Þjóðviljinn - 11.05.1983, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Gamlar syndir gerðar upp:
Borgin fær Engey
og 17 miljónir að auki
Borgarráð staðfesti í gær sam-
komulag um skuldauppgjör milli
borgarsjóðs og ríkissjóðs vegna
framkvæmda við heilbrigðisstofn-
anir í Reykjavík frá fyrri árum.
Samkvæmt samkomulaginu fær
Reykjavíkurborg Engey og 2,6
hektara spildu í Selási í sinn hlut,
jafnvirði 7,5 miljóna króna með
verðtryggðu skuldabréfi til þriggja
ára.
Hér er um að ræða eftirstöðvar
af lögbundnum framlögum ríkis-
sjóðs til byggingar Arnarholts, B-
álmu og G-álmu Borgarspítalans.
Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri
í heilbrigðisráðuneytinu sagði í
samtali við Þjóðviljann í gær að
hann teldi eðilegt að tala um þetta
sem skuld ríkissjóðs við borgar-
sjóðs. Þessar tölur væru til komnar
vegna þess að borgin hefði byggt
hraðar og meira en sem nam fram-
lagi á fjárlögum hverju sinni og
hefði borgin því stofnað til þessara
eftirstöðva á eigin ábyrgð.
Jón sagði að þessar eftirstöðvar
hefðu þegar verið farnar að mynd-
ast á árinu 1971, en þær hefðu síðan
vaxið óðfluga, einkum eftir 1975
þegar kostnaðarþátttaka ríkissjóðs
jókst úr 60 í 85% og bygging Borg-
arpítalans var í fullum gangi.
Frá því á árinu 1980 hafa fulltrú-
ar ríkis og borgar staðið í samning-
um um uppgjör á þessum eftir-
stöðvum og sagði Jón að lengst af
hefði strandað á kröfu borgarinnar
um verðbætur, sem fjárveitinga-
valdið hefði ekki viljað fallast á.
Frá því 1979 hefur það verið yfir-
lýst stefna borgarinnar að ganga
ekki hraðar fram en svo í fram-
kvæmdum að fjárveitingar á fjár-
lögum dygðu sem framlag ríkis-
sjóðs og sagði Jón að við þá stefnu
hefði verið staðið að mestu síðan.
Jón sagði að lokum að samskipti
ríkisins og annarra sveitarfélaga
væru sama marki brennd nema
hvað önnur sveitarfélög hefðu vart
það fjárhagslega bolmagn sem þarf
til að halda úti framkvæmdum af
þessari stærðargráðu án þess að
fjárframlag ríkisins væri tryggt á
fjárlögum hverju sinni. _ÁI
Sumarfrí og samvera á vegum AB
Laugarvatn vinsælt
Eins og drepið var lítillega á ■
ÞjóÖviljanum síðustu tvo dagana
f'yrir kjördag efnir Alþýðubanda-
lagið til sumarfrís og samveru á
Laugarvatni í sumar eins og í fyrra.
Þegar hefur borist fjöldi pantana og
er greinilegt að áhuginn ætlar ekki
að vera minni en í fyrra.
Um er að ræða vikurnar 18. til
22. júlí og 25. til 31. júlí. 50 manns
hafa þegar pantað pláss á Laugar-
vatni fyrri vikuna, en 40 ntanns þá
seinni. Rúnt er fyrrir 80 manns
hvora vikuna.
Hægt er að panta pláss á Laugar-
vatni á skrifstofu Alþýðubanda-
lagsins, sími 17500 og þar eru gefn-
ar allar nánari upplýsingar. í Þjóð-
viljanum næstu daga verður aug-
lýst hvenær frestur til þess að festa
sér Laugarvatnsdvöl rennur út.
-ekh
Grímur Hjörleifsson í fangi afa
síns, en þcir áttu báðir afmæli sl.
mánudag, annar eins árs og hinn
sextugur. Ljósm. eik.
Glatt á hjalla!
Stcfán Jónsson varð sextugur sl.
mánudag 9. maí, og hafði af því
tilefni opið hús í Þingholti frá 5 - 7.
Þangað kom fjöldi manns að hylla
afmælisbarnið og var glatt á hjalla
eins og jafnan kringum Stefán.
