Þjóðviljinn - 15.03.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.03.1983, Blaðsíða 5
Þrigjudagur 15. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Góður gestur Vel heppnuð ferð forseta Islands um Árnessýslu Þó að veðurguðirnirhafi ekki verið ísem bestu skapi og látið regnið dynja á réttlátum sem ranglátum, létu Árnesingarþað ekkiaftra sér frá því að fagna heimsókn forseta íslands, sem fór um sýsluna á laugardag og sunnudag. Hvarsem Vigdís Finnbogadóttir kom tóku á móti henni höfðingjar hverrar sveitarog aragrúi barna og varþað mál manna að heimsóknin hefði heppnast prýðilega, þráttfyrirúrkom- una. Á laugardag kom forseti til Þorlákshafnar, Selfoss, Eyrar- bakka og Stokkseyrar. Þá heim- sótti hún Litla-Hraun og mun það vera í fyrsta sinn sem forseti ís- lands kemur þangað. Bæjar- stjórn Selfoss bauð til hádegis- verðar í gagnfræðaskólanum en kvöldverður var að Flúðum í boði sýslunefndar Árnessýslu. Aðfar- arnótt sunnudags gisti forseti á Eystra-Geldingaholti, þar sem hún var um árabil í sveit sem barn. í kirkjunni á Eyrarbakka söng telpnakór fyrir forseta. Eftir sönginn var tekið til við spjallið og endaði það á því að forseti rakti ættir sínar og eins söngvarans saman. Ljósm. -Atli. Guðlaugur Pálsson og Ingibjörg Jónasdóttir i verslun sinni á Eyrar- bakka. Guðlaugur er orðinn 87 áraog hefur verslað á Bakkanum í 66 ár. Það verður kaffi úr verslun hans á boðstólum á Bessastöðum á næst- unni, því forseti fjárfesti í einu kílói á staðnum. Ljósm. -Atli. „Hér þarf að mála mynd“ - varð einhverjum að orði er þessi mynd var tekin. Forseti íslands ásamt fangelsisstjóra á göngum Litla-Hrauns. Ljósm. — Atli. Á sunnudag var haldið til Skál- holts og hlýtt á messu en séra Guðmundur Óli Ólafsson þjón- aði fyrir altari. Þá var haldið til Aratungu, þar sem hreppsnefnd Biskupstungnahrepps bauð til kaffisamsætis en að því búnu skoðaði forseti skólana á Laugar- vatni. Á sunnudagskvöld fylgdist hún með leiksýningu menntskæ- linga á Laugarvatni en heimsókn- inni lauk seint á sunnudagskvöld. Vigdís Finnbogadóttir sagðist vera komin í Árnessýslu til að sjá og hitta sem flesta. Ekki gátu fréttamenn kastað tölu á alla þá sem notfærðu sér þetta skemmti- lega tækifæri til að sýna forseta íslands heimabyggð sína, atvinn- uhætti og menningu, svo margir voru þeir. Vindar snúast í Frakklandi Vinstrimenn fá meðbyr í seinni umferð kosninganna Vindar snérust óvænt í Frakklandi um helgina þegar síðari umferð borgar- og sveita- stjórnakosninganna fór f ram: sú ráðning sem kjósendur höfðu veitt sósíalistum og kommúnistum ífyrri umferðinni lét á sér standa og margar mikilvægar borgir sem spáð var að væru glataðar fyrir vinstri menn unnust. Síðari umferðin varð því óvæntur sálfræðilegurog raunverulegur sigur fyrir vinstri öflin og stjórn Mitterrands. Meðal þeirra borga, sem hægri menn töldu öruggt að þeir myndu vinna var Marseille, en þar hefur Gaston Deferre innanríkisráð- herra verið borgarstjóri síðastliðin Jacques Chirac borgarstjóri í París sigraði í 20 borgarhverfum höfuðborg- arinnar... 