Þjóðviljinn - 11.05.1983, Qupperneq 5
MiSvikudagur 11. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Hugmyndir um vísi-
töluskerðingar 1. júni
Hljótum að
mótmœla
Segir Grétar
Þorsteinsson
formaður Trésmiða-
félags Reykjavíkur
Ég hlýt að fordæma og mótmæla
þeim áformum sem uppi eru um að
skerða vísitölubætur á laun, sagði
Grétar Þorsteinsson formaður
Trésmiðafélags Reykjavíkur um
yfirlýsingar Seðlabankastjóra og
fleiri um væntanlegas' vísitölu-
skerðingar 1. júní.
- Mikil býsn eru þær fullyrðing-
ar manna, að það sé einhver hol-
skefla að ríða yfir 1. júní næstkom-
andi. Staðreyndin er sú að launa-
fólk hefur búið við óðaverðbólgu
og holskeflu á undanförnum mán-
uðum. Verðbætur 1. júní gera ekki
annað en mæla þessa verðbólgu að
hluta til - og endurgreiða að hluta
launafólki sem það hefur misst í
kaupmætti næstu mánuði á undan.
I samhengi
við stjórnarmyndun
- Fjallræður þeirra Jóhannesar
Nordal og Jóns Sigurðssonar hljóta
að skoðast í samhengi við það sem
Jón Karlsson
Sauðárkróki___________
Athugandi
að stofna
launa-
mannasjóði
- Það er algjört lágmark að bent
sé á leiðir til að verja láglaunafólkið
ef hrófla á við vísitölubótunum,
sagði Jón Karlsson á Sauðárkróki.
Það er ómaksins vert fyrir verka-
lýðshreyfinguna að athuga hug-
myndina um launamannasjóði,
sagði Jón enn fremur:
- Vísitölukerfið er í sjálfu sér
ekkert heilagt og mér finnst sjálf-
sagt að breyta því eða að koma
með eitthvað nýtt í staðinn, þarsem
láglaunafólkið er varið fyrir verð-
hækkunum.
- Það sem verið er að tala um nú
er ekkert nýtt, því miður. En það
er eins með þetta hjá okkur í verka-
lýðshreyfingunni. Við erum dálítið
stöðnuð í umræðu og leiðum út úr
hringiðunni. Ég tel að við í verka-
Karvel Pálmason
Bolungarvík__________
„Ekkert
nýtt”
Það er ekkert nýtt í þessum hug-
myndum, að mínu mati, sagði
Karvel Pálmason formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags Bol-
ungarvíkur um hugsanlegar
skerðingar eða afnám á vísitölu-
bótum.
Hvað finnst þér um hugmyndir
sem fram komu nýverið hjá Jó-
hannesi Nordal og Jóni Sig-
urðssyni?
Ég tek ekki mark á slíkuin hug-
myndum. Svona nokkuð hefur líka
heyrst áður úr þeim herbúðum.
Það er ekkert hægt að segja um
svona hugmyndir fyrr en ábyrgir
aðiljar láta sitt uppi.
Grétar Þorsteinsson: Fjallræður
þeirra Jóhannesar og Jóns eru í
samhengi við yfirstandandi stjórn-
armyndun og falla þar væntanlega í
góðan jarðveg.
er að gerast á stjórnmálasviðinu,
yfirstandandi stjórnarmyndun og
falla þær væntanlega í góðan
jarðveg. Ýmislegt hefur maður nú
séð og heyrt af þessum toga, en ég
held að ég hafi aldrei heyrt það fyrr
frá slíkum opinberum starfsmanni
einsog Jóni Sigurðssyni að ógilda
eigi með lögum þá kjarasamninga
sem eru í gildi. En það var einmitt
einn þeirra kosta sem Jón Sigurðs-
son sá útúr meintri holskeflu 1. j úní
næstkomandi í ræðu sinni hjá
Vinnuveitendasambandinu, sagði
Grétar Þorsteinsson formaður
Trésmiðafélags Reykjavíkur að
lokum.
— óg.
Jón Karlsson: Verkalýðshreyfingin
ætti að hafa forgöngu um nýjar
ieiðir.
lýðshreyfingunni ættum að hafa
forgöngu um nýjar leiðir og reyna
eitthvað ferskt og nýtt.
