Þjóðviljinn - 12.05.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.05.1983, Blaðsíða 2
10 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 12. maí 1983 Limskærin Framhald af bls 9. meö þau eins og öllum ætti að vera augljóst.“ Tískusveiflur í trjáræktinni - Eru ekki tískusveiflur í trjáræktinni? „Jú, þær eru miklar, sérstaklega aö því er varðar víði- og runnategundir. Einu sinni vilduallirbrekkuvíði, en þegarhann varð lúsugureitt vorið, komst gljávíðirinn í tísku. Hann kól illa einn veturinn og þá vildu allir Alaskavíði, en þaðer reyndar samheiti yfir fjölbreytilegar tegundir, sem reynst hafa misvel. Það er líka alltaf að komaeitthvað nýtt á markaðinnogeftir að landslagsarkitektarfóru að skipuléggja garða fyrir fólk ræðst plöntuvalið eðlilega af plöntulistum þeirra.“ Ný víditegund á markaðinn „Nú í sumar byrjum viö hjá Skógræktinni með nýja tegund víðis, sem við höldum aö muni duga vel þar sem sumarið er stutt og svalt. Við köllum hann strandavíði, en hann er ættaður vestan úr Steingrímsfirði. Þetta er afbrigði af íslenska gulvíðinum en þó mjög frábrugðinn og viðgerum okkur vonir um að hann muni standa sig betur en aðrar víðitegundir", sagði Sigurður. - Þú minntist áðan á hlynogálm. Þeireru ekki ofarlega á vinsældalistum garðcigcnda núna eins og í byrjun aldarinnar? „Nei, það er mjög lítið um það, því miður. Eins og sjá má í miðbæ Reykjavíkur þá er mögulegt að koma þessum trjám vel til, þótt aðstæður séu auðvitað ekki alls staðar til þess. Það er óhætt að segja að álmurinn er mjög vindþolinn. Það er erfitt aö koma honum uppfyrstu tvo metrana, oghann þarf gífurlega mikinn áburð, en þegar hann er kominn af stað vex hann mjög vel. Okkur gekk t.a.m. ágætlega með hann á Hallormsstað. Álmurinn sem hér er ræktaður er ættaður af nyrstu slóðum Noregs, en nú er bannað að flytja hann inn vegnaálmsýkinnarsem lagt hefurálm í heilum löndum íeyði, t.d. á Bretlandseyjum, og nú er kominn til Norðurlandanna. Hlynurinn ererfiðari. Hann ersuðrænna tré og er ekki einu sinni náttúrlegur í Skandinavíu. Okkurgekk ekkert meðhanri austur á I lallormsstað og það er býsna erfitt að koma honum upp. Þó vex hann hér í Reykjavík ískjóli. BLAÐAUKÞ Alaskaaspir eru að verða með stærstu trjám í Reykjavík. Spurningin um það hvað hægt er að rækta af trjám og hvar, snýst ekki fyrst og fremst um tegundir, heldur veðurfarsstofna eða kvæmieinsogviðköllumþað. Okkar hlutverk hjá Skógrækt ríkisins er að velja og rækta kvæmi sem eru innstillt á ákveðinn vaxtartíma og hitastig, þannig að þau henti til ræktunar hér." Þvoið trén um leið og bílinn! „Víðagerir.saltrokið trjáræktarmönnum erfitt fyrir", sagði Sigurður að lokurn. „Tré þola salt misvel og sitkagreni og íslenski brekkuvíðirinn þola það betur en aðrar tegundir. Særokið þarf þó ekki að komaí ' veg fyrir trjárækt í görðum því ef menn spúla trén um leið og það er gengið yfir, hvort heldur sem er á vetri eðasumri, þá skaðar saltið ekki. Þetta er ekki meira mál en að skola af bílnum, og reyndar minna!", sagði Sigurður Blöndal að lokum. Álmurinn er vindþolinn og vex vel eftir að hann er einu sinni kominn af stað, segir Sigurður. Þessi er við Túngötu. Ljósm. - Leifur. Hlynur á horni Suðurgötu og Vonarstrætis. Við hlið hans stóð lerkitré sem hindraði vöxtinn og urðu blaðaskrif þegar þaö var fellt. Nú saknarenginn lerkisins enda nýtur hlynurinn sín vel. þá eru það vorverkin í garðinum '&/Q. Einnig mikið úrval 9? ooum usa - U ■ ■ ; ■■ ' ■ " ■ : Bgf00io0avoruv«r3cla0 BYGGINGAVÖRUR 2E!ir\ICiC o/%ryrvi/%RK;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.