Þjóðviljinn - 15.03.1983, Page 15

Þjóðviljinn - 15.03.1983, Page 15
Þriðjudagur 15. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA19 RUV © 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Árna Böðvarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Gunnlaugur Garðarsson talar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Vefurinn hennar Karlottu“ eftir E.B. White Ragnar Porsteinsson þýddi. Geirlaug Þorvaldsdóttir les (18). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 10.30 „Man ég það sem löngu leið“ Ragn- heiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.00 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja 11.30 Um húsnæðismál Umsjónarmaður: Önundur Björnsson. Rætt við Pál S. Pálsson lögfræðing og Jón Kjartansson frá Pálmholti um húseigenda- og leigumál. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Þriðjudagssyrpa - Páll Þor- steinsson og Þorgeir Ástvaldsson. 14.30 „Vegurinn að brúnni“ eftir Stefán Jónsson Þórhallur Sigurðsson les (22). 15.00 Miðdegistónleikar Fílharmoníu- . sveitin í Israel leikur Sinfóníu nr. 3 í a-moll op. 56 „Skosku sinfóníuna" eftir Felix Mendelssohn; Leonard Bernstein stj. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.00 SPÚTNIK. Sitthvað úr heimi vísind- anna Dr. Þór Jakobsson sér um þáttinn. 17.20 Sjóndeiidarhringurinn Umsjón: Ólafur Torfason (RÚVAK). 19.55 Barna- og unglingaleikrit: „Lífs- háski“ eftir Leif Hamre 3. þáttur - „Leikslok“ Þýðandi: Olga Guðrún Árnadóttir. Leikstjóri: Jón Júlíusson. Leikendur: Gunnar Rafn Guðmunds- son, Guðbjörg Thoroddsen, Ellert Ingi- mundarson, Gísli Alfreðsson, Þorsteinn Gunnarsson, Benedikt Árnason, Sig- urður Skúlason, Gísli Rúnar Jónsson, Baldvin Halldórsson, Sigríður Þor- valdsdóttir og Steindór Hjörleifsson. 20.30 Kvöldtónleikar: Tónlist eftir Johann- es Brahms. 21.40 Útvarpssagan: „Márus á Valshamri og meistari Jón“ eftir Guðmund G. Hag- alín Höfundur les»„(5). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passíusálma (38), 22.40 Attu barn? 6. þáttur um uppeldismál í umsjá Andrésar Ragnarssonar. 23.20 Skíma. Þáttur um móðurmáls- kennslu. Umsjón: Hjálmar Árnason. RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli * 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Dýrin í Fagraskógi Teiknimynd frá Tékkóslóvakíu 20.45 Tímamót á Grænlandi Á tveimur til þremur áratugum hefur rótgrónu veiði- mannasamfélagi á Grænlandi verið um- bylt í tæknivætt nútímaþjóðfélag. Þessar breytingar hafa valdið mikilli röskun á lífi og högum landsbúa. Nú hafa Græn- lendingar fengið heimastjórn og vonast til að geta mótað samfélagið meir en áður eftir sínu höfði. Þessi mynd var að mestu tekin í Nuuk, (Godtháb) höf- uðstað Grænlands, þar sem sjónvarps- menn dvöldust nokkra daga í fyrra- sumar, en einnig er komið víðar við. Kvikmyndun: Helgi Sveinbjörnsson. Hjóð: Sverrir Kr. Bjarnason. Umsjón: Guðjón Einarsson. 21.45 Endatafl Bresk-bandarískur fram- haldsflokkur gerður eftir njósnasögunni Smiley’s People eftir John le Carré. Að- alhlutverk Alec Guinness. Efni fyrsta þáttar: Sovéskur útsendari tjáir Maríu Ostrakovu, ekkju sem býr í útlegð í Par- ís, að hún geti endurheimt Alexöndru, dóttur sína, sem hún hefur ekki séð í 20 ár. Ostrakova er tortryggin og leitar ráða hjá Vladimir hershöfðingja, for- ingja eistneskra útlaga í Lundúnum. Vladimir kemst á snoðir um að „Svefn- álfurinn“, háttsettur sovéskur njósnari er viðriðinn málið. Hann hyggst koma sönnun þess í hendur biesku leyniþjón- ustunnar en er myrtur. George Smiley er kallaður á vettvang til að ganga frá lausum endum. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.45 Dagskrárlok f rák I Vilmundarj öfnuður bandalagsframbj óðenda Páll Hildiþórs skrifar: Fyrir nokkru skrifaði ég grein hér f blaðið undir heitinu „Pólitískur hanas- lagur“, en þar átti ég við þá Vilmund Gylfason og Jón Baldvin Hnanibalsson og upp- gjör þeirra í Alþýðuflok- knum. í þeirri viðureign sigr- aði Jón naumlega, en sperrtist allur upp sem glaður og upp- veðraður pólitíkus í allar áttir Vilmundur lét þetta ekki sig fá og safnaði liði og hugði á grimmilegar hefndir. Endir- inn varð sá að DV efndi til prófkjörs um fylgi flokkanna rétt einu sinni og úthlutaði Vilmundi hvorki