Þjóðviljinn - 15.03.1983, Síða 4

Þjóðviljinn - 15.03.1983, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur 15. mars 1983 DJOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Viöir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavík, simi 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaöaprent h.f. Hœgri snú hjá Framsókn • Á föstudagskvöld var í efri deild Alþingis samþykkt þingsályktunartillaga þriggja flokka um að Alþingi skyldi kvatt saman eigi síðar en 18 dögum eftir kosning- ar í apríl. I>egar þetta er ritað eru ekki horfur á því að sambærileg ályktun verði samþykkt í neðri deild, enda hefur ekki verið lagt kapp á að knýja hana fram. Vilji þingsins kom fram í efri deildinni í þessu efni og liggur skýr fyrir þegar gengið er til kosninga. • í umræðum um þingsályktunina skýrðist það nokk- uð hvað vakti fyrir Framsóknarmönnum með áköfu andófi gegn því að þing kæmi saman eftir kosningar. Tómas Árnason viðskiptaráðherra sagði svo ljóst sem verða mátti að nauðsynlegt væri að hafa frið fyrir þing- inu eftir kosningar til þess að mynda sterka stjórn án þátttöku Alþýðubandalagsins. Ekki væri starfandi með Alþýðubandalaginu og mátti skilja á Tómasi að nú hyggði Framsóknarflokkurinn á íhaldssamvinnu. • Það er ekkert launungarmál að fyrir hægri sinnum í Framsóknarflokknum vakir íhaldssamvinna með nokk- uð sérkennilegu sniði. Leiða á guðföður Geirsstjórnar- innar 1974, Ólaf Jóhannesson, til öndvegis í nýrri ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þar sem Geir Hallgrímsson fengi utanríkisráðherraembættið, ef hann kemst á þingið. Með því gæfist Sjálfstæðisflokkn- um tóm til þess að leysa sín forystuvandamál án þess að setja Geir Hallgrímsson beinlínis af, og hægri sinnar í Framsóknarflokknum settu Steingrím formann sinn til hliðar. • Það var athyglisvert að Ólafur Jóhannesson lýsti yfir því að samþykkt tillögunnar um samkomudag Álþingis myndi ekki leiða til stjórnarslita eins og Steingrímur Hermannsson hafði látið sér um munn fara. t»ar var því komið á framfæri hver réði hjá Framsókn. • Hinsvegar var það óljóst í umræðunum á þingi hvernig Framsóknarmenn hugsuðu sér að standa að þingkvaðningu. Þeir voru sammála öðrum um það að þingið ætti að koma fljótlega saman, og Ólafur Jóhann- esson lýsti þeim skilningi sínum að ekki mætti líða of langt frá breytingu á stjórnskipunarlögum, þar til að frumvarp til staðfestingar kæmi fram og gengið væri til nýrra kosninga. En Framsóknarmenn virtust álíta að nýr meirihluti ætti eftir kosningar að kveða þingið saman, enda hefur Steingrímur Hermannsson kveðið upp úr með það að núverandi ríkisstjórn eigi að segja af sér strax eftir kosningar. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra sagði hinsvegar í umræðunum að hann ætlaði sér sem slíkur og í umboði forseta að ákveða samkomu- dag Alþingis eftir kosningar, og sat hjá við atkvæða- greiðsluna. Erfitt sýnist að koma þessu tvennu heim og saman. • Framsóknarmenn hafa gert það lýðum ljóst að þeir stefna á ríkisstjórn án þátttöku Alþýðubandalagsins og ætla að reyna að tefja það sem lengst að gengið verði til kosninga samkvæmt breyttum stjórnskipunarlögum. Þeir