Þjóðviljinn - 08.03.1983, Síða 4

Þjóðviljinn - 08.03.1983, Síða 4
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. mars 1983 UíTisjón: Víðir Sigurðsson Þrjú efstu !ið 1. deildar, Li- verpool, Watford og Manchester United, töpuðu öll í vikunni sem leið. Liverpool í Póllandi í Evróp- ubikarnum, Watford og United 1. deildinni. Öll hristu af sér slen- ið á laugardag og sigruðu, svo Li- verpool heldur áfram fjórtán stiga forystu í 1. deild. Sigur Liverpool á Stoke var afar öruggur. Kenny Dalglish skoraði fyrsta markið eftir samvinnu við Ronnie Whelan og á 36. mínútu skoraði Phil Neal, 2-0. í upphafi síðari hálfleiks átti Ian Rush gott skot að marki Stoke, knötturinn hrökk af varnarmanni fyrir fætur Dalglish sem þakkaði gott boð með öruggu marki, 3-0. Paul Bracewell lagaði strax stöðuna fyrir Stoke, 3- 1, en Craig Johnston jók forystuna Liverpool á ný, knötturinn þeyttist Toppliöin náðu öll að hrista af sér slenið Úrslit: 1. dei'.d: Arsenal-Nottingh. Forest........0-0 Aston Villa-Norwich City........3-2 Coventry-Watford................0-1 Ipswich-Birmingham..............3-1 Liverpool-Stoke City............5-1 Luton Town-W.B.A................0-0 Manch. City-Manch. Un..........1-2- Notts County-Tottenham..........3-0 Southampton-Swansea.............2-1 Sunderland-Everton..............2-1 West Ham-Brighton...............2-1 2. deild: Barnsléy-Bolton Wanderers......3-1 Burnley-Fulham..................1-0 Carlisle-Oldham.................0-0 Charlton-Chelsea................5-2 Crystal Palace-Newcastle........0-2 Grimsby-Sheffield Wed...........1-1 Leeds United-Blackburn..........2-1 Leicester-Derby County..........1-1 Q.P.R.-Middlesborough...........6-1 Rotherham-Shrewsbury............0-3 Wolves-Cambridge................1-1 3. deild: Bristol Rovers-Orient...........2-1 Doncaster-Bradford City.........1-2 Gillingham-Bournemouth..........2-5 Lincoln City-Brentford..........2-1 Oxford United-Wrexham...........2-0 Plymouth-Chesterfield...........2-0 Preston N.E.-Portsmouth.........0-0 Sheffield United-Exeter.........3-0 Southend-Newport................1-4 Walsall-Millwall City...........4-0 Wigan Athletic-Reading..........2-2 4. deild: Aldershot-Hartlepool............0-2 Bury-Darlington.................3-0 Chester-Colchester..............1-1 HalifaxTown-Rochdale............0-0 Hereford-Blackpool..............0-0 Mansfield-SwindonTown...........1-0 Northampton-Hull City...........1-2 PortVale-Crewe Alexandra........1-1 Torquay-Peterborough............2-1 Tranmere-Scunthorpe.............0-4 Wimbledon-Bristol City..........2-1 YorkCity-Stockport..............3-1 ] Staðan: 1. deild: Llverpool .29 20 6 3 70-24 66 Watford . 29 16 4 9 50-31 52 Manch. Utd .29 14 9 6 39-23 51 Nottm. For .29 13 7 9 42-36 46 Aston Villa .29 14 3 12 43-39 45 Southampton. .30 12 7 11 40-44 43 Coventry .29 12 6 11 39-38 42 Ipswich .29 11 8 10 46-33 41 Everton .30 11 8 11 46-38 41 West Ham .28 13 2 13 45-42 41 W.B.A .30 10 11 9 38-36 41 Stoke .29 12 5 12 41-46 41 Tottenham .29 11 7 11 39-40 40 NottsCounty.. . 30 12 4 14 42-51 40 Arsenal .28 10 8 10 34-34 38 Manch. City.... .31 10 8 13 39-50 38 Sunderland .29 9 9 11 35-44 36 Luton ,.28 7 10 11 47-57 31 Norwich ,.29 8 6 15 31-48 30 Swansea .30 7 7 16 36-46 28 Brighton .30 7 7 16 28-56 28 Birmingham... .28 5 12 11 24-39 27 2. deild: Wolves .30 18 6 6 55-32 60 Q.P.R., .29 18 5 6 50-23 59 Fulham . 29 15 7 7 50-35 52 Leicester .30 14 4 12 51-33 46 Oldham .31 10 14 7 49-37 44 Sheff. Wed „29 11 10 8 44-36 43 Barnsley .29 11 10 8 43-37 43 Leeds .29 9 15 5 37-33 42 Grimsby „30 12 6 12 41-49 42 Newcastle . 29 10 11 8 44-39 41 Shrewsbury.... .29 11 8 10 36-38 41 Blackburn .30 10 9 11 40-42 39 Charlton .29 10 6 13 45-61 36 Chelsea .30 9 8 13 41-44 35 Bolton .30 9 8 13 35-42 35 Cr. Palace .29 8 10 11 31-37 34 Rotherham .30 8 10 12 32-44 34 Carlisle .30 8 9 13 49-53 33 Burnley .28 8 5 15 44-49 29 Cambridge .29 7 8 14 30-46 29 Midlesboro .29 6 11 12 31-57 29 Derby Co . 