fjöldi útgefinna miða í happ-
drættinu er aðeins 3400 og verð
hvers miða 500 kr. Þess er einkum
vænst, að fyrirtæki hlaupi undir
bagga með Knattspyrnusamband-
inu við að reyna að komast út úr
þessum fjárhagserfiðleikum.
Aðalvinningur í happdrættinu er
bifreið af gerðinni Saab GL 900,
árgerð 1983. Auk þess eru í vinn-
inga fjórar flugferðir með Flug-
leiðum, tvær Keflavík-London-
Reykjavík og tvær Keflavík-New
York-Keflavík. Dregið verður 7.
mars n.k.
Knattspyrnusambandið væntir
þess að velunnarar knattspyrnunn-
ar taki þessu happdrætti vel. ís-
lensk knattspyrna hefur verið í
stöðugri sókn undanfarin ár og
landslið okkar ná sífellt betri og
betri árangri. Ef unnt á að vera að
halda áfram á þeirri braut er nauð-
synlegt að Knattspyrnusambandið
standi á traustum fótum, fjárhags-
lega, þannig að forráðamenn þess
þurfi ekki að eyða mestum tíma í
að afla fjár til að halda hlutunum
gangandi.
Haukar komnir í annað sæti
Haukar l- Hafnarfirði hafa nú Leikurinn var ekki síst mikilvægur Staðan í 2. deild:
sett stefnuna í 1. deild eftir slælega fyrir þær sakir að liðin taka með KA..........11 7 2 2 278-243 16
byrjun í 1. deild karla í handknatt- sér stigin úr forkeppninni í úrslit- ^au^ar . ..^ ® J 4 278-261 14
leik í vetur. Á föstudagskvöldið akeppnina, öfugt við efstu liðin í 1. Grótta11 7 0 4 259-266 14
unnu þeir Gróttu 23-19 í þýðingar- deild. ÞórVe.!!!™!Z.’.’.'.’.".’.'.".10 4 3 3 221-218 11
miklum leik á Seltjarnarnesi og Þór Vestmannaeyjum átti að HK..........11 4 1 6 237-248 9
ættu nú að vera öruggir um sæti í leika við Breiðablik og HK um Afturelding...12 2 3 7 231-259 7
fjögurra liða toppbaráttunni. helgina en komst ekki til leiks.
íþróttir
Umsjón:
Víöir Sigurösson
Markverðirnir fóru
kostum
a
þegar Valsmenn komu sér
sex stigum frá fallsæti
Valsmenn stigu stórt skref í átt til
öryggis í 1. deild karla í handknatt-
leik á laugardaginn er þeir sigruðu
Þrótt 18-16 í spennandi og fjörug-
um leik í Laugardalshöllinni þar
sem markverðirnir, Olafur Bene-
diktsson hjá Þrótti og Einar Þor-
varðarson hjá Val, voru í aðalhlut-
verkum. Þessi tvö lið eru meðal
þeirra fjögurra sem berjast við fall-
ið í mars og Valsmenn eru nú
komnir með sex stiga forskot á
næstneðsta liðið, Fram, að lokinni
forkeppninni.
Það var ekkert gefið eftir á
laugardag og menn gerðu sér
augljóslega grein fyrir gildi þessa
leiks. Ekkert var gefið eftir, varnir
beggja sterkar og markvarslan frá-
bær eins og áður var vikið að.
Leikurinn var jafn og spennandi
allan tímann, Þróttarar höfðu
frumkvæðið í fyrri hálfleiknum en
að honum loknum var staðan jöfn
8-8.
