Þjóðviljinn - 28.06.1983, Page 3

Þjóðviljinn - 28.06.1983, Page 3
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrigjudagur 28. júní 1983 Þriðjudagur 28. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Loksins rauf Torfi 800 kílóa múrinn Pað féllu engin met að þessu sinni á meistaramóti íslands í kraftlyftingum sem fórfram í Laugardals- höllinni á sunnudaginn. Pó náðu nokkrir kepp- enda ágœtum árangri, Torfi Ólafsson, KR, rauf loks 800 m „múrinn" í yfir 125 kg flokki og Kári Elísson, IBA, átti tvœr góðar íslandsmetstilraunir sem mistókust báðar naumlega. Kári, sem keppir í 67,5 kg flokki, reyndi við 232,5 kg í hnébeygju og 252,5 kg í réttstöðulyftu, en ekki fóru lóðin upp íþetta skiptið. Ilann sigraði þó með yfirburðum í sínum flokki. Úrslit á mótinu urðu þessi: 60 kg flókkur: Már Óskarsson, UÍA....................330,0 kg 67.5 kg flokkur: Kári Elísson, ÍBA .....................595,0 kg PorkellPórisson, Armanni...............447,5kg BjörgúlfurStefánsson, ÍBV.............. 430,0 kg 75 kg flokkur: Halldór Eyþórsson, KR..................565,0 kg GunnarHreinsson, ÍBV...................442,5 kg 82.5 kg flokkur: Hermann Haraldsson, IBV................527,5 kg Alfreð Björnsson, KR...................525,0 kg Birgir Porsteinsson, KR................490,0 kg 90 kg flokkur: Ólafur Sigurgeirsson, KR...............660,0 kg Jóhann Gíslason, ÍBV...................565,0kg 100 kg flokkur: Agnar M. Jónsson, KR...................495,0 kg 110 kg flokkur: HjaltiÁrnason, KR......................615,0 kg Matthías Eggertsson, KR................605,0 kg 125 kg flokkur: Víkingur Traustason, ÍBA...............730,0 kg yfir 125 kg flokkur: Torfi Ólafsson, KR.....................800,0 kg KR sigraði í stigakeppni félaga, hlaut 32 stig. ÍBV fékk 12 sitg, IBA 10, UÍA 5 og Ármann þrjú stig. Kári Elísson var stigahœstur einstaklinga með 433,0stig. Vafalitið má rekja ástæðuna fyrirþvíað Islandsmetin féllu ekki á þessu Islandsmóti til þess að kraftlyftingamenn á höfuðborgarsvœðinu hafa að undanförnu búið við algert aðstöðuleysi. Slök útkoma í golfinu Islenska karlalandsliðið í golfi hafnaði í 18. og nœstneðsta sæti á Evrópumeistaramótinu sem lauk um helgina í París i Frakklandi. ísland lék við Luxemburg í síðasta leik og náði að sigra, 5-2. Kvennalandsliðið tók einnig þáitt í Evrópumeistar- amóti, í Briissel í Belgíu, og hufnaði þar í 16. og neðsta sæti eftir töp gegn Finnum og Belgum í lokaleikjunum. Valur 76 mætir Val ’83 í kvöld Fyrsti stórleikurinn í knattspyrnu á grasvelli Valsmanna við Hlíðarenda í Reykjavík verður háður í kvöld, þriðjudagskvöld og eigast þar við Valsliðið í ár og Valsliðið 1976 sem þá varð bæði íslands- og bikarmeistari. Nokkrir leikmanna Vals í dag voru einnig í liðinu 1976 og leika með eldra liðinu í kvöld. Með Val ’83 leika því sennilega kunnir kappar á borð við Jim Bett og Pétur Ormslev til styrktar. í eldra liðinu er valinn maður í hverju rúmi. Sigurður Dagsson og Sigurður Haraldsson verða markverðir