Þjóðviljinn - 11.03.1983, Síða 2
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. mars 1983
Föstudagur 11. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
Gránufjelagið: Tvær sýningar
, verða um helgina á Fröken Júl-
íu eftir Strindberg, og fer nú
hver að verða síðastur í Hafnar-
bíó áður en leikhúsið verður
rifið. Félagar Gránufjelagsins
hafa fengið góða dóma
leikgagnrýnenda fyrir djarf-
mannlega og vel lukkaða til-
raunastarfsemi. Sýnt er á
iaugardagskvöld kl. 20.30 og á
sunnudag kl. 14.30.
íslenska óperan: í kvöki verður
frumsýnd óperan vinsæla Míka-
dó eftir þá félaga Gilbert og
Sullivan. 9 söngvarár, 27
manna kórog 25 manna hljóm-
sveit. Næsta sýning er á sunnu-
dagskvöld.
Leikfélag Akureyrar: Nú er Flosi
Ólafsson að leggja lokahönd á'
uppsetningu norðanmanna á
''einu frægasta gamanléik Feyde-
uas Spékoppar, sem verður
frumsýndur í lok mánaðarins.
Leikfélag Hafnarfjarðar: Bubbi
kóngur verður sýndur í síöasta
sinn ásunnudagskvöld kl. 20.30
í Bæjarbíói. Sýningin hejfur
hlotið mjög góða dóma. Missið
ekki af síðustu sýningunni.
Leikfélag Reykjavíkur: Mikiö um
að vera hjá Leikfélaginu um
helgina. Salka Valka í k völd i
Iðnó. Skilnaður Kjartans
Ragnarssonar annað kvöld,
uppselt, en sýningum fer að
fækka á þessum vinsæla leik og
á sunnudagskvöld er það For-
setaheimsóknin. Ekki má
gleyma Hassinu hennar
mömmu á miðnætursýningu á
laugardagskvöld.
Leikllokkurinn sunnan Skarðs-
heiðar: Frumsýnir í kvöld
Hreppstjórann á Hraunhamri
efíir Loft Guðmundsson í Fé-
lagsheimilinu Fannahlíð í Skil-
mannahreppi. Næsta sýning á
sunnudag kl. 21.
Leikklúbburinn Saga á Akureyri:
Annað kvöld kl. 20.30 verður
rokksöngleikurinn Lísa í
^Undralandi frumsýndur í fél-
agsmiðstöðinni Dynheimum.
Saga er unglingaleikhús og hef-
ur starfað sem sjálfstætt leikhús
um nokkurra ára skeið. Um 40
félagar taka þátt í uppfærslunni
en leiknum stýrir Viðar Egg-
' ertsson; Hljómsveitin 1/2 7
semur og flytur tónlistina sem
er hressileg rokktónlist. Næstu
■ sýningar í Dynheimum eru á
mánudags- og þriðjudagskvöld.
Nemendaleikhúsið:' Allra síðustu
sýningar á Sjúkri æ*u í kvöld
kl. 20.30 og á sunnudagskvöld á
sama tíma. Missið ekki af góðu
stykki.
Kevíulcikhúsið: Brátt verður Hafn-
arbíó rifið, en Karlinn í kassan-
um verður á sínum stað í kvöld
kl. 20.30. Sýningum fer að
fækka.
Þjóðleikhúsið: í kvöld er það Jóm-
frú Ragnheiður Kambans í leik-
gerð Bríetar Héðinsdóttur. Ór-
esteia vaf frumsýnd um síðustu
hélgi og hefur hlotið mikla
hrifningu leikhúsgesta; næsta
sýning á laugardagskvöld. 3
sýningar verða á Línu langsokk
og auðvitað allt löngu uppselt,
og eins er uppselt á 25. sýning-
una á Súkkulaði handa Silju á
litla sviðinu.
Þessi mynd var tekin af Lúðrasveit verkalýðsins á æfíngu í vikunni fyrir afmælistónleikana. Mynd -eik.