- Sú hugmynd sem skaut upp
kollinum fyrir nokkru um sérstaka
launamannasjóði, sem færa verka-
fólki aukinn rétt, finnst mér vera
ómaksins vert að athuga fyrir
verkalýðshreyfinguna. Þetta hjakk
okkar er stundum þreytandi og
leiðinlegt, - og ég held að það sé
kominn tími til að breyta til, sagði
Jón Karlsson formaður verka-
lýðsfélagsins á Sauðárkróki.
-óg.
Karvel Pálmason: Vantar haldbær
gögn.
Heldur* þú að komi til kjara-
skerðingar 1. júní?
Ég hef ekki séð nein haldbær
gögn um þetta ennþá. Á hitt er og
að benda, að þetta er ekkert nýtt.
Stjórnvöld hverju sinni, ekki síst
síðasta ríkisstjórn, hafa ráðist á
kjarasamninga og vísitöluna fyrr.
Hefur þú einhverja hugmynd um
til hvers konar aðgerða eigi að
grípa 1. júní?
Ég kýs ekki að tjá mig um það á
þessu stigi málsins, sagði Karvel
Pálmason að lokum.
-óg.
r
Alyktun framkvæmdastjórnar Sambands byggingamanna:
Skerðing verðbóta
leysir engan vanda
Forstöðumenn Seðlabankans og þjóðhagsstofnunar
afhjúpa ráðleysi sitt í efnahagsmálum
„I rösklega 43 ár hafa vcrðbætur tíðkast á laun.
Af þessum 43 árum hafa yfirvöld látið verðbóta-
kerfið afskiptalaust í aðeins 36 mánuði. Með öðr-
um orðum sagt hefur stjórnvöldum og efnahags-
spekingum þeirra tekist að skerða umsamdar
verðbætur í samtals 40 ár af 43. Þrátt fyrir að
skerðingar verðbóta séu sagðar helsta leiðin til
viðnáms gegn verðbólgu þá sýnir 40 ára ferill verð-
bótaskerðinga annað.
Stjórnvöldum og hagspekingum þeirra hefur
enn ekki auðnast að sjá samhengi þess að verðbæt-
ur á laun verða engar nema að á undan hafi gengið
hækkun vöruverðs og þjónustu. Verðbætur á laun
er afleiðing en ekki orsök verðhækkana.
Enn einu sinni hafa forstöðumenn Seðlabank-
ans og Þjóðhagsstofnunar afhjúpað ráðleysi sitt í
lausn efnahagsmála. Enn einu sinni kyrja þeir aldna
og úrelta sálminn sinn um að afnám verðbóta á
laun sé lausnarorð efnahagslífsins. Reyndar ganga
þeir nú enn lengra en oft áður og krefjast ógilding-
ar nokkurra mánaða gamalla kjarasamninga. Það
er von Framkvæmdastjórnar Sambands bygginga-
manna að nýkjörnir alþingismenn taki ekki mark
á svikulum orðum þessara herramanna.
Samband byggingamanna vekur sérstaka at-
hygli á því, að þann 14. júní 1982 samþykktu aðild-
arfélög sambandsins kjarasamningi til þriggja
ára. Það er lengri samningstími en áður hefur
tíðkast hér á landi. Unt tvo kosti var að velja: Að
hafa launahækkanir tiltölulega litlar auk verð-
bóta, eða kjarasamning ári verðbóta með tiltölu-
lega miklum og örum kauphækkunum þar serri
verðbólgan væri áætluð fyrirfram. Fyrri kosturinn
var valinn og öllum sem vilja sjá má vera ljóst að
verðbótaákvæðin eru alger forsenda svo langs
kjarasamnings. Langur samningstími hefur um
áratuga skeið verið ofarléga á óskalista atvinnu-
rekenda og efnahagssérfræðinga. Ef þessi tilraun
aðildarfélaga Sambands byggingamanna til þess
að ganga til móts við þessi sjónarmið verður ógild-
uð þá mun Framkvæmdastjórn Sambands bygg-
ingamanna taka til alvarlegrar íhugunar hvort ekki
sé ástæða tii þess að hvetja til öflugrar baráttu
gegn því“.
Jón Kjartansson
um boðskap Seðlabankastjórnas
„ Varla við öðru
að búast þaðan ”
Þak á vísitölubætur, jafnhá krónutala
á lágu launin, og launamannasjóðir
væru vænlegri leiðir 1. júní
- Það var varla viS öðru að búast
úr þeirri áttinni, sagði Jón Kjart-
ansson formaður Verkalýðsfélags
Vestmannaeyja, er blaðið innti
hann álits á viðhorfum Jóhannesar
Nordals og Jóns Sigurðssonar um
afnám vísitölubóta 1. júní n.k.