og þá leika þar Vilhjálmur Kjartans- son, Grímur Sæmundsen, Guðmundur Kjartans- soti, Dýri Guðmundsson, Atli Eðvaldsson, Magn- ús Bergs, Guðmundur Porbjörnsson, Hörður Hilmarsson, Ingi Björn Albertsson, Hermann Gunnarsson og Jón Einarsson. Leikurinn hefst kl. 20 og miðaverð verður það sama og í I. deild. Völlurinn verður strikaður 80x110 metrar, eða jafn víðáttumikill og Wembley leikvangurinn frægi í London og það ætti því að verða nóg pláss til að athafna sig og leika góða knattspyrnu á honum í kvöld. iþróttir Viðir Sigurösson íþróttir Víðir Sigurösson Jonni kom,sá ogsigraði þegar ÍBV vann IA Ingi Björn Albertsson kastar sér fram og skallar í netið hjá Isfirðingum, eitt knattspyrnumaður afrekað fyrir félag sitt. hundraðasta mark hans fyrir Val í 1. deild og slíkt hef ur enginn annar íslenskur Mynd: -eik Stefndi í kafsiglingu, en Það leit út fyrir að Valsmenn ætluðu að kafsigla ísfirðinga þegar félögin mættust á fagurgrænum Valbjarnarvelli í Laugardal í 1. deild íslandsmótsins í fyrrakvöld. Hlíðarendapiltarnir sóttu og sóttu framan af, náðu forystunni eftir tíu mínútur og óðu í stórsóknum fram eftir hálfleiknum. Síðan dró af þeim, ísfirðingar komust smám saman inní myndina og náðu að jafna skömmu fy rir lcikslok, úrslitin 1-1. Það var fallega staðið að marki Valsmanna. Knötturinn gekk frá aftasta manni upp vinstri kant, þaðan yfir á hægri þar sem Guð- mundur Þorbjörnsson sendi lag- lega fyrir Isafjarðarmarkið og Ingi Björn Albertsson kastaði sér fram og skallaði snyrtilega í netið, 1-0. Valsmenn sóttu og sóttu og það var stórgaman að sjá hvernig knötturinn rúllaði léttilega á milli manna. Hilmar Siglivatsson þrum- aði að marki á næstu mínútu eftir ntarkið og Hreiðar Sigtryggsson varði í horn. Síðan fékk hinn korn- ungi Jón Grétar Jónsson fjögur færi til að bæta við marki fyrir Val en tvívegis bjargaði Hreiðar og í hin tvö skiptin fór boltinn hárfínt utan við stöngina. Hilmar bombaði rétt yfir þverslána og á 38. rnínútu vildu Valsmenn víti þegar knöttur- inn virtist smella í hönd ísfirðings innan vítateigs eftir hörkuskot Guðmundar. Valsmenn héldu sömu ferð í fimm mínútur eftir leikhlé en síðan tæplega söguna meir. Engu mun- aði að Amundi Sigmundsson jafn- aði fyrir ÍBÍ á 53. mínútu, skaut í stöng, knötturinn fór þaðan í bak Sigurðar Haraldssonar mar- kvarðar sem síðan náði að góma hann. Naumt sloppið þar hjá Val. Valsmenn drógu sig aftar, neist- inn frá fyrri hálfleiknum hvarf og ísfirðingar gerðu sér grein fyrir að þeir áttu enn alla möguleika. Þeim tókst oft að ná ágætum sóknum en marki Vals ógnuðu þeir ekki veru- lega þrátt fyrir nokkrar hornspyrn- ur og hættuleg innköst. Það var síð- an innkast, eitt þessara sem Jón Oddsson er frægur fyrir, sem færði ÍBÍ jöfnunarmarkið sjö mínútum fyrir leikslok. Hann grýtti boltan- um þvert fyrir Valsmarkið, knött- urinn barst til Kristins Kristjáns- sonar framan við stöngina fjær og hann var ekki í vandræðum með að senda hann í tómt markið, 1-1. Valur