Afmœlistónleikar í Háskólabíói á laugardag_________
Lúðrasveit verkalýðsins
hefur starfað í þrjátíu ár
Efnisskrá tónleikanna er að Aögangur að afmælistónleikun-
vandafjölbreyttogflutt verðabæði um er ókeypis.
inn|end og erlend lög.
Lúðrasveit verkalýðsins skipa í Um þessar mundir er Lúðrasveit
dag 34 hljóðfæraleikarar og er verkalýðsins 30 ára en sveitin var
meginhluti þess hóps ungt og upp- stofnuð 8. mars 1953 að tilstuðlan
rennandi tónlistarfólk. Stefáns Ögmundssonar og Harald-
ar Guðmundssonar.
Af þessu tilefni heldur Lúðra-
sveitin tónleika í Háskólabíói á
laugardaginn og hefjast þeir kl.
14.00.
Kvennakór Kvennakór Suðurnesja 15 ára
Tónleikar í Njarðvíkurkirkju
Kvennakór Suðurnesja heldur
sína árlegu tónleika í Ytri-
Njarðvíkurkirkju í kvöld föstudag-
inn 11. mars en kórinn er 15 ára um
þessar mundir.
Auk hinna árlegu tónleika í
Keflavík hefur kórinn ferðast víða
um landið og tvisvar farið utan. í
alþjóðasöngkeppni í Cork á írlandi
og á Íslendingahátíð í Canada.
Einnig hefur hann komið fram
bæði í útvarpi og sjónvarpi og sung-
ið inn á hljómplötu.
Ávallt hefur verið kappkostað
að hafa tónleikana sem fjöl-
breyttasta. Sungin verða íslensk og
erlend lög svo og lög úr óperettum
og öðrum þekktum verkum. I hluta
efnisskrár syngja með kórnum 9
karlmenn. Fjórir einsöngvarar
koma fram en þau eru: Hlíf Kára-
dóttir, Jón M. Kristinsson, Sverrir
Guðmundsson og Steinn Erlings-
son. Núverandi söngstjóri er Kris-
tjana Ásgeirsdóttir og undirleikari
Ragnheiður Skúladóttir.
Kurt Weill og A tli Heimir
Fyrstu tónleikar Islensku hljóm-
sveitarinnar á síðara misseri verða
fimmtudagskvöldið 17. mars kl.
20.30. Þessum tónleikum var áður
frestað vegna veikindaforfalla.
Tónleikarnir eru helgaðir minn-
ingu hins kunna þýska tónskálds og
leikhúsmanns Kurts Weills. Flutt
verða verk eftir Weill, sinfónía og
tónlist við leikrit Bertolts Brechts,
en þeir tveir áttu mikið samstarf ög
gott. í upphafi tónleikanna verður
frumflutt verk eftir Atla Heimi
Sveinsson sem helgað er Weill og
heitir „Kurt, hvar ertu?“.
Sala áskriftarkorta stendur enn
yfir fyrir síðara misseri. Áskriftar-
sími hljómsveitarinnar er 22035 (9-
12 fh.). Eitthvað verður um lausa-
sölumiða á þessa tónleika.
Landsmót íslenskra
barnakóra
Sungið
á
Akranesi
Landsmót íslenskra barnakóra
verður haldið á Akranesi um næstu
helgi. Sautján barnakórar taka þátt
í mótinu, og eru um 700 börn alls í
þessum kórum. Landsmótinu lýk-
ur með tvennum tónleikum í í-
þróttahúsinu á Akranesi á sunnu-
dag, 13. mars, og hefjst hinir fyrri
kl. 14.30, en hinir síðari kl. 16.30.
Frumflutt verður lag eftir Gunn-
ar Reyni Sveinsson tónskáld, og
færir Tónmenntakennarafélag fs-
lands honum þakkir fyrir lagið,
sem hann samdi sérstaklega fyrir
landsmótið. Landsmót íslenskra
barnakóra eru haldin annað hvert
ár og er þetta hið fjórða í röðinni.
