Þjóðviljinn - 08.02.1983, Síða 1

Þjóðviljinn - 08.02.1983, Síða 1
Þriðjudagur 8. febrúar 1983 ÞJóÐVILJlNN — SIÐA 9 Ný borð- tennis- stjarna Fjórtán ára gamalli stúlku frá Rúmeníu skaut óvænt upp á stjörnuhimin borðtennisíþróttar- innar um helgina. Þá fór fram í Cleveland á Englandi keppni tólf bestu þjóða í Evrópu og keppt í ein- liðaleikjum karla og kvenna. Oganemez heitir þessi kornunga stúlka sem kom sá og sigraði í Cle- veland. Snemma í keppninni sigr- aði hún margar af sterkustu borðtenniskonum í Evrópu og eftir keppni á föstudag og laugardag var hún í efsta sæti. Margir reiknuðu með að álagið yrði of mikið á hana lokadaginn en sú stutta lék af sama öryggi og tryggði sér efsta sætið. Hún tapaði aðeins einum leik, gegn fyrrum Evrópumeistaranum, Joe Hamersley frá Englandi. Sig- urvegarinn frá því í fyrra, Berta Ri- es frá Hollandi, tapaði fyrir þeirri rúmensku og varð að láta sér lynda þriðja sæti. f einliðaleik karla mátti handhafi titilsins, Michael Appelgren frá Svíþjóð, einnig sætta sig við þriðja sætið. Þar sigraði hinn margreyndi Tékki Milanolowski sem vann þessa keppni síðast árið 1977. -VS Helgi til Víkings? Helgi Bentsson, framherjinn fljóti úr Breiðabliki, hefur æft með íslandsmeisturum Víkings í knatt- spyrnu síðan fyrir áramót. Hann hefur stundað æfingar þar við Hæðargarðinn mjög vel og er talið líklegt að hann leiki með Víkingun- um næsta sumar. _VS Ingólfur fyrstur Múllersmótið í skíðagöngu var haldið við skíðaskálann í Hveradöl- um um helgina. I flokki karla 20 ára og eldri sigraði Ingólfur Jóns- son, Reykjavík, á 31,28 mín., ann- ar Garðar Sigurðsson, Reykjavík, á 33,49 og þriðji Karl Guðlaugs- son, Siglufirði, á 36,24 mínútum. Þeir gengu 10 kílómetra. Guðbjörg Haraldsdóttir, Reykjavík, sigraði í kvennaflokki en þar voru gengnir 5 km. Hún gekk á 19,51 mínútu en Sigurbjörg Helgadóttir, Reykjavík, varð önn- ur á 23,11 mín. Piltar gengu 2,5 km og þar sigr- aði Þórir Óskarsson, Reykjavík, með yfirburðum, fékk tímann 11,52 mín. Annar varð Bjarni Hauksson, Reykjavík, á 18,16. Keppnin í öldungaflokknum stal næstum því senunni frá hinum en þar áttust við gömlu kapparnir Tryggvi Halldórsson og Haraldur Pálsson. Tryggvi sigraði að þessu sinni á 22,47 mín. en Haraldur varð annar á 24,54. Þriðji varð svo Einar Ólafsson á 26,50 mín. -VS Þorvaldur Geirsson (14) og Omar Þráinsson (13) úr Fram í harðri baráttu við Pétur Guðmundsson (13) og Kristin Jörundsson (11) IR-inga í leik liðanna á laugardag. Sú viðureign var all söguleg og m.a. var þeim Þorvaldi og Ómari vísað útúr Hagaskólanum áður en yfir lauk og Pétur og Kristinn urðu að hverfa af leikvelli með 5 villur ásamt mörgum fleirum. Nánar um þennan stormasama leik á bls. 11. Mynd: - eik. Asgeir, Pétur og Lárus allir á blað Lárus meiddist og gæti misst næstu leiki. Ásgeir Sigurvinsson lét svo