Þjóðviljinn - 18.02.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.02.1983, Blaðsíða 2
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. febrúar 1983 Tónskóli Fljótsdalshéraðs Tónleikar í Egilsstaða- kirkju Á morgun kl. 17.00 heldur Tónskóli Fljótsdalshéraðs tónlcika í Egilsstaða- kirkju. Á tónleikunum koma fram Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngkona, Ein- ar Jóhannesson klarinettleikari og Da- vid Knowles píanóleikari. Þau flytja m.a. aríuna „Parto parto“ úr óperunni La Clemenza di Tito eftir Wolfgang Amadeus Mozart og „Hirðirinn á fjallinu" eftir Franz Schubert. Flest veitingahús Reykjavíkur: Lifandi tónlist um helgina SATT-félagar munu standa fyrir flutningi lifandi tónlistar í tlestum vcitingahúsum Reykjavíkur um þessa helgi. Kr það í samráði við veitingahúsaeigendur og hafa þeir fengið niðurfclidan skemmtana- skatt af tónlistartlutningnum og eru að vinna að því að lá söluskattinn einnig felldan niður. Er þetta gert til reynslu, en eins og kunnugt er hafa SATT-félagar lengi barist fyrir því að lifandi tónlist taeki meir Tónleikar á Höfn Föstudaginn 18. febrúar kl. 20.30 verða haldnir tónleikar í Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði. Þar koma fram þau Ingveldur Hjaltested sópransöngkona, Hrönn Geirlaugsdóttir fiöluleikari og Guðni Þ. Guðmundsson organ- isti. Á efnisskrá verða m.a. verk eftir Albinoni, Bach, Dvorak, Elg- ar og Handel. -Só. Norræna húsið í kvöld________ Franska vísna- söngkonan Andréa Franska vísnasöngkonan Andréa heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Við undirleik píanó- leikarans Claude Vence túlkar hún eigin söng a svo og fallegustu sönglög bestu söngvara Frakka: Edith Piaf, Yves Montand, Barböru, Georges Brassens og fl. Andréa er listamaður sem ekki fylgir tískustraumum en heldur þess í stað tryggð við franska sönglagatónlist og sækir efni sitt í atburði hversdags- um helgina En af fleiri höfundum má nefna Kristinsson, Ingunni Bjamadóttur og Robert Schumann, Sigursvein D. Árni Thorsteinsson. s Islenski dansilokkurinn Jóhann G. Jóhannsson: „Skapandi tónlist inn á veitingastaðina!” sæti diskóteksins á veitingahús- unum. ins. Hún syngur reglulega á frægustu skemmtistöðum Parísarborgar. Undirleikari hennar Claude Vence er menntaður í sígildum píanóleik. Á fyrri hluta tónleikanna syngur Andréa eigin lög en sígild vísnalög á síðari hlutanum. Jóhann G. Jóhannsson sagði í samtali við Þjóðviljann að án nið- urfellingar sölu- og skemmtana- skatts væri þetta ekki mögulegt. Hann sagði einnig að þetta væri gert í því augnamiði að færa tónlist- arhald inn á almennar skemmtanir. „Við erum tónlistarmenn sem fáumst við sjálfstæða tónlistar- sköpun og viljum koma fram sem „show” á almennum dansleikjum, þannig að skapandi tónlistarmenn þurfi ekki að leika í marga klukku- tíma stanslaust og þurfa þá að leika lög eins og Fugladansinn og annan álíka „krefjandi” tónlistarflutning. Diskótekin eiga að okkar mati að sinna dansþörfinni. Við erum einn- ig að vekja athygli á lifandi tónlist vegna þess að atvinnuleysi er í stéttinni og við viljum bæta úr því”, sagði Jóhann. Meðal þeirra hljómsveita sem leika í veitingahúsum bæjarins um þessa helgi eru Sonus Future, Þeyr, Grýlurnar, Magnús og Jóhann, Bakkabræður, Hrím, Kikk og fleiri. -kjv Næst siðasta sýningarhelgi Töfra- flautan Um helgina verða þrjár sýningar á 'Iofraflautunni hjá Islensku ópcrunni, og er þetta næst síðasta sýningarhclgi sem Töfraflaufan verður sýnd. Mjög góð aðsókn hefur verið að flautunni í vetur og því hver að verða síðastur að tryggja sér sæti í Garnla bíói. Sú breyting verður á hlutverkaskip- aninni í óperunni í kvöld og um helg- ina að Elísabet Eiríksdóttir tekur við hlutverki 1. hirðmeyjar Næturdrottn- ingarinnar