- Því miður eru þær hugmyndir
sem uppi eru núna framhald af því
sem áður hefur gerst. Verkalýðs-
hreyfingin gaf grænt ljós á
skerðingu vísitölubóta í fyrrasumar
- og ríkisstjórnin var ekki sein á sér
að grípa þá skerðingu á lofti. Og ég
held að það hafi ekki verið vegna
þess að þingmeirihluti hafi ekki
verið fyrir hendi að vísitölufrum-
varp Gunnars Thoroddsen náði
ekkiframaðgangaáþinginu. Það
var komið of nærri kosningum.
- En boðskapur aðalpáfa ís-
lenskra peningamála er ekkert nýr
af nálinni. Aftur á móti kom mér
málflutningur Jóns Sigurðssonar
meira á óvart. Ég hefi nefnilega
heyrt hann segja að hann teldi að
vísitölubinding launa veitti fyrir-
tækjum visst aðhald í rekstri til
sparnaðar. En svo virðist sem mað-
urinn hafi lært önnur fræði í dvöl
sinni erlendis.
- Jóhannes Nordal er alltaf að
væla þetta um að verði að rjúfa
tengsl verðlags og kauphækkana,
það verði að kippa vísitölunni úr
sambandi til að bjarga rekstri fyrir-
tækjanna. Þetta er bankastjóri þess
banka sem skilar tæpum miljarði í
hagnað á síðasta ári. Ef maðurinn
er þeirrar skoðunar að það eigi að
taka verðbætur af launafólki til að
bjarga rekstri fyrirtækja, væri þá
ekki nær að hann tæki hagnað
Seðlabankans og skilaði honum til
fyrirtækjanna. Þessi hagnaður er
nefnilega þannig til kominn.
Launamannasjóður
með réttindum
- Því hefur oft verið ranglega
haldið fram að verkalýðsfélögin
hefði eitthvað á móti breytingum á
.núgildandi vísitölukerfi. Það er
ekki rétt. JJvað eftir annað hefur
Verkamannasambandið lagt til að
sett verði þak á vísitölubætur og
greidd jafnhá krónutala á lægri tax-
ta. Þetta vil ég að verði gert einnig
nú.
- Ég heyri það hjá mjög mörg-
um, að allir vilja taka þátt í því að
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
formaður Sóknar
Víðtæk uppstokkun
Eg hef alltaf verið andstæðingur
þess verðbótakerfis sem nú er við
lýði. En að ráðst á launin eingöngu
leysir engan vanda“, sagði Aðal-
heiður Bjarnferðsdóttir formaður
Sóknar.
- Það þarf að taka á efnahags-
málum í heild s'inni og gera þarf
víðtæka uppstokkun.
Óttast þú árásir á laun verka-
fólks um mánaðarmótin?
Mér sýnist allt benda til þess að
menn séu uppi með tilburði í þá
veru.
Jón Rjartansson. Sá hluti skerðing-
arinar sem launafólk tekur á sig á
að fara í sérstaka launamanna-
sjóði, sem fjárfestu í fyrirtækjunum og
veita starfsfólki íhlutunarrétt um
málefni eigin vinnustaða.
axla hluta byrðarinnar. En vel að
verkja sinn hluta. Það er ekki hægt
að ætlast til þess að einungis launa-
fólk taki á sig byrðarþjóðfélagsins.
-Ég hef líka lagt það til að sá
hluti vísitöluskerðingar sem launa-
fólk tekur á sig verði lagður í sér-
stakan sjóð, launamannasjóð. Sá
sjóður gæti styrkt þau fyrirtæki sem
eiga í erfiðleikum gegn því að
starfsfólk fengi hlutdeild í stjórnun
fyrirtækjanna. Og verkafólk fjár-
festi þannig í fyrirtækjum. Ég tel
einni að þetta væri hyggilegasta
leiðin nú, ef á að koma til vísitöl-
uskerðingar. Ríkisstjórnir og
stjórnvöld geta ekki gengið hart að
láglaunafólki nú. Það má heldur
ekki gerast einsog á viðreisnarár-
unum og stjórnartíð Geirs Hall-
grímssonar, að fólk þurfi að flýj a úr
landi, sagði Jón Kjartansson úr
Vestmanneyjum að lokum. -óg
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.
Er verkalýðshreyfingin í stöðu til
að verjast slíkri árás?
Ég vil hafa sem fæst orð um það á
þessu stigi.