Þjóðviljinn - 02.03.1983, Síða 9
Miðvikudagur 2. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Frumsýning í Þjóðleikhúsinu:
Rammur seiður
úr grískri fomöld
/ Þjóðleikhúsinu reynirnú á
hugmyndirmanna um
samhengi í menningu og
skiljanleika mannlegs
hlutskiptis. Enþarer
frumsýndur í kvöld þríleikurinn
Oresteia eftir Æskylos: leikur
þessi hlaut verðlaun í
Grikklandi suður fyrir meira en
2400árum.
Oresteia er eini þríleikurinn sem
varðveist hefur í heild af verkum
hinna þriggja meistara forngríksrar
leikritunar - en Æskylos var þeirra
elstur. Hann er talinn hafa samið
um 90 leikrit á langri ævi, en sjö
hafa varðveist - Oresteia rekur
lestina, var fyrst fluttur árið 458
fyrir Krist - tveim árum síðar dó
meistarinn.
Sveinn Einarsson leikstýrir eigin
samþjöppun á þríleik þessum, en
þýðingin er eftir Helga Hálfdan-
arson.
í Oresteiu er áhorfandinn stadd-
ur aftur í rammri forneskju þegar
guðirnir hafa margvísleg bein áhrif
á mannlegt líf og forlög grimm
skekja menn í hendi sér - draga
þann nauðbeygða en leiða hinn
fúsa eins og sagt var. Efniviðurinn
tengist ýmsu því sem menn einna
helst þekkja enn í dag úr forn-
grískum heimi - Tróju-stríði og þar
með Hómerskviðum. Oresteia.
hefst reyndar á því að borgarar í
Argos bíða þess að fregna hvernig
Grikkjum hefur vegnað í Tróju-
stríðinu.
í þríleiknum skoðar höfundur
framgang þeirrar bölvunar sem
lögð var á ætt Atreifs. Atreifur
hafði deilt við bróður sinn Þýestes,
drepið syni hans og gefið föðurnum
að éta í herfilegri veislu. Lagði þá
Þýestes bölvun á Atreif sem gekk í
arf til sonar hans Agamemmons
konungs í Argos. Af þeim sökum
var Agamemmon til þess neyddur
þegar Grikkir ætluðu að sigla til
Trójuborgar og gaf ekki byr, að
fórná dóttur sinni, Ífigeníu, til að
blíðka gyðjuna Artemis. Kona
hans, Klýtemnestra, fyrirgaf aldrei
þann glæp. Meðan Agamemmon
stríddi við Trójumenn tók hún sér
til elskhuga Egistus, son Þýestesar.
Að tíu árum liðnum fellur Tróju-
borg og Grikkir snúa heim.
Þar hefst Oresteia. Klýtemn-
estra drottning býður mann sinn
velkominn og frillu hans Kass-
öndru. En síðan er Agamemmon
drepinn í baði og frillan einnig. Eg-
istus lætur þá til sín heyra og til-
kynnir að þau Klýtemnestra hafi
tekið völdin í sínar hendur. Kór
öldunga reynir að malda í móinn og
gefur til kynna að sonur konungs,
Orestes, muni hefna hans þá hann
vex úr grasi.
í næsta hluta segir frá endur-
komu Orestesar sem hafði verið
smyglað út úr höllinni þegar faðir
hans var myrtur. Að skipun
guðsins Apollons skundar hann til
Argos, kemst inn í höllina með
hjálp systur sinnar Elektru og
drepur Egistus og svo móður sína.
Eftir ódæði þessi er hann ofsóttur
af refsinornum sem eiga að hefna
fyrir morð á ættingjum og flýr á
náðir Apollons. Að lokum ná svo
guðir og menn einskonar dómssátt
í máli þessu, enda er blóðslóðin
orðin löng....