Valsson var langbestur Valsmanna í þessum leik. Hann átti undirtökin að hverri sókninni á fætur annarri og sendingar hans voru margar hverjar gullfallegar. Guðmundur sýndi góð tilþrif, Hörður Hilmarsson og Þorgrímur Þráinsson, miðverðir, voru traustir ásamt Sigurði markverði sem þó var helst til ævintýralegur á köflum. Jón Oddsson og Bjarni Jóhanns- son voru bestir í baráttuglöðu liði ÍBÍ og Ámundi var einnig frískur, einkum eftir að hann fór í bak- varðarstöðuna/Lið ÍBÍ er gloppótt sem fyrr en dugnaðurinn er mikill og seiglu þeirra ísfirðinga eru flest- ir farnir að kannast við: Valsmenn fengu að kenna á henni í fyrra- kvöld. Kjartan Ólafsson dæmdi og komst nokkuð þokkalega frá hlut- verkinu. -VS Jonni, Sigurjón Kristinsson, ungur nýliði hjá Eyjamönnum, kom sá ogsigraði þegar IBV lagði Akurnesinga að velli í Eyjum á laugardaginn, 2-1, i 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Tuttugu mínútum fyrir leikslok kom hann inná sem varamaður fyrir Tómas Pálsson, staðan 1-1 og Skagamenn mjög að sækja í sig veðrið eftir jöfnunarmark tíu mínútum fyrr. Sjö mínútur eftir, Þórarinn Þórhallsson sendir fyrir mark í A, varnarmaður rennur og 1. deiíd Úrslit leikja í 1. deild íslands- mótsins í knattspyrnu um hclgina: Þór Ak.-Víkingur..................0-0 Keflavík-KR......................1-1 Vestm.eyjar-Akranes...............2-1 Valur-isafjörður..................1-1 Vestm.eyjar.........8 4 2 2 15- 7 10 KR...................8 2 5 1 9-10 9 Breiðablik...........7 3 2 2 6- 4 8 Valur...............8 3 0 3 13-15 8 ísafjörður..........8 2 4 2 8-10 8 Akranes..............7 3 1 3 8- 5 7 ÞórAk................8 1 5 2 8- 9 7 Vlkingur.............7 1 4 2 5- 7 6 Þróttur R............7 2 2 3 8-12 6 Keflavík.............6 2 1 3 8- 9 5 Markahæstir: Ingi Björn Albertsson, Val..........6 Hlynur Stefansson, Vestm............4 Kárl Þorlelfsson, Vestm.............4 Guðjón Guðmundsson, Þór.............3 Kristinn Kristjánsson, ísaf.........3 Ómar Johannsson, Vestm..............3 ÓmarTorfason, Vikingi...............3 Sigurður Björgvinsson, Keflav.......3 SigurðurGrétarsson, Breiðablik......3 Slgurður Pálsson, Þór...............3 Sigþór Omarsson, Akranesi...........3 missir af boltanum sem berst til Jonna við vítapunktinn, hann sendir tuðruna í netið með föstu skoti með jörðu, Eyjamenn hafa sigrað, 2-1. Þaö var mikil stemmning hjá fjölntörgum áhorfendum og á blautum Helgafellsvellinum byrj- aði fjörið strax. Tómas Pálsson komst í gegnum Skagavörnina eftir aðeins 45 sekúndur, var dauðafrír orðinn á markteig en skildi þá bolt- ann hreinlega eftir og tækifæri var runnið út í sandinn, eða öllu heldur grasið. Eyjamenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik og það var oft gaman að spilinu hjá þeim. Hins vegar náðu Skagamenn ekki saman í hálfleiknum og voru daufir. ÍBV sótti og sótti, Tómas skallaði eftir hornspyrnu Ómars Jóhannssonar en Skagamenn björguðu á mark- línu. Jóhann Georgsson skaut og knötturinn stefndi í netið