28 5 12 11 33-44 27 3. deild: Portsmouth ...33 I 20 6 7 55-34 66 Cardiff ...33 I 19 6 8 59-43 63 Lincoln ...32 ! 18 4 10 62-36 58 Huddersfield... ...32 16 9 7 63-36 57 Bristol Rov „32 17 5 10 70-40 56 Newport ...33 16 8 9 59-41 56 4. deild: HullCity ...34 19 11 I 4 61-26 68 Port Vale ...32 19 8 5 50-23 65 Wimbledon ...32 18 8 6 59-36 62 Bury ...35 17 10 8 58-32 61 Colchester ...33 17 7 9 52-37 58 Scunthorpe.... ...31 14 12 5 46-25 54 Markahæstir: Eftirtaldir leikmenn hafa skorað flest mörk í 1. deildar- keppninni: lan Rush, Liverpool................20 KennyDalgllsh.Liverpool............17 Luther Blissett, Watford...........15 BrlanStein, Luton..................15 Bob Latchford, Swansea.............14 Gary Rowell, Sunderland............14 John Wark, ipswich.................13 Peter Withe, Aston Villa...........12 af brjóstkassa hans í netið, 4-1. Loks var komið að fyrirliðanum Graeme Souness; hann skoraði fimmta mark Liverpool eftir send- ingu Dalglish á síðustu mínútunni, 5-1, og þar með hefur Liverpool skorað 70 mörk í 29 leikjum. Ekki óhugsandi að hundrað marka múr- inn verði rofinn í vor. Watford hélt til Coventry og lék skynsamlega gegn heimaliðinu en helsti styrkur þess er góðir miðvall- arspilarar. Það féll vel saman við leikaðferð Watford, mikið af löngum sendingum fram á sókn- armennina fjóra, og nýliðarnir réðu mestu um gang leiksins. Les Taylorskoraði sigurmarkið mínútu fyrir hlé, fékk knöttinn við miðju, lék upp og sendi hann í netið af 20 m færi. Hann átti stangarskot snemma í síðari hálfleik og sókn- arþungi og pressa Watford var slík að varnarmenn Coventry voru hvað eftir annað neyddir til að senda knöttinn aftur á markvörð sinn af 35 til 40 m færi. Hérinn og skjaldbakan Leik Aston Villa pg Norwich var líkt við kapphlaupið fræga milli hér- ans og skjaldbökunnar, en ævin- týrið gekk þó ekki upp og hérinn, Aston Villa sigraði að lokum. Norwich náði tvívegis forystu en mátti sætta sig við 3-2 tap gegn Evr- ópumeisturunum. Leikmenn Villa voru lengst af eins og svefngenglar en tóku sig á undir lokin og sigr- uðu; Gari Shaw skoraði úrslita- markið tíu mínútum fyrir leikslok. Hin mörk Villa skoruðu Peter Whithe og Eamonn Deacy en Mark Barham og Hollendingur- inn Denis Wan Wyk svöruðu fyrir Norwich. • Upton Park þar sem West Ham og Brighton léku var markalaust fram á 82. mínútu þrátt fyrir fjölda færa West Ham, sem lék án Billy Bonds, Paul Goddard og Sandy Clark. Þá náði Gerry Ryan foryst- unni fyrir Brighton en rúmlega mínútu stðar hafði West Ham skorað tvívegis. Fyrst Alan Dick- ens með skoti af 20 m færi og síðan Tony Cottee sem lyfti skemmtilega yfir Graham Moseley markvörð Brighton fimm metrum utar en Dickens. Birmingham lék ágætlega í fyrri hálfleiknum í Ipswich en var síðan kafsiglt á upphafsmínútum þess síðari. Innan tíu mínútna hafði Ips- wich skorað þrisvar, Trevor Putn- ey, Rusell Osman og Alan Brazil. Mark Denis náði að minnka mun- inn fyrir Birmingham en það var ekki nóg og lið hans vermir nú neðsta sæti 1. deildar á ný. Notts County kom sér hins vegar beint að efninu í fyrri hálfleik gegn Tottenham og gerði þá út um leikinn með þremur mörkum. Fyrst skoraði David Hunt, síðan Nígeríumaðurinn John Chiedozie tvívegis. Markaskorarinn mikli, Bob Latchford, lék sinn síðasta leik fyrir Swansea á laugardag en kvaddi með tapi í Southampton. Jimmy Loveridge kom þó Swansea yfir en Ian Bed og David Arms- trong tryggðu Southampton sigur og „Dýrlingarnir" eru komnir í sjötta sætið eftir slakt gengi framan af vetri. Sunderland fjarlægist fallsvæðið og Gary Rowell nálgast marka- hæstu menn 1. deildar. Hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigrinum á Everton, það fyrra úr vítaspyrnu, en Graeme Sharp læddi inn marki fyrir gestina. WBA lék sinn fjórða 0-0 leik í Gary Rowell skorar orðið nánast í hverjum leik fyrir Sunderland; nú tvö gegn Everton. i Gary Shaw, hér til vinstri í baráttu við varnarmann Barcelona, skoraði sigurmark „svefngengl- anna“ í viðureign hérans og skjald- bökunnar! röð þegar liðið sótti Luton heim og nær ekki Evrópusæti með slíku á- framhaldi. Ekkert mark var heldur skorað á Highbury þar sem Arse- nal og Nottingham Forest léku og Terry Neill, framkvæmdastjóri Arsenal lét hafa eftir sér í leikslok: „Ég dauðskammast mín fyrir að áhorfendur skyldu vera látnir borga fyrir að horfa á þessa vit- leysu!