Þjóðviljinn - 02.03.1983, Side 7
Miðvikudagur 2. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Utanríkisstefna Svía_____________
Samstarf Egons Bahr
og Pahne vegur deílur
Fyrirspurn sænsku ríkisstjórn-
arinnartil ríkisstjórnar nokkurra
ríkja í Evrópu um álit þeirra á
hugmynd um kjarnorkulaust
belti í Miðevrópu hefur valdið
miklu fjaðrafoki í Svíþjóð. Ekki
vegnainnihaldsins, heldurfyrst
og fremst vegna þess að stjórn-
arandstöðunni finnst ríkisstjórn
Olofs Palme leggja meiri
áherslu á samráð og samstarf
við Alþjóðasamband
jafnaðarmannaen
stjórnarandstöðuna í mótun
utanríkisstefnunnar.
í Svíþjóð hefur skapast sú hefð
vegna sérstöðu landsins sem óháðs
ríkis að samstaða hefur verið á milli
allra stjórnmálaflokkanna um
grundvallaratriði utanríkisstefn-
unnar, þar á meðal að Svíþjóð skuli
standa utan hernaðarbandalaga og
byggja á eigin vörnum.
Það eru jafnaðarmenn sem hafa
átt drýgstan þáttinn í mótun utan-
ríkisstefnu Svía, og má í því sam-
bandi minnast manna eins og
Östcns Undén og Thorstens Nils-
son, sem báðir gegndu utanríkis-
ráðherraembætti fyrir Jafnaðar-
menn um árabil eftir stríð. Sænskir
jafnaðarmenn hafa jafnframt beitt
virkri stefnu á alþjóðavettvangi til
slökunar spennu og afvopnunar,
bæði innan Alþjóðasambands jafn-
aðarmanna og á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna. Hefur Olof
Palme sérstaklega unnið sér orð
sem skeleggur baráttumaður fyrir
fyrir virkri stefnu jafnaðarmanna á
alþjóðavettvangi.
Palme-
nefndin
Þannig átti hann frumkvæði að
því að svokölluð „Palme-nefnd"
var stofnuð fyrir um það bil 2 árum
síðan til þess að vinna að tillögum
um afvopnun og öryggi í Evrópu.
Nefndin sem var skipuð 17
mönnum, þar af 4 þáverandi eða
fyrrverandi forsætisráðherrum og
öðrum sérfræðingum um öryggis-
og alþjóðamál, skilaði áliti sínu í
skýrsíu sem lögð var fram í apríl
1982.
í áliti nefndarinnar er gengið út
frá því að „gróft jafnvægi" sé á milli
stórveldanna í vígbúnaði. Leggur
nefndin til að Salt-2 samningurinn
verði staðfestur, þannig að dregið
verði verulega úr fjölda sóknarv-
opna. Síðan er gerð grein fyrir hin-
um einstöku vopnakerfum og lögð
fram áætlun um niðurskurð þeirra
hvers fyrir sig. Þá leggur nefndin til
að myndað verði 150 km breitt
belti sitt hvoru megin við „járn-
tjaldið" og verði þetta belti án
kjarnorkuvopna.
Nýtt frum-
kvæöi Palme
Ekki er hægt að segja að skýrsla
þessi hafi hlotið þá athygli sem til
stóð á sínum tíma, en síðan hefur
Olof Palme og ríkisstjórn hans lagt
skýrsluna og hugmyndir þær sem
þar koma fram um kjarnorku-
vopnalaust belti til grundvallar nýs
frumkvæðis á alþjóðavettvangi.
Og það er einmitt aðferðin sem
ríkisstjórn Palme hefur beitt, sem
hleypt hefur illu blóði í stjórnar-
andstöðuna.
í bréfi til ríkisstjórna allra aðild-
arríkja Atlantshafsbandalagsins og
Varsjárbandalagsins og óháðra
ríkja í Evrópu kynnti ríkisstjórn
Svíþjóðar hugmyndina um kjarn-
orkuvopnalaust belti sérstaklega
og bað um álit viðkomandi ríkis-
stjórna auk þess sem hún áskildi
sér rétt til frekari frumkvæðis í mál-
inu. Bréf þetta var sent út 8. de-
sember sl.
Ásakanir stjórnarandstöðunnar
í Svíþjóð beinast fyrst og fremst að
meintu samstarfi Olofs Palme og
Lennarts Bodström utanríkisráð-
herra við Egon Bahr, helsta sér-
fræðing vesturþýskra jafnaðar-
manna í öryggis- og varnarmálum.