Stefáni voru færðar góðar gjafir
og fluttar ræður snjallar og vísur
voru hafðar yfir bæði eftir Stefán
sjálfan og aðra. Svavar Gestsson,
Valgeir Sigurðsson, Sigfús A. Jó-
hannsson, Steingrímur Hermanns-
son, Halldór Blöndal og Þorsteinn
Ö. Stephensen ávörpuðu Stefán og
hann svaraði fyrir sig eins og hon-
um einum er lagið. Baldvin Hall-
dórsson flutti kveðju í bundnu máli
frá Jónasi Árnasyni og Guðrúnu
Jónsdóttur.
Þorsteinn Ö. Stephensen sagði kátlegar sögur úr útvarpstíð þeirra Stefáns
og flutti honum brag við mikinn fögnuð viðstaddra. Ljósm. eik.
Samhljóða ályktun miðstjórnar ASÍ og stjórnar BSRB
Verðbólgan verður ekki læknuð
með rothöggi 1. júní eða 1. sept
Ekki má hörfa á vit
samdráttar, langvinnrar
líf sk j araskerðingar
og atvinnuleysis
A fundum sínum í gær gerðu
miðstjórn Alþýöusambands ís-
lands og stjórn Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja samhljóða á-
lyktun, sem samþykkt var með at-
kvæðum allra miðstjórnarmanna
ASÍ og allra stjórnarmanna BSRB.
Alyktunin fer hér á eftir í heild sinni
með millifyrirsögnum blaðsins.
„Að mati Þjóðhagsstofnunar
rýrna þjóðartekjur á mann um 8-
9% á árunum 1982 og 1983. Sömu
áætlanir gera ráð fyrir því að
heildartekjur heimilanna að frá-
dregnum beinum sköttum rýrni að
öllu óbreyttu um 9-10% á sama
tímabili. Flest bendir til þess, að
hér sé síst um vanmat að ræða.
Af framansögðu er ljóst, að sá
samdráttur, sem orðið hefur á
þjóðarframleiðslu á sl. 2 árum hef-
ur af ríflegum þunga komið niöur á
pyngju launafólks. Tekjurýrnunin
er þeim mun aivarlegri sem full
verðtrygging lána miðast við
óskerta lánskjaravísitölu og íþyngir
mjög þeim sem skulda vegna eigin
húsnæðis. Einnig skal minnt á, að
lægstu laun eru aðeins 9.581 króna
á manuði. Af þeim tekjum er úti-
lokað að draga fram lífið ef greiða
þarf háa húsaleigu eða standa
undirklyfjum orkukostnaðar. Með
skírskotun til þessa vekur það
furðu, að í þeirri efnahagsumræðu
sem átt hefur sér stað að undan-
förnu skuli kaupmáttur launafólks
og verðbótakerfið talið höfuðor-
sök þess vanda sem þjóðarbúið nú
stendur frarrimi fyrir.
Kaupmátturinn
aðalatriðið
Enn á ný vill miðstjórn Alþýðu-
sambands Islands og stjórn BSRB
árétta, að verðbótakerfið er engan
veginn fullkomið. Verðbótakerfið
er með þeim göllum, að í 60%
verðbólgu verða launþegar að
sækja 6-7% grunnkaupshækkun á
ári eigi kaúpmætti ekki að hraka.
Verðbótakerfið tekur . tillit til
viðskiptakjara þjóðarbúsins, það
mælir bætur vegna verðhækkana
sem þegar eru orðnar og getur eng-
an veginn talist undirrót þess verð-
bólguvanda sem nú er við að etja.
Verkalýðshreyfingin hefur æ ofan í
æ ítrekað, að hún er ekki bundin á
klafa tiltekins kerfis, og það er
kaupmátturinn sem gildir. Finnist
aðrar leiðir sem tryggi kaupmátt
launafólks er verkalýðshreyfingin
reiðubúin til þess að ræða þær
leiðir.
Á undanförnum árum hafa
stjórnvöld ítrekað gripið til þess
ráðs að skerða verðbætur á laun.
Yfirlýst markmið þessara aðgerða
hafa ávallt verið aðdraga úr verð-
bólgu. Þessar aðgerðir hafa lítt
stoðað, sem berlega sannast af því,
að hvert verðbólgumetið af öðru
hefur verið slegið og þjóðin stend-
ur nú frammi fyrir 100% verð-
bólgu.
Efnahagsstjórn
ábótavant
Samtímis því sem á ógæfuhlið
hefur sigið í verðlagsmálum hefur
uPPbygging atvinnulífs setið á hak-
anum. Stjórnvöld hafa því miður
ekki borið gæfu til þess að móta
samræmda efnahagsstefnu til langs
tíma. Afleiðingar þessa eru m.a.
