Þjóðviljinn - 15.03.1983, Síða 10

Þjóðviljinn - 15.03.1983, Síða 10
-14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJÍNN Þriðjudagur 15. mars 1983 Skólinn útskrifar fiskiðnaðar- fólk og fisktækna. Fiskiönaðar- fólkið lýkur prófi frá skólanum með næga undirstöðuþekkingu, bóklega og verkiega til að geta annast almenna verkstjórn og gæðaflokkun, en það nám tekur þrjú ár. Fisktæknar bæta við sig einu ári í skólanum og þeir eiga að vera færir um að taka að sér eftirlitsstörf, einfalda vinnuhag- ræðingu, tiltekin rannsóknar- og skipulagsstörf og stjórnun. Lárus Björnsson kynnir hér tölvu frá Pólnum á ísafírði og eitthvað eru þeir Óskar Karlsson og Einar Birgisson hugsi á svip. Tölvurnar halda nú innreið sína í frystihúsin sem á aðra vinnustaði landsmanna og hér á landi eru tvö fyrirtæki mjög framarlega á þessu sviði í fiskvinnslunni, þ.e. Póllinn og Framleiðni. - (Ljósm. -eik-). Fiskvinnsluskólirm hélt nýlega fundmeð fréttafóiki til þessaðkynna skólastarfsemina. Fiskvinnsluskólinn var stofnaður fyrir rúmum áratug tilað útskrifa fólk með kunnáttu og menntun til að annast eftirlit, verkstjórn og annað sem fiskiðnaðinum kemurtilgóða. Skólinn hefur að auki gengist fyrir fjölmörgum námskeiðum síðari árin og hafa háttá fjórða hundrað manns tekiðþáttí þeim. Verða að vísafrá nemendum Byrjað verður á kennslu- húsnœði ~ í vor Nemendur koma misjafnlega vel undir námið búnir - sumir koma eftir stúdentspróf og hafa þannig góðan bóklegan grunn, aðrir koma frá fiskiðnaðarbraut- um fjölbrautaskólanna. Þá Ieyfist að taka við nemendum hafi þeir starfað í 5 ár í fiskiðnaði og eru 25 ára eða eldri. Um þriðjungur námsefnis fiskiðnaðarfólksins er bóklegt. Meðal kennslugreina eru fisk- vinnslufræði, framleiðslufræði, sjávarlíffræði, gerlafræði og stærðfræði. Liður í stærðfræðinni er kennsla á tölvur og hvernig má nýta þær í fiskiðnaði. f verklega náminu er kennd al- menn frysting, söltun og mat á saltfiski, skreiðarmat og verkun, Kennarar Fiskvinnsluskólans ásamt skólastjóra. Talið frá vinstri: Sigurður Óskarsson, Sigurður Haraldsson, skólastjóri, Teitur Gylfason og Björn Jóhannsson. (Ljósm. -eik-). saltsíldarverkun auk verkstjórn- arfræðslu, svo eitthvað sé nefnt. Skólinn hefur nú útskrifað 176 af fiskiðnaðarbrautinni. í þeim hópi eru aðeins 26 konur. í hópi fisktækna eru aðeins 3 konur af 43. Hins vegar hefur aðsókn kvenna aukist talsvert nú í seinni tíð - af 23 nemendum sem byrj- uðu nám í haust eru 8 konur. Þá er það athyglisvert hversu margir útskrifaðra nemenda starfa nú að fiskiðnaði. Nær allir hafa tekið tii starfa í þeirri grein og segja ráðamenn skólans, að þetta bendi sterklega til þess, að ekki sé erfitt fyrir nemendur að fá starf við sitt hæfi að námi loknu. I vetur stunda nám við skólann 48 nemendur. Áformað er að hefjast handa urn byggingu nýs skólahúss í Hafnarfirði í vor, en skólinn hef- ur búið við mismunandi aðstæður til að veita þá fræðslu sem honum ber lögum samkvæmt. Fyrst í stað var skólinn til húsa í fundarsal Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaðarins að Skúlagötu 4, en nú fer bókleg kennsla fram í húsnæði að Trönuhrauni 4. Verk- legt nám fer fram á annarri hæð húss Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, en þeirri hæð var breytt i í lítið frystihús. Mjög þröngt er í húsakynnum skólans og hefur orðið að vísa frá nemendum vegna þess arna. En nú er skólabygging fyrirhuguð og hefur Óli Þórðarson, arkitekt, gert teikningar að hinu nýja skóiahúsi. Sagði Óli við blk. að þetta væri mjög skemmtilegt verkefni, en einnig erfitt. Þarna verður smíðað fyrirmyndarfrysti- húsið, þannig að nemendur Fisk- vinnsluskólans geti ávallt kynnst því nýjasta sem uppi er í greininni, og þarna verða einnig rannsóknarstofur. ast

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.