meira né minna en 8 þingsætum eftir væntanlegar aprílkosningar, svo Vilmundur Gylfason er hinn brattasti um þessar mundir og er meira að segja kominn með eldrauðan kamb og langa sepa. Á þessum lirtíku þorradög- um, þrátt fyrir nýafstaðin ill- viðri, hefur virðulegustu stofnun okkar, Alþingi, tekist að drífa upp svolítið skemm- tiskaup í sambandi við bráða- birgðalögin margumtöluðu. Ymsir hafa látið í ljós að ekki mætti sýna „andlit“ þjóð- arinnar. Alþingi væri virðuleg stofnun. Sjónvarpið ætti þar ekki að koma nærri. Því er ég ekki sammála. Það á að sýna okkur kempurnar þegar svona stendur ár. Mér er minnisstætt þetta sjónvarpskvöld frá Alþingi, hve kratarnir voru kampag- leiðir, aftur á móti Vilmundur einn sér, alvarlegur og ábúðarmikill. Höfuðóvinur- inn, Jón Baldvin, var aftur á móti á síféllu rápi og átti í ein- hverjum vandræðum með að greiða atkv., kannski eitthvað pirraður úr í Vilmund eða út í prófkjör DV og Helgarpósts- ins. En burtséð frá erjum þeirra Jóns Baldvins og Vilmundar þá eru þessi prófkjörsmál einn allsherjar skrípaleikur, sem flokkarnir eiga eftir að súpa seyðið af. Og svo kemur blað eins og DV og stillir upp töl- um til að drífa upp einhvern hasar í því skyni að auka sö- luna. Og fólk hleypur til og rífur út blaðið í einhverjum æðibunugangi til að sjá hvað þessi eða hinn flokkurinn hefur upp úr krafsinu, og auðvitað eru blaðamennirnir tilbúnir að raða þingmönnum upp, lesendum til hægðarauka. Þetta er skrípaleikur og ekkert annað hjá þessu íhalds- blaði, sem þykist vera að skreýta sig einhverju frjáls- lyndi. Mér hefur alltaf fundist ein- hver ólykt af þessu „vinar- bragðj" blaðsins, því auðvitað styður það við bakið á íhald- ihu, þegar á reynir. Það var einmitt í DV sem Vilmundur byrjaði, sællar minningar, sín- ar þjóðfélagsstórskammir um svindlið og skepnuskapinn; nú væri þörf á að taka til hönd- um og hreinsa rækilega til; en hvað gerist? Allt í einu stend- ur þessi hreingerningarm- eistari uppi sem ráðherra; og hvað skeður? í stað þess að byrja hreingerningarstörf á þjóðfélagsmeinsemdum snýr hann rassinum í svindlið að skrifa um í DV, eða Dagblað- ið, eins og það hét þá. En auðvitað vill DV eins og Mogginn að Vilmundur nái atkvæðum frá vinstri blokk- inni og að hann næli sé sér- ( staklega í fylgi frá Gunnars- liðinu. Þá væri kominn grunnur að nýrri viðreisnar- stjórn, því auðvitað er það draumur svörtu aflanna að hér rísi upp í þjóðfélaginu sterk stjórn, er verði þægur þjónn útlendra stóriðju- manna er stefna að því að geta valsað með auðlindir okkar að vild þar til allt er uppurið og landið í helgreipum voldugra auðhringa, sem svífast einskis þegar einhver gróði er annar- svegar. Bandalag jafnaðarmanna er ekkert annað en hentistefn- uflokkur, sem ekkert erindi á inn í íslenska pólitík annað en að auka á þann glundroða er jafnan fylgir slíkum apparö-' tum. Það hefur jafnan farið svo hjá okkur að þessir smá- flokkar, sem alhr ætla að verða stórir, hafa risið upp með miklu brauki og bramli, hafa jafnan hjaðnað niður aftur, og eins mun fara fyrir þessum tveimur framboðum, Bandalagi jafnaðarmanna og kvennaframboðinu. Þetta brölt þeirra mun lognast útaf í hinum pólitíska kirkjugarði stjórnmálanna, með svona heldur rýrum árangri, einfald- lega vegna þess að það er ekk- ert pláss fyrir þetta fólk, nema til að skapa glundroða og upp- lausn. Til að skýra þetta skal ég nefna þá smáflokka, sem hafa lagt upp laupana á undanförn- um árum, með rýrum árangri: Þjóðvarjarflokkinn, Lýðveld- isflokkinn, Frjálslynda flokk- inn, Samtök frjálslyndra og vinstri manna og O-flokkinn. Öll hafa þessi samtök geispað golunni vegna þess að þau áttu ekki annarsstaðar en í hóflausu framapoti og klofn- ingsiðju. - Eins mun fara fyrir Vilmundi. bamahorn Þegar þyrlan bjargaði kanínu Þessi ágæta teikning er frá Róbert Bragasyni sem á heima á Leynimýri við Oskjuhlíð í Reykjavík. Hann er 5 ára gamall og hjálpar oft bróður sín- um, honum Andrési, að bera Þjóð- viljann út í Heyrnleysingjaskólann. Eins og við getum séð sýnir myndin franska þyrlu bjarga kanínu sem datt í sjóinn. Læknir, ég hef verið eitthvað svo ræf- ilslegur upp á síðkastið! Franska þyrlan bjargar kanínunni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.