Þjóðviljinn - 15.03.1983, Side 3

Þjóðviljinn - 15.03.1983, Side 3
Lúðrasveit V erkalýðs- ins þrjá- tíu ára Þann 8. mars síðastliðinn voru 30 ár liðin frá því að Stefán Ög- mundsson og Haraldur Guð- mundsson komu saman í húsi að Grettisgötu 64 og stofnuðu Lúðra- sveit verkalýðsins. í tilefni þessara tímamóta hélt hljómsveitin sér- staka aímælistónleika í Háskólabiói síðastliðinn laugardag auk þess sem haldið var kaffisamsæti í æf- ingahúsnæði hljómsveitarinnar að Skúlatúni 6. Fjölmenni var á afmælistónleik- unum í Háskólabíói þar sem hljóm- sveitin lék nokkur þekkt lög úr efn- isskrá hljómsveitarinnar s.s. „Int- ernationalinn" og ýmsi lög erlend sem innlend þ.á.m. nokkur lög út- sett af stjórnanda hljómsveitarinn- ar Ellert Karlssyni. Kynnir og stjórnandi á hljómleikunum í Háskólabíói var Jón Múli Árnason en hann hefur haft þann starfa með höndum undanfarin ár auk þess að vera gamall meðlimur hljóm- sveitarinnar. Að hljómleikum loknum var boðið til kaffisamsætis í æfinga- húsnæði hljómsveitarinnar að Skúlatúni 6 í Reykjavík. Voru gest- ir hátt á annað hundrað. -hól. Þriðjudagur 15. mars 1983 WÓÐVHJINN— SlpA 3 Frá afmæiistónleikum Lúðrasveitar verkalýðsjns í Háskólabíói á laugardaginn, undir stjórn EUerts Karlssonar. Á innfeUdu myndinni má sjá kynni hljómsveitarinnar, Jón Múla Árnason en hann sagði m.a.: „Þessi hljómsveit ætlar sér að lifa þrisvar sinnum þrjátiu ár í viðbót!“ Ljósm. -eik. Sigurlaug í 1. sæti og Halldór í öðru Sigurlaug Bjarnadóttir varð í fyrsta sæti í prófkjöri sérframboðs Sjálfstæðismanna á Vestfjörðum, hlaut 245 atkvæði í fyrsta sæti en 373 atkvæði alls. Sérframboðið fékk byr undir báða vængi og Sigurlaug Bjarnadóttir varð langefst. Halldór Hermannsson varð í öðru sæti með 175 atkvæði í fyrsta og annað sæti en 310 atkvæði alls. í þriðja sæti varð Guðjón Karlsson, skipstjóri á ísafirði, fjórða sæti Kolbrún Friðþjófsdóttir og í fimmta sæti Jóna Kristjánsdóttir. Alls tók 427 manns þátt í próf- kjörinu, sem er mun meira en búist var við og virðist þátttakendafjöld- inn skjóta stoðum undir þá full- yrðingu sérframboðsmanna að það hafi vakið mikla óánægju Sjálf- stæðismanna vestra að ekki var i viðhaft prófkjör við ákvörðun listans í vetur. -S.dór. ! Stofnuð samtök um kvennalista Samtök um kvennalista voru stofnuð á sunnudaginn, en aðild að þeim eiga þær konur í Reykjavík og I Reykjaneskjördæmi, sem hafa á- kveðið að bera fram sérstakan kvennalista í komandi Alþingis- kosningum. Konur í Norðurlandi eystra munu eiga óformlega aðild að samtökunum, en þær hafa ekki ákveðið framboð. Á fundinum var Iögð fram stefn- hún rædd meðial kvenna úr Reykja-i vík. Meðal þeirra fór einnig fram skoðanakönnun um skipan listans í Reykjavík, en hún fór þannig fram að hver ritaði nöfn 10 kvenna. Konur í Reykjaneskjördæmi munu gangast fyrir svipaðri könnun í sín- um hópi í þessari viku. ! Reykjavíkuranginn mun funda næsta sunnudag og er þá búist við að stefnuskráin og listinn verði full- búin. ast Málfundafélag iðn- nema stofnað aftur Stofnfundur Málfundafélags iðnnema verður haldinn 19. mars nk. í Iðnaðarmannahúsinu Hall- veigarstíg 1 og hefst hann kl. 14.00. Á dagskrá fundarins verða venj- uleg aðalfundarstörf þar sem m.a. verður kjörin stjórn. Að því loknu verður haldinn málfundur og hefst hann kl. 15.00. Verður rætt um frjálst útvarp og halda framsögu um það efni þeir Stefán Jón Haf- stein og Einar K. Jónsson. Að sögn aðstandenda fundarins er þetta 3ja tilraunin sem gerð er tii að koma á laggirnar Málfundafé- lagi iðnnema. Fyrst var það reynt í lok stríðsins, árið 1945 og lognaðist sá félagsskapur út af árið 1951. Aftur var reynt árið 1967 og dó það félag drottni sfnum mjög fljótlega. Nú skal enn reynt enda allt þá er þrennt er. Eru iðnnemar hvattir til að mæta á fundinn á laugardag. Enginn krati fannst! Skoðanakönnun í Olafsvík og Neshreppi utan Ennis Krati fyrirfmnst enginn í Ólaf- svík, ef marka má skoðanakönnun sem þar var gerð fyrir skömmu. Það voru nemendur 9. bekkjar Grunnskólans í Ólafsvík, sem