Broadway i kvöld
Gamla
rokkið
alveg
á fullu
í kvöld verður seinni hluti rokk-
hátíðarinar miklu á Broadway.
Síðasta föstudagskvöld var
troðfullt hús og mikið fjör, og vafa-
laust verður ekki mini gleði í kvöld.
Þarna koma fram með Hljóm-
sveit Björgvins Halldórssonar:
Harald G. Haralds, Guðbergur
Auðunsson, Þorsteinn Eggertsson,
Astrid Jenssen, Berti Möller,
Anna Vilhjálms, Mjöll Hólm, Sig-
urdór Sigurdórsson, Garðar Guð-
mundsson, Stefán Jónsson, Einar
Júlíusson, Sigurður Johnny, Sæmi
og Didda rokka og kynnir Þorgeir
Ástvaldsson.
Stúden takjallarinn
Djass á
sunnudag
Á sunnudagskvöldið verður
djassað í Stúdentakjallaranum við
Hringbraut. Spilamennirnir Eyþór
Gunnarsson píanóleikari, Sigurður
Flosason saxafónleikari og Tómas
Einarsson bassaleikari, leika af
fingrum fram. Skemmtunin hefst
kl. 21.00.
Leikklúbbur
Skagastrandar
um helgin
Er þetta
mitt líf?
Leikklúbbur Skagastrandar
frumsýndi sjónleikinn „Er þetta
ekki mitt líf?“ eftir Brian Clark, í
þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur, í
Fellsborg á Skagaströnd fimmtu-
daginn 3. mars s.l. Leikstjóri er Ás-
geir Sigurvaldason.
Þetta er 8. verkefni Leikklúbbs-
ins síðan hann var stofnaður í nó-
vember 1975. Með helstu hlutverk
fara Magnús Jónsson, Ólafur
Bernódusson, Guðbjörg Viggós-
dóttir, Elín Njálsdóttir, Ágústa
Frá sýningu leikklúbbs Skagastrandar
Friðriksdóttir og Kristján Blöndal.
Leikendur eru 14 en alls hafa um 20
manns starfað að sýningunni.
Auk fleiri sýninga á Skagaströnd
eru fyrirhugaðar sýningar í ná-
grannabæjunum.
Hreppstjórinn á Hraunhamri
Frumsýnt hjá
Leikflokknum sunnan
Skarðsheiðar
Leikflokkurinn sunnan Skarðs-
heiðar frumsýnir í kvöld kl. 21.00,
leikritið „Hreppstjórinn á
Hraunhamri“ eftir Loft Guð-
mundsson í félagsheimilinu Fanna-
hlíð í Skilmannahreppi.
Leikstjóri er Kristján Jónsson en
með hlutverk í leiknum fara: Þor-
valdur Valgarðsson, Guðjón
Friðjónsson, Þorsteinn Vilhjálms-
son, Gunnar Heiðarsson, Sigríður
Sigurðardóttir, Lára Ottesen, Pét-
ur Ottesen og Fanney Sigurgeirs-
dóttir.
Þetta er 10. verkefni leikflokks-
ins. Næsta sýning verður á sunnu-
dagskvöld kl. 21.00.
Frá uppfærslu leikflokksins sunnan Skarðsheiðar á „Hreppstjóranum á
Hraunhamri“.
Sýning á Mokka
Myndasamkeppni Verslunarskólanema
Á listahátíð sem haldin var í
Verslunarskólanum í liðinni viku
og m.a. efnt til myndasamkeppni
og stendur nú yfir sýning á inn-
scndu myndum á kaffihúsinu
Mokka.
Samtals eru 40 myndir á sýning-
unni eftir 9 höfunda og eru nokkrar
þeirra til sölu.