en varn- armaður komst fyrir hann á mark- teignum. A 24. mínútu náði svo ÍBV for- ystunni. Ómar lék upp kantinn og sendi á Hlyn Stefánsson sem var staddur 25 m frá ntarki. Hann skaut viðstöðulaust með vinstri fæti, knötturinn hafnaði í bláhorn- inu á markinu niðri, óverjandi og fallegt rnark, 1-0. Fimm mínútum síðar fengu Skagamenn sitt eina færi í hálf- leiknum, Guðbjörn Tryggvason skallaði franthjá ntarki ÍBV. Rétt á eftir skallaði svo Tóntas firnafast að Skagamarkinu eftir hornspyrnu Ómars en Bjarni Sigurðsson varði stórvel. Eyjamenn voru sterkari frantan af síðari hálfleik en á 60. nn'nútu jafnaði ÍA, nokkuð gegn gangi leiksins. Hörður Jóhannesson sendi fyrir markið á Sigþór Ómars- son sem þrumaði viðstöðulaust uppí þaknetið af markteigshorni nær, 1-1. Skagmenn hresstust mjög og sóttu stíft næsta korterið. Árni Sveinsson átti tvö nákvæmlega eins markskot rétt utan vítateigs og Aðalsteinn Jóhannsson markvörð- ur ÍBV varði nákvæmlega eins, mjög vel. í bæði skiptin. Síðan kom markið hans Jonna og hann var rétt búinn að bæta öðru við fjórum nn'nútum fyrir leikslok, komst einn í gegn, en Bjarni varði stórkostlega með úthlaupi. í heild var leikurinn ágætlega leikinn og skemmtilegur á að horfa. Úrslitin teljast sanngjörn, Eyjamenn voru hættulegri allan tímann ef frá er skilinn tíminn milli jöfnunarmarks ÍA og sigurmarks ÍBV. Snorri Rútsson og Órnar voru bestir í liði ÍBV og Aðalsteinn var traustur í markinu. Hjá ÍA áttu Árni og Bjarni markvörður bestan dag og Sigþór náði ágætum sprettum. Þorvarður Björnsson dæntdi og vill áreiðanlega gleyma þessum leik hið fyrsta. Hann missti tökin á leiknunt strax í byrjun og náði þeim aldrei eftir það. -JR/Eyjum Markverðir í sviðs- liósinu í Keflavík Markverðirnir, Þorsteinn Bjarnason hjá Keflavík, og Stefán Arnarson hjá KR, voru heldur bet- ur í sviðsljósinu í Keflavík á laugar- daginn þegar félög þeirra mættust þar í 1. deildinni í knattspyrnu. íslandsmótiö í knattspyrnu - 4. deild: Stórmeistarajafntefli í Mosfells sveit á föstudag Stokkseyringar skoruöu níu gegn Eyfellingi Leiknir vann Borgfirðinga fyrir austan Afturelding og Haukar úr Hafn- arfirði gerðu stórmeistarajafntefli, 1-1, þegar þessi tvö sigurstranglegu félög í A-riðli 4. deildarinnar í knattspyrnu mættust í Mosfells- sveitinni á föstudagskvöldið. Afturelding sótti ntjög, án árang- urs, í fyrri hálfleik. Leikurinn jafn- aðist eftir hlé og þá náðu Haukar forystu með marki Þórs Hinriks- sonar eftir hornspyrnu. Aftureld- ing fékk vítaspyrnu og úr henni jafnaði fyrrum Haukamaðurinn, Lárus Jónsson, 1-1. A-riðill: Afturelding-Haukar................1-1 Hrafna-Flóki-Bolungarvík..........1-2 Óðinn-Stefnir.....................1-1 Óðinn náði þarna sínu fyrsta stigi og skoraði sitt fyrsta mark þegar Davíð Löve kom Reykjavík- urliðinu yfir eftir 20 mínútur. Súg- firðingar jöfnuðu með glæsimarki iskömmu fyrir leikslok, Haukur Uónsson, sem átti stórleik í Óðins- markinu, náði ekki að verja. Staðan: Haukar...............4 