sannarlega vita af því að hann væri mættur til leiks að nýju hjá Stuttgart í vestur-þýsku Bundesligunni í knattspyrnu á laugardaginn. Hann lék mjög vel þegar Stuttgart sigraði Nurnberg 3-0, skoraði eitt mark- anna eftir aukaspyrnu en lét síðan verja frá sér vítaspyrnu. Kargus, markvörður Nurnberg, varði annað víti en það dugði skammt. Nokkrum leikjum var frestað og Bayern Múnchen náði forystunni með 6-1 sigri á Karlsruhe. Karl- Heinz Rummenigge skoraði þrjú markanna. Köln og Dortmund skildu jöfn, 2-1, en leik Hamburger og Dússeldorf var frestað. Bayern hefur 29 stig, Hamburger og Stutt- gart 28, Bremen og Dortmund 26. Dússeldorf hefur 14 stig en þar fyrir neðan eru Hertha, Karlsruhe, Schalke og Leverkusen með 13 stig. Pétur og Lárus skoruðu Lárus Guðmundsson skoraði fyrir Waterschei í Belgíu er liðið sigraði Lierse 3-0. Hann meiddist síðan í hné og gæti misst af næstu leikjum liðsins. Pétur Pétursson skoraði beint úr aukaspyrnu þegar Antwerpen vann Liege 2-0. CS Brúgge Sævar og Ragnar) tapaði 3-0 í Beveren og Tongeren (Magn- ús) tapaði 0-1 fyrir Lokeren. Þar með tók Arnór Guðjohnsen út sinn síðasta leik í fjögurra leikja bann- inu og getur því farið að leika að nýju með Lokeren. Anderlecht er efst í Belgíu með 30 stig, Standard hefur 29, Antwerpen 28, Watersc- hei og FC Brúgge 26 og Lokeren 25 stig. CS Brúgge er komið neðar- lega á ný með 18 stig en Tongeren er áfram við botninn með 14 stig. Laval lagði Bordeaux Laval, lið Karls Þórðarsonar í Frakklandi, vann sannfærandi sigur á Bordeaux, 2-0, á laugardag. Nantes sigraði Lyon 2-0 og er kom- ið með 7 stiga forskot, hefur 38 stig. Bordeaux er næst með 31, þá Laval 28, Monaco 27 og Paris 26 stig. Eintóm jafntefli Staðan á toppnum á Ítalíu breyttist ekkert því sjö leikjum af átta í 1. deildinni þar lauk með jafntefli. Liarn Brady, Trevor Fra- ncis og félögum í Sampdoria tókst að knýja fram sigur, 1-0, gegn Pisa. Roma gerði jafntefli við Ascoli og hefur nú 28 stig, Verona hefur 25, Inter Milano 24 og Juventus án si- gurs síðan 12. desember, hefur 22 stig. Enzo Bearzot landsliðsþjálfari ítala hefur valið lið sitt fyrir leikinn á Kýpur í Evrópukeppni landsliða á laugardaginn. Hann hefur haldið tryggð við HM-stjörnurnar, sem þó hafa aðeins náð í tvö stig í tveimur leikjum í keppninni. Eini nýliðinn er Carlo Anzolotti frá AS Roma. Barcelona á toppinn Barcelona gengur nú allt í hag- inn í spænsku l.-deildinni þrátt fyrir að leika án Diego Maradona og vann um helgina sinn sjöunda leik í röð. Nú lágu nágrannarnir Espanol 3-0 á útivelli. Real Madrid tapaði 2-1 í Malaga og Barcelona hefur þar með náð efsta sætinu en bæði lið hafa 34 stig. Atletico Bil- bao kemur næst með 33. Ajax sígur framúr Ajax náði tveggja stiga forystu í Hollandi með því að sigra botnliðið NAC Breda 2-0, þó ekki átaka- laust. Á meðan náði Feyenoord