Þjóðviljinn - 21.06.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.06.1983, Blaðsíða 12
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. júní 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Fundur um friöarmal Fimmtudaginn 23. júní kl. 20.30 verður fundur um friðarmá! á Hverfisgötu 105 á vegum kvenna í ABR. Dagskrá nánar auglýst á morgun. Nefndin. Tilkynning frá skrifstofu Aiþýðubandaiagsins Frá og með mánudeginum 13. júní til 1. september verða skrifstofur okkar að Hverfisgötu 105 opnar frá kl. 8 árdegis til kl. 4 síðdegis mánudag til föstudags. Fastur viðtals- og símatími framkvæmdastjóra flokksins er frá kl. 9-11 árdegis. Sumarferð Alþýðubandaiagsins í Reykjavík Viðeyjarferð 25. júní. Laugardaginn 25. júní n.k. verður farið i árlega sumarferð Alþlýðubandal- agsins í Reykjavík. Förinni er heitið í Viðey og verður lagt upp frá Sunda- höfn kl. 10 og 10.30 árdegis. Heimferð kl. 17-18 eða 20-21. Miðasala hefst mánudaginn 20. júní á skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105 kl. 8-16. Miðinn kostar 150 krónur og er ókeypis fyrir 12 ára börn og yngri. Tryggið ykkur miða strax á mánudag. Ferðanefnd Úr Hornvík. - Séð frá Höfn yfir til Kálfatinda. Þar var á fyrri öldum talið heiðnaberg, - bústaður Skinnbrokar tröllkonu. Lengst til vinstri tindur- inn Jörundur, sem lengi var talinn ókleifur. Undir Kálfatindum stóð bær- inn á Horni. Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum 8. júlí. Farið verður á Hornstrandir Hin árlega sumarferð Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum verður að þessu sinni farin norður í Hornvík. Lagt verður af stað með Djúpbátn- um Fagranesinu frá ísafirði föstudag- inn 8. júlí kl. 2 eftir hádegi, og komið til baka ásunnudagskvöld. Farið verður á Hornbjarg og í gönguferðir um ná- grennið undir leiðsögn kunnugra manna. Dvalið verður í tjöldum þess- ar 2 nætur. - Kvöldvaka og kynning á Horn- ströndum - Verð fyrir fullorðna kr. 980.- Öllum heimil þátttaka. Nánar auglýst síðar. Kjördæmisráð Alþýðubandalags- ins á Vestfjörðum Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins: Þórsmerkurferð 1.-3. júlí Helgina 1. til 3. júlí næstkomandi verður farin Þórsmerkurferð á vegum Æskulýðsfylkingar Alþýðubanda- lagsins. Auðvitað mæta allir sem vettlingi geta valdið ungir sem gamlir. Föstudaginn 1. júlí mæta þeir sem ætla í Þórsmörk með ÆFAB við Flokksmiðstöð Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105, klukkan hálf níu um kvöldið stundvíslega. Og allir méð tjald, vel útilátið nesti og hlífðarföt, ull og góða gönguskó. I Þórsmörk verður farið í göngu- ferðir um svæðið, efnt verður til kvöldvöku og sameiginlegrar grill- veislu, og allir verða í góðu skapi. Heimleiðis yerður haldið síðdegis á sunnudag. Áætlað gjald fyrir Þórs- merkurferð ÆFAB er 4-500 krónur. Ábyrgir fararstjórar. Hringið og látið skrásetja ykkur í Þórsmerkurferð ÆFAB í síma 17 500. Fjölmennum. I Æskulýðsfylkíng Alþýðubanda- lagsins, félagsmálahópur. X) .. _ - V... Rannsóknahús á Hvanneyrl Laugardaginn4. júní 1983 tók Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, fyrstu skóflustungu að grunni Rannsóknahúss á Hvanneyri. Þar með er hafin bygging húss yfir rannsóknastofu, sem hefur búið við óhentugt og ófullkomið húsnæði til þessa. Auk þess verður í húsinu nokkur aðstaða til kennslu og æfinga. Aðdragandi Bændaskólinn á Hvanneyri hef- ur menntað bændaefni og leiðbeinendur í íslenskumlandbún- aði nær 90 ár. Arið 1947 hófst nýr þáttur í starfi skólans með stofnun framhaldsdeildar, sem nú starfar undir nafninu Búvísindadeild. Jafnframt kennslu hafa kennarar og aðrir starfsmenn skólans um langt skeið sinnt tilrauna- og rann- sóknastarfi í vaxandi mæli, oft við erfiðar aðstæður. Á meðan til- raunastarfsemin jókst varð þörfin brýnni fyrir aukna aðstöðu til efna- greininga jarðvegs og héysýna. Þannig varð til sú rannsóknastofa, sem Bændaskólinn rekur nú á fjós- loftinu á Hvanneyri. A rannsóknastofunni eru efna- greind hey- og