Þjóðviljinn - 12.05.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.05.1983, Blaðsíða 5
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Kimmtudagur 12. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 BLAÐAUKI BLAÐAUKI ERU BAKTERÍUR LAUSNIN? „Það er miklu meira af eggjum á trjánum núna en var í fyrravor, en það er alltof snemmt að spá því hvert framhaldið verður“, sagði Jón Gunnar Ottósson, skordýrafræðingur, þegar Þjóðviljinn spurði hann um horfur á maðkaplágu í sumar og varnirgegn fiðrildalirfunni. „Ef eggin klekjast út áöur en trén laufgast, verður ekkert fyrir lirfurnar að hafa og þær drepast“, sagði Jón Gunnar. „Ef þau hins vegar klekjast út á eftir laufguninni ráða lirfurnarekki við laufin. Klakið þarf því að hitta á laufgunartíma trjánna til þess að úr þessu verði plága og eins skiptir veðurfarið á vaxtarskeiði lirfanna talsverðu máli. Það er því ekkert hægt að segj a um horfurnar á plágu fyrrennærdregur mánaðamótum.“ í fyrrasumar urðu miklar umræður um varnir gegn fiðrildalirfunni sem herjaði mjög á garða Reykvíkinga og eitrunaráhrif úðunarinnar, sem óspart var beitt. Nú hefur Borgarlæknisembættið í Reykjavík ákveðið að herða eftirlit með úðuninni og hefur öllum garðyrkjumönnum íborginni verið skrifað þar um. Þá hefur embættið birt auglýsingu, þar sem garðeigendur eru hvattir til að úða ekki garða sína nema nauðsynlegt sé, fylgjast grannt með því að aðeins séu úðuð þau tré, sem ormur er í, og aðeins í lygnu veðri af garðyrkjumönnum sem hafa leyfitil úðunar. Baneitrað efni „Menn hafa úðað á öll tré og alla garða allt sumarið, í stað þess að úða á réttum tíma þær trjátegundir einar sem skordýrin leggj ast á“, sagði Jón Gunnar. „Það eru helst lauftré eins og reynir, birki, víðir og álmur, en lirfan sést yfirleitt ekki á öspinni og hún sækir ekki á barrtré. Efnið sem notað er til úðunarinnar er baneitrað," sagði hann. „Það stoppar taugaboð og hefur sömu áhrif á öll dýr, þó það þurfi meira magn á manninn en fiðrildalirfuna. Það er því fráleitt að umgangast þetta eitur eins og gert hefur verið, auk þess sem það er vitagagnslaust að úða á vitlausum tíma og óþarft að úða tré sem engin dýr eru í.“ - En hvenær er þá rétti tíminn til aðúða? „Eggin klekjast yfirleitt um mánaðamótin maí/júní. Lirfan er í trénu 2-3 vikur eftir hitastiginu, fer síðan niður í moldina á silkiþræði og púpar sig þar. Eftir 3 vikur af júní á þvf aldrei að úða án þes að skoða trén mjög vel áður.“ - Nú bentir þú í fyrra á aðrar aðferðir til að losna við fiðrildalirfuna og þann skaða sem hún veldur? „Já, það er hægt að beita ýmsum öðrum aðferðum, sem ekki hafa verið reyndar hér að neinu marki. Þannig má t.d. beita vetrarúðun til þess að drepa eggin. Ég álít það mun auðveldari og skynsamlegri leið og hún er ekki ný, enda lýsir Geir Gígja henni í bók sinni sem kom út 1944. Efnið sem notað er er veik tjörublanda, sem lokar eggjunum og drepur þau. Tjaran skolast síðan af trénu aftur en það má ekki úða barrtré með henni. Það gerir í sj álfu sér ekkert til því fiðrildalirfan sækir ekki í barrtré hér hjá okkur. Að öðru leyti er þetta skaðlaust efni. Ég sprautaði nokkra garða í Reykj avík í vetur og fékk tjöruna auðvitað á fötin mín og hendurnar en það rann af. Gallinn er bara sá að Sölufélagið, sem flytur inn þetta efni á það ekki til semstendur." Límrönd um stofninn „Önnur aðferð er að koma í veg fyrir varpið, og það er einfalt hjá haustfetanum. Kvendýriðer ófleygt og þegar það kemur úr púpunni þarf það að skríða upp trjástofninn til að verpa. Aðferðin er fólgin í því að setja límrönd umhverfis stofninn neðanverðan, þannig að dýrið festist þar. Þetta er mj ög algengt t. d. í ávaxtatrj árækt í Mið-Evrópu og ég prófaði þetta s.l. haust í Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá með ágætum árangri. í sumum trjánum veiddiéghvertdýrsem . ætlaði upp og nú þegar trén eru skoðuð eru engin egg í þeim. Það er hins vegar svo að það er enginn sem flytur þessi sérstöku límbönd inn ennþá og því er erfitt að nálgast þau. Þessi aðferð hentar sérstaklega vel þar sem tré eru fá og hávaxin í görðum en verr við runna.