Þjóðviljinn - 25.03.1983, Page 2

Þjóðviljinn - 25.03.1983, Page 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. mars 1983 Bridge (Spil 2...) Við erum enn í Biarritz og eigum eftir seinna spilið í 3.síöustu setu lokaumferðar- innar í undankeppni opna flokksins.. Fyrra spilið (ath. blaðið í gær) tók Garozzo 13 mínútur í úrspili. Þetta var síðara spilið. N/S á hættu. Gjafari A: Norður S 98 H K62 T10864 L 9762 Vestur SG10765 H D10 TK52 LDG10 Austur S AKD3 H AG94 TADG9 L A Suður S 42 H 8753 T 73 LK8543 Riallan nliimrii' 1 mínúta eftir af setunni! Eins og fyrri daginn sátu Garozzo-Dupont N/S. HL og ÖL A/V. Sagnir gengu hratt, svo ekki sé sterkar að orði kveðið: Austur Hermann 1-lauf 1- grand 2- spaðar 4-lauf 4-hjörtu 4-grönd Vestur Ólafur 1- spaði 2- lauf 2-grönd '4-tíglar 4- spaöar 5- spaðar ..og af því að tíminn var nú liðinn: 7-spaðar Dupont valdi H-2 í útspil og Ólafur tók við. Enginn tími til að telja slagi. Bara spila.. Upp með ás. Lauf ás. Tveir efstu i trompi... (og þið sjáið vitanlega, i róleg- heitunum að þrettán slagir eru nú kaldir). Fjórir efstu í tígli, hjarta drottningu kastað. Nú var bara, að víxltrompa afgang, en Óli bað um spaða þrist á gosa. Lauf drottningu síðan trompsvínað. 50 í N/S. Eina talan í N/S! 334/334. Dasaðir stauluðumst við að næsta borði. Kudla/Milde biðu okkar þar. Skák Karpov að tafli - 117 Eftir tapið í 2. einvigisskák breytti Kort- snoj um stefnu I einvíginu. Hann hóf að tefla franska vörn og í 4. einvígisskákinni átti hann ekki í miklum erfiðleikum með að halda jöfnu. Þegar 5. skákin hófst hafði Karpov enn vinninginn yfir, þrjú jafntefli og einn sigur: abcdefgh Kortsnoj - Karpov Kortsnoj náöi yfirburðastöðu snemma i þessari skák og á tírrtabili virtist stutt í að honum tækistað jafna metin. Frábær varn- artaflmennska Karpovs þar sem honum tókst leik eftir leik að þræða einstigið varö til þes að Kortsnoj varð að sætta sig við jafntefli. Þegar hér er komið sögu er mesta hættan. yfirstaðin en Kortsnoj á þó enn vinningsmöguleika. Framhaldið varð: 51. Kg5 Ke7 52. Kh6 Re5 53. Kxh7 Rf3! 54. Kh1 Ke6 55. Kg7 c4 56. Hh3 Re5 57. Ha3 Kf5 58. Hc3 Ke4 59. Hc1 Kd4 60. f4 Rd3 61. Hf1 Ke4 62. f5 Re5 63. Kf6 Rg4 64. Kg5 Re3 65. fxg6 fxg6 66. Hc1 Kd3 67. Kxg6 Rg2! - og hér sömdu keppendur um jafntefli. Eftir 68. h5 Rf4+ og 69. - Rxh5 heldur svartur sínu. Bergþóra Árnadóttir Pálmi Gunnarsson „B- og P-gengið “ í hljómleikaferð Þau Pálmi Gunnarsson og Berg- þóra Árnadóttir eru nú stödd í Borgarnesi og í dag, föstudag, munu þau heimsækja vinnustaði í Borgarnesi, í boði verkalýðsfé- lagsins. Um kvöldið skemmta þau hestamönnum á staðnum, í Hótel Borgarnesi. Á morgun, laugar- dag, halda þau tónleika á Akra- nesi; í Rein, kl. 16.30, og um kvöldið koma þau fram á Hótel Akranesi. Á sunnudag heldur „B- og P- gengið‘% „heim í Búðardal", og hefur þar tónleika kl. 15.00 í Dalabúð, ef veðurguðirnir lofa. Þetta er í fyrsta sinn sem Pálmi og Bergþóra slá sér saman á opin- berum vettvangi, en áður hafa þau starfað allnokkuð saman í hljómverum. T.d. lék Pálmi stórt hlutverk á sólóplötu Bergþóru, Eintaki, sem kom út árið 1977, og eins var hann viðriðinn lög he’nn- ar á plötu Vísnavina, „Heyrðu“, sem kom út í maí 1981 Sótti um prestakall á Sjálandi en fékk ekki Sr. Pétur Pétursson tók naerri sér að vera ekki veitt dómkirkju- grestsembættið í Reykjavík er sr. Ásmundur í Odda hlaut það. Pét- urs beið þó ýmiss konar embætt- isframi. Arið 1847 varð hann for- stöðumaður Prestaskólans og síðar biskup yfir íslandi. Kon- ungkjörinn alþingismaður var hann frá 1849-1886 og þjóðfund- armaður 1851. Þar sem Helgi G. Thordarsen hafði nú tekið við biskupsemb- ættinu var dómkirkjuprestsemb- ættið laust til umsóknar. Tveir sóttu um það: sr, Ásmundur Jónsson, prófastur í Odda, og sr. Pétur Pétursson, próffastur á Staðastað. Ekki var almenningur á einu máli um hver hljóta mundi emb- ættið. Báðir höfðu umsækjendur ágæt próf en sr. Pétur hafði það umfram sr. Ásmund að hafa