þær, að þjóðin uppsker ekki lengur
ávöxt síns erfiðis, hagvöxtur hefur
stöðvast og uggvænlegar horfur
eru í atvinnumálum. Allt of lítið
hefur verið unnið að almennri
efnahagsstjórn, en þeim mun meiri
áhersla lögð á beinar aðgerðir á
sviði launamála. Á þessu verður að
verða breyting.
Vinnum okkur
út úr vandanum
Verúlegar blikur eru nú á lofti í
atvinnumálum. Aflasamdráttur,
stöðvun og frestun verklegra fram-
kvæmda á vegum einstaklinga og
opinberra aðila teiknar til erfið-
leika í atvinnumálum nú á næstu
mánuðum. Gegn þessum erfiðleik-
um verður að snúast. Verkalýðs-
hreyfingin lítur svo á, að frunt-
skylda stjórnvalda á sviði efna-
hagsstjórnar sé að tryggja fulla
atvinnu. Ánauð atvinnuleysis er
böl sem bægja verður frá. Mið-
stjórn Alþýðusambands íslands og
stjórn BSRB leggur þunga áherslu
á, að lausn þessa vanda getur í höf-
uðatriðum farið saman við lausn
þess almenna vanda sem við er að
glíma í efnahagsstjórn. Veröbólg-
an verður ekki læknuð með rot-
höggi 1. júní eða 1. september.
Hún verður ekki læknuð með
aðgerðarleysi atvinnuleysis. Gegn
vandanum verður að ráðast með
virkri atvinnuuppbyggingu sem
kjarna nýrrar cfnahagsstefnu.
Þjóðin verður að vinna .sig út úr
vandanum cn hörfa ekki á vit sam-
dráttar, langvinnrar lífskjara-
skerðingar og atvinnuleysis.
Kjarni nýrrar
efnahagsstefnu
í þessu sambandi bendir mið-
stjórn Alþýðusambands íslands og
stjórn BSRB m.a. á eftirfarandi:
- Skipulega verði unnið að hag-
nýtingu orkuauðiinda lands-
ins samhliða uppbyggingu stór-
iðnaðar og eflingu annarrar at-
vinnustarfsemi.
- Starfsskilyrði íslensks iðnaðar
verði bætt og hagræðing aukin.
Útflutningsgreinar almenns
■ iðnaðar verði efldar og sett
ákveðin stefnumörk um mark-
aðshlutdeild einstakra sam-
keppnisgreina á innlendum
markaði.
- Samræmt verði skipulag veiða og
vinnslu. Lögð verði áhersla á
aukin gæði og fullvinnslu sjá-
varafurða innanlands, mark-
aðsleit og uppbyggingu nýrra
markaða.
- Framleiðsla landbúnaðarvara
miðist við þarfir innlends mark-
aðar og stefnt verði að aukinni
hagkvæmni í framleiðslu og
vinnslu landbúnaðarvara.
- Skipulag opinberrar þjónustu
verði bætt þannig að betri þjón-
usta náist með minni tilkost-
naði.
- Áhersla verði lög á hagræðingu í
bankastarfsemi, verslun og
annarri þjónustu.
- Fjárfestingarlánasjóðir verði
sameinaðir og fjármagni beint í
þær framleiðslugreinar og til
þeirra fyrirtækja sem best nýta
það til atvinnuuppbyggingar og
hagræðingar.
- Skipuleg úttekt fari fram á
atvinnumálum með sérstakri
hliðsjón af áhrifum nýrrar tækni
á mannafla.
Markmiðin eru fleiri og röð
þeirra skiptir ekki meginmáli. Ár-
angurinn eru ekki ákvarðaður af
upptalningunni, heldur af raun-
hæfri framkvæmd. Nýsköpun arð-
bærrar atvinnustarfsemi er frum-
nauðsyn ef ekki á að koma til
atvinnuleysis og hún er jafnframt
fQrsenda þess að árangur náist í
baráttu við verðbólgu.
Miðstjórn Alþýðusambands ís-
lands og stjórn BSRB beinir þeirri
eindregnu áskorun til stjórnvalda
og stjórnmálaflokka, að nú verði
brotið blað í efnahagsstjórn, og að
sem víðtækastri samstöðu verði
náð um stefnu, sem taki tillit til
sjónarmiða verkalýðshreyfingar-
innar.“