Þjóðviljinn - 15.03.1983, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 15.03.1983, Qupperneq 1
- DJÚÐVILJINN Vindarsnérustí síðari umferð sveitarstjórnar- kosninganna í Frakklandi og Mitterrand metur nú stöðuna. Sjá 5. mars 1983 þriðjudagur 58. tölublað 48. árgangur. 3 Sjálfstæðismenn í sjónvarpsumræðum í gærkvöldi: ÆTLA SÉR HREINAN IHALDSMEIRIHLUTA 50 ár voru í gær liðin frá Novu-slagnum á Akureyri, en þar var um að ræða ein af þremur meiri- háttar átökum kreppuáranna. Stólar Alþingis verða nú auðir um sinn. En síðustu daga þingsins urðu afdrif mála á ýmsa vegu. Alusuisse Og samkomudagur: Burtsofnast á þlngi Þau tvö mál sem hæst hafa borið upp á síðkastið í meðfor- um alþingis burtsofnuðust á þinginu. Þessi mál, Alusuissc- nefndin og þingsályktunartil- laga um samkomudag þings, hafa mætt harðri andstöðu ann- ars vcgar Alþýðubandalagsins og hins vegar Framsóknar- flokksins. Andstaða þessara flokka við téð mál hafði valdið því að bæði vóru komin í sjálfheldu. Til- iagan um samkomudag þings að afloknum kosningum var kom- in heldur lengra en hin - eða var samþykkt í efri deild og komin til umræðu í neðri deild er þing- inu var veitt lausn í gærkveldi. Töldu Alþýðubandalagsmenn í þinginu í gær að staðfesting væri komin á því að þingið verði kallað saman að afstöðnum kosningum. — óg. „Það er þjóðarnauðsyn að Sjálf- stæðisflokkurinn fái meirihluta í kosningunum“, sagði Albert Guð- mundsson, oddviti Sjálfstæðis- manna í Reykjavík í eldhúsdags- umræðunum á Alþingi í gærkvöldi. „Lífshamingja ykkar er í veði“, sagði Albert ennfremur. Þannig svaraði Albert í raun endurteknum óskum Framsóknar- manna í umræðunum um „sterka stjórn“, sem á máli þeirra hefur hingað til þýtt samvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn. Bæði Steingrímur Hermannsson og Jón Helgason gáfu þessa línu í ræðum sínum. í máli Sjálfstæðismanna kom hins- vegar fram að þeir telja sig geta staðið óstuddir og náð hreinum meirihluta í kosningunum! Olafur Ragnar Grímsson sem lauk umræðunum í gærkvöldi benti á að vinstra fólki, verkalýðssinn- um og öllu félagshyggjufólki væri nauðsynlegt að hyggja að þessum viðhorfum og sameinast um ís- lenska leið út úr vandamálum líðandi stundar. Hann kvað Alþýðubandalagið vera eina stjórnmálaaflið sem gengi óklofið til kosninga og væri tilbúið til þess að skapa einingu gegn hægri stjórn íhalds og Fram- sóknar eða meirihluta Sjálfstæðis- flokksins, sem hásetar VSÍ og Verslunarráðsins myndu stýra að loknum kosningum, þótt reynt yrði að fela leiftursóknina. _ ekh. Þingslit í gœr í lok eldhúsdagsumræðna á Al- þingi í gærkvöldi las dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra upp forsetabréf þar sem kunngert var að þingið væri rofíð frá og með 23. aprfl og þann sama laugardag færu fram alþingiskosningar. Er forsæt- isráðherra hafði lesið upp forseta- bréflð sleit hann 105. löggjafar- þinginu, en þingmenn halda um- boði sínu til kjördags. í umræðunum sem fóru á undan þingslitunum veittist Gunnar Thoroddsen harkalega að Sjálf- stæðisflokknum og kvað flokks- ræðið þar ekki ríða við einteyming, enda væri nú kallað á breytingar þar á bæ. Albert Guðmundsson sagði að ræða forsætisráðherra hefði verið högg undir beltisstað og tímaskekkja á árinu 1983. - óg. Árnesingar fengu góða gesti um helgina, þegar Víg- dís Finnbogadóttir heimsótti sýsluna. Á þessari mynd má sjá forsetann í hraðfrystihúsi Stokkseyrar, en fleiri myndir frá Stokkseyri og Eyrarbakka eru í blaðinu í dag. Heimsókn forsetans Ráðstafanlr fyrir 1. maí Ný ríkisstjórn taki á vandanum, sagði Svavar Gestsson - Við Ieggjum áherslu á að strax að kosningum loknum, verði mynduð ríkisstjórn, sem fyrir 1. maí geti gert nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja gang atvinnuveganna, ríkisstjórn sem getur dregið úr hraða verð- bólgunnar, án þess að það komi niður á kaupmætti almennra launa - sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins í sjónvarpsumræðum í gærkveldi. Ragnar Arnalds undirstrikaði að Alþýðubandalagið væri félags- hyggjuflokkur og vildi sem slíkur auka við félagslega þjónustu. Al- þýðubandalagið væri andsnúið krukkinu í vísitöluna. Framsóknar- flokkurinn hefði í tvígang á síðustu vikum farið í bónorðsför til Sjálf- stæðisflokksins í stjórnarandstöðu. í fyrra sinnið hefði Framsóknar- flokkurinn fengið hryggbrot þegar fikta átti við vísitöluna. í seinna sinnið hefði Framsókn tekist að ná samstöðu milli álflokkanna um af- hrópun á Hjörleif Guttormsson iðnaðarráðherra. Garðar Sigurðsson lagði áherslu á að bölmóðurinn mætti ekki heltaka fólk, þrátt fyrir aðsteðjandi vanda í efnahagsmálum. Sagðist hann hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum með stjórn Framsóknarflokksins á sjávarútvegsmálum. Benti Garðar á nauðsyn þess að draga úr sókn í ofveidda fiskistofna, sagði t.d. fulla ástæðu til að taka upp kvóta á skip sem veiða fisk sem heildar- kvóti væri á. Þetta þyrfti að leysa hið ófullkomna skrapdagakerfi af hólmi, - og hætta hinu óþolandi smáfiskadrápi. Lagði Garðareinn- ig nka áherslu á að endurskipu- leggja þyrfti vinnslu sjávarfanga; minni afla ætti að mæta með því að gera aflann dýrmætari með því að auka úrvinnslu hráefnisins. .

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.