aðeins jafntefli gegn NEC Nij- megen, 1-1 sigri á Helmond Sport. Ajax hefur nú 35 stig, Feyenoord 33 og PSV 32 stig. - VS Ardiles fót- brotinn! Osvaldo Ardiles, argentínski knattspyrnusnillingurinn hjá eiisku; bikarmeisturunum Totten- ham, verður frá í a.m.k. sjö vikur vegna fótbrots. Hann varð að fara af leikvelli á Mainc Road gegn Manchester City á laugardag og við röntgenmyndatöku í gær kom í Ijós að sperrileggurinn, grcnnri pipan milli hnés og ökkla, er brotinn. Eins og menn muna er Ardiles nýkominn til Tottenham aftur eftir fjarveru frá því Falklandseyjastríð- ið braust út. Hann hefur því aðeins náð að leika fimm leiki með liðinu og ekki séð fyrir hvenær sá sjötti verður. Arsenal og Leeds áttu að mætast í þriðja sinn í 4. umferð ensku bik- arkeppninnar í gærkvöldi en leiknum varð að fresta vegna vatnselgs á Highbury, heimavelli Arsenal. Leikurinn fer fram annað kvöld. -VS Þróttur í kröppum dansi! Þróttarar lentu óvænt í vand- ræðum með Víkinga í 1. dcild karla í blaki um helgina. Þróttur vann fyrstu hrinuna 15-12 en Víkingar næstu tvær. 14-16 og 6-15, og botn- liðið hafði þar með tekið forystuna, 2- 1. í fjórðu hrinu lciddu síðan Víkingar lengst af, og voru yfir 13- 11. Þróttur sneri stöðunni sér í hag og sigraði 16-14. Úrslitahrinuna vann svo Þróttur 15-6, Víkingar sprungnir, og leikinn þar með 3-2. Víkingar eru í mikilli framför undir stórn Guðmundar Arnaldssonar og ættu að geta haldið sæti sínu í 1. dcild með svipuðu áframhaldi. Staðan í 1. deild karla: Þróttur.........11 11 0 33-7 22 ÍS..............10 8 2 26-7 16 Bjarmi.......... 8 3 5 9-17 6 UMSE............ 8 2 6 7-21 4 Víkingur........11 0 11 10-33 0 ÍS komst ekki norður um heiðar til leiks við Bjarma og UMSE. f 1. deild kvenna vann ÍS Víking auðveldlega, 3-0. Hrinurnar enduðu 15-3, 15-4 og 15-8. Staðan í 1. deild kvenna: ÍS...............13 11 2 36-7 22 Þróttur..........10 10 0 30-6 20 Breiðablik....... 8 2 6 10-18 4 KA............... 8 1 7 3-21 2 Víkingur......... 9 0 9 0-27 0 Fram vann Samhygð á Selfossi, 3- 2, í þýðingarmiklum leik í 2. deild karla. Hrinurnar þar enduðu 10-15, 15-12, 2-15, 15-10, 15-4. Þá léku Þróttur Neskaupstað og HK fyrir austan og HK vann örugglega, 0-3, eða 4-15, 4-15, 11-15. Staðan í 2. deild: HK......................7 5 2 16-7 10 Samhygð.................7 4 3 16-14 8 Fram....................5 3 2 12-10 6 Breiðablik..............6 2 4 10-14 4 Þróttur N...............5 1 4 5-14 2 í kvöld mætast Þróttur og ÍS í Hagaskólanum í 1. deild karla og kvenna og hefst kvennaleikurinn kl. 18.30. Getraunir Einn með 12 rétta kr. 287.765. í sjötta skipti í vetur tókst einum aðila að fá „stóra pottinn“ óskiptan. Er þetta þriðji hæsti vinningur frá upphafi Getrauna. í 2. vinning komu fram 25 raðir og gefur hver röð kr. 4.933,-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.