í byrjun síðari hálfleiks tóku
Valsmenn að koma meira út á móti
Páli Ólafssyni í vörninni og það
riðlaði sóknarleik Þróttar veru-
lega. Þeir komust í 12-9 og síðan
14-10 en þá kom mótleikur Þrótt-
ara. Brynjar Harðarson var tekinn
__________________
úr umferð og þá fór villunum að
fjölga í sóknarleik Vals. Þrjú næstu
mörk voru Þróttara, 14-13 en Vals-
menn svöruðu 16-13. Tvö mörk
Guðmundar Sveinssonar minnk-
uðu muninn í 16-15 og Þróttur átti-
kost á að jafna en efnilegu hraða-
upphlaupi var klúðrað á herfilegan
hátt á miðju vallarins og Brynjar
skoraði í staðinn fyrir Val. Lárus
Karl Ingason lagaði stöðuna fyrir
Þrótt í 17-16, 15 sekúndum fyrir
leikslok, en á síðustu sekúndunum
innsiglaði Gunnar Lúðvíksson
sigur Vals, Þróttarar slepptu hon-
um í gegn til að freista þess að ná
knettinum eftir mistök hans en
Gunnar brást ekki og sigur Vals var
í höfn.
Leikurinn var fjörugur og
skemmtilegur á að horfa, annað en
hægt hefur verið að segja um
marga leiki hjá þessum liðum í vet-
ur. Talsvert var um mistök í sókn-
arleik beggja, ekki síst vegna
sterkra vama og markvörslunnar.
Valsmenn þurfa vart að óttast fall
úr þessu og endurkoma Brynjars er
þýðingarmikil fyrir liðið. Hann er
þó einum of villtur og óagaður en
gerir virkilega laglega hluti og er
ávallt óútreiknanlegur fyrir varnir
andstæðinganna. Hann á þó margt
ólært í vamarleik. Annars var Vals-
liðið jafnt að þessu sinni en Einar í
markinu átti stærstan hlut í sigrin-
um. Brynjar skoraði flest mörk 8/3
víti, Jón Pétur Jónsson 2, Theodór
Guðfinnsson 2, Þorbjörn Jensson
2, Gunnar Lúðvíksson, Jakob Sig-
urðsson, Steindór Gunnarsson og
Þorbjörn Guðmundsson eitt hver.
Óli Ben. var bestur í liði Þróttar
og markvarsla hans á köflum stór-
fengleg. Hann hélt liðinu á floti á
örlagaríkum augnablikum. Jens
Jensson komst best frá leiknum af
útispilurununi og hefur sjaldan átt
jafn heilsteyptan leik. Páll átti erf-
itt uppdráttar eftir góða byrjun og
áhyggjuefni fyrir Þrótt hve sókn-
arleikurinn lamast þegar hans nýt-
ur ekki við. Þróttur ætti að sleppa
við fall en ekkert er öruggt í þeim
efnum, Framararnir geta reynst
skeinuhættir. Jens skoraði 4 mörk,
Páll 3, Guðmundur Sveinsson 3/2,
Ólafur H. Jónsson 2, Konráð Jóns-
son 2, Gísli Óskarsson og Lárus
Karl Ingason eitt hvor.
Lítið samræmi var í dómgæslu
Árna Sverrissonar og Ólafs
Steingrímssonar og mistök þeirra
félaga alltof mörg. í 1. deild verða
menn að dæma betur en þetta.
-VS
A
„Hlógum bara þegar við
fréttum úr Firðinum!“
Ótrúlegir yfirburöir FH:
Náðu 17 marka mun
- byrjuðu upp á nýtt
Eftir hinn ótrúlega stóra sigur FH-inga á Frömurum á sunnudeginum
voru þeir fáir sem gáfu KR-ingum nokkra möguleika til að ná efsta sæti 1.
deildar karla í handknattleik. Til þess þurftu þeir að sigra íslandsmeistara
Víkings með sjö marka mun um kvöldið en hins vegar nægði Víkingum
sigur til að hljóta efsta sætið og þátttökurétt í IHF-Evrópukeppninni.
Önnur úrslit, þ.e. jafntefli up að 6 marka sigri KR, þýddu að FH stæði
uppi á toppnum. En KR-ingar sýndu af sér mikið keppnisskap og baráttu-
vilja og eftir að hafa leitt 13-10 í hálfleik gjörsigruðu þeir Víkingana með
níu marka mun, 27-18.
