Þjóðviljinn - 25.03.1983, Síða 1

Þjóðviljinn - 25.03.1983, Síða 1
woðviuinn Stórkostleg frammistaða Valsmanna í síðari hálflcik tryggði þeimsigurálR- ingum í úrslitaleik bikarkeppninnar í körfuknattleik. Sjá 19 mars 1983 föstudagur 67. tölublað 48. árgangur Alþýðubandalagið kynnir samstarfsgrundvöll SÆKIUM FRAM TIL BETRI LÍFSKJARA Vörn gegn atvinnuleysi og verðbólgu • Víðtœkt skipulagsuppgjör • íslensk atvinnustefna -full atvinna • Félagslegur jöfnuður • Framfarir í húsnœðismálum • Endurskipulagning stjórnkerfisins • Auðlindir og umhverfi • Friðarbarátta - utanríkismál Samstarfsgrundvöliur Alþýðubandalagsins var kynntur á blaðamannafundi í nýju flokksmiðstöðinni I gær. Þar er að finna helstu áhersluatriði Alþýðubanda- lagsins í kosningabaráttunni. í lok yfirlýsingarinnar segir: „Á þessum grundvelli viljum við skapa forsendur fyrir samstarfi við þá sem vilja berjast gegn atvinnuleysi - sem vilja treysta lífskjörin - sem vilja treysta sjálf- stæði þjóðarinnar.” Samstarfsgrundvellinum um ís- lenska leið er skipt í sex megin- kafla. í fyrsta kaflanum er gerð grein fyrir samræmdu verðbólgu- viðnámi og víðtæku skipulagsupp- gjöri á öllum sviðum hagkerfisins, sem Alþýðubandalagið bendir á sem leið til að ná varanlegum á- rangri gegn verðbólgu. Jafnarí lífskjör í samstarfsgrundvellinum er sagt frá grundvallarforsendum í efna- hagsstefnu Alþýðubandalagsins en þær eru: full atvinna, verndun kaupmáttar og jafnari lífskjör. í kaflanum um atvinnumál er lögð áhersia á íslenska atvinnu- stefnu, og m.a. bent á nýsköpun í iðnaði, eflingu smáiðnaðar, aukna fjölbreytni og fleira. Þar er og getið1 um samræmingu veiða og vinnslu - aflastýringu og bætt gæði fram- • leiðslu sjávarafurða og fullvinnslul afurðanna. Kveðið er á um lýðræði á vinnustöðum, - lögfestur verði réttur launafólks til ákvarðuna og umfjöllunar, bæði í opinDerum fyrirtækjum og einkafyrirtækjum. f kaflanum um félagslegan jöfn- uð er lagt til að komið verði á af- komutryggingu einstæðra foreldra, styttingu vinnútímans, lengingu fæðingarorlofs og kjarajöfnun. Lögð er áhersla á jafnrétti í menntunar- og menningarmálum og á búsetujöfnuð. Lögð er rfk áhersla á að heilbrigðisþjónustan verði varin fyrir niðurskurði afturhaldsins. Enn fremur er undirstrikuð sú stefna, að heilsurækt og heilsu- gæsla njóti forgangs í heilbrigðis- þjónustu á næstu árum. I kaflanum um framfarir í húsn- æðismálum er m.a. fjallað um sér- stakan sjóð sem fjármagni húsnæði fyrir fólk sem er að tryggja sér íbúðir í fyrsta sinn. Gert er ráð fyrir sérstökum leiðum til að fjármagna þennan sjóð. Þar er einnig kveðið á um ný eignarform, félagslegar íbúðabyggingar, námsmannaíbúð- ir, leiguíbúðir og fleira. Þá eru í samstarfsgrundvellinum kaflar um endurskipulagningu stjórnkerfisins, - m.a. er undir- strikuð þörfin á að samræma fjár- festinga lánasjóði og að einfalda bankakerfið. I kaflanum um auð- lindir og umhverfi er kveðið á um íslenskt forræði yfir auðlindum, um skipulega landnýtingu, um að stjórn umhverfismála verði sam- einuð og fleira. Kjarnorkuvopnalaus svœði { lokakaflanum - um friðarbar- áttuna og utanríkismál er kveðið á um frystingu vígbúnaðar, m.a. að öll endurnýjun á vígbúnaði Banda- ríkjahers og Nató á íslandi verði stöðvuð. Þar er einnig bann við geymslu og flutningi kjarnorku- vopna og lagt