Þjóðviljinn - 18.02.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.02.1983, Blaðsíða 1
Föstudagur 18. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Leiklist Myndlist Tónlist Igin Kvikmyndir Skemmtanir Félagslíf o.fi. Jafnréttisráö boöar til fundar um stjórnmálaþátttöku kvenna: Leiðir til úrbóta Jafnréttisráð boðartil fundar á morgun að Borgartúni 6, í Reykjavík, um stjórnmálaþátttöku kvenna. Tilgangur fundarins er að vekja athygli á rýrri þátttöku kvenna í stjórnmálum og ræðaleiðirtil úrbótaíþeim efnum. Gu.ðríður Þorsteinsdóttir for- ntaður Jafnréttisráðs setur fund- inn kl. 9.30 í fyrramálið. Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræð- ingur ræðir um stóðu kvenna í stjórnmálum fyrr og nú. Esther Guðmundsdóttir þjóðfélags- fræðingur ræðir um hvort stjórn- málaþátttaka kvenna hér hafi fylgt þeirri þróun sem orðið hefur á óðrum Norðurlöndum. Þá mun Elín Ólalsdóttir velta fyrir sér hvort kvennaframboöin séu réttti leiöin til áhrifa kvenna í stjórnmálum. Ásdís Rafnar hvort sérfrámhoö kvenna innan st jórn- málatlokkanna sé rétta leiðin og Vilborg Harðardóttir hvort kvót- akerfi innan flokkanna sé rétta leiðin. I'á verða fyrirspurnir og um- ræður og hópumræður. Jafnréttisráöi þykir rétt að boða til fundar um þctta efni vegna þess að af þeim prófkjörum og forvölum sem haldin hafa verið vegna komandi kosninga má ráöa aö lítil sem engin aukning verði á fjölda kvenna á þingi, en einsog landsmönnum er kunnugt eiga aðeins 4 konur sæti á þingi af 60 alþingismönnum lg- hljóðfæri, og annað kvöld á sama tíma verður Musica Nova með tón- leika á Kjarvalsstöðum. Næstkom- andi mánudag kl. 20.30 verða nem- endur Tónlistarskólans í Reykja- vík enn á ferðinni og frumflytja ný tónverk eftir nemendur skólans, þ.á.nt. Atla Ingólfsson, Hauk Tómasson, Helga Pétursson, Hróðmar Sigurbjörnsson, Kjartan Ólafsson og Mist Þorkelsdóttir. Ekki má gleyma myndlistarsýn- ingunni stóru, en henni lýkur á sunnudagksvöld. Mjög góð aðsókn hefur verið að sýningunni, og hafa mörg listaverk selst en 58 lista- menn undir þrítugsaldri sýna alls 170 verk. Sýningin eropin um helg- ina frá kl. 14—22. Lifnar yfir Rauöa húsinu Nú er aö færast mikið líf í listamiöstöö Akureyringa, „Rauða húsiö", svonefnda. Á morgun opnar Rósa Kristín Júlíusdóttir þar sýningu á veggteppum sem eru öll ný af nálinni. Rósa Kristín er innfæddur Ak- ureyringur og stundaði myndlist- arnám í Reykjavík, Danmörku, Ítalíu og í New York. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu í Lands- bankasalnum á Akureyri árið 1968 og sýndi þá olíumálverk sem hún og gerði einnig tveimur árum síðar í Unuhúsi í Reykjavík. Á námsárum sínum tók Rósa Kristín þátt í fjölmörgum sam- sýningum á Ítalíu og í Bandaríkj- unum. Síðasta sýning Rósu var í Rauða húsinu á liðnu sumri. Pessi sýning verður opnuð á morgun kl. lbogstendurtil næsta fimmtudags. Hún verður opin daglega frá 16-20. Hnéfiðlu- tónleikar Á sunnudag verða haldnir tón- leikar i Rauða húsinu. Það er Oli- ver Kentish sem leikur frunt- samin verk á hnéfiðlu. Tónleik- arnir hefjast kl. 21.00. Opin kvölddagskrá Rauða húsið hyggst standa fyrir kvölddagskrá með þátttöku þeirra bæjarbúa og nærsveitunga sem áhuga hafa á að koma hug- verkum sínum á framfæri. Ætl- unin er að hafa dagskrána sem fjölbreytilegasta, þar sem fram kæmu t.d. skáld, rithöfundar, hljóðfæraleikarar. gcrninga- meistarar, ræðuskörungar og fleiri andans menn. Þeir sent hug hafa á að koma fram á þessari samkomu eru vin- Eitt af veggteppum Rósu Kristínar sem er á sýningunni í Rauóa húsinu á Akurevri. santlegast beðnir að koma í Rauða húsið milli kl. 16-19 á laugardag eða sunnudag til skrtifs og ráðagerða. Fyrsta sýning Gránufjelagsins: FrökenJúlía Hið nýstofnaða leikfélag „Gránufjelagið" boðar fyrstu frumsýningu sína í Hafnarbíói næstkomandi mánudagskvöld kl. 20.40. Fyrir valinu hefur orðið sjónleik- urinn „Fröken Júlía“, eftir þjóðskáld Svía, Ágúst Strindberg. I leiknum er ekki aðeins lýst draumum Fröken Julíu heldur þeim orsakaveruleika sem býr að baki lífsmunstri og siðferðiskredd- um tímans. Strindberg kallaði „Fröken Júlíu" natúralískan sorg- arleik og vildi þar nteð stilla sér í raðir framsækinna listamanna síns tfma. Leiksmiðjuvinna Gránufjelaga er í anda hins gamla draums Strind- bergs - leit að listrænu tjáningar- formi samtíðar. Þýðandi verksins er Geir Krist- jánsson en leikendur eru Ragn- íieiður Elfa Arnardóttir, Guðjón Pedersen. Kristín Kristjánsdóttir, Þröstur Guðbjartsson og Gunnar Rafn Guðmundsson. Lýsing er í höndum Ingvars Björnssonar, leik- stjóri Kári Halldór og leikmynda- hönnuður Jenný Erla Guðmunds- dóttir. Framkvæmdastjóri leik- hópsins er Ingibjörg Guðmunds- dóttir. Þá riöu hetjur um héruö ” Síðdegis á laugardag og sunnudag flytja listamennirnir ÞórElís Pálsson myndlistarmaöurog Lárus Grímsson tónskáld verk sitt „Þá riöu hetjurum héruö" í fundarherbergi Kjarvalsstaöa. Verkiö er samsett af tónlist, litskyggnuröðum og fleiru. Flutningur þess báöa dagana hefst kl. 15.00 og tekur um hálf- tíma. Það verða fleiri viðburðir á Kjarvalsstöðum um helgina. f kvöld kl. 20.30 flytja nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík blandaða dagskrá fyrir ýmis Gunnar R. Guðmundsson, Ragheiður E. Arnardóttir og Þröstur Guð- bjartsson í hlutverkum sínum. Mynd eftir Þór Elís Pálsson sem sýnd verður með tónverki eftir Lárus Grímsson tónskáld. .í'. . v'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.