„Við fórum saman út að borða
og biðum eftir úrslitunum úr Hafn-
arfirði. Þegar við fréttum að FH
hefði sigrað með 23 marka mun fór-
um við einfaldlega að hlæjam okk-
ur óraði ekki fyrir því að okkur
tækist að sigra Víking með sjö
marka mun og fórum því afslapp-
aðir í leikinn", sagði Jens Einars-
son, markvörðurinn snjalli í KR
sem átti stóran þátt í sigrinum.
Hann varði alls 17 skot í leiknum,
þar af sex á fyrstu tíu mínútunum.
En Jens hafði nokkuð að segja um
þá talningu: „Ég vil að það komist
á framfæri að skotafjöldi sem
markvörður ver í leik segir ekki allt
um hvort hann hafi leikið vel eða
illa. Ég hefði getað varið tíu skot og
leikið jafnvel fyrir liðið. Ef mark-
vörður tekur þau skot sem hann á
að taka stendur hann fyrir sínu og
það tel ég að mér hafi tekist í kvöld.
Mér hefur gengið vel að undan-
förnu og tel að ég sé að komast í
sama form og ég var í þegar ég lék
með Víkingi undir stjórn Bogdans
fyrir nokkrum árum“.
KR skoraði þrjú fyrstu mörkin
og lét forystuna aldrei af hendi.
Munurinn var eitt til þrjú mörk all-
an fyrri hálfleik, 13-10 í hálfleik, en
hann tók að aukast eftir hlé. Þegar
sjö mínútur voru til leiksloka
náðist markið langþráða, Alfreð
Gíslason skoraði glæsilega, 24-17,
Víkingar minnkuðu í 24-18 en þrjú
síðustu mörkin voru KR-inga, það
síðasta úr vítakasti Alfreðs tíu sek-
úndum fyrir leikslok. Viggó Sig-
urðsson skoraði á síðustu sekúnd-
unni með fallegu skoti en dómar-
arnir töldu leiktímann runninn út.
Fæstir voru því sammála.
„Ég átti engan veginn von á þess-
um stórsigri", sagði Alfreð eftir
leikinn. Við ætluðum að sigra og ná
öðru sætinu, enginn trúði virkilega
að þetta væri hægt. Markvarslan
hjá Jensí upphafi var vendipunkt-
urinn, frammistaða hans „púrr-
aði“ okkur hina upp. Við æfðum
stíft um jólin og það skilaði sér svo
sannarlega í kvöld. Þá tókst okkur
að halda haus þó Víkingarnir
reyndu að taka menn úr umferð
undir lokin, við höfum oft misst
niður leiki undir þannig kringum-
stæðum. Varðandi Víkingsliðið
fannst mér vanta léttleikann hjá
þeim, þeir einbeittu sér einum of
mikið að hörkunni í þetta skiptið“,
sagði Alfreð Gíslason sem átti stór-
góðan leik og skoraði tíu mörk,
hvert öíðu glæsilegra.
KR Iék þarna einn sinn allra
besta leik í vetur og takist liðinu að
LOKASTAÐAN
Staðan að lokinni forkeppni í
1. deild er þá þannig:
KR............14 10 0 4 345:250 20
FH.......... 14 10 0 4 384:302 20
Víkingur......14 8 3 3 300:287 19
Stjarnan..... 14 0 1 5 293:276 17
Valur.........14 7 1 6 288:267 15
Þróttur.......14 5 2 7 280:290 12
Fram......... 14 4 1 9 291:339 9
IR............14 0 0 14 244:404 0
Úrslitakeppnin hefst 18. mars.
Fjögur efstu liðin leika fjórfalda
umferð og hefja stigakeppni upp
á nýtt en hin fjögur taka núver-
andi stig með sér í samskonar
keppni. Tvö neðstu liðin þar falla
í 2. deild.