til að alþingi álykti um aðild íslands að kjarnorku- vopnalausu svæði Norðurlanda. Hætt verði við hernaðarfram- kvæmdir í Helguvík og að íslend- ingar auki þróunaraðstoð á næstu árum. Sjá baksíðu -óg islensha leió I Veríum ísland gegn atvinnuleysinu ' ,%Alþýðubandalagið er flokkur allra íslenskra vinstri manna, sem vilja vernda og treysta sjálfstæði þjóðarinnar, standa vörð um hagsmuni vinnandi fólks og tryggja alhliða framfarir í landinu". eins og segir i stefnuskrá bandalagsins. "Alþýðubandalagið berst fyrir félagslegu jafnrétti, lýðræði og sósialisma. Alþýöubandalagið berst fyrir friðlýstu íslandi og er andvigt hersetu og aðild (slands að hernaðarbandalagi. 1 Alþýðubandalagið vill skapa einingu um islenska leið i baráttunni gegn kreppu og atvinnuleysi. Sú islenska leið er svar við erlendum ihaldskenningum, sem hægri öflin vilja nú hrinda í framkvæmd hér á landi. i Þó Alþýðubandalagið hafi sérstöðu á mörgum sviðum getur það átt samleið með öllum þeim sem vilja sækja til betra mannlífs og menningar, og þeim sem vilja sameinast um að sporna við tilraunum til að mola niður samhjálp og sjálfstæði. Alþýðubandalagið leggur áherslu á uppgjör við afturhaldsstefnuna. í kosningunum er tekist á um stefnu kreppu og atvinnuleysis eða samstöðu um að treysta lifskjör í landinu, þjóðlega atvinnuvegi og sjálfstæði þjóðarinnar. Hér eru birtar tillögur Alþýðubandalagsins að málefnagrundvelli. í samstarfsgrundvelli Alþýöubandalagsins er sagt frá grundvallarforscnd- um í efnahagsstefnu tlokksins en þær eru: full atvinna, vcrndun kaupmátt- ar og jafnari lífskjör. 7Með blaðinu í dag fylgir þriðji og síðasti blaðaukinn um landbúnaðarmál að sinni. Megináherslan er að knýjaáum hækkun á raforkuverðinu til Alusuisse til að ná niður orkurcikningum heimilanna. Langþreyttir á fasískum vinnubrögðum segja starfsmenn álversins í Straumsvík Blaðamaður og Ijósmyndari Þjóðviljans heimsóttu Álverið í Straumsvík í gær. í skautasmiðjunni var okk- ur boðið í afdrep verkamanna og þar varð brátt þröngt á þingi og var greinilega þungt í mönnum: - Menn eru hræddir hérna, - við erum beittir heraga eins og í Pól- landi. Menn eru farnir að mæta veikir í vinnuna af hræðslu við að fá neikvæða umsögn sem notuð yrði gegn þeini. Við erum bara eins og númer í tölvu fyrir stjórnendunum, þá skiptir engu hvort við erum dauðir eða lifandi. Okkur leyfist ekki að segja neitt um skipulagningu vinnunnar, þeir túlka afstöðu okkar sem ósamvinn- uþýðni. Það nýjasta er að forstjór- inn kallar málstað okkar „kosning- askjálfta komnia og krata“. En viö stöndum eirihuga í þessari vinnu- deilu og erum orðnir langþreyttir á fasískum vinnubrögðum stjórn- enda. Þetta gengur ekki lengur, þegar menn eru farnir að kvíða fyrir því að mæta til vinnunnar á hverjum degi. Ég held að Ragnar ætti að fara að standa við stóru orðin sín og loka þessu skítafjósi sínu - við för- um bara aftur á sjóinn ef hann vili í afdrepi verkamanna í Straumsvík ræddu þeir málin við blaðamann og var greinilcga þungt í mönnum. Ljósm. - cik. su»aa«,ifjap það heldur. Það er þó manneskju- leg vinna. - Þetta voru tilsvör starfsmanna í skautasmiðju álvers- ins í gær. Þeir vildu ekki láta nafns síns getið, en fleiri viðtöl eru inni í blaðinu._________________- ólg. Sjá 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.