Þjóðviljinn - 08.02.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.02.1983, Blaðsíða 4
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. febrúar 1983 íþróttir Viðir Sigurðsson Úrslit: 1. deild: Arsenal-Brighton..............3-1 Birmingham-WestHam............3-0 Everton - Notts County........3-0 Ipswich-Manch. United.........1-1 LutonTown-Liverpool...........1-3 Manch. City-Tottenham.........2-2 Nottm. Forest-Aston Viila.....1-2 Southampton - Norwich.........4-0 Sunderland-Coventry...........2-1 Swansea-Watford...............1-3 W.B.A.- Stoke City............1-1 2. deild: Barnsley-Wolves...............2-1 Blackburn-Grimsby.............2-1 Bolton-Fulham.................0-1 Carlisle-Leicester............0-1 Charlton - Cambridge..........2-1 Chelsea-Derby.................1-3 Leeds-Sheff. Wednesday.....frestað Middlesboro-Newcastle.........1-1 Q.P.R.-Oldham.................1-0 Rotherham - Burnley...........1-1 Shrewsbury-CrystalPalace......1-1 3. deild: Bristol Rovers - Plymouth.....2-0 Exeter- Bournemouth...........4-2 Miilwall - Portsmouth.........0-2 Newport- Brentford............0-0 Orient- Lincoln...............1-1 Oxford-Huddersfield...........1-1 Reading-Doncaster.............2-0 Sheff. United - Cardiff.......2-0 Southend- Bradford City.......1-1 Walsall-Gillingham............0-0 Wigan - Chesterf ield.........2-2 Wrexham-Preston N.E...........3-1 4. deild: Blackpool-Colchester..........1-2 Crewe-Swindon.................3-0 Halifax-Bury..................1-0 Heref ord - Chester...........5-2 HullCity-Aldershot............2-2 Northampton - Stockport.......2-3 Peterborough-YorkCity.........2-2 Port Vale-Darlington..........2-1 Rochdale-Mansfield............2-2 Scunthorpe-BristolCity........1-1 Torquay-Wimbledon.............0-1 Tranmere-Hartlepool...........1-1 Staðan: 1-deild: Liverpool .26 18 5 3 63-22 59 Manch.Utd ..26 13 8 5 36-20 47 Watford ..26 14 4 8 47-27 46 Nottm.For .26 13 4 9 41-35 43 Everton .26 11 6 9 43-32 39 Aston Villa ..26 12 3 11 37-35 39 Coventry .26 11 6 9 34-32 39 WestHam .26 12 1 13 42-40 37 W.B.A ..26 10 7 9 38-36 37 Manch.City.... ..26 10 7 9 36-40 37 Tottenham ..26 10 6 10 38-37 36 Arsenal ..26 10 6 10 34-34 36 Ipswich ..26 9 9 9 40-31 35 Stoke .26 10 5 11 37-40 35 Southampton 26 9 9 11 33-41 33 Notts Co ..26 9 4 13 32-47 31 Luton ..26 7 9 10 47-54 30 Sunderland.... ..26 7 9 10 30-39 30 Swansea ..26 7 6 13 32-39 27 Birmingham.. ..26 5 11 10 22-35 26 Norwich ..26 7 5 14 26-45 26 Brighton .26 6 6 14 24-51 24 2.deild: Woives ..26 16 5 5 51-25 53 Q.P.R .26 16 4 6 41-22 52 Fulham ..26 15 5 6 48-32 50 Leicester ..26 12 3 11 42-28 39 Sheff.Wed ..25 10 8 7 40-33 38 Oldham ..27 8 13 6 44-36 37 Barnsley ..26 9 10 7 38-32 37 Blackburn ..26 10 7 9 39-38 37 Shrewsbury... .26 10 7 9 31-35 37 Leeds ..25 8 12 5 30-27 36 Grimsby ..26 10 5 11 36-45 35 Newcastle ..26 8 10 8 39-37 34 Rotherham .27 8 9 10 30-38 33 Charlton ..26 9 5 12 39-52 32 Chelsea ..26 8 7 11 33-34 31 Bolton ..26 8 7 11 30-34 31 Cr.Palace ..26 7 10 