af Sieglinde Kahman. Aukasýning á sunnudag A sunnudagskvöld vcrður aukasýn- ing á sýningu íslcnska dansflokksins, þeirri sýningu sem nefnd hefur verið Danssmiðjan, vegna þcss að upplstað- an eru dansverk sem samin eru sér- staklega fyrir flokkinn. Þama eru á ferðinni fjórir ballettar og eru danshöfundar Nanna Ólafs- dóttir, Ingibjörg Bjömsdóttir og með- limir dansflokksins. Höfundar tónlist- ar em Leifur Þórarinsson (og er sú tónlist flutt af tríói sem leikurá sýning- unum), Gunnar Reyni Sveinsson, Þóri Baldursson, Edward Elgar, Aram Katsjatúrjan og Jean Sibelius. Þessi sýning hefttr fengið lofsamlega dóma, en þetta er í fyrsta skipti sem dansflokkurinn sýnir frá því vinsæl uppfærsla á ballettinum Giselle var á dagskrá fyrir tæpu ári. Guðrún Svava Svavarsdóttir gerir leikmynd og búninga, en lýsinguna annast Ingvar Bjömsson. Leikfélag Akureyrar Bréfberinn í kvöld og sunnu- dagskvöld Um helgina sýnir Ixikfélag Akur- eyrar „Bréflærann frá Arles” eflir Emst Bruun Olsen í þýðingu Úlfs Hjörvar. Þetta er leikrit unt vináttuna, ástina, listina og mannssálina, sem engan lætur ósnortinn. Leikritið var frumsýnt 4. febrúar og hefur hlotið einróma lof áhorfenda og gagnrýn- enda. Leikurinn gerist í smábænum Arles í Suður-Frakklandi árin 1888 og 1889. Þar býr bréfberinn Roulin ásamt konu sinni og þremur bömum. Hann er hlýr og gamansamur náungi, óhræddur við að segja skoðanir sínar og bjóða öðr- um birginn. Þegar listmálarinn Vinc- ent van Gogh flyst í bæinn til að rnála í litadýrðinni við Miðjarðarhafið reynist Roulinfjölskyldan honum bet- ur en enginn. Þorpsbúar líta listmálarann, þenn- ;m furðufugl, homauga, og reyna á endanum að flæma hann burt eða láta loka hann inni á „viðeigandi stofnun". Leikstjóri sýningarinnar er Haukur Gunnarsson, leikmyndahönnuður Norðmaðurinn Svein Lund-Roland og ljóshönnuður Viðar Garðarsson. Hrönn, Guðni og Ingveldur skemmta Hafnarbúum í kvöld. Ungmennafélag Biskupstungna: Frumsýnir Járn- hausinn Ungmennatélag Biskupstungna frumsýnir gamanleikinn ,Jámhaus- inn“ eftir Jónas Amason og Jón Múla Ámason í Aratungu sunnudaginn 20. febr. kl. 21.00. Leikstjóri er Jón Júlíusson. Leikmynd er eftir Gunnar Bjam- ason. Yfir 20 manns leika í leikritinu auk 3ja hljóðfæraleikara, en alls hafa 30- 40 manns unnið að þessari uppsetn- ingu. Önnur sýning verður í Aratungu á mánudagskvöld kl. 21.00 og þriðja Þjóðleikhúsið:_______ 20. sýning á Jómfrú Ragnheiði Annað kvöld verður í Þjóðleikhúsinu 20. sýning á Jómfrú Ragnheiði. Sýningin hefur hlotið mjög góða aðsókn og einróma lof: „...góð sýning og vel unnin, léttari, aðgengilegri, manneskjulegri en ég bjóst við“ (Jóh. Kr. - Morgunbl.) „...viðburður sem lengi mun í minnum hafður. Sviðsetningin frá fágætilega myndræn og hrein“ (S.A.M. Þjóðv.). Leikstjóri sýningarinnar er Bríet Héðinsdóttir tónlistin er eftir Jón Þórarinsson, leikmynd og búning- ar eru í höndum Sigurjóns Jó- hannssonar og lýsingu annast Da- vid Walters. Með helstu hlutverk Leikfélag Reykjavíkur „Hassið” er alltaf jafn- vinsælt Nálægt 20 þús. áhorfendur hafa nú séð kómedíu Darió Fo um „Hassið hennar mömmu" sem sýnt er á miðnætursýningum í Austur- bæjarbíói. Sýningar eru komnar á fimmta tug og ekkert lát á aðsókn- inni. Forsetaheiinsóknin nýtur einnig vinsælda og er uppselt á 15. sýning- una í kvöld. Síðustu sýningar hjá Leikbrúðulandi_____ Þrjár þjóðsögur Leikbrúðuland sýnir um þessar rnundir að Fríkirkjuvegi 11 Þrjár þjóðsögur. Nú fara að verða síð- ustu forvöð að sjá þessa þjóðsög- usýningu, en sýndar eru þjóðsög- urnar unt Gípu, Átján barna föður í Álfheimum og Sæmund fróða. Næsta sýning verður á sunnu- daginn kemur kl. 15.00. Miðasala er frá kl. 13.00, sími 15937.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.