3 1 0 10- 1 7 Bolungarvík..........6 3 1 2 7-10 7 Afturelding...........4 2 2 0 15- 4 6 ReynirHnífsdal.......4 2 0 2 5- 3 4 Stefnir..............4 0 3 1 6- 8 3 Hrafna-Flóki.........3 1 0 2 7- 5 2 Óðinn.................5 0 1 4 1-20 1 B-riðill: Grótta-Stjarnan.....................0-4 Hafnir-ÍR...........................1-2 Léttir-Augnablik...................0-1 Guðmundur „Gumnii tvíburi“ Halldórsson skoraði sigurmark Augnabliks gegn Létti á Melavell- inum. Staðan: Stjarnan..............5 3 2 0 10- 2 8 ÍR....................6 4 0 2 14-12 8 Léttir................5 3 0 2 10- 6 6 Augnablik.............5 2 2 1 8- 8 6 Grótta................5 2 0 3 14-13 4 Hafnir................5 113 9-12 3 Grundarfjörður........5 0 1 4 6-18 1 C-riðill: Hveragerði-Árvakur..................1-2 Þór Þ.-Drangur..................frestað Stokkseyri-Eyfellingur.............9-1 Stokkseyringar voru svo sannar- lega á skotskónum og Marteinn Árelíusson skoraði þrjú af þessum níu mörkum gegn Eyfellingi. Staðan: Víkverji.............5 5 0 0 14- 1 10 Árvakur.............6 3 12 14-10 7 Stokkseyri..........5 0 1 2 14- 9 5 Hveragerði..........5 2 0 3 9- 8 4 ÞórÞ................4 12 1 6-7 4 Drangur.............4 1 0 3 6-13 2 Eyfellingur.........5 1 0 4 5-20 2 D-riðill: Frí á vestanverðu Norðurlandi, enda aðeins fjögur lið í riðlinum og sex umferðir leiknar. E-riðill: Svarfdælir-Leiftur.................0-4 Vorboðinn-Reynir Ár................2-0 Árroðinn-Vaskur................frestað Grimmir leikmenn Vorboðans sóttu stíft að marki Árskógstrend- inga í fyrri hálfleiknum og skoruðu tvívegis, Tómas Karlsson úr víta- spyrnu og Páll Þór Ómarsson sáu um það. Leiftur vinnur enn, en á yfir höfði sér kæru frá Árroðanum. Heima í héraði var dæmt Leiftri í hag en málið á eftir að fara lengra. Staðan: Leiftur...............3 3 0 0 13- 2 6 ReynirÁ...............3 2 0 1 6- 2 4 Árroðinn..............3 2 0 1 10- 8 4 Vorboðinn.............4 2 0 2 10- 8 4 Vaskur................3 1 0 2 4- 7 2 Svarfdælir............4 0 0 4 2-12 0 F-riðill: Hrafnkell-Höttur..................5-2 Stefnismaður á fleygiferð, en leikmenn Óðins, þeir Þórður Bjarnason og Karl Löve, virðast hafa betur í leik liðanna á Melavellinum í Reykjavík á laugardaginn. Honum lauk með jafntefli, 1-1, fyrsta stig Óðins í 4. deildinni. Mynd: -eik Leiknir-Borgarfjörður............2-0 Egill rauði-Súlan................0-4 Þýðingarmikill sigur Leiknis gegn Borgfirðingum á Fáskrúðs- firði og þeir Guðjón Bjarnason og Kjartan Reynisson skoruðu mörk- in. Jón Jónasson 2, Ómar Boga- son, Ágúst Bogason og Vignir Garðarsson sáu unt mörk Hrafn- kels gegn Hetti frá Egilsstöðum. Súlan vann stórt í Neskaupstað, Jónas Ólafsson skoraði tvö mark- anna, Jóhann Steindórsson og Heimir Þorsteinsson eitt hvor. Þorsteinn sýndi snilldartilþrif og Stefán varði vítaspyrnu í síðari hálfleiknum, frá Sigurði Björgvins- syni. KR-ingar tóku forystuna eftir átján mínútur, með einstaklega góðri aðstoð heimamanna. KR fékk hornspyrnu, Sæbjörn