Segir stjórnarandstaðan að í stað
þess að ráðfærast við sig um mál
þetta hafi Palme sent bréfið út eftir
pöntun á tilsettum degi, og hafi
texti þess í mikilvægum efnum ver-
ið gerður að tillögu Bahrs til að
þjóna baráttu hans innan Þýska-
lands. Hefur Palme mótmælt ásök-
unum þessum sem tilhæfulausum
en talið sig jafnframt í fullum rétti
að ráðfærast við Egon Bahr. Hafa
deilur þessar í Svíþjóð orðið til þess
að yfirskyggja þann hljómgrunn
sem sjálft bréfið hefur fengið.
Vidbrögö f
austri og
vestri
Ríkisstjórn Austur-Þýskalands
varð einna fyrst til að svara bréf-
inu, og telur hún í svarbréfi sínu að
kjarnorkulaust belti urn Miðevr-
Olof Palmc - lætur hann stjórnast
af þýskum jafnaðarmönnum?
Egon Bahr - mótaði hann tillögur
sænsku ríkisstjórnarinnar um
kjarnorkuvopnalaust belti í
Evrópu?
ópu sé gagnlegt skref í áttina til
slökunar spennu. Segir hún í svar-
bréfinu að hún sé þess reiðubúin að
ganga enn lengra en tillagan gerir
ráð fyrir og leggja allt sitt land-
svæði undir kjarnorkuvopnalaust
svæði. Jafnframt skrifaði Honecker
bréf til Kohls kanslara í Vestur-
þýskalandi og hvatti hann til þess
að styðja slíkar tillögur.
Ekki var þess að vænta að vest-
urþýska stjórnin tæki undir þá hug-
mynd að gera bæði Austur- og
Vestur-Þýskaland að kjarnorku-
vopnalausum svæðum, þar sem
það bryti í bága við Pershing-II
áætlunina, sem ríkisstjórn Kohls
hefur stutt. Enda hefur ríkisstjórn
Kohls hafnað hugmyndum um
kjarnorkuvopnalaust svæði í
Þýskalandi að svo stöddu.
Sovétstjórnin hefur brugðist við
þessum hugmyndum með svip-
uðum hætti og ríkisstjórn Á-
Þýskalands, en lagt á það áherslu
að beltið ætti að vera 300 km á
hvorn veg í stað 150.
Ýmsir gagnrýnendur þessarar
hugmyndar hafa haldið því fram að
hún myndi litlu breyta, þar sem
ekki skipti máli hvort eldflauga-
vopn væru á landamærum eða á
bak við 150 km línu.
Vaxandi
ágreiningur
í Svíþjóð hafa þessi mál hins veg-
ar orðið til þess að skerpa andstæð-
ur í sænskum stjórnmálum, og hafa
hægrimenn notað tækifærið til þess
að gagnrýna það að stjórn jafn-
aðarmanna hafi boðið þeim Yasser
Aarafat og Fidel Castro í opinbera
heimsókn. Einingin um sænska
utanríkisstefnu virðist í hættu, þar
sem hægri flokkurinn leggur æ
meiri áherslu á stuðning við ögrun-
arstefnu Reagans á meðan jafn-
aðarmenn leita nýrra leiða til slök-
unar sperjnu.
Þótt hin virka hlutleysisstefna
sænskra jafnaðarmanna sé í ýms-
um hlutum virðingarverð, þá hafa
þeir einnig á síðustu mánuðum gert
viðskiptasamninga, sem gætu gefið
tilefni til þess að draga hlutleysis-
stefnuna í efa. Er þar átti við mik-
inn vopnasölusamning Svía við
Norðmenn og sölu á Bofors-
fallbyssunni til Bandaríkjahers.
Það hefur m.a. vakið gremju í
Finnlandi að Svíar skuli með þess-
um hætti skuldbinda sig til þess að
leggja NATO-ríkjum til hergögn.
Þessar kvartanir hafa hins vegar
ekki farið eins hátt í Svíþjóð, enda
skaffar vopnasalan bæði peninga
og atvinnu. -ólg.
Dr. Stefán Karlssontil
erfðafræðirannsókna
f október síðastliðnum lauk Stef-
án Karlsson, læknir, doktorsprófi
frá Lundúnaháskóla.
