Þjóðviljinn - 15.03.1983, Síða 11

Þjóðviljinn - 15.03.1983, Síða 11
Þeir voru allvígalegir vörubílstjórarnir sem fjölmenntu að Alþingishúsinu í gærmorgun til að fylgja eftir kröfum sínum um afnám kflóskattsins svonefnda. Ljósm. Atli. Vörubílstjórar mótmæla enn kílóskattinum ,Nóg af skattheimtu’ segir Herluf Clausen formaður Landssambands vörubifreiðastjóra „Okkur finnst það skjóta skökku við að vörubíistjórar, sem síðustu misseri hafa verið að ídjást við um- talsvert atvinnuleysi, skuli eiga að taka á sig þennan nýja skatt til upp- byggingar vegakerfisins í landinu“, sagði Herluf Clausen formaður Veggjaldið - kílógjaldið - svo og vegaáætlun náðu ekki fram að ganga á þinginu í gær. Veggjaldið hafði farið í gegnum fimm um- ræður af sex en dagaði uppi samt Landssambands vörubifreiða- stjóra í samtali við Þjóðviljann í gær. Sl. föstudag fjölmenntu vörubif- reiðastjórar til alþingis á bifreiðum sínum og lögðu þeim umhverfis húsið áður en þeir gengu á þing- sem áður. Óvissa er nú um afdrif þess, en ekki er ólíklegt að setping bráðabirgðalaga verði íhuguð mið- að við umræður sem áttu sér stað á þinginu. -ekh palla. Tilefnið var frumvarp til laga um fjáröflun til vegagerðar þar sem gert er ráð fyrir því að sérstakur skattur verði tekinn af hverju kílói af þyngd vörubifreiða. f gærmorg- un fjölmenntu vörubflstjórar aftur til fundar við þingmenn og lögðu bifreiðum sínum í miðbæinn. „Þegar vegagjaldið var upphaf- lega tekið upp og mælar settir í alla okkar bíla var því heitið að það fylgdi byggingavísitölunni. Það hefur hins vegar hækkað langt um- fram hana og við bílstjórar erum alveg búnir að fá nóg. Ætli þessi nýja ráðstöfum þýði ekki um 100 miljón króna skatt á okkar stétt, sem að undanförnu hefur mátt búa við stórfellt atvinnuleysi", sagði Herluf Clausen að lokum. Vcggjald og vegaáætlun Náðu ekki fram Hjörleifur fylgdi tillögunni úr hlaði Kísilmálmvinnslan bíður næsta þings Framsóknarmenn fengu Alusuisse-nefndina inn á dagskrá Framsóknarmenn lögðu svo mikið kapp á Alusuissetillöguna sína í sl. viku, að þingsályktunartil- lagan um kísilmálmvinnsluna fékkst ekki aftur tekin á dagskrá. Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra mælti fyrir þingsályktun- artillögunni um að alþingi staðfesti niðurstöður stjórnar Kísilmálm- vinnslunnar hf, um að verksmiðja Stofnkostnaður Kísilmálm- vinnslunnar á Reyðarfirði hefur farið lækkandi við enduráætlanir. Þetta kom fram í máli Hjörieifs Guttormssonar iðnaðarráðherra, er hann fylgdi tillögu um að stefna skuli að gangsetningu verk- smiðjunnar á árunum 1986-1988 úr hlaði á alþingi. Stofnkostnaður (án vaxta á byggingartíma) hefur verið metinn þannig í útreikningum: a) Samkvæmt áætlun verkefnis- stjórnar iðnaðarráðuneytisins 1. mars 1982: 77.0 miljónir dollara. b) Samkvæmt áætlun Kísilmálm- á Reyðarfirði tæki til starfa á tíma- bilinu 1986-1988. í framsöguræðu sinni greindi iðnaðarráðherra frá stöðu málsins og kom þar fram, að stofnkostnað- ur við verksmiðjuna væri nú áætl- aður til muna lægri en áður eða 63 miljónir bandaríkjadala í stað 77 miljóna dala, einsog gert var ráð fyrir er alþingi samþykkti lög um vinnslunnar 1. október 1982: 70.6 miljónir dollara. c) Samkvæmt áætlun stjórnar Kísilmálmvinnslunnar eftir að til- boð í búnað lá fyrir 1. febrúar 1983: 63.7 miljónir dollara. Arðsemi (afkastavextir) heildar- fjárfestingar fyrir skatt: Samkvæmt a) 10.4%. Samkvæmt b) 13.5% aðalspá 11.2% (varfærnis spá). Samkvæmt c) Hefur ekki verið endurmetið. -óg- verksmiðjuna vorið 1982. Jafn- framt áætlar stjórn verksmiðjunn- ar að arðsemi hennar nú sé hærri en fyrir lá í fyrra, eða 13.5% sam- kvæmt aðalspá í stað 10.4%, þegar málið var lagt fyrir alþingi í fyrra. (Sjá töflu). Sverrir Hermannsson tók undir mál iðnaðarráðherra um vandaðan undirbúning málsins, einnig hjá stjórn verksmiðjunnar. Hins vegar taldi hann að breyta ætti lögunum um verksmiðjuna á þann veg, að íslenska ríkið ætti þai ekki meiri- hluta,heldur ætti að leita eftir meiri- hlutaþátttöku útlendinga í verk- smiðjunni. Eftir framsögu iðnaðarráðherra og ræðu Sverris frestaði Jón Helga- son forseti Sameinaðs alþingis um- ræðu um málið til að koma tillögu til þingsályktunar um viðræðu- nefnd við Alusuisse á dagskrá. Þessu mótmæltu ýmsir þingmenn Alþýðubandalagsins en þau and- mæli voru ekki tekin til greina. Lögðu framsóknarmenn svo mikið kapp á tillöguna um álmálið að kísilmálmverksmiðjumálið fékkst ekki aftur á dagskrá áður en þingi lauk og bíður afgreiðsla hennar því væntanlega vorþings. -óg Kísilmálmverksmiðjan á Reyðarfirði Stofnkostnaður lækkar Þriðjudagur 15. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐÁ 15 Ólafur Ragnar Grímsson: Sitthvað orð og gjörðir hjá Framsókn Það eru merkar yfirlýsingar sem hafa fallið hér í umræðunni um samkomudag þings, sagði Ólafur Ragnar Grimsson í efri deild á föst- udagskvöldið. Benti Ólafur Ragnar á að nafni hans Jóhannesson utan- ríkisráðherra hefði lýst því yfir að Framsóknarflokkurinn myndi ekki ganga út úr ríkisstjórninni verði til- lagan samþykkt. Þetta er þvert á yfirlýsingar Steingríms um sama efni, en hann hefur sagt að hann hafi lengi langað til að ganga út úr ríkisstjórninni og tillaga þessi væri ágætt tækifæri til þess. Óiafur Ragnar Grímsson sagði ennfremur að Tómas Árnason hefði lýst því yfir að nauðsynlegt væri að ríkisstjórn yrði þegar mynduð eftir kosningar og að Framsóknarflokkurinn hefði sér- stakan áhuga á að Alþýðubanda- lagið yrði ekki í þeirri ríkisstjórn. Þegar gengið var til atkvæða um Ragnar Arnalds: þingsályktunartillöguna laust fyrir miðnætti gerðu margir þingmenn grein fyrir atkvæði sínu. Forsætisráðherra sagðist ekki telja það rétt að hann greiddi atkvæði um þetta mál, þarsem það kæmi væntanlega í hlut hans sem forsæt- isráðherra að gera tillögu til forseta lýðveldisins um samkomudag. Ólafur Ragnar Grímsson sagði þingræðið vera grundvallaratriði í stjórnskipuninni og því væri rök- rétt að álykta á þann veg að forsæt- isráðherra færi að vilja meirihluta alþingis í þessu efni. Þorvaldur Garðar Kristjánsson rökstuddi af- stöðu sína á svipaðan veg og Ólafur Ragnar en Tómas Árnason tók í gamla strenginn að ekki væri rétt að ákveða þetta á þingi, heldur ætti forsætisráðherra að gera það. Var tillagan síðan samþykkt í efri deild með 12 atkvæðum gegn 6 og send til neðri deildar. - óg. Eitthvað gruggugt hjá Framsókn? Þegar Framsóknarfiokkurinn vill ganga til samstarfs við stjórnar- andstöðuna um Alusuisse er greini- legt að eitthvað er á seyði, sagði Ragnar Arnalds við umræðuna í neðri deild sl. föstudagskvöld um samkomudag þings eftir kosningar. Sagði Ragnar að það væru undarleg rök hjá Framsóknar- mönnum að þing mætti ekki koma saman vegna þess að stjórnar- myndunarviðræður þyrftu að fara fram á sama tíma. Auðvitað væri þinghald ekkert til fyrirstöðu stjórnarmyndunarviðræðum. Sagði hann að ef Framsóknar- mönnum þættu 18 dagar of skammur tími til að jafna sig eftir kosningar, og til athugunar fyrir nýja ríkisstjórn, þá væri sjálfsagt að lengja þennan frest uppí þrjár til fjórar vikur. Sagði Ragnar að hann teldi að semja ætti um gang þingmála þar- sem nú þyrfti að ljúka þingstörfum og afgreiðslu ýmissa mála. Skoraði hann á Framsóknarmenn að sýna nú sanngirni og ganga til samninga um þessi mál. Áður höfðu þeir Páll Pétursson, Halldór Ásgrímsson og Stefán Valgeirsson lýst andstöðu (Fram- sóknarflokksins) við þessa tillögu um samkomudag þingsins. Og á eftir Ragnari Arnalds talaði Ólafur Þ. Þórðarsson, Stefán Valgeirsson og fleiri kappar frá Framsókn. -óg. Guðrún Helgadóttir: Alþýðubandalaginu tíl framdráttar Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins fái að tala sem allra lengst og mest - Ég held að það sé Alþýðu- bandalaginu til framdráttar að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins fái að tala sem lengst í sjónvarpsum- ræðunum og segi því já við því. Á þessa leið mæltist Guðrúnu Helga- dóttur er hún gerði grein fyrir at- kvæði sínu í sameinuðu þingi á föstudaginn er þingið tók afstöðu til þess hvort ráðhcrrarnir Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson ættu að fá sérstakan tíma í sjónvarpsum- ræðunum. - Ólafur Ragnar Grímsson benti á við umræðurnar að þessir ráð- herrar væru uppteknir um helgina við að móta stefnuskrá með öðrum frambjóðendum Sjálfstæðisflokks- ins - og greinilegt væri að þeir væru komnir heim til föðurhúsanna á ný. Því væri álitamál hvort ætti að eyrnamerkja þá forsætisráðherra í téðum sjónvarpsumræðum ellegar þá hinum hluta Sjálfstæðisflokks- ins. Varpaði hann því til þingheims hvort eðlilegt væri að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi umframtíma í út- varpsumræðum. Samþykkti þingið með semingi, en margir sátu hjá, að heimila ráðherrunum sérstakan ræðutíma í þessum sjónvarpsum- ræðum. - óg.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.