9 28-33 31 Carllsle ..26 8 6 12 46-49 30 Middlesboro.. ..26 6 11 9 29-45 29 Cambridge.... ..26 7 6 13 28-42 27 Burnley ..26 6 5 15 36-48 23 Derby Co ..26 4 11 11 30-43 23 3. deild: Cardiff..........28 17 4 7 50-36 55 Lincoln..........26 17 3 6 56-24 54 Portsmouth.......27 16 4 7 44-30 52 Bristol R........28 15 5 8 62-34 50 Huddersfleld.....27 13 8 6 50-31 47 Oxford...........27 13 8 6 46-31 47 4. deild: HullCity.........29 16 9 4 53-22 57 PortVale.........28 17 6 5 43-19 57 Bury.............29 15 8 6 50-26 53 Wimbledon........28 15 7 6 50-30 52 Scunthorpe.......27 13 9 5 36-21 48 Colchester.......28 14 6 8 43-32 48 Markahæstér: i IEftlrtaldir leikmenn hafa skorað flest mörk í 1 .deildarkeppninni: lan Rush, Liverpool.................20 Brian Stein, Luton..................15 Luther Blissett, Watford............14 Kenny Dalglish, Liverpool...........13 Bob Latchf ord, Swansea.............13 John Wark, Ipswich..................12 David Cross, Manch.City.............11 Enska knattspyrnan: Jafntefli í Ipswich og bilið breikkar enn Luther Blissett, hinn nýi landsliðsframherji Englendinga, skoraði tvívegis fyrir Watford í Swansea á sunnudaginn og er þriðji markahæsti leikmaður I.deilar. Möguleikar Manchester United á að halda í við Liverpool í barátt- unni um meistaratitilinn minnkuðu enn á laugardag þegar Ipswich og Manchester United skildu jöfn í spennandi leik á Portman Road, 1:1. Uniteder 12stigumáeftirogsá munur hefði getað orðið þrettán ef ekki hefði komið tii frábær mark- varsia Gary Bailey. Hvað eftir annað í fyrri hálfleiknum varði hann vel, aldrei þó betur en þegar John Wark skallaði að marki. Ba- iley kastaði sér og náði að lyfta knettinum yflr þverslána. Paul Mariner og Alan Brazil voru síógn- andi og Ipswich náði forystunni sanngjarnt á 41. mínútu. Sending barst fyrir mark United frá hægri Mariner skallaði knöttinn aftur fyrir sig á Wark sem skoraði með fallegu viðstöðulausu skoti, 1:0. Forystan stóð ekki lengi, Unit- ed jafnaði strax á 2. mínútu síðari hálfleiks. Frank Stapleton tók við fyrirgjöf og lagði knöttinn fyrir fæt- ur Bryan Robson sem sendi hann í netið með góðu skoti 1:1. Bæði lið fengu sín færi eftir þetta, United það besta þegar Steve Coppell sendi þrumufleyg að marki Ipswich og Paul Cooper náði að verja glæsi- lega. Menn biðu eftir einvígi Holl- endinganna Arnold Muhren hjá United og fyrrum félaga hans Franz Thijssen hjá Ipswich en hvorugur var í sviðsljósinu, mest vegna leikaðferðar beggja. Knött- urinn sveif í loftinu varnarmanna á milli og miðjumenn fengu tak- mörkuð tækifæri til að sýna snilli sína. Allir leikmenn léku með sorg- arbönd til minningar um Múnchen- slysið fyrir 25 árum, 6. febrúar 1958, þegar megnið af liði United fórst í flugslysi í Múnchen. Á meðan var Liverpool að hirða þrjú stig í Luton en heimaliðið náði þó forystu með marki Brian Stein um miðjan fyrri hálfleik. Hún stóð ekki, Liverpool býrjaði á miðju brunaði í gegnum opna vörn Luton og Ian Rush jafnaði, 1:1. Rétt fyrir hlé kom Alan Kennedy