jarðvegssýni, sem, koma annarsvegar frá bændum á Vesturlandi, (tengist leiðbeininga- þjónustunni) og hinsvegar af til- raunareitum á Hvanneyri. Þessi þáttur starfseminnar er fyrir- ferðarmestur og fer ört vaxandi. Auk þess eru gerðar ýmsar aðrar mælingar, svo sem á eðliseigin- leikum jarðvegs. Kennsla íefna- og líffræðigreinum fer einnig fram á rannsóknarstofunni, eftir því sem aðstaðan leyfir. Húsnæði á fjósloftinu hefur alla tíð verið ófullnægjandi einkum vegna öryggiskrafna. Vegna þessa hefur m.a. alls ekki verið hægt að sinna fitu- og trénisrannsóknum. Rannsóknahúsið Byggingin er hönnuð af arkitekt- unum Ásmundi Harðarsyni og Karli Erik Rocksén, (Stikan sf). Verkfræðistofurnar Fjölhönnun og Rafteikning önnuðust verkfræði- vinnu. Gólfflötur er samtals um 640 ferm., þar af 95 ferm. í kjallara og 115 ferm. í risi. Áætlaður kostn- aður við bygginguna fokhelda og frágengna að utan er tæpar 5 milj. kr. Byggingaverktaki er Bygginga- félagið Borg í Borgarnesi. I húsinu verður fullkomin aðstaða til fjölbreyttra rannsókna. Þar er m.a. um að ræða efna- greiningu á jarðvegs- og heysýnum frá bændum til notkunar við áburðar- og fóðurleiðbeiningar og rannsóknir vegna jarðræktar- og fóðurtilrauna á vegum Bænda- skólans. Þá má nefna rannsóknir á líf- og lífeðlisfræði og rannsóknir á vegum nemenda Búvísindadeildar. Kennsluaðstaða er einnig í hús- inu. Hún er ætluð til verklegrar kennslu í búvísinda- og bænda- deild, einkum í efna-, jarðvegs- og fóðurfræði, svo og almennri líf- fræði. Fyrirhugað er að byggja 100-200 ferm. gróðurhús í tengslum við rannsóknahúsið. Við það eykst notagildi þess að mun. -mhg 40|fc E - 3 ' ' kmJi ;fá JS Hjörleifur Guttormsson Helgi Seljan Vopnafjörður - almennur fundur Alþýðubandalagið á Voþnafirði boðar til almenns fundar með alþingismönnun- um Helga Seljan og Hjörleifi Guttormssyni, þriðjudagskvöldið 28. júní kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin. Höfn í Hornafirði - almennur fundur Alþýðubandalagið í Austur-Skaftafellssýslu boðar til almenns fundar með Hjör- leifi Guttormssyni alþingismanni í Miðgarði á Höfn, fimmtudaginn 24. júní kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin. Djúpivogur - almennur fundur Alþýðuþandalagið á Djúpavogi boöar til almenns félagsfundar með Hjörleifi Guttormssyni alþingismanni í skólanum á Djúpavogi, miðvikudagskvöldið 23. júní kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin. Margot Levrett leikur á klarinettu I Norræna húsinu í kvöld. Ljósm. -eik. Norræna húsið í kvöld:____________ Klarínetta og píanó í kvöld, þriðjudaginn 21. júní heldur bandaríski klarinettleikar- inn Margot Leverett tónleika í Norræna húsinu. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari leikur með á tónleikunum, sem hefjast kl. 20.30. ✓ Efnisskrá tónleikanna er mjög fjölbreytt, en leikin verða tónverk eftir Schumann, Poulenc, Bern- stein, Rachmaninov, Stravinsky og Áskel Másson. Margot Leverett lék verk Áskels „Blik“, nýlega í Bloomington, Indiana,og vakti við það tækifæri mikla athygli fyrir leik sinn. Ðakkafjörður - almennur fundur Alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson verða á almennum fundi, miðvikudagskvöldið 29. júní kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin. Sumarmot AB - Norðurlandskjördæmi eystra Sumarmót AB í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið í Hrísey dagana 8.-10. júli. Gist verður í tjöldum. Fólk hafi með sér grilltól. Fastar ferðir frá Arskógsströnd föstudag og laugardag. Dagskráin í stórum dráttum: Útsýnis- ferð um eyjuna, kvöldvaka á laugardag riieð tónlistaleikverki (musikteater) „Aðeins eitt skref“ með Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara og Jóhönnu Þórhalls- dóttur söngkonu. Fleira verður sér til gamans gjört. Varðeldur og fjöldasöngur með mararorganundirspili. Upplýsingar gefa Steinar í 21740, Erlingur i 25520 og Hilmir í 22264. Stjórn Kjördæmisráðs AB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.