hafa ásamt Pálma Jónssyni blásið núverandi ríkis- stjórn af og sett punktinn við tímabil hennar. Engar slíkar yfirlýsingar hafa komið frá forystumönnum Al- þýðubandalagsins. Þessar staðreyndir ættu menn að hafa í huga þegar gengið verður til kosninga. -ekh Rökþrot álmanna • Álmenn ÍSALS undir forystu Eggerts Haukdals, þess sem hljóp úr vistinni hjá Gunnari Thoroddsen í haust, voru ekki borubrattir á þinginu síðastliðinn föstudag. Hver eftir annan féllu þeir frá orðinu þegar til umræðu var tillaga Eggerts, Jóns Baldvins, Friðriks Sophussonar og Halldórs Ásgrímssonar um vantraust á Hjörleif Guttormsson. Svo gjörsamlega eru þeir rök- þrota að þeir treysta sér ekki til þess að verja gerðir sínar. klippt Sjá á iljar álmanna Eins og alþjóð veit hafa nokkr- ir leiðtogar í borgaraflokkunum sameinast um að flytja tillögu á alþingi um sérstaka viðræðu- nefnd við Alusuisse. Nefndin hefur á að skipa einhverjum glæsilegustu stjórnmálaskörung- um þessara flokka - undir forystu Eggerts Haukdals. Alþýðubandalagsmenn not- uðu tækifærið sl. föstudagskvöld og aðfararnótt laugardags - og röktu sögu Alusuisse-málsins frá því á sjöunda áratugnum. Mörgum flutningsmanna til- lögunnar leið greinilega illa undir þeim tölum. Það mun t.d. ekkert hafa verið sérstaklega ánægjulegt fyrir Halldór Ásgrímsson vara- formann Framsóknarflokksins og arftaka Eysteins Jónssonar á Austfjörðum, að hlýða á boð- skap Eysteins gegn Alusuisse um miðjan sjöunda áratuginn á alþingi. Þá kvað við annan tón í Framsókn. Þessi saga - saga andófs og undirlægju gagnvart auðhringum var rifjuð upp af þeim Hjörleifi Guttormssyni, Svavari Gestssyni og Ragnari Arnalds, aðfararnótt laugardags. Þeir álmenn sátu margir hnípn- ir, rauðir og aumkunarverðir undir þessari upprifjun. Þegar leið á nóttina mátti sjá á iljar glæsimennanna út úr alþingis- húsinu. í farteskitil Sviss Svavar Gestsson vék að þessu máli í ræðu sinni í gærkveldi. Sagði hann frá því að tillaga þeirra Framsóknarmanna, Sjálf- stæðismanna og Alþýðuflokksins hefði borið tilætlaðan árangur á öðrum vígstöðvum en alþingi ís- lendinga: „Forstjóri ísals er farinn með tillöguna í farangri sínum niður til Sviss. Þangað fór hann á laugar- dagsmorgun, um það leyti sem umræðum var að ljúka hér á alþingi um álmálið. Með Ragnari Halldórssyni fór Guðmundur H. Garðarsson formaður fulltrúar- áðs Sjálfstæðisfélaganna, íhald- sfélagsins hér í Reykjavík”. Til marks um niðurlœginguna „Kannski hafa þeir fært Muller og Mayer tillöguna í gylltum ramma, kannski skrautritaða, kannski með myndum af flutn- ingsmönnunum sex úr álflokkun- um þremur. Ekki veit ég það, en hitt veit ég að þessi tillöguflutn- ingur er til marks um niðurlæg- ingu og þau áhrif sem hinn er- lendi auðhringur hefur nú þegar á íslandi. Tillagan er einnig há- punktur á rógsherferð álflokk- anna gegn Hjörleifi Guttorm- ssyni”, sagði Svavar Gestsson. Benti Svavar einnig á að á leiðinni til Sviss hafi þeir Ragnar Halldórsson og Guðmundur H. Garðarsson vafalaust einnig fjall- að um stefnumál Sjálfstæðis- flokksins og Verslunarráðs ís- lands. Ragnar er nefnilega for- maður Verslunarráðs íslands og Guðmundur