Það hefur verið metnaður
leikhúsmanna að glíma við harm-
leiki Grikkja, sem svo mörgu hafa
ráðið um leikhúslíf í álfunni og öll-
um heimi. Stundum hafa menn helt
Helga Bachmann og Árni Blandon
Anna Kristín Arngrímsdóttir og Róbert Arnfinnsson (eik tók myndir á
æfingu).
gömlu víni á nýja belgi - Eugene
O’Neill hinn bandaríski hefur til
dæmis fært Orestesar sögu á sínar
heimaslóðir og nálægt sinni samtíð.
Stundum skrifa menn harmleikinn
upp, halda þræðinum, en lauma að
seinni tíma mannskilningi. Og enn
er sá siður að láta hina fornu höf-
unda hafa orðið, þótt ýmislegt sé
stytt. Svo verður nú gert, sem og í
fyrri sýningum íslensku leikhús-
anna á Antígónu og Ödipusi Sóf-
óklesar.
-áb.
Refsinornir bíða síns tíma.
Þingmenn um kjördæmamálið
Nokkrir boðuðu andstöðu
Nokkurrar andstöðu gætti hjá
þingmönnum í neðri deild við
frumvarp formanna stjórnmála-
flokkanna fjögurra um kjördæm-
amálið. Umræðurnar voru í fyrra-
kvöld og stóðu fram yfir miðnætti.
Gagnrýnin var frá þéttbýlis-
mönnum um að ekki væri gert nógu
vel við þéttbýlið - og frá nokkrum
landsbyggðarmönnum um að ekki
væri nógu vel gert við lands-
byggðina í þeim tillögum sem nú
liggja fyrir.
Það var Jón Baldvin Hannibals-
- Hér og nú segi ég af mér þess-
um nefndarstörfum, sagði Vil-
mundur Gylfason í umræðum um
nefndarstörf hans í neðri deild al-
þingis, en hann var kosinn í þær á
vegum alþingis. Eiður Guðnason
sagði að þingmaðurinn gerði aðrar
siðgæðiskröfur til sjálfs sín heldur
en hann gerði til annarra.
Þessi umræða sem stóð í tæpan
klukkutíma á alþingi í gær hófst
með því að Ólafur Ragnar Gríms-
son spurðist fyrir um það hvort
vera þingmannsins í þessum nefnd-
um væri lögleg, en tvisvar hefði
son sem hóf umræðuna eftir kvöld-
mat og sagði að með frumvarpinu
væri verið að efna til árekstrar milli
meirihluta þjóðarinnar og meiri-
hlutans á alþingi. Meirihluti þjóð-
arinnar vildi jafnan kosningarétt,
sem og Alþýðuflokkurinn lengst-
um.
Karvel Pálmason flokksbróðir
hans sagði að með frumvarpinu
væri verið að færa vald frá dreifbýli
í þéttbýlið og sú stefna væri ekki
Alþýðuflokksins.
Árni Gunnarsson sagði að sér
verið haft orð á því á þingi að þessi
þingmaður Bandalags jafnaðar-
manna væri starfandi í þingnefnd-
um á vegum Alþýðuflokksins. Vil-
mundur Gylfason sagði að ekki
hefði verið farið á leit við sig að
hann léti af þessum störfum. Enn
fremur vitnaði hann til þess að
þingmenn væru umfram allt og ofar
öðru bundnir samvisku sinni.
Kjartan Jóhannsson sagði að
þingflokkur Alþýðuflokksins hefði
talið að þingmaður þyrfti að gera
það upp við sjálfan sig, hvort hann
teldi þessa nefndaþátttöku vera
viðeigandi eða ekki.
þætti verra að kjördæmamálið væri
slitið úr samhengi við heildarend-
urskoðun stjórnarskrárinnar. Ing-
ólfur Guðnason sagðist vera
óbundinn í afstöðu til þessa frum-
varps.
Olafur Þ. Þórðarson sagðist vera
á móti frumvarpinu, upp væri að
koma borgríkið Reykjavík með
öllu sínu veldi. Frumvarpið væri
stríðsyfirlýsing 'við dreifbýlið.