Doktorsritgerð Stefáns nefnist á
ensku „Biochemical and Genetical
Aspects of Glycoproteins in hum-
an tissues" og fjallar um byggingu
sykurkeðja próteina og hvernig
þeirri byggingu er stjórnað erfða-
fræðilega. Slíkar sykurkeðjur eru
mjög mikilvægar, einkum utan á
frumum, til að taka við hvers kyns
„skilaboðum“ frá einni frumu til
annarrar og gegna m.a. mikilvægu
hlutverki í byggingu A, B, O
blóðflokkaefna. Keðjur þessar eru
óeðlilegar að byggingu í ýmsum
sjúkum frumum, t.d. krabba-
meinsfrumum. Stefán Karlsson
rannsakaði einkum sameind í
þvagi, sem hann uppgötvaði ásamt
starfsmönnum í London og París.
Jafnframt var bygging sykurkeðju
rannsökuð í ýmsum sjúkdómum,
einkum cystic fibrosis, arfgengum
efnaskiptasjúkdómi, sem veldur
alvarlegum sjúkdómseinkennum
frá lungum og meltingarfærum.
Stefán hefur notið styrkja til
rannsókna frá eftirtöldum aðilum á
íslandi og í Bretlandi: Vísindasjóði
íslands, Heilbrigðisráðuneytinu og
Ríkisspítölum og Blóðgjafafélagi
íslands, British Council og Cystic
Fibrosis Research Trust.
Dr. Stefán Karlsson lauk kandi-
datsprófi í læknisfræði frá lækna-
deild Háskóla íslands árið 1976.
Hann var námskandidat á Borgar-
spítala, Vífilstöðum og Landspít-
ala 1976-1977 og gengdi störfum
heilsugæslulæknis á Fáskrúðsfirði
og Bolungarvík.
Hann hóf sérnám í læknisfræði-
legri erfðafræði við Blóðbankann,
Reykjavík, 1977-1979 og eftir það
á Galton Laboratory, University
College, London, 1979-1982.
Hann var viðurkenndur sérfræð-
ingur í læknisfræðilegri erfðafræði í
nóvember 1982. Það er fyrsta
viðurkenning af þessu tagi hér-
lendis.
Stefán Karlsson er sonur Ólafar
Stefánsdóttur og Karls Ómars
Jónssonar, verkfræðins. Stefán er
kvæntur Sigurborgu Ragnarsdótt-
ur, þau eiga tvo syni.
Dr. Stefán hefur unnið í Blóð-
bankanum síðustu 4 mánuði, en er
nú á förum til Bandaríkjanna til
frekari rannsókna í erfðafræði,
einkum á sviði erfðatækni (erfða-
verkfræði). Hann mun starfa við
Clinical Hematology Branch, Nat-
ional Institutes of Health í Mary-
land. Hann mun vinna með Dr.
Arthur W. Nienhuis, sem sagt var
frá í tímaritinu Time Magazine 20.
desember síðastliðinn. Sá læknir
og samstarfsmenn hans vöktu
mikla athygli vegna rannsókna á
arfgengu blóðleysi og nýrra aðferða
sem þeir beittu til lækninga á slík-
um sjúkdómum.
Nýtt verð á
svínakjöti
Félagsráð Svínaræktarfélags ís-
lands hefur samþykkt að hækka
verð á svínaafurðum um 19,5%.
Fyrir svín í besta flokki eiga fram-
leiðendur að fá kr. 84,25 á kg.
Verðið miðast við að kaupandi
greiði flutningskostnað á slátur-
gripum frá framleiðanda til slátur-
húss, svo og flutninginn á kjötinu
frá sláturhúsi til kaupanda.
Kaupandinn greiðir sláturkostnað-
inn.
Hið nýja verð gildir frá 1. mars.
-mhg.
TILKYNNING TIL EIGENDA
AVERY VOGA
Höfum opnað eigið viðgerðarverkstæði að
Smiðshöfða 10
j( Reyndir vidgerðarmenn
jr Rúmgóð hmkynni
j( Áhersk löyð á skjóta afgreiðslu
j( Allar almennar vogaviðgerðir
j( Rafeindavogaviðgerdir
Komið eða hringið og ræðið við fagmennina
ÓliXf IJR OÍSLASOM & CO. !IF.
Vogaþjónusta
Smiðshöfða 10 - Reykjavík - sími 86970
Allir þekkja AVERY
/ /
A Islandi í 50 ár