Guð- mundsson sendi fyrir mark ÍBK og Magnús Garðarsson skallaði óverj- andi í eigið rnark. Þorsteinn Bjarnason kom síðan í veg fyrir að KR-ingar ykju forystu sína. Hann varði tvívegis frá Óskari Ingimundarsyni, sló knött- inn fyrst yfir og hirti tuðruna af honum með frábæru úthlaupi. Vítaspyrnan korn á 54. mínútu, Stefán varði frá Sigurði og við það virtust Keflvíkingar rnissa móðinn. KR sótti meir, en undir lokin lifn- aði yfir heimamönnum á ný og átta mínútum fyrir leikslok tókst þeim að jafna. Sigurður fékk knöttinn frá Björgvini bróður sínum og bætti fyrir vítamissinn með því að jafna, 1-1, nteð hörkuskoti. KR- ingar voru heldur sterkari aðilinn þegar á heildina er litið en máttu sætta sig við sitt fimmta jafntefli í átta leikjunt. Stefna á afrek sitt frá því í fyrra er þeir gerðu ellefu slík. Keflvíkingar sitja áfram á botnin- unt, eiga að vísu tvo leiki inni, en máttu vart við því að tapa stigi á heimavelli. Þeir mæta Akurnesing- urn uppi á Skaga annað kvöld og nái þeir engu útúr þeirri viðureign blasir fallbaráttan við. -VS Enn fyrir jafntefli norðan Staðan: Leiknir................5 4 0 1 14- 3 8 Borgarfjörður..........5 4 0 1 9- 3 8 Hrafnkell..............5 2 1 2 9- 7 5 Súlan..................5 2 0 3 7- 8 4 Höttur...............5 2 0 3 7-11 4 Egill rauði..........5 0 1 4 1-13 1 -VS Akureyringar fá lítið að sjá ann- að en jafntefli í leikjunum þar í 1. deild Islandsmótsins í knattspyrnu það sem af er sumri. Þórsarar gerðu sitt fjórða jafntefli í fimm heimaleikjum á föstudagskvöldið er þeir tóku á móti íslandsmeistur- um Víkings. Ekkert mark var skorað í all-þokkalegum leik, úr- slitin 0-0. Þórsarar voru ívið betri aðilinn í leiknum og náðu upp betra spili en meistararnir. Víkingar fengu þó hættuleg færi, einkum úr skyndi- sóknum, og strax á sjöttu mínútu slapp markakóngurinn frá því í fyrra, Heimir Karlsson, í gegnum Þórsvörnina. Hann reyndi að leika á Þorstein Ólafsson markvörð en sá síðarnefndi sá við því og hirti knöttinn af honum með tilþrifum. Fátt var um færi í fyrri hálfleik, Sigurður Pálsson fékk það hættu- legasta fyrir Þór á 33. mínútu, skaut góðu skoti frá vítateig en rétt yfir þverslá. Fjórum mínútum síðar héldu Akureyringar niðri í sér andanum, Ómar Torfason skallaði yfir Þorstein markvörð Þórs en knötturinn skall ofan á þverslánni og datt aftur fyrir rnarkið. Síðari hálfleikur var tíðindalítill upp við ntörkin, Þórsarar áfram með undirtökin, en Víkingar ávallt hættulegir og sóttu síðan talsvert undir lokin. Besta færi hálfleiksins kom á 68. rnínútu. Guðjón Guð- mundsson skaut þrumuskoti að Víkingsmarkinu, út við stöng, en Ögmundur Kristinsson kastaði sér og sló knöttinn meistaralega í horn. Markmenn beggja liða voru bestu menn vallarins, Þorsteinn og Ögmundur. Liðin voru nokkuð jöfn innbyrðis, Heimir bestur hjá Víkingi og Halldór Áskelsson hjá Þór. Mikill byrjandabragur var á Helga Kristjánssyni dómara. K&H/Akureyri

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.