H. Garðarsson þyk- ir vera í öruggu sæti á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Að Framsóknarmenn taki þátt í þessum pólitíska harmleik Alusuisse-hringsins á íslandi er óneitanlega vitnisburður um dap- urleg örlög Framsóknarflokks- ins; uppdráttarsýki þjóðlegrar samvinnuhreyfingar. og skoriö Fjallið tók jóðsótt... Jón Baldvin Hannibalsson hef- ur fengið gamla drauminn upp- fylltan, hann hefur fengið að sitja á þingi um missera skeið. Það er athyglisvert að þeir sem hafa gengið lengi með þingmann í maganum án þess að geta fætt, verða oft eins og mýldir þegar þeir loks komast á þing. Þannig hefur Jón Baldvin verið nánast verklaus frá því hann kom inn á þingið. Þessi hressilegi andskoti Alþýðubandalagsins á Alþýðu- blaðinu hefur ekki verið annað en orðlaus héri á þinginu og ekki einu sinni Alþýðubandalags- mönnum hefur tekist að kalla fram viðbrögð eins og kollhnís- ana forðum nær hann sat í rit- stjórastóli á Alþýðublaðinu. ...og það fœddist mús Þingmál hefur Jón Baldvin engin flutt fyrr en á síðustu dög- um. Og hvílík mál og hvílíkur málatilbúnaður! Þar er fyrst upp að telja frum- varp um að Framkvæmdastofnun ríkisins verði lögð niður. Nú er sama hvort fólk er því sammála eða ekki - það þarf að gera ráð fyrir því sem koma skal í staðinn. Það þarf að ráðstafa Byggðasjóði og öðrum þeim föstu verkefnum sem flestir eru trúlega sammála um að þurfi að inna af hendi hvort sem Framkvæmdastofnun- in lifir eða deyr. Flutningsmaður- inn lætur svo lítið að geta þess í greinargerð, að ríkisstjórnin ætti að semja frumvörp og koma með tillögur um það hvað eigi að koma í staðinn fyrir Framkvæmd- astofnun! Þetta eru auðvitað fá- heyrð vinnubrögð og eins óvönd- uð og hugsast getur. Hugmyndum hnuplað Það er engu líkara en skrúfað hafi verið fyrir fantasíu þing- mannsins, því hann flytur ekki önnur mál en þau sem aðrir hafa flutt og sett fram. Annað frumvarp Jóns Bald- vins er um breytingu á útvarps- lögum. Þar gerir hann sér lítið fyrir og tekur álit útvarpslaga- nefndar, sem unnið hefur að frumvarpsgerð um árabil og lokið störfum, - og skrifar nafnið Jón Baldvin Hannibalsson á álit nefndarinnar. Þar með er komið frumvarp Jóns Baldvins Hanni- balssonar. Gunnars Mayoness Ef vinnubrögð þingmannsins hafa ævinlega verið í þessum dúr, er ekki að undra giftuleysið í pól- itíkinni. Það nýjasta af þing- manninum er svo bónorðsför til Varins Landsmanna sem vilja „engar málamiðlanir - jafnan at- kvæðisrétt”. Hefur hann útskýrt í tveimur greinum í Morgunblað- inu (hvar annars staðar? þeir eru hættir að gefa út Mánudags- blaðið) að þessir menn sem berj- ast fyrir hugsjóninni um jafnan atkvæðisrétt eigi að kjósa sig! Þeir herramenn sem Jón Bald- vin er að reyna að ná til með mál- flutningi sínum hafa hins vegar sjálfir haft orð á því að bjóða fram til þings. Það gera þeir í framhaldi af vel- heppnaðri „skoðanakönnun”, sem var nú reyndar undirskriftar- söfnun um hugsjónina og var gerð með fjármagnsstuðningi frá Gunnars Mayoness og kóka- kóla, hvorttveggja hf. Það verður trauðla sagt að lán- ið elti Jón í pólitíkinni. -«g -ekh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.