Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Tónleikar í Kópavogskirkju Heilig- messe eftir Haydn Tónleikar verða í Kópavogs- kirkju á sunnudaginn kl. 17 og mánudagskvöld kl. 20.30. Flutt verður Heiligmesse eftir Joseph Haydn. Verkið er fyrír fjóra einsöngv- Sjálfstæðish úsið Akureyri Sprautu- myndir eftir Þengil Nemendur í MK og úr tónlistarskólum á höfuðborgarssvæðinu æfa Heilig- messe Haydn’s. ara, kór og hljómsveit og er að þessu sinni flutt af nemendum úr Menntaskólanum í Kópavogi og tónlistarskólum af höfuðborgar- svæðinu. Flytjendur eru Sigríður Gröndal, sópran, Guðný Árna- dóttir alt, Halldór Torfason tenór, Steinþór Þráinsson bassi, kór Menntaskólans í Kópavogi og Nemendahljómsveitin. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Að- gangur er ókeypis. Þengill Valdimarsson myndlist- armaður heldur á sunnudaginn sýningu í Sjálfstæðishúsinu á Akur- eyri á myndum sem unnar eru með spraututækni og hann nefnir ein- faldlega sprautur. Þengill sýnir einnig skúlptúra, Ijósmyndir og blómakassa sem flokkast gætu undir samheitið notagildisskúlp- túrar. Sýning Þengils stendur aðeins þennaneinadag.frákl. 14-22. Síð- ast hék hann sýningu árið 1978 í Þengill Valdimarsson í góðum fé- lagsskap. (Mynd: Gunnar Þórðarson). Gallerí Háhóli á Akureyri og seldi þá allar myndirnar sem voru á sýn- ingu. Islenska hljómsveitin: Kurt Weill Síðara misseri fyrsta starfsárs ís- lensku hljómsveitarinnar hefst með tónleikum á morgun, laugardag, í Gamla bíó - þeir eru helgaðir Meistara Kurt Weill, sem var eitt sérstæðasta og mikilhæfasta leikhústónskáld sem uppi hefur verið. Kurt Weill samdi margt í takt við leikverk annars meistara, Bertols Brechfs. Flutt eru á tónleikunum þrjú verk úr þeirri samvinnu: Ball- aða fyrir bassarödd og tíu blásara, Um dauðann í skóginum, við texta Brechts - Guðmundur Jónsson er einsöngvari. Þá er flutt svíta úr- Túskildingsóperunni, sem er kann- ski það leikhúsverk aidarinnar sem víðast hefur farið og Fjórir söngvar úr söngleiknum Mahagonny - ein- söngvari er Olöf Kolbrún Harðar- dóttir. Þá er flutt Sinfónía nr. 2 eftir Kurt Weill, samin 1933, árið sem Gyðingurinn Weill hrekst í út- legð undan nasistum - starfaði hann í Amríku upp frá því. Fyrsta verkið á tónleikunum er frumflutningur á verki sem Atli Heimir Sveinsson hefur samið í Háskólakórinn er á förum til að syngja fyrir Sovétmenn nú eftir helgina. Og hann kveður vclunnara sína hér heima með tvennum tón- leikum sem haldnir eru í Félags- stofnun stúdenta nú um helgina - þeir hefjast klukkan 17 laugardag og sunnudag. Hjálmar Ragnarsson er stjórn- andi kórsins og vöktu fyrri tón- leikar kórsins í vetur mikla og já- Athugið! Efni til birtingar í „Um helg- ina“ verður að hafa borist til ritstjórnar blaðsins í síðasta lagi síðdegis á miðvikudögum. Kurt Weill minningu Kurt Weills og heitir „Kurt - hvar ertu?“ í viðtali segir Atli Heimir: „Þettá er hugleiðing um Weill sem listamann, með til- vitnunum í hans vinsælasta lag, Makka hníf“. Um samstarf þeirra Brechts á árum kreppu og atvinnu- leysis segir Atli í sama vðtali: „Weill... tók þátt í að afltjúpa þessa þróun með því að sýna fram á að klassísku formin í músíkinni áttu ekki við lengur. Þetta var afhjúp- unarlist og kom þannig við kvikuna í fólki. í þessu ljósi var samstarf Weills og Brechts ákaflega merki- legt, músíkin og textinn stefndu að sarna marki...