Sagði hann að hnefarétturinn væri í
sókn - og hafði stór orð um yfir-
Þetta er löglegt en siðlaust, sagði
Ólafur Ragnar og minnti á að Sig-
hvatur Björvinsson hefði fyrir þó
nokkru bent á þetta atriði.
Eiður Guðnason benti á að hér
væri um grundvallaratriði að ræða
og greinilegt væri að þingmaðurinn
gerði aðrar kröfur til annarra en
sjálfs sín. Þá sagði Vilmundur að
þetta væri í fyrsta skipti sem þing-
maður Alþýðuflokksins hefði
brugðist með þessum hætti í þessu
máli og segði hann af sér hér og nú
téðum nefndarstörfum. Karvel
Pálmason sagði að þetta mál sýndi
að Vilmundi væri ekki jafn leitt og
hann léti að sitja í skjóli flokks-
valdsins.
-«g
gang þéttbýlismanna. Það gerði og
Stefán Valgeirsson, sem sagðist
áskilja sér rétt til að flytja breyting-
artillögu um sérstaka „þjónustu-
- Það er leiðinlegt að ráðsmenn í
Flugráði þurfi að liggja undir
ámælum frá samgönguráðherra
(Morgunblaðið í gær) um óheiðar-
leg vinnubrögð, sagði Skúli Alex-
andersson alþingismaður í umræð-
um utan dagskrár í gær, en margir
þingmenn kvörtuðu undan fjar-
veru Steingríms Hermannssonar
samgönguráðherra, en hann hafði
beðist undan að vera þátttakandi í
umræðu utan dagskrár um emb-
ættisveitingu í starf flugmálastjóra.
- Þeir Friðrik Sophusson og AI-
bert Guðmundsson hófu þessa um-
ræðu og lýstu því að þeir hefðu far-
ið fram á utan dagskrárumræðu um
þessa umdeildu embættisveitingu.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði að
þingmenn Alþýðubandalagsins
hefðu verið þess eindregið fylgj-
andi að þetta mál yrði tekið fyrir á
þinginu, sérstaklega eftir ummæli
Steingríms í fjölmiðlum um þetta
mál. Árni Gunnarsson benti á að
vísitölu” eða „aðstöðuvísitölu”
fyrir fólk á landsbyggðinni.
Vilmundur Gylfason talaði næst-
ur og minnti m.a. á niðurgreiddu
dagblöðin. Jóhann Einvarðsson
lýsti yfir stuðningi við frumvarpið
en boðaði breytingartillögu, sem
felur í sér að þjóðaratkvæða-
greiðsla skuli fara fram um
breytingar á stjórnarskránni. Þeg-
ar þessari fyrstu umræðu lauk í
neðri deild var komið langt fram
yfir miðnætti.
samkvæmt þingsköpum mættu
þingmenn ekki vera fjarverandi
„nema nauðsyn banni“.
Ingvar Gíslason sagði að afmæl-
isveisla utanríkisráðherra (sem
varð sjötugur í gær) stæði yfir og
forsætisráðherra hefði lagt til að
ráðherrar færu í veisluna kl. 15.00.
Guðmundur G. Þórarinsson sagði
að Steingrímur vildi gjarnan ræða
þetta mál nk. fimmtudag utan dag-
skrár.
Skúli Aiexandersson sagði að
aðdróttanir Steingríms í Morgun-
blaðinu um óheiðarleg vinnubrögð
Flugráðsmanna myndu standa
fram á fimmtudag. Það væri engan
veginn nógu gott.
Gagnrýnendur ráðherra sögðu
að afmælisveisla utanríkisráð-
herra, sem verður væri virðingar á
tímamótum, væri ekki nógu góð
afsökun fyrir samgönguráðherra
fyrir því að taka ekki þátt í umræðu
um jafn mikið hitamál.
Vilmundur Gylfason:
Ekki lengur í nefndum
Samgönguráðherra
Var ekki viðstaddur