“ Bakteríur sem drepa lirfurnar t vor fékk Jón Gunnar leyfi heilbrigðisráðuneytisins til að flytja inn í tilraunaskyni sérstakar bakteríur, til að granda fiðrildalirfunum. Við báðum hann að segja nánar frá þeim. „Þetta eru jarðvegsbakteríur, em framleiða glycoprótein sem kristallast og leysist ekki upp nema í basísku umhverfi, þar sem sýrustigið er 8-10. í flestum dýrum er umhverfið í meltingarveginum mjög súrt, þar á meðal í manninum, þannig að kristallinn leysist ekki upp þar. Undantekning er fiðrildalirfan, sýrustig í görnum hennar er 8-10 og þegar hún étur bakteríurnar með laufunum leysist kristallinn upp og drepur hana. Hins vegar á maðurinn að öllum líkindum að geta étið fleiri kíló af þessu án þess að verða meint af, því kristallinn sj álfur á ekki að skaða. “ Bakteríurnar sem hér um ræðir koma frá Sviss og sagði Jón að þær hefðu verið reyndar víða erlendis og notaðar lengi. Hann hyggst sprauta þeim á tré í Rannsóknastofnuninni að Mógilsá í sumar og ennfremur gera tilraunir á ýmsum skordýrum inni við til að ganga úr skugga um hvort efnið er skaðlaust öðrum kvikindum en fiðrildalirfunni. Árangur tilraunarinnar ætti væntanlega að vera ljós í júlímánuði. Margar betri aðferðir en sumarúðun, segir Jón Gunnar Ottósson, skordýrafræðingur Haustfeti, óf leygt kvendýrið til vinstri og karldýr til hægri. Kvendýrið verður að skriða upp stofninn til að verpa og þá för má hindra með lími. Ljósm. gel. Jón Gunnar Ottósson við trjáskoðun ífyrrasumar. Til hægri má sjá illa út leikin lauf á loðvíði, öll sundurnöguð af fiðrildalirfunni. Ljósm. gel. Grill utan dyra Fyrir nokkrum árum þekktist ekki að íslendingargrilluðu mát utan dyra en nú er vart til sú fjölskylda sem ekki á útigrill. Hérerdæmi um aðstöðu fyrir þessa vinsælu matseld, sem koma má upp utan dyra og það án þess að leggja í mikinn kostnað. í einhverju dimmu skoti garðsins, sem ekki er fýsilegt til ræktunar, er upplagt að smíða grillborð eins og það sem hér er sýnt. Ofan á borðinu er komið fyrir lágu grilli og auk þess er pláss fyrir ýmislegt sem fylgir matseldinni en á neðri plötunni er hægt að geynra kolin. Þar sem börn eru er þó ekki viturlegt að geyma grillolíuna á slíkum stað. Fyrir ofan er hægt að setja króka í vegginn fyrir ýmis áhöld. Komið ykkur upp ákveðnum stað fyrir útigrillið, þetta þarfaþing matargerðarlistarinnar! Nu.er tími qarðrosanna ^ Eigum nú eftirfaiandi tegundir garörósa fyrirliggjandi: EÐALRÚSIR: Alexander ........................ orangerauð angandi blóm, langir stilkar, sniðrós Dame de Coeur .................... dumbrauð Duftwolke ........................ rauð mjög blómsæl, stendur vel af sér kvilla Ena Harkness ..................... dökkrauð mjög harðgerð angandi blóm Hanne ............................ dökkrauð angandi blóm, sendist vel Kings Ransom ..................... gul gullgul angandi blóm Manou Meilland ................... kirsuberjarauð Mojave ........................... gul með rauðu næstum þyrnalaus margverðlaunuð Peace ............................ gul/rósa friðarósin tvílit blóm Pear Gynt ........................ gul stór gullgul blóm Piccadilly ....................... gul/rauð stór ilmsæt blóm tvilit Pink Peace ....................... bleik bleikt afbrigði af Peace Prima Ballerine .................. gul/rauð afar ilmsæt tvíiit Queen Elisabeth .................. rósrauð mörg stór blóm saman á stilk Summer Holliday .................. orangerauð þolir regn mjög vel afb. Super Star Super Star ....................... orangerauð óviðjafnanleg angandi blóm Virgo ............................ hvít hreinhvit angandi blóm White Queen Elisabeth ............ hvít hvítt afbr. af Q. Elisabeth SKÚFRÚSIR: Alain ............................ dökkrauð hálffylltblpmdaufangan Allgold .......................... gul harðger blómin fölna ekki Allotria ......................... orangerauð skær orangerauð Dolly ............................ dökbleik Ema Grootendorst ................. dökkrauð afar harðger Europeana ........................ rauð Harðger þybbið vaxtarlag Heidekind ........................ rós-bleik mjög góð gróðurskálarós Irene af Danmark ................. hvít dauf angan afar blómsæl Joseph Guy ....................... kirsuberjarauð mjög harðger liflega hlýrauð blóm La Sevilliana .................... rauð Lilli Marleen .................... dökkrauð eðalrósablóm með flauelsslikju Nina Weibull ..................... rauð mjög frostþolin ónæm fyrir regni Olala ............................ dökkrauð blóðrauð blóm i stórum skúffum Orange Triumph ................... orangerauð . afar harðger þakin blómum Schneewitchen .................... hvit stórvaxin harðger TomTom ........................... rós-bleik angandi stór endingagóð blóm SKRIBRÚSIR: he Fairy ......................... rós-bleik góð gróðurskálarós Red Ballerina .................... rauð langur blómgunartimi 100blóm iskúf Swany ............................ hvit blómgast mjög mikið árvöxturinn KUFURRÚSIR: Chinatown ........................ gul blómgastá sumarvöxtin hæð 1-1,5 mtr. Elsmhorn rauð stendur vel af sér alla kvilla 1,5 mtr. Feunverk orangerauð glóðarrauð 1,5 mtr. Flammentanz rauð sú alharðasta Golden Showers gul eðalrósalík 2-3 mtr. Heidelberg rauð velfyllt blóðrauð blóm 5 mtr. Hamburger Phoenix rauð harðger mjög blómsæl Lucia gul stór gullgul angandi blóm 1,5 mtr. New Dawn rósrauð góð gróðurskálarós 2 mtr. Polstjarna hvit gömul afar harðger sort Purity hvit fin gróðurskálarós um 2 mtr. Sympathie dökkrauð eðalrósalík blaðmikil Westerland orangegul hálffyllt angandi blóm 1,5 mtr. Wilhelm rauð stórir klasar,. mjög fin veggrós" DVERGRÚSIR: Baby Masquerade gul með rauðu góð pottarós, mikið litaspil Minuetto rauðorange hálfyllt glóðarrauð blóm, pottarós Scarletta skarlatsrauð stórir skúfar, þybbið vaxtarlag Little Buckero dökkrauð angandi blóm, bronsslikja á blöðum RUNNARÚSIR: Heiðaros — Domröschen - rósrauð árviss blómgun, eðalrósablóm. gullrós - Persian Yellow - gul hreingul velfyllt blóm Skáldarós — Splendens — rauð mjög spengileg og blómsæl. Kinarós - arosa Hugonis - .... gul viðkvæm, finlegt laufskrúð. Meyjarós - Rosa Moyesi - rauð dansandi vaxtarlag, harðger Fjallarós - Rosa Pendulina - rauð blómviljugasta villirósin Þymirós - Maigold - gul skærgul fyllt angandi blóm ígulrós - F.J. Grootendorst - ... rauð viðkvæm en blómgast á ársvöxtinn Igulrós - Hansa - rauð (fjólublá) örugg, þolir særok vel, angandi blóm igulrós - Moje Hammerberg - fjólurauð eins og HANSA en lægri, stór blóm ígulrós - Pink Grotndorst - .... rósrauð bleik F.J. GR00TEND0RST Igulrós - Scheezwerg - hvit hálffyllt angandi blóm, harðger Auk ofantalinna rósa höfum við svo á boðstolum rósir sem einkum eru ætladar til ræktunar í stofum og litlum gróðurskálum. Þessar rósir eru úr fiokki dvergrósa en eru samt dálitið viðkvæmari en þær dvergrósir sem taldar voru upp í listanum hér að ofan: POTTARÚSIR: Morsdag fagurrauð litil eðalrósablóm. Snövit skjannhvit smá fyllt blóm. Orange Morsdag með laxórange blómlit. Orange Meillandiana með glóðarrauð litil fyllt blóm. Sendum gjaman um allt land. Gróðurhúsinu við Sigtún: Símar 36770-86340

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.