bæði licentiat- og doktorsgráðu í guð- fræði. Svo fóru þá leikar, að sr. Ás- mundi var veitt embættið og var talið, að meðmæli Helga biskups hefðu riðið þar baggamuninn. Sr. Pétri þótti hins vegar svo nærri sér höggvið að hann hugðist hverfa af landi brott og sótti um prestakall á Sjálandi. Fékk það þó ekki frekar en dómkirkjuna og sat því um kyrrt. En sr. Ás- mundur keypti Landakot fyrir 5 þús. ríkisdali og settist þar að. - mhg Segul- mögnun jarðvegs Tékkar telja sig hafa sýnt framá með rannsóknum, að sé jarðvegur segulmagnaður verði bygging hans betri, örverulíf aukist og fosfór verði auðieystari úr efnasamböndum. Er frá þessu skýrt í búnaðarblaðinu Frey. Afleiðingar þessara aðgerða eru aukin uppskera, minni orku- þörf og eldsneytisnotkun jarð- yrkju- og dráttarvéla, auk ann- arra góða áhrifa. Tæki til segulmögnunar eru sögð ódýr, einföld í framleiðslu, endingargóð og auðveld í flutn- ingum. - mhg Helgi Oskars- son og Ilizarof undra- lœknir Helgi Óskarsson, þrettán ára drengur, hefur verið í læknismeð- ferð austur í Siberíu í borginni Kurgan. Tókst það allt mjög vel og óx Helgi um 18 sentimetra á stuttum tíma og hafa þessi tíðindi vakið talsverða athygli. Læknir Helga heitir Ilizarof og er orðinn heimsfrægur maður fyrir frumlegar aðferðir sínar sem hafa gert honum mögulegt að lengja útlimi um meira en fimm- tíu sentimetra. Án þess að nota skurðhníf lagar hann bogna fætur og handleggi og aðra útlimsgalla og „mótar“ upp á nýtt. í tímaritinu Naúka í zízn birtist í fyrra viðtal við prófessor Ilizarof þar sem hann m.a. gerir skemmtilega grein fyrir aðferð sinni og viðhorfum til vísinda. Hann segir þar m.a.: „Ég harma oft, að fullorðna fólkið hættir svo fljótt að vera börn. Barnið hefur áhuga á öllu og spyr alltaf: „Hvers vegna?“ Það óttast ekki að vera talið heimskt. Það má uppgötva eitthvað óvænt í hinu venjulega. Við skulum taka dæmi sem er nærtækt hér. Aðferðin okkar. Hún varð til „allt í ejnu“. Frá tímum Hyppókratesar hef- ur verið talið, að beinbrot greru mjög hægt vegna þess að í beininu er harður vefur andstætt við aðra vefi líkamans. Maður, sem fótbrotnaði, var settur í gips og settur upp í rúm í marga mán- uði og í óþægilega stellingu og sagt að hreyfa sig ekki. En mað- urinn er lifandi. Hann hreyfir sig og samsetning brotsins fór úr skorðum. Aftur þurfti að gera að- gerð og líða allar kvalir upp á nýtt. Orsökin var talin sú, að beinið var lengi að gróa. Nú þegar okkur hefur tekist að sanna með þúsundum aðgerða, að bein er einn þeirra vefa, sem eru hvað mest lifandi, að það endurnýjar sig vel, ef aðstæður eru góðar, virðist undarlegt, að við skyldum álíta, að slíkir mögu- leikar væru ekki fyrir hendi. Get- ur verið eitthvað í mannslíkam- anum, sem er passívt? Á sínum tíma lagði ég þessar spurningar fyrir mig og ég skynjaði með inn- sæi mínu, að læknisaðferðir á sviði beinbrota voru úreltar. Og síðan fékk ég ekki frið fyrir þeirri hugsun, að það hlyti að vera hægt að finna eitthvað nýtt og gjöró- líkt. Ég ferðaðist um, hugsaði, flaug í flugvél, hugsaði, lagðist til svefns, hugsaði... Og las auðvit- að mikið. Ég gerðist áskrifandi að öllu, sem hægt var að fá í Dolg- ovku. Las dag og nótt. Fékk mér leyfi frá störfum á eigin kostnað og fór til Moskvu og settist þar að á bókasöfnum. Ég varð að ná valdi á vísindum, sem ég hafði ekki vitað áður að voru til. Þegar ég vann að því að hanna tækið, varð ég að læra til smíða... Tækið, sem við notum, er til- tölulega einfalt. Naglar eru rekn- ir inn í beinin og teygt á. Útlimur- inn vex um 1-2 millimetra á sólar- hring. En það má ekki ætla, að þetta sé svona einfalt. Það má ekki nota tækið eins og eitthvað sem hentar hverjum og einum. Við notum eina grund- vallaraðferð, en yfir 400 undir- aðferðir og stöðugt er unnið að tilraunum og nýjungúm.“ (Þýðing - APN) Helgi Óskarsson austur í Kurgan - lengst um þrettán sentimetra. þegar myndin var tekin hafði hann

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.