Þjóðviljinn - 11.05.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.05.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Miðvikudagur 11. maí 1983 Þegarbarna- frœðslan í Reykjavík fór fram á dönsku Bridge Portisch - Karpov Það merkilega við þessa stöðu er það að hún hafði komið upp einu ári áður í skák milli Petrosjans og Balashovs. Petrosjan sem hafði hvítt lék 20. Bb3 og eftir 20. - Dc7 21. De4! Kg7 2. Bxf7+! Kxf7 23. Bh6! varð Bal- ashov að leggja niður vopnin. 20. Had1? (Eðlilegur leikur sem gefur góð fyrirheit.) 20. .. Dc7 21. Bxg6 fxg6 22. Dc4+ Kg7 23. Bf4 Ba6M (Snilldar varnarleikur sem Portisch hafði ekki séð fyrir. Hann bjóst við 23. - b5 og eftir 24. Dc3 kemur upp endatafl sem er unnið á hvítt.) 24. Dc3+ Bf6 25. Bxc7 Bxc3 26. Hxe8 Hxe8 27. bxc3 Be2! - og þó svartur sé peði undir þá er það versta að baki. Hann hefur mótspil vegna veikleikans á c3. Skákinni laun með jafntefli í 41. leik. Haustið 1848 var endurbygg- ingu dómkirkjunnar lokið. Fór vígsla hennar fram þann 28. okt.. Ilclgi Thordarsen biskup vígði kirkjuna en lionum til aðstoðar voru þeir Asmundur Jónsson, dómkirkjuprestur, og dr. Pétur Pétursson, forstöðumaður Prestaskólans. Fjölmenni mikið var við at- höfnina og Túmaði kirkjan eng- anveginn þann söfnuð allan. Reikningsglöggir menn töldu að endurbæturnar á kirkjunni hefðu kostað 40 þús. ríkisdali. Barnaskólinn, sem rekinn hafði verið í Reykjavík um hríð, va'rð nú að hætta störfum. Var ástæðan sú, að enginn styrkur fékkst nú lengur úr Thorkilli- sjóðnum til skólahaldsins. Pétur Guðjónsson hafði veitt skólanum forstöðu undanfarna 8 vetur og þótti farast vel úr hendi. Hinsveg- ar hafði kennslan áð mestu leyti farið fram á dönsku! - mhg. Skák Karpov að tafli — 136 Einvigi Karpovs og Portisch um 1. verö- laun í Mílanó-mótinu lauk meö naumum sigri heimsmeistarans, 3'/2 : 2'h. Þá lauk einvígi Petrosjans og Ljubojevics um 3. sæt- ið meö jafntefli, 3:3. Sigur Karpovs var svo sannarlega ekki áreynslulaus. Hann vann aöeins eina skák, en öörum lauk með jafn- tefli. Porfisch fékk kjðriö tækifæri í 5tu skák einvígisins. Hann var með gjörunnið tafl, en fann ekki vinninginn: Álaugardaginn var héldu nemendur í Snælandsskóla í Kópavogi vorhátíð og buðu foreldrum sínum að líta á afrakstur starfsvikunnar, sem lauk þann dag. Einar Karlsson, ljósmyndari Þjóðviljans, tók þessa mynd af útitafli, sem krakkarnir höfðu smíðað á starfsvikunni. I tveim leikjum fengu N-S pör á öðru borðinu að leika 4 spaða. Út koma lauf ás og engin leið að hnekkja spilinu lengur, þótt skitt sé i tromp. Tvöföld „game" sveifla, því A-V pör sömu sveita héldu áfram í 5 hjörtu, sem eru „óhnekkjandi". Reyndar fengu tvö pör aðeins 9 og 10 slagi í hjarta samning, rýr uppskera, sér- staklega fyrir annað parið sem fékk að spiia úttektina á 4. sagnþrepi (?) en hitt parið hélt rakleitt í slemmu. (Eigum við að segja að útspil sé tigull? Sagnhafi fer upp með ás, trompað. Lauf til baka á ás. Tromp á ás (?) og