“ Þetta var sennilega síðasti leikur John Hollins fyrir Arsenal, hann gerist nú líklega stjóri hjá 4. deildarliði Colchester. „Getað skorað tólf“ „Þetta var okkar besti leikur í vetur og við hefðum getað skorað tólf mörk í stað sex,“ sagði mið- herji QPR, Clive Allen, eftir að hafa skorað þrívegis í 6-1 sigri liðs síns á Middlesboro í 2. deildinni. „Við erum alls ekki öruggir með sæti í 1. deild þrátt fyrir góða stöðu en nú þurfa aðrir að reyna að elta okkur uppi, ekki við þá eins og við þurftum að gera í fyrra og mis- tókst“. Gary Micklewhite, Mick Flanagan og John Gregory skoruðu hin mörk QPR en Heine Otto svaraði fyrir Middlesboro úr vítaspyrnu. Allan Simonsen, Daninn snjalli, er líklega á leið frá Charlton, jafn- vel til Ameríku, en hann sýndi frá- bæra takta þegar Charlton vann Chelsea 5-2. Hann skoraði 2 stór- kostleg mörk, bæði eftir mikinn einleik, en hvert mark gæti verið hans síðasta fyrir litla Lundúnalið- ið, sem ekki hefur efni a að halda honum öllu lengur. Fulham tapaði í Burnley, Flynn skoraði eina markið, og keppnin um 1. deildarsæti er að verða milli fleiri liða en að stefndi. Leicester tapaði þó dýrmætum stigum heima gegn Derby, Steve Lynex skoraði fyrir Leicester níu mínútum fyrir leikslok en Joh Barton náði að jafna. Úlfarnir máttu einnig sætta sig við jafntefli heima; Mel Eves skoraði fyrir þá 14 mínútum fyrir leikslok en Joe Mayo jafnaði fyrir Cambridge. —VS Leikur helgarmnar Mikil barátta í leik Manchesterliðanna Frank Stapleton endurtók leikinn frá því f fyrri viðureign Manchest- erliðanna og skoraði tvívegis fyrir United. í 106. deildaviðureign Manchester-liðanna City og Unit- ed, fór lítið fyrir áferðarfallegri knattspyrnu. Baráttan var í fyrir- rúmi eins og oftast þegar ná- grannalið eigast við og leikurinn var bæði harður og spennandi. Sigur United, 2-1, var sanngjarn þegar á heildina er litið og City færist æ neðar á töflunni. Undir stjórn John Benson hefur liðið enn ekki unnið leik og vandamál- in hrúgast upp hjá félaginu, innan vallar sem utan. „Við sköpuðum okkur næg tækifæri í leiknum og ég held að sigur okkar hafi verið sann- gjarn,“ sagði Frank Stapleton eftir leikinn, en hann skoraði bæði mörk United, rétt eins og í fyrri leik liðanna í vetur sem endaði 2-2. „Við lékum vel fram- an af, síðan tók City forystuna og við vorum lengi í gang á ný. Síðari hálfleikurinn gekk vel, við réðum gangi leiksins eftir jöfnunar- rnarkið." City náði forystunni á 31.mínútu þegar Kevin Stapleton jafnaði með skalla á 52. mínútu eftir að Steve Coppell hafði leikið á Bob McDonald og sent fyrir mark City. Sigurmarkið, á 76. mín., skoraði Stapleton einnig með skalla, nú eftir hornspyrnu Arnold Muhren. City var hárs- breidd frá því að jafna í lokin, Tommy Caton átti stangarskot eftir aukaspyrnu Ray Ransom á síðustu sekúndunum. Það sem skildi á milli liðanna var hve United nýtti kantana mikið betur. Coppell olli vörn City áhyggjum hvað eftir annað eftir góðar sendingar og leikur liðsins var öllu áferðarfallegri en hjá City sem notaði langspyrnur fram á sóknarmennina. Remi Moses var bókaður, hann náði þar með 20 refstigum og missir af næsta leik United. Hann nær þó úrslitaleik mjólkur/deildabikars- ins; tekur bannið út gegn Bright- on í 1. deildinni. - VS

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.