Liverpool yfir með marki af 20 m færi og Gra- eme Souness, bætti um betur á 79. mínútu, hann sendi knöttinn í stöngina og inn af 25 m færi, 1:3, og sanngjarn sigur meistaranna var í höfn. Everton er komið í fimmta sætið eftir góða leiki að undanförnu og Notts County átti aldrei möguleika á Goddison Park. Andy King og Adrian Heath skoruðu í fyrri hálf- leik og Kevin Sheedy í þeim síðari. Mick Channon, fyrrum leikmaður með Southampton, var gerður að fyrirliða Norwich fyrir leikinn á The Dell gegn hans gömlu félögum en hann vill áreiðanlega gleyma honum hið fyrsta. Sout- hampton vann létt, 4:0, með mörk- um Steve Williams, Nick Holmes, Danny Wallace og Steve Moran. George Berry náði forystunni fyrir Stoke í fyrri hálfleiknum í West Bromwich en Nicky Cross jafnaði fyrir heimaliðið í byrjun þess síðari. Nottingham Forest er að gefa eftir og varð að sætta sig við tap heima gegn Aston Villa. Eftir að bæði lið höfðu fengið fjölda færa náði Peter Withe forystunni fyrir Villa á 32. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Tony Morley. Danny Wil- son, í sínum fyrsta leik með Forest eftir söluna frá Chesterfield, jafn- aði rétt fyrir hlé. Á 5. mínútu síðari hálfleiks varði Steve Sutton mark- vörður Forest vítaspyrnu frá Gor- don Cowans en tíu mínútum síðar skoraði Withe sitt annað og sigur- mark Villa, 1:2. Gífurleg barátta var á Maine Ro- ad þar sem Manchester City, án framkvæmdastjóra eftir að John Bond sagði af sér í síðustu viku, tók á móti Tottenham. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Totten- ham komst í 0:2 með mörkum Gary Brooke úr vítaspyrnu og Terry Gibson en hann nældi ein- mitt í vítaspyrnuna. Inn á milli fékk David Cross þrjú færi fyrir City, eitt stangarskot, en níu mínútum fyrir leikslok fékk City víti. Dennis Tueart skoraði og aðeins mínútu síðar var staðan orðin 2:2. Cross fékk knöttinn eftir gífurleg varn- armistök Tottenham og eftirleikur- inn var auðveldur. Fimm leikmenn voru bókaðir, Tueart, Reid og Cross hjá City og Crooks og Perr- yman hjá Tottenham. Osvaldo Ardiles var borinn af leikvelli slas- aður í fyrri hálfleik eftir að hafa verið felldur illa af Cross. Arsenal vann öruggan sigur á botnliði Brighton, 3:1. Raphael Meade skoraði sín fyrstu tvö mörk á keppnistímabilinu og Graham Rix sá um eitt en Mick Robinson gerði mark Brighton sem nú situr eitt í neðsta sæti 1. deildar og er ekki líklegt til að lyfta sér þaðan. Sunderland vann góðan sigur á Coventry og heldur sér áfram ofar fallsæti. Stan Cummins og Gary Rowell komu heimaliðinu í 2:0 og áður en Steve Whitton minnkaði muninn fyrir Coventry. Swansea tók forystuna sann- gjarnt gegn Watford á sunnudag með marki Bob Latchford eftir aukaspyrnu Ante Rajkovic á 36. mínútu. Dai Davies hélt Swansea á floti rétt fyrir hlé með því að verja tvívegis vel frá Jan Lohman. Lut- her Blissett jafnaði fljótlega í síðari hálfleik eftir sendingu John Barnes og Watford komst yfir á 80. mínútu eftir slæm varnarmistök Nigel Stevenson. Hann ætlaði að senda aftur og