Á sýningunni er bæði teikningar,
ljósmyndir og málverk í lit og svart/
hvítu.
Brynja Tomer á myndir á sýning-
unni á Mokka en hún er formaður
Listafélagsins í VÍ.
Guðrún Tryggva dóttir sýnir í Rauða húsinu
Á sunnudaginn opnar Guðrún
Tryggvadóttir sína aðra sýningu í
Rauða húsinu á Akureyri.
Guðrún er fædd í Reykjavík
1958 og hefur stundað nám í mynd-
list hér heima og í París og lýkur í
vor námi við Akademie der Bilden
Kúnste í Múnchen.
Hún hefur haldið allmargar
einkasýningar á síðustu árum hér
heima og tekið þátt í samsýningum
erlendis m.a. á útisýningu í Inwood
Park á Manhattan í New York sem
stendur nú yfir.
Síðasta sýning sem Guðrún tók
þátt í var samsýningin mikla
„Gullströndin andar“ í síðasta
mánuði.
Sýningin í Rauða húsinu stendur
fram til 19. þessa mánaðar.
MlR-salurinn
á sunnudag
Verðlaunamynd
um Tsjækovskí
Á sunnudaginn kl. 16, verður
fyrri hluti sovésku kvikmyndarinn-
ar „Tsjækovskí" sýnd í MÍR-
salnum, Lindargötu 48. Síðari hluti
myndarinnar verður sýndur á sama
stað annan sunnudag.
Kvikmyndin er gerð 1970, leik-
stjóri er Igor Talankin en titilhlut-
verkið leikur Innokenti Smoktun-
ovskí. Kvikmyndin hlaut verðlaun
og viðurkenningu á sínum tíma á 8.
alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í
San Sebastian á Spáni og 5. alþjóð-
legu kvikmyndahátíðinni í Dehli á
Indlandi. I. Smoktunovskí hlaut
verðlaun fyrir leik sinni í myndinni
á hátíðinni á Spáni.
í kvikmyndinni eru raktir ýmsir
þættir úr ævisögu hins fræga rúss-
neska tónskálds Pjotrs Tsjækov-
skís, sagt frá bernsku hans, æsku og
fullorðinsárum. Talsverður hluti
myndarinnar fjallar um vináttu
tónskáldsins og barónessunnar von
Meck, sem var mikill aðdáandi
hans og góður vinur í raun.
Aðgangur að MÍR-salnum er
ókeypis og öllurn heimill rneðan
húsrúm leyfir.
Súkkulaðið
í 25. sinn
Mjög góð aðsókn hefur verið að
leikriti Nínu Bjarkar Árnadóttur
„Súkkulaði handa Silju“ á litla
sviði Þjóðleikhússins og á sunnu-
dagskvöld verður leikritið fært upp
í 25. sinn.
Uppselt hefur verið á allar sýn-
ingar verksins til þessa. Leikritið
fjallar á áleitinn hátt um samband
einstæðrar móður og unglingsdótt-
ur í Reykjavík nútímans.
Skákkeppni
framhaldsskóla
Skákkeppni framhaldsskóla
1983 hefst að Grcnsásvegi 46 í
kvöld kl. 19.30. Keppninni verður
fram haldið á morgun kl. 13 -19 og
lýkur á sunnudag.
Fyrirkomulag er með svipuðu
sniði og áður, hver sveit skal
skipuð fjórum nemendum á fram-
haldsskólastigi, auk 1-4 til vara.
Tefldar verða sjö umferðir eftir
Monrad-kerfi, ef næg þátttaka
fæst. Að öðrum kosti verður svei-
tum skipt í riðla, en síðan teflt til
úrslitá. Umhugsunartími er ein
klukkustund á skák fyrir hvern
keppanda.
Árshátíð hjá
Breiðfirðinga-
félaginu
Brerðfirðingafélagið heldur sína
árlegu árshátíð í félagsheimili Sel-
tjarnarness á morgun laugardag kl.
