Þjóðviljinn - 15.04.1983, Síða 1
Ná hægri öflin saman eftir kosningar?
Kjósum gegrt
afturhaldsstjóm
atvinnuleysis-
stjórn og
álfurstastjórn
Þá blasir við atvinnuleysi,
eignahrun og landflótti
Um þetta snýst kosningabaráttan
áttu og hafa margir eldri Alþýöuflokksmenn
haft samband viö mig.
- Hægri öflin í Framsóknarflokknum og
Sjálfstæðisflokknum eru að ná saman.
Þeir ætla sér að mynda ríkisstjórn strax
eftir kosningar. Frambjóðendur Fram-
sóknarflokksins keppast við að þvo
þessa staðreynd af sér í samtölum og á
framboðsfundum. Þeir vilja vafalaust vel,
en þeir verða ekki spurðir eftir kosningar.
Þá ákveður Ólafur Jóhannesson hvert
verður stefnt og myndar ríkisstjórn ásamt
Tómasi Árnasyni og íhaldinu. Hægri
stjórnin stefnir þjóðinni í atvinnuleysi,
kreppu og kvíða. Atvinnuleysi þýðir
eignahrun alþýðu og niðurskurð félags-
legrar þjónustu. Það er þetta sem blasir
við eftir kosningarnar ef íhaldsöflin kom-
ast til valda.
- Þannig komst Svavar Gestsson formað-
ur Alþýöubandalagsins aö oröi er Þjóðviljinn
ræddi við hann í gær um kosningabaráttuna
og stööu hennar. Hann sagöi ennfremur:
„Talsmenn flokkanna reyna að fela þessar
staöreyndir hægri stefnunnar meö því aö
ræða um húsnæðismál eöa önnur félagsleg
réttindamál. Þessar umræöur eru einungis til
þess aö villa mönnum sýn. Tilgangur þeirra
er sá einn aö fela fyrir almenningi þaö sem
raunverulega er aö gerast: Á bak viö tjöld
kosningaloforðanna leynist hægrivofan sem
skipuleggur atvinnuleysi og landflótta áöur
en varir.“
Alþýðubandalagid er
eini flokkurinn sem
vinstrimenn geta treyst
Alþýðuflokkarnir úr leik
Bæði flokksbrot Alþýöuflokksins eru úr leik
í hinum raunverulegu átökum í efnahagslíf-
inu á íslandi. Bandalag jafnaöarmanna nefn-
ir aldrei efnahags- og atvinnumál. Þar lifa
menn á loftinu. Alþýöuflokkurinn er til allra
hluta gagnslaus og sleikir sár sín vegna innri
átaka. Óánægjan meö Jón Baldvin í Reykja-
vík fer vaxandi dag frá degi og eldri Alþýðu-
flokksmenn hafa nú margir ákveöiö að styöja
Alþýöubandalagiö. Það er ein athyglis-
veröasta staðreynd þessarar kosningabar-
Munaðarleysingjar úr
Sjálfstæðisflokknum
Þeir Sjálfstæöisflokksmenn sem hafa stutt
Gunnar Thoroddsen hafa ekki ákveðið hvaö
þeir kjósa í kosningunum. Þeir hafa tekiö eftir
því aö flokkskynning Sjálfstæöisflokksins í
sjónvarpi var samfelld árás á Gunnar Thor-
oddsen þrátt fyrir einingartalið. Þetta fólk
veltir því fyrir sér til síðasta dags hvaö þaö á
að kjósa, en þetta fólk kýs ekki Sjálfstæðis-
flokkinn. Hann hefur hrakið þetta fólk frá sér í
stórum mæli.
Aðeins ein vika
til kjördags:
Nú verður
að nota
hverja stund
Askorun frá Svavari Gests-
syni formanni Alþýðu-
bandalagsins, 1. manni
G-listans i Reykjavík
Alþýðubandalagið
eini flokkurinn
Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem hefur sett
fram stefnuskrá í þessum kosningum þar sem í ein-
stökum atriðum er greint frá því hvað flokkurinn vill gera
og hvernig eftir kosningar. Alþýðubandalagið er sterk-
ur og samstæður flokkur og hefur sjaldan verið betur
búinn að málssvörum og málefnum. hess vegna erum
við ekki svartsýn í kosningabaráttunni, en við óttumst
um þessa þjóð og þetta land ef íhaldið kemst til valda.
Það má aldrei gerast.
Svavar Gestsson: Á bak við tjöld kosningaloforðanna
leynist hægri vofan sem skipuleggur atvinnuleysi og
landflótta áður en varir.
Áskorun
Nú þarf að nota hverja stund, hvert augnablik sem
gefst til þess að koma í veg fyrir sigur hægri aflanna.
Þeir sem vilja verja ísland fyrir atvinnuleysinu þeir
styðja Alþýðubandalagið. Ég skora á alla stuðnings-
menn Alþýðubandalagsins að nota hvert augnablik þar
til kjörstöðum verður lokað til þess að vinna að sigri
Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagið er eina leiðin
til þess að bjarga íslandi og íslendingum frá örlögum
íhaldsins.
■eÆG/tA á
ERLEWDRI
STDRIÐJU
islensha leiö