Markahæstir að lokinni for-
keppni:
Kristján Arason, FH............103
Eviólfur Braqason, Stjörnunni..100
Anders Dahl, Nlrelsen KR....... 77
Þorgils Ottar Mathiesen, FH.... 75
Alfreö Gíslason, Kr............ 73
Páll Ólafsson, Þrótti.......... 70
Hans Guömundsson, FH........... 68
Egill Jóhannesson, Fram........ 63
Björn Björnsson, ÍR............ 54
SigurðurGunnarsson, Vikingi... 51
Viggó Sigurðsson, Víkingi...... 49
GuðmundurÞórðarson, Stjörnunni 49
TheódórGuðfinnsson, Val........ 45
halda þessari ferð verður það erfitt
viðureignar í úrslitakeppninni. Al-
freð og Jens voru í sérflokki en allir
áttu ágætan dag. Gunnar Gíslason
var traustur að vanda, svo og
Anders Dahl Nielsen, sem þó hef-
ur oft leikið betur. Guðmundur Al-
bertsson er ört vaxandi horna-
maður sem yljar áhorfendum með
snerpu sinni og áræði. Haukur Ott-
esen laumaði inn laglegum mörk-
um og í vörninni stóðu Jóhannes
Stefánsson og Friðrik Þorbjörns-
son fyrir sínu ásamt hinum. Þá kom
styrkur markvörslunnar hjá KR vel
í ljós þegar Gísli Felix Bjarnason
brá sér inná og varði vítakast frá
Viggó á þýðingarmiklu augnabliki.
Viggó Sigurðsson var yfir-
burðamaður í liði Víkings og nálg-
ast ört sitt fyrra form. Hann sá al-
farið um mörk liðsins fyrsta korterið
og Viggó í þessum hant ætti að vera
sjálfsagður í landsliðið. Kristján
Sigmundsson varði vel, betur en
oftast í vetur. Aðrir voru í lágu
plani og náðu aldrei að rífa sig upp
fyrir það.
Mörk KR: Alfreð 10/1 víti,
Anders 6/2, Guðmundur 4, Gunn-
ar 3, Haukur 0/3, Jóhannes eitt.
Mörk Víkings: Viggó 9/1,
Steinar Birgisson 3, Guðmundur
Guðmundsson 2, Sigurður Gunn-
arsson 2, Hilmar Sigurgíslason og
Páll Björgvinsson eitt hvor.
Það er bjarnargreiði hjá HSl við
Rögnvald Erlingsson og Stefán
Arnaldsson að láta þá dæma leiki
eins og þennan. Þeir valda ekki
jafn voldugu verkefni og það verð-
ur að segjast að Víkingar högn-
uðust heldur á slakri frammistöðu
þeirra.
-VS
„Strákar bara eitt í einu“, kallaði
Geir Hallsteinsson þjálfari FH-
strákanna til sinna manna, þegar
liðið hafði náð 17 marka forystu
gegn hörmulega slöku liði Framara
í Hafnarfirði á sunnudaginn. 17
mörk í forskot þurftu FH-ingar til
að ná jöfnu markahlutfalli og KR-
ingar sem áttu eftir að leika við
Víking síðar sama dag.
FH-ingar tóku tillit til orða þjálf-
arans og skoruðu síðustu sjö mörk
leiksins án þess að Framarar næðu
að svara fyrir sig. Lokastaðan
hljóðaði upp á 23 marka forskot,
36-13, ótrúlegur munur á tveimur
1. deildar liðum. Þegar 17 marka
muninum var náð fór Geir að telja
upp á nýtt, 1-0, 2-0, o.s.frv.
Framarar mættu galvaskir til
leiks og þrátt fyrir að FH kæmist í
3-0 náðu þeir að jafna leikinn 4-4.
• Eftir það var allur vindur úr liðinu.
Vörnin var hörmuleg og sóknin
enn verri. Þessir stóru og stæðilegu
piltar virtust engan veginn geta
spilað saman. Boltinn stóð fastur á
miðjunni, þar sem Hermann var
eini maðurinn sem eitthvað hreyfði
sig. Á meðan skoruðu FH-ingar
livert niarkið á fætur öðru úr
hraðaupphlaupum, flestuni stór-
kostlega vel útfærðum. Kristián,
Árason skoraði sitt 100. mark í
deildinni í vetur ineð stórkostlegu
skoti þrjá metra fyrir utan punkta-
línu, stöng, stöng inn.