“ íslenska hljómsveitin hefur haft um 70 miða í Gamla bíói í lausasölu - en nú er gert átak til að selja þá einnig og fylla salinn með áskrif- endum. kvæða athygli. Efnisskráin er ís- lensk - þar fara tvísöngvar og þjóð- lög í útsetningu Hjálmars, einnig eru frumflutt verk eftir fimm hö- funda: Jón Ásgeirsson, Jónas Tómasson, Karólínu Eiríksdóttur, Hjálmar söngstjóra og Atla Heimi Sveinsson. Einnig eru flutt lög eftir Jón Ásgeirsson við kvæði úr Heimsljósi, eldri verk eftir Atla Heimi og Jón Leifs og svo Canto eftir söngstjórann, sem frumflutt var fyrr í vetur - það er samið við texta úr Gamla testamentinu. Háskólakórinn leggur af stað til Moskvu á mánudaginn. Þaðan liggur leiðin svo til Kænugarðs í Úkraínu, Leningrad og Tallin í Eistlandi og verða haldnir tvennir tónleikar á hverjum stað. í fyrra fór kórinn í ágætlega vel heppnaða tónleikaferð til írlands. - áb Vísnakvöld í Norræna húsinu Danska «jng- konan Trille Danska vísnasöngkonan Trille syngur eigin lög og ljóð við undir- leik bassaleikarans Hugo Rasmus- sen, á vísnatónlcikum í Norræna húsinu nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30. Trille hefur komið áður hingað til lands og sungið fyrir landann. Hún nýtur mikilla vinsælda í heimalandi sínu og hefur farið í tónleikaferðir til Færeyja og Græn- lands utan íslands. Þau Trille og Hugo skemmta einnig í Gaflinum í Hafnarfirði nk. fimmtudagskvöld á vegum Nor- ræna félagsins þar. íslenska óperan Litli sótarinn aftur a sviðið Á sunnudaginn hefjast hjá Is- lcnsku ópcrunni að nýju sýningar á barnaópcrunni vinsælu „Litla sót- aranum“ eftir Benjamin Britten, sem frumsýnd var sl. haust, en sýn- ingar hafa legið niðri á þessari óp- eru frá því fyrir jól. Sýningin hlaut einróma lof gagn- rýnenda og yfir 13 þús. óperugestir sáu sýninguna á síðasta ári. í sýningunni taka þátt 24 söngv- arar, þar af 13 börn. Leikstjóri er Þórffildur Þorleifsdóttir og hljóm- sveitarstjóri Jón Stefánsson. Sýningin á sunnudag hefst kl. 16.00 Síðustu sýningar á Töfrafiautunni Um helgina verða síðustu sýningar á óperunni vinsælu, Töfraflautunni eftir W.A. Mozart. Sýningarnar verða á föstudag, laugardag og sunnudag í öll skiptin kl. 20.00. Tónleikar í Félagsstofnun: Háskólakórinn syngur fyrir Sovétreisuna Margrét við tvö verka sinna. Það til v. heitir „Clever birds“. -Mynd - Atli. Margrét Guðmundsdóttir sýnir „Allt og hvað eina” Margrét Guðmundsdóttir opnar sína fyrstu myndlistarsýningu í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2, á morgun. Sýningin ber yfirskriftina „Allt og hvað eina“ og eru á sýningunni um 70 verk, flest unnin með olíu á striga og pappír og einnig tempera á striga og nokkur mónóþrykk. Margrét er fædd á Akureyri 1942 en hefur verið búsett í Stokkhólmi frá 1966 þar sem hún hefur stundað listnám, en áður stundaði hún náni í Kaupmannahöfn. Að sögn Margrétar eru flestar myndirnar á sýningunni frá síðustu þremur árum. Konan er áberandi myndefni og þær endurspegla sterkar andstæður hins jákvæða og neikvæða. Hún sagðist hafa gripið tækifær- ið að sýna hér heima þegar hún fékk boð um það „enda er meira spennandi að fylgjast með hræring- um í listalífinu hér heldur en í Stokkhólmi". Helgi við einn bronsskúlptúrinn. Mynd - Atli. Bronsskúlptúrar „Ég vil í verkum mínum gefa skúlptúrnum hreyfingu, sitt sjálf- stæða líf, sem byggir á hinum form- rænu og tilfínningalegu tengsium við manninn og verk hans, en skilur sig frá hinum ytri raunveruleika, því þekkjanlega og nærtæka4', segir Helgi Gíslason skúlptúrlistamaður sem opnar á morgun að Kjarvals- stöðum sýningu á skúlptúrverkum unnum í brons. „Þessir skúlptúrar eru afrakstur vinnu síðustu tveggja ára. Allt unn- ið í brons sem kemur í framhaldi af járninu sem ég vann áður.“ Sýning Helga á Kjarvalsstöðum verður opin fram til 6. mars n.k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.