nú er sagn- hafi læstur inní borði og hlýtur að gefa 3 slagi i viðbót!) Gœtum tungunnar Sagt var: Þeir eru andsnúnir hvorutveggju. Rétt væri: Þeir eru andsnúnir hvorutveggja. Heimsþing A Ikirkj uráðsins Æskan í þriðja tbl. Æskunnar er m.a. að finna eftirtalið efni: Dýraspítalinn í Víðidal. Fróð- leiksmolar um páskana. „Sorg- legt að fara á mis við íþróttirnar“, spjallað við sjónskerta tvíbura. Lína langsokkur í Þjóðleikhús- inu. Heilsíðulitmynd af Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Heimsþing templara í Bergen 1982. Á grímu- dansleik í Fellahelli. „Stefni að því að stökkva hæð mína“, rætt við Sigurð Matthíasson, íslands- methafa í hástökki án atrennu. Norræn listsýning. Frá Um- ferðarráði. Fjölskylduþáttur. Horfðu ekki of mikið á sjónvarp- ið. Gott íþróttalíf á Austurlandi, Gunnar Vilhjálmsson tekinn tali. Hættur af rafmagni og skyndi- hjálp, eftir Ómar Friðþjófsson. Poppmúsik í umsjá Jens Guðmundssonar. Persónulýsing Bubba rokkkóngs o.m.fl.. - mhg. Norður S 987 H G32 KG8432 9 Vestur S 4 H 1098654 T 1075 L A32 Austur S G2 H AK7 T AD96 L KDG6 Suður S AKD10653 H D T - L 108754 Hvað er rétta sögnin á S spilin eftir sterka lauf opnun f A? - 4 S þrátt fyrir „öfugar" hættur? Sennilega er það árangursríkast á slík kort. En vestur? - Eru ekki 5-H þá jafn „sjálfsögð" í slíkri stöðu? Sjötta heimsþing Alkirkjuráðs- ins verður haldið 24. júlí - 10. ágúst í sumar í Vancouver, Kan- ada. Yfirskrift þingsins er: Jesús Kristui - líf heimsins. Meðal þeirra meginefna, sem tekin verða fyrir á heimsþinginu, eru: - Kristinn vitnisburður í sundr- uðum heimi. - í átt til einingar kristinnar manna. - Barátta fyrir réttlæti og mann- legri virðingu. - Stuðningur og samfélag innan þjóðfélagsins. - Ógnun við friðinn og afkomu mannsins. Má geta þess að norrænir full- trúar á heimsþinginu hafa ákveð- ið að fjalla sérstaklega um a) friðar- og afvopnunarmál, b) mannréttindamál, sérstaklega málefni hins svokallaða fjórða heims, en það eru frumbyggjar landanna svo sem Eskimóar, Samar, Indíánar o.s.frv.. c) ein- ing kirkjunnar. Island fær að senda tvo fulltrúa á þingið og eru það herra Pétur Sigurgeirsson biskup og séra Dalla Þórðardóttir. Ennfremur er þess vænst að framkvæmda- stjórar Hjálparstofnunar kirkj- unnar og Hins íslenska biblíufé- lags komist til Heimsþingsins. Ungur guðfræðingur, Pétur Þor- steinsson, mun verða starfsmað- ur þingsins. (Úr Víðförla, málgangi íslensku þjóðkirkjunnar, apríl 1983.) Senn fer boltinn að rúlla í lslandsmótinu í knattspyrnu. í tilefni þess og að sífellt fer veðrið batnandi, birtum við þessa skemmtilegu mynd. Enn berum við niður á Isl. mótinu í sveita- keppni, enda af nægu að taka, engu líkara en tölvan hefði á stundum verið haldin svonefndu viðáttubrjálæði, eyður í 5. hverju spili (hefur verið kannað) og lita- lengdir sem rétt mörðu að tolla inná út- skriftar eintökunum. 5. umf. spil 18. A/N-S á hættu:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.