skoraði auðveldlega. Blis- sett tryggði síðan endanlegan sigur Watford, 1:3, með marki mínútu fyrir leikslok. Úlfarnir töpuðu! Þar kom að því að Wolves tapaði í 2. deildinni en það hefur ekki skeð síðan í nóvember. Úlfarnir náðu þó forystunni í Barnsley með marki Godron Smith en Ian Banks og Derrick Parker tryggðu heima- liðinu sigur. QPR og Fulham unnu bæði, Tony Sealy skoraði sigurmark QPR gegn Oldham og Fulham náði þremur stigum í Bolton, þökk sé marki Sean O’Driscoll á 72. mín- útu. Derby vann sinn fyrsta úti- sigur, Archie Gemmill skoraði eitt markanna á Stamford Bridge gegn Chelsea. Um 24.000 manns fylgd- ust með viðureign nágrannanna í norðaustrinu, Middlesboro og Newcastle. Mick Baxter kom „Boro“ yfir eftir 5 mínútur en Ke- vin Keegan jafnaði á 60. mínútu. Áður hafði sá frægi kappi verið bókaður fyrir að mótmæla dómi. í 3. deildinni vegnar Alan Ball vel hjá sínu nýja félagi, Bristol Ro- vers. Hann lagði upp mark í fyrsta leiknum um síðustu helgi og á laugardag skoraði hann í 2:0 sigrin- um á Brentford. Engin ellimörk á hinum 37 ára gamla heimsmeistara frá árinu 1966 og hann sagði um síðustu helgi: „Eg leik með Ro- vers, alla vega út þetta keppnis- tímabil, en hef enn ekki ákveðið hvort ég hætti í vor!“. - VS Leikur helgarinnar „Nú fyrst er keppnistíma- bilið hjá okkur að byrja“ Mick Harford skoraði sitt fyrsta mark fyrir Birmingham í vetur gegn West Ham „Nú fyrst er keppnistímabilið hjá okkur raunverulega að byrja. Við höfum að undanförnu keypt fjóra nýja leikmenn sem eru að festa sig í sessi og eru nú reiðu- búnir ásamt hinum að hefja bar- áttuna af krafti“. Þessi orð Ron Saunders framkvæmdastjóra Birmingham voru letruð í leik- skrá viðureignar Birmingham og West Ham á St.Andrews á Iaugardag. Leikmenn Birming- ham, sem fyrir leikinn var á botni l.deildar, og hafði skorað fæst mörk allra liða í deildarkeppn- inni, börðust af krafti allan tímann og liðið sýndi sinn besta leik i langan tíma. Þrír nýju leikmannanna skoruðu 3-0 ör- uggum sigri á West Ham og Birm- ingham náði þar með sínum fyrsta sigri í l.deild á árinu 1983. Það fór aldrei á milli mála hvort liðið væri sterkara og á 36. mínútu tók Birmingham for- ystuna með marki Mick Harford sem kom til liðsins í fyrravor. Mick Ferguson, stuttu keyptur frá Everton, bætti öðru marki við á 57. mínútu og Birmingham óð í færum. Kevin Dillon gat leyft sér þann munað að brenna af úr vít- aspyrnu áður en blökkumaður- inn Howard Gayle innsiglaði sigur Birmingham á lokamínút- unni. Hann er nýkominn frá Li- verpool en hefur leikið sem láns- maður hjá Newcastle að undan- förnu og skoraði þar tvö mörk. West Ham átti aldrei mögu- leika og tapaði sínum þrettánda leik í deildinni. Arangur liðsins á útivöllum hefur verið slakur og það nær ekki sæti í Evrópukeppni með svona áframhaldi. Birming- ham virðist hins vegar til alls lík- legt og engin ástæða til að afskrifa liðið hans Ron Saunders þrátt fyrir slakt gengi fram að leiknum við West Ham. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.