Ef Framarar léku illa í fyrri hálf-
leik, þá voru þeir algerlega utan-
gátta í þeim síðari. Að skora aðeins
fjögur rnörk í heilum hálfleik, en fá
á sig 18, nær flest úr hraðaupp-
hlaupum, segir sína sögu um
frammistöðu liðsins.
FH-ingar geta hins vegar unað
glaðir við sitt. Þrátt fyrir yfirburði,
héldu þeir uppi skemmtilega út-
færðum samleik. Varnarleikurinn
var góður og Sverrir átti góðan leik
í markinu.
Mörk FH: Þorgils Óttar Mathie-
•sen 9, Pálmi Jónsson 8, Kristján
Arason 7, Hans Guðmundsson 5,
Sveinn Bragason 5 og Guðmundur
Magnússon 2.
Mörk Fram: Dagur Jónasson 3,
Gunnar Gunnarsson 3, Egill Jó-
hannesson 2, Erlendur Davíðsson,
Jón Árni Rúnarsson, Hinrik Ólafs-
son, Hermann Björnsson og
Brynjar Stefánsson eitt hver. _lg
Eyjólfur með góða
markakóngstilraun
Eyjólfur Bragason úr Stjörnunni
hjó nærri markameti Alfreðs Gísla-
sonar frá því í fyrra er hann skoraði
19 mörk í sigri Stjörnunnar, 32-17,
á ÍR í 1. deild karla í handknattleik
í fyrrakvöld. Alfreð skoraði 21
mark í leik í fyrra, besta fyrr eða
síðar í 1. deild. Það lá Ijóst fyrir að
Eyjólfur þurfti að skora 22 mörk til
að ná Kristjáni Arasyni úr FH og
hann fór langt með það. Kristján
skoraði 103 mörk í 1. deild en Eyj-
ólfur 100. Eyjólfur er þó með betra
hlutfall því hann lék einum leik
færra en Kristján vegna leikbanns.
Leikurinn var eins og aðrir ÍR-
leikir og spurningin var aðeins sú
wtttzwtmsms.
f!SS!Sí3l>SS!b3BSnKSiiá
hve mikið Eyjólfur næði að skora.
Staðan í hálfleik var 11-5 en öllu
meira var skorað á bóða bóga í síð-
ari hálfleiknum. auk Eyjólfs
skoruðu fyrir Stjörnuna Magnús
Andrésson 4, Gunnar Einarsson 2,
Viðar Símonarson 2, Ólafur Lárus-
son 2, Björgvin Elíasson, Guð-
mundur Óskarsson og Sigurjón
Guðmundsson eitt hver.
Fyrir ÍR: Björn Björnsson 4,
Þórarinn Tyrfingsson 3, Einir
Valdimarsson 3, Atli Þorvaldsson
2, Gunnar Kristófersson 2, Ólafur
Vilhjálmsson 2 og Einar Ólafsson
eitt.
-VS
Motherwell er
komið í gang
Motherwell, lið Jóhannesar Eðvaldsonar
í skosku úrvalsdcildinni í knattspyrnu, er nú
komið á skrið í kjölfar sigranna á Rangers
og Celtic. Á laugardag mætti Motherwell
Morton á útivelli og komst loks úr fallsæti
mcð 1:0 sigri. Morton sótti allan fyrri hálf-
leikinn en Motherwell tók leikinn í sínar
hendur í þeim síðari. Einn mesti ógnvaldur
skosku varnanna um þessar mundir er
háskólastúdentinn tvítugi, Brian McClair,
og það var hann sem skoraði sigurmarkið.
Sjötta mark hans í úrvalsdcildinni frá ára-
mótum.