30 ár. Hægri menn fóru sér þó var- lega og sögðu fyrir síðari um- ferðina að gamla ljónið væri aldrei eins hættulegt og þegar það er sært (Deferre er nú 73 ára). Svo reyndist einnig vera, og Deferre hélt velli ásamt 8 öðrum ráðherrum sósíalista sem þátt tóku f síðari um- ferð kosninganna. Einn ráðherra féll.' „Eölilegt tap“ Alls töpuðu vinstri menn 31 borg með yfir 30.000 íbúa og unnu eina. Er þetta minna en margir höfðu búist við og talið af mörgum „eðli- legt tap“ miðað við aðstæður. í síð- ustu borgarstjórnarkosningum unnu vinstrimenn 60 borgir, og halda þeir því eftir helming af sigr- inum þá. f síðari umferðinni skipt- ist atkvæðámagnið nokkurn veginn jafnt á milli hægri og vinstri. Meðal þeirra skýringa sem færð- ar hafa verið fram á hinum óvæntu úrslitum í seinni umferðinni er meiri kosningaþátttaka, og virðist þeir sem vildi refsa sósíalistum og kommúnistum með hjásetu í fyrri umferðinni hafa greitt þeim at- kvæði sitt í seinni umferðinni. Þá telja menn að kjósendur hafi einn- ig viljað ná sér niðri á hægri mönnum, þannig að ýmsir þeir sem greiddu þeim atkvæði í fyrri um- ferðinni hafi söðlað þar um í þeirri síðari. Chirac sigursæll Sigurvegari kosninganna varð Jacques Chirac leiðtogi Gaullista, en flokkur hans vann sigur í öllum 20 borgarhverfum Parísar. Yfirleitt stóðu Gaullistar sig betur en Giscard-sinnar, og kommúnistar töpuðu hlutfallslega meira en sósí- alistar eða 15 af 72 borgum sem þeir réðu. Af 221 borg með yfir 60.000 íbúa héldu vinstriflokkarnir völdum í 125 á meðan stjórnarandstaðan sigraði í 96. Samsvarandi tölur úr síðustu kosningum voru 154 og 67. Ekki verður annað séð en að úr- slitin túlki vilja kjósenda til áfram- haldandi stjórnar vinstri manna og sá áfellisdómur sem hægri menn sóttust eftir hefur látið á sér standa. Framtíöin Erfitt er að sjá fyrir, hvaða áhrif úrslitin muni hafa á stefnu stjórnar- innar. Almennt var talið að kosn- ingar þessar myndu marka áfanga- skil í stjórnarstefnunni, og eftir fyrri umferðina var því almennt spáð að róttækar breytingar yrðu gerðar á stjórninni. Nú hefur það hins vegar gerst að ráðherrarnir hafa flestir staðist kosningarnar, og því er ekkert sem þvingar Mitter- rand til slíkra breytinga. Hins veg- ar kunna þær engu að síður að verða gerðar, því stjórnin stendur nú frammi fyrir alvarlegum efna- hagsvanda sem lýsir sér fyrst og fremst í miklum viðskiptahalla við útlönd og vaxandi erlendri skulda- byrði. Er um það deilt í röðum vinstri manna hvort beita eigi frek- ari takmörkunum á kaupmætti með frystingu launa eða hvort grípa eigi til verndaraðgérða til að takmarka innflutning. Ekki er talið óhugsandi að Mauroy forsætisráðherra muni fara frá og taka við formennsku í Sósíalistaflokknum. Eru tveir menn tilnefndir sem hugsanlegir eftirmenn hans í forsætisráðherra- embættinu. Annar þeirra, Jacques De Lors er talinn sérfræðingur í fjármálastjórn og stuðningsmaður aukins aðhalds í ríkisfjármálum, en hinn, Bere Dovoy er talinn fulltrúi þess arms er leggur ríkari áherslu á félagslegar umbætur. Sjálfur hefur Mitterrand forseti lagst undir feld til að íhuga kosn- ingaúrslitin, og er það haft eftir fréttaskýrendum að hann sé svo dulur að hann trúi jafnvel sjálfum sér ekki fyrir hugsunum sínum. ólg/emj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.