Þjóðviljinn - 25.02.1983, Page 2

Þjóðviljinn - 25.02.1983, Page 2
• 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. febrúar 1983 Birgir og Inger í hlutverkum sínum. Leikdeild UMF Stafholtstungna Gestaleikur í Þjóðleikhúsinu Bread and Puppet Theater í næstu viku er von á góðum gest- um í Þjóðleikhúsið en þá koma hingað vestan um haf hinn heimsfrægi bandaríski leikflokkur Bread and Puppet Theater og mun sýna tvisvar á stóra sviðinu. Leikhópur þessi var stofnaður í New York árið 1962 og er eini frjálsi leikhópurinn frá þerm gróskumikla áratug sem tekist hef- ur að lifa áfram og þróast. Hingað kemur hópurinn á leið heim frá Evrópu með sýningu sem nefnist „Þrumuveður yngsta barns- ins“ en þessi leiksýning hefur hlotið mjög lofsamlega dóma á Síðasta sýning á „Tvileik” Úr uppfærsiu leikflokksins ó „Þrumuveðri yngsta barnsins“ sem sýni verður f Þjóðlcikhúsmu. meginlandinu. Sýningar Bread and Puppet The- ater verða í Þjóðleikhúsinu fimmtudagog föstudagnæstú viku. Forsala mtða hefst í Þjóðleikhús- inu í dag kl. 13.15 og er rétt fyrir leikhúsunnendur að tryggja sér miða sem fyrst. Á sunnudagskvöidið verður 35. og jafnframt síðasta sýning á breska verSIaunaleikritinu „Tví- leikur“ eftir Tom Kempinski á Litla sviði Þjóðleikhússins. Verk þetta hefur hlotið mikla athygli hérlendis sem og erlendis. Leikendur í sýningunni eru aðeins tveir, þau Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Ciunnar Eyjólfs- son. Leikstjóri er Jill Brooke Árnason. Tvíleikur er nærgöngult verk og fjailar um alvarleg mál, en er samt sem áður mergjað og fyndið í lýs- ingu sinni á ungri konu sem er að því komin að gefast upp í barátt- unni við bæklunarsjúkdóminn MS. Leikfélag Reykjavíkur 50. sýning á Sölku Völku Leikendur í „Getraunagróða“. F.v.: Þórir Steingrímsson, Olga Ólafsdótt- ir, Ingeburg Wolers, Jón Gröndal, Guðbjörg Ásgeirsdóttir, Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Jónsson. Leikfélag Grindavíkur sýnir: um helgina Leikbrúðuland Annað kvöld er 50. sýning á Sölku Völku eftir Halldór Laxness í leikgerð Þorsteins Gunnarssonar óg Stefáns Baldurssonar sem jafn- framt er leikstjóri. Sýningum fer nú að fækka á þéssu vinsæla verki. Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo er alltaf jafn vinsælt og verður sýnt á miðnætursýriingu í Austurbæjarbíó á laugardags- kvöld. Yfir 20 þúsund áhorfendur hafa séð „Hassið". Á sunnudagskvöldið sýnir Leikfélagið í Iðnó, franska gaman- leikinn Forsctaheimsóknina í þýð- ingu Þórarins Eldjárns. Þjóð- sögurnar þrjár Leikbrúðuland sýnir á sunnudag þjóðsögurnar þrjár, Gípa, Umskipt- ingurinn og Púkablístran kl. 15.00 að Fríkirkjuvegi 11. Þetta er næst síðasta sýning, þar sem Leikbrúðulandi er boðið með sýninguna á brúðuleikhúshátíð í Osló í mars. Miðar eru seldir frá kl. 13 á sunnudag og pantanir teknar í síma 15937. Hvað er í blýhólknum? Getraunagróða Félagar úr Lcikdcild Ungmenna- félags Stafholtstungna munu á laugardag hefja sýningar á leikriti Svövu Jakobsdóttur, Hvað er í blý- hólknum?, og verða þær í félags- hcimilinu að Varmalandi í Borgar- firði. Frumsýningin hel'st kl. 21.00. í sýningunni taka þátt 15 leikendur og 20 aðstoðarmenn. Aðalhlutverk er í höndum Inger Traustadóttur og Birgis Hauks- sonar. Leikstjóri er Sigurbjörg Árnadóttir, sem einnig gerir leik- mynd. I næstu viku eru þrjár sýningar fyrirhugaðar, 1., 3. og 5. mars, kl. 21.00 öll kvöldin. Þetta er fjórða verkefni leikdeildarinnar á 7 árum fyrir utan smærri verk. Leikdeildin var stofnuð 3. febrúar 1977. Karlinn í kassanum Kevíulcikhúsið sýnir gaman- lcikinn „Karlinn í kassanum“ á miðnætursýningu í Hafnarbíói í kvöld. Sýningin hefst kl. 23.30 og miðasalan er opin frá kl. 16. Næsta sýning Revíuleikhússins er á þriðjudagskvöld kl. 20:30 Leikfélag Grindavíkur tekur til sýningar næsta laugardag þ.e. 26. febrúar ærslaleikinn „Getrauna- gróði" eftir Philip King. Frumsýn- ingin hefst í Kvenfélagshúsinu kl. 21. Þýðingu leiksins gerði Haukur Sigurðsson, en leikstjóri er Þórir Steingrímsson og fer hann jafn- framt með eitt aðalhlutverkið í sýn- ingunni. Önnur hlutverk eru í höndum Qlgu Ólafsdóttur, Guðbjargar Ásgeirsdóttur, Guð- mundar Jónssonar, Ingeburg Wol- ers, Jóns Gröndal og Sigurðar Guðmundssonar. Næsta sýning verður á sunnu- dagskvöld og hefst einnig kl. 21. „Sjúk æska” Sýningar Nemendaleikhússins á „Sjúkri æsku“ lágu niðri alla síð- ustu viku, en í kvöld taka nemend- ur upp þráðinn þar sem frá var horfið. Sýningin í Lindarbæ hefst kl. 20.30 og einnig verður sýning á Sjúkri æsku á sunnudagskvöld á sama tíma. Uppfærsla Nemendaleikhússins á þessu verki hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Deleríum búbónis Nýstofnaður leikhópur Ung- mennafélagsins Mána í Nesjuin, Hornafirði, frumsýndi í gærkvöldi, Deleríum búbónis eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni. Deleriuin bubonis er fyrsta verk- efni Mána og jafnframt tilraun til að endurvekja leiklistarstarf í Nesjum sem hefur legið niðri um langt skeið. Leikstjórn annast Ingunn Jens- dóttir og undirleik Sigurjón Bjarnason og Einar Sigurjónsson. Með hlutverk í leiknum fara þau: Hreinn Eiríksson, Eiríkur Sigurðs- son, Arnbjörg Sveinsdóttir, Ragn- heiður Halldórsdóttir, Halldór Tjörvi Einarsson, Ásmundur Gíslason, Jón Valdimarsson, Þor- leifur Hjaltason og Guðlaug Guð- mundsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.