Þjóðviljinn - 25.03.1983, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 25.03.1983, Qupperneq 7
1 Föstudagur 25. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Úrslitaleikur keppninnar í körfuknattleik: Mótlætið efldi Valsmenii! Islandsmeistarar Vals í körfu- knattlcik sýndu af sér gífurlegan kraft og baráttuvilja er þeir sig- ruðu ÍR 78:75 í úrslitaleik bika- rkeppninnar í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. ÍR leiddi í hálfleik með fjórum stigum, 45:41, og í upphafí þess síðari misstu Valsmenn Tim Dwyer útaf með fimm villur. Þegar fjórar mínútur voru eftir fór fyrir- liðinn, Torfí Magnússon, sömu leið, Valsmenn þá yfir, 70:66, en þeim tókst að ná sjö stiga forskoti, 76:69, og við það réðu ÍR-ingar engan veginn. „Þetta er mín stórkostlegasta upplifun í körfuboltanum", sagði Ríkharður Hrafnkelsson, besti maður Vals í leiknum, en hann og Kristján Agústsson fóru hreinlega hamförum í síðari hálfleik. „Það er gaman að enda svona ferilinn hjá Val og við sýndum hve sterkum hóp við eigum á að skipa. Við dutt- um nokkuð niður þegar Tim fór útaf en síðan þjöppuðum við okkur vel saman, lékum sterka vörn í síð- ari hálfleik, og hún var lykillinn að sigri okkar,“ sagði Ríkharður, leikmaðurinn litríki sem nú yfirgef- ur raðir Valsmanna og flytur til Stykkishólms. Það verður eftirsjá að honum úr úrvalsdeildinni. Baráttán í þessuin úrslitaleik var gífurleg og bæði lið lentu í miklum villuvandræðum. Krafturinn var meiri í ÍR-ingum framan af en Valsmenn efldust við mótlætið í upphafi síðari hálfleiks. Ríkharður og Kristján voru bestu menn vall- arins ásamt Pétri Guðmundssyni hjá ÍR. Báðir höfðu frekar hljótt um sig í fyrri hálfleik, einkum Kristján. Dwyer var í rólegra lagi þann tíma sem hann var inná og Torfi gerði einum of mikið í því að reyna að „fiska“ villur á Pétur og kom það niður á leik hans í sókn- inni. Jón Steingrímsson lék ágæt- lega og Leifur Gústafsson sýndi að Valsmenn þurfa ekki að kvíða framtíðinni. Ríkharður skoraði 21 stig, Kristján 17, Jón 11, Dwyer 9, Torfi 9, Leifur 7, Tómas Holton 2 og Hafsteinn Hafsteinsson tvö. Pétur var bestur ÍR-inga, grimmur í fráköstunum í vörn og sókn. Hreinn Þorkelsson lék vel í fyrri hálfleik, svo og Gylfi bróðir hans, en þeir ásamt öðrum duttu niður á lægra plan í síðari hálfleik. ÍR-ingar virtust ekki þola álagið þegar Valsmenn komust yfir í síð- ari hálfleik og þeir gerðu klaufa- mistökin hvert á fætur öðru. Kri- stinn Jörundsson var drjúgur að vanda en gerði sín mistök eins og aðrir í síðari hálfleik. Pétur skoraði 27 stig, Hreinn 14, Kristinn 12, Gylfi 10, Kolbeinn Kristinsson 6, Ragnar Torfason 4 og Hjörtur Oddsson tvö. Gunnar Valgeirsson og Krist- björn Albertsson dæmdu þokka- lega. Körfuknattleiksvertíðinni er lokið - til hamingju Valsmenn. - VS Lava-loppet í fyrramáliö Lava-loppet, fyrsta alþjóðlega skíðagangan sem haldin er hér á landi, hefst í Bláfjallasvæðinu við Reykjavík kl. 11 í fyrramálið, laugardagsmorgun. Gengnar verða þrjá vegalengdir; 42,3 km, 21 km og 10 km, og einnig verður sérstök sveitakeppni, einkum ætl- uð starfsfólki fyrirtækja og stofn- ana, svo og skólanemendum. í dag eru síðustu forvöð til að nálgast rásnúmer og önnur gögn varðandi gönguna á Eerðaskrif- stofuna Úrval í Reylcjavík. Loka- punktur hennar verður hóf í Broadway á laugardagskvöldið. HM ’86 í Englandi? Englendingar hafa sýnt áhuga á að fá að halda heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu 1986, fari svo að Mexíkó, Brasilía, Kanada og Bandaríkin uppfylli ekki nauð- synlegar kröfur. Það kemur í ljós í maí í vor. Að öðrum kosti hyggjast þeir pressa á að fá keppnina þar á eftir, árið 1990. Þróttarar lögðu Val Þróttur náði í dýrmæt stig í fall- baráttu 1. deildar karla í hand- knattleik í fyrrakvöid með bví að sigru Val 22:19. Þá léku einnig ÍR og Fram og sigruðu Framarar 34:21. Staðan í fallkeppninni er nú þannig: Valur....19 10 1 8 406:365 21 Þróttur..19 8 3 8 401:401 19 Fram..... 19 7 2 10 416:442 16 ÍR.......19 0 0 19 332:544 0 Falco sá um bæði mörkin Tottenham sigraði Aston Villa 2:0 í 1. deild ensku knattspyrnunn- ar í fyrrakvöld. Mark Falco skoraði bæði mörkin og hefur því gert þjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sín- um með aðalliði félagsins í vetur. Þá gerðu Norwich og Coventry j afntefli, 1:1. í 3. deild komst New- port, litla liðið frá Wales, í annað sæti með 4:1 útisigri á einum af skæðustu keppinautum sínum um 2. deildarsætið, Lincoln City. Þorbergur þjálfar Þór Þorbergur Aðalsteinsson, fyrir- liði landsliðsins í handknattleik, leikur með Þór Vestmannaeyjum næsta vetur og þjáifar jafnframt liðið...Þór stendur þessa dagana í ströngu í fallkeppni 2. deildar og því ekki útséð hvort Þorbergur, lykilmaður hjá íslandsnieisturum Víkings undanfarin ár, tekur við 2. eða-3. deildarliði. Thermoclear plastgler kemur mörgum að notum... 1) Sterkt og höggpolið, meira en 200 sinnum sterkara en gler. 2) Létt, öruggt og auðvelt 3) Auðvelt að saga til og 4) Þykktir frá 3,5 mm—16 að meðhöndla. sníða. mm. Fullnægja marg- víslegum þörfum. 5) Frábær hitaeinangrun. orkusparandi fyrir verksmiðjuþök og gróðurhús. 6) Hefur yfirburði yfir 7) Auðvelt aö sníða til og 8) Þolir sterkar hita- mörg hliðstæð efni nota vió margvíslegar sveiflur. með góðum birtueigin- aðstæður. leikum. 9) Auðvelt aö nota í huröir, glugga og sól- svalir/skýli......... 10) . . . í biðskýli. síma- 11) Hentar vel í verk- klefa, söluskála og alla smiðju- og vöru- þá staði sem verða fyrir skemmuþök og slæmum umgangi. glugga, eða sem skermar á vinnu- stöðum. 12) i sundlaugarþök, bíl- skúrsglugga og ótal fleira. eftir útsjónar- semi og hugarflugi hvers og eins. er fjölhæft efni SÖLUSTAÐIR SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA REYKJANESBRAUT 6 — SÍMI 24366 KONRÁÐ AXELSSON ÁRMÚLA 36 — SÍMI 82420

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.