19.00.
Veislustjóri er Árni Björnsson
þjóðháttarfræðingur en heiðurs-
gestir verða hjónin Sigurður Mark-
ússon framkvstj. og Inga Árnadótt-
ir.
Meðal dagskráratriða árshá
tíðarinnar má nefna, ávarp for-
manns félagsins Eggerts Meðal
dagskráratriða árshátíðarinnar má
nefna, ávarp formanns félagsins
Eggerts Kristmundssonar, ræðu
heiðursgests Sigurðar Markús-
sonar. Karlakór Reykjavíkur syng-
ur, Dóra Valdimarsdóttir fer með
gamanmál og Lúdó og Stefán leika
fyrir dansi.
Miðasala er í Breiðfirðingabúð.
Ásmundarsalur: vErla B. Axels-
dóttir sýnir 50 pastelmyndir.
Öpið 14-22 um helgina. Athug-
ið: síðasta sýningarhelgi.
Gallerí Austurstræti 8: Hanna Kr.
Hallgrímsdóttir sýnir málverk í
veggkössum. Eina sýningin í
borginni sem er opin allan sól-
arhringinn.
Gallerí Lækjartorg: Erla Ólafs-
dóttir sýnir ljósmyndir. Vetrar-
birtan, formið ’ og hugblær
augnabliksins eru 1 megin-
viðfangsefnin. Allar myndirnar
unnar í lit. Síðasta sýningar-
helgi.
Gerðuberg Breiðholti: Samsýning
16 listamanna sem búa í
Breiðholti í tilefni öpnunar
menningarmiðstöðvárinnar.
Málverk, grafík skúlptúrar og
teiknmgar. Opið 14-^20 um helg-
1 ina. Sýningin stendur til 27.
mars.
Kjarvalsstaðir: Þrjár góðarsýning-
ar í gangi. Meistari Zola í
austursal, fréttaljósmyndarar f
vestursal, og á ganginum og á
kaffistofu sýnir Helgi Gfsíason
myndlistarmaður skúlptúra
unna í brons.
Langbrók: Sigrid Valtingojer sýnir
grafíkmyndir sem eru til-
einkaðar Samúelv Jónssyni
heitnum í Selárdal. r
Lcikfélag Akureyrar: 13 myndþst-
armenn sýna í anddyrinu. Opn-
að klukkustund fyrir hverja
leiksýningu.
Listasafn ASÍ: Kristján Guð-
mundsson og Ólafur Lárusson
opna sýníngu á skúlptúrum,
teikningum, bókurn og mál-
verkum, þar sem ævintýrin og
soíandi prinsar, eru í aðalhlut-
verkuin. Opið frá kl. 14-22
nema mánudaga.
Listmunahúsið: Margrét Guð-
mundsdóttir búsett í Stokk-
hólnri ffá 1966 sýnir nærri 70
verk unnin með olíu ogtempera
á striga, auk mónoþrykk-
mynda. Siðasta s'ýningarhelgi.
Opið frá 14-18.
Mokka: Nemendur úr Verslunar-
skólanum sýna samtals 40
myndir á myndasamkeppni lista-
hátíðar skólans, en alls eiga 9
myndlistarmenn myndir á sýn-
ingunni.
Norræna húsið: Jóhanha Boga-
dóttir sýnir 70 málverk,
teikningar og litógrafíkur í
kjallaranum. Sýningin er opin
frá kl. 15-22 franr til 20. mars.
Nýiistasafniö: Felix Rozen fra-
nskur listamaður sýnir óhlut-
bundna rannsókn á skrift, tákn-
um og skrautmyndum í beinu
franthaldi af rannsóknum
Cobra-manna. i
Rauða húsið, Akureyri: Guðrún
Tryggvadóttir opnar sína aðra
sýningu í Rauða húsiriti. Guð-
rún málar í anda nýja málverks-
ins og hefur tekið þátt í sýning-
um víða um heiminn.