unnu þessa könnun, undir stjórn Einars Guðmundssonar kennara. Úrtakið var 10% af þeim íbúum í Ólafsvík og á Hellissandi og Rifi, sem kosningarétt hafa í kosningum 23. apríl næstkomandi. í Ólafsvík var úrtakið 74 manns og í Nes- hreppi utan Ennis 33. Alls voru því 107 í úrtakinu. Úrtakinu var kyn- skipt eftir hlutfalli kynja á kjör- skrá. í uphafi úrtaks var stuðst við tilviljanatöflu. Könnunin var þannig fram- kvæmd, að seðlar voru bornir í hús. Á seðlinum voru 2 spurningar. Seðlinum átti að svari loknu, að stinga í lokað ómerkt umslag. Nemendur komu síðan með læstan kjörkassa til fólks og stungu þátt- takendur seðlum sínum niður í kassann. í Ólafsvík skiluðu 69 af 74 seðlum sínum og í Neshreppi 31 af 33. Úrtakið og skil ættu því að full- nægja kröfum, og gefa mynd af af- stöðu fólks á þessu svæði. Spurningarnar tvær, sem lagðar voru fyrir voru í fyrsta lagi hvort menn vildu láta sameina Ölafsvík og Neshrepp í eitt sveitarfélag og síðan hvaða stjórnmálaflokk menn hyggðust styðja. I Ólafsvík vildu 24% þeirra sem afstöðu tóku láta sameina sveitar- félögjn en 76% voru á móti. í Nes- hreppi snerist afstaðan við. Þar voru 74% fylgjandi sameiningu en 26% andvígir. Góð staða Alþýðubandalagsins Spurningunni um hvaða flokk menn hygðust kjósa svöruðu lið- lega 60% í Ólafsvík en 77% í Nes- hreppi. Afstaða manna kemur fram á meðfylgjandi töflu. Það sem einkum má lesa út úr þessari könnun er fylgishrun hjá Alþýðuflokki. í grónu vfgi Alþýðu- flokksins, Ólafsvík, gaf enginn til kynna að hann hyggðist styðja flokkinn. Ekki verður annað sagt en að Alþýðubandalagið fái góða út- komu út úr þessari könnun. Vil- mundarframboð virðist ekki snerta fylgi þess, en beinist yfirgnæfandi gegn Alþýðuflokknum. eng. TAFLA Niðurstaða skoðanakönnun- ar i Ólafsvík og Neshreppi utan Ennis um fylgi flokkanna. Ól.vík Nes.hr. Aiþýðubandalag 19% 21% Alþýðuflokkur 0% 8% Bandal. jafnaðarm. 24% 8% Framsóknarfl. 24% 13% Sjálfstæðisfl. 33% 50% Starfsfólki skipasmíðastöðva á Faxaflóasvæðinu Fækkaði um 2-300 á nokkrum mánuðum segir Félag dráttarbrauta og skipasmiðja Starfsmönnum skipasmíða- stöðva á Faxaflóasvæði hefur fækk- að um 2-300 á síðastliðnum mán- uðum og þeir starfsmenn sem eftir eru í vinnu hafa ekki næg verkefni þannig að frekari uppsagnir standa fyrir dyrum, segir í frétt frá Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja. Vandi íslensks skipasmíðaiðnað- ar var til umræðu á fundi sem ný- lega var haldinn í Félagi dráttar- brauta og skipasmiðjá og var m.a. rætt um sambúðarörðugleika Fisk- veiðasjóðs og Byggðasjóðs. Segir í frétt frá SDS að togstreitan milli sjóðanna hafi ekki síst komið niður á framvindu raðsmíðaverkefnis Fé- lags dráttarbrauta og skipasmiðja sem ráðist var í á árinu 1980 í sam- ráði við stjómvöld. Þá hafi verið samþykkt sérstök áætlun um inn- lenda endurnýjun bátaflotans, því lýst yfir að fjármögnun nýsmíðar- innar yrði tryggð og að skipasmíða- stöðvunum yrði tryggður aðgangur að endurkaupalánum Seðlabank- Verkefni eru ekki næg fyrir þá starfsmenn sem enn eru við vinnu og eru frekari uppsagnir í skipa- smíðaiðnaðinum fyrirsjáanlegar, segir í fréttinni. r - ans. Þrátt fyrir þessar aðgerðir rík- isstjórnarinnar hafi lítið sem ekk- ert gengið varðandi lánsfjármögn- un til skipasmíða og séu fyrr- greindir samskiptaörðugleikar Byggðasjóðs og Fiskveiðasjóðs helsta hindrunin. Síðan segir: „Ekki . verður lánsfjáráætlun fyrir árið 1983 heldur til að auka bjartsýni fyrirsvarsmanna skipa- smíðastöðvanna og starfsmanna þeirra. Samkvæmt henni virðist einungis ráðgert að útvega fé, er vart hrekkur fyrir þeim nýsmíða-' , verkefnum, sem þegar eru hafin. Ekkert fjármagn verði útvegað til frekari nýsmíða“. „Lítur þannig út fyrir að ríkis- stjómin ætli að láta stjórnir fjár- festingasjóða taka af sér völdin og skammta eftir sínu höfði nýsmíða- og viðgerðarverkefni á næstunni“, segir m.a. í frétt frá Félagí dráttarbrauta- og skipasmiðja sem blaðinu héfur borist. ^ ' -v.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.