Celtic vann Hibernian 4:1 með góðum
síðari hálfleik. Charlie Nicholas skoraði
eftir 4 mínútur cn sjálfsmark Tom McAdam
leiddi til stöðunnar 1:1 í lcikhléi. George
McCluskey og Frank McGarvey 2 skoruðu
síðan fyrir Celtic í síðari hálfleik.
Dundee Untied vann St. Mirren létt, 3:0
David Dodds 2 og Billy Kirkwood skoruðu
mörkin. Doug Rougvie og Mark McGhee
skoruðu fyrir Aberdeen í 2:0 sigri á Rangers
og Brian Gallaghcr og Robert Clark
skoruðu fyrir botnliðið Kilmarnock sem
vann Dundec 2:0.
Staðan í úrvalsdeildinni:
Celtic 21 17 2 2 58:23 34
22 15 2 2 58:23 34
21 13 5 3 47:16 31
Rangers 21 6 9 6 29:26 21
Dundee 21 6 7 8 27:28 19
22 8 1 13 25:44 17
22 3 10 9 17:30 16
22 4 7 11 23:40 15
St. Mirren 22 3 9 10 19:36 15
Kilmarnock 22 2 8 12 18:49 12
Stórar tölur
í 3. deildinni
Reynir Sandgerði vann auðvcldan sigur á
Skallagrími úr Borgarnesi fyrir helgi í 3.
deild karla í handknattleik, 45:14. Á laugar-
dag unnu Borgarnespiltarnir hins vegar
Ögra létt í Laugardalshöllinni 29:11. Fylkir
hefur 18 stig í 3. deild, Reynir 15, Þór Akur-
eyri 12, Akranes og Keflavík 11 stig.
Fyrsta markið
á 22. mínútu!
Víkingsstúlkurnar voru heldur betur ró-
legar í tíðinni þegar þær mættu FH í 1. deild
kvenna í handknattleik í fyrrakvöld. Það
tók þær 22 mínútur að skora mark en áður
hafði FH gert 8 stykki. Staðan í hálfleik var
9:1, Hafnarfjarðarliðinu í vil en síðari hálf-
leikinn unnu Víkingstúlkurnar. Það dugði
þó skammt, FH sigraði örugglega, 18:11.
KR náði í dýrmæt stig í fallbaráttunni í
Hafnarfirði á laugardaginn með því að sigra
Hauka 17:12. Þór og Fram áttu að leika á
Akureyri en þeim leik var frestað vegna
ófærðar.
Staðan í 1. deild kvenna:
Valur..............10 7 2 1 158:122 16
ÍR.................10 7 1 2 165:133 15
FH................. 9 6 2 1 150:110 14
Fram............... 9 6 1 2 128:105 13
Víkingur...........10 3 1 6 119:144 7
KR................ 9 3 0 6 108:115 6
Haukar............ 9 0 1 8 100:154 1
ÞórAk............. 6 0 0 6 80:124 0
Öruggur sigur
HK á Selfossi
Niðurfelldar flugferðir til Norðurlands
sáu til þcss að cúiungis 20% leikja á dagskrá á
Islandsmótinu í blaki gat farið fram um
helgina. Fimm leikir fyrirhugaðir, einn var
lcikinn. Sá var þýðingarmikill, efstu lið 2.
deildar, Samhygð og HK, léku á Sclfossi.
HK, undir stjórn Samúels Arnar Erlings-
sonar, sigraði 3:0 og tók þar með forystuna í
deildinni. Sigurinn var öruggur, hrinurnar
enduðu 15:5, 15:4 og 15:10.
Þróttur átti að leika við UMSE og Bjarma
fyrir norðan í 1. deild karla og Brciðablik
tvo leiki við KA á Akureyri en öllum var
frestað.
Staðan í 2. deild:
HK.......................6 5 1 15:5 10
Samhygð..................6 4 2 14:8 8
Breiðablik...............6 3 3 11:13 6
Fram.....................4 2 2 9:8 4
Þróttur N..:............4 13 5:11 2
Akranes.................4 0 4 3:12 0
-—!___________ ■. ..........- vs