Þjóðviljinn - 05.07.1983, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 05.07.1983, Qupperneq 4
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 5. júlí 1982 íþróttir Víðir Sigurðsson íslandsmótið í knattspyrnu - 2. deild:_ Pálmiskaut Sand- gerðingana í kaf Guðmundur Torfason skoraði sigurmark Framara í Njarðvík. Eftir fádæma slaka byrjun í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu náðu FH-ingar heldur betur að rífa sig uppúr deyfðinni þegar þeir mættu Reynismönnum í Sandgerði á laugardaginn. Úrslitin urðu stór- sigur Hafnarfjarðarliðsins, 6-1, og var Pálmi Jónsson í aðalhlutverki því hann sá um þrjú markanna. FH tók forystuna strax á annarri mínútu, Jón Erling Ragnarsson skoraði. Heimamenn efldust við , mótlætið og Sigurjóni Sveinssyni tókst að jafna, 1-1, á 14. mínútu. Reynir lék af krafti næsta korterið en síðan tók FH öll völd. Ólafur Danivalsson renndi mjög óeigin- gjarnt á Pálma sem kom FH yfir, 1-2, og rétt fyrir hálfleik óð Helgi Ragnarsson upp frá miðju og bætti við þriðja markinu. Fljótlega í síð- 2. deild Úrslit leikja í 2. dcild íslands- mótsins í knattspyrnu um helgina: Einherji-KA................... 0-0 KS-Völsungur....................2-1 ReynirS.-FH.....................1-6 Njarövik-Fram................. 0-1 Völsungur...........8 5 1 2 10- 5 11 KA..................7 3 3 1 12- 6 9 Njarðvik............8 4 1 3 10- 6 9 Fram...............6 4 11 7-3 9 Viðir...............7 4 1 2 7- 5 9 KS..................8 2 4 2 8- 8 8 FH..................7 2 2 3 11-10 6 Einherji............5 12 2 1-4 4 ReynirS.............8 1 2 5 5-17 4 Fylkir..............8 1 1 6 8-15 3 Markahæstir: Pálmi Jónsson, FH............ 5 Hinrik Þórhallsson, KA.........4 Jón B. Guðmundsson, Fylki......4 Jón Halidórsson, Njarðvik......4 Hafþór Kolbeinsson, KS.........4 ari hálfleiknum skoraði 19 ára ný- liði, Ingi G. Ingason, nýkominn inná sem varamaður, fjórða mark- ið og Pálmi bætti tveimur við, 1-6. Undir lokin bjargaði Jón Örvar Ar- ason markvörður Reynis sínum mönnum frá enn háðulegri útreið þegar hann varði tvívegis mjög vel, fyrst frá Pálma sem var sloppinn í gegn og síðan frá Magnúsi Páls- syni sem var kominn í dauðafæri. Það eina dæmt af Eina markið sem skorað var í leik Einherja og KA frá Akureyri á Vopnafirði, Vopnfirðingur gerði það með gullfallegu skoti, var dæmt af vegna rangstöðu, heima- mönnum til mikillar hrellingar. Það var ekkert gefið eftir, KA var heldur sterkari aðilinn í fyrri hálf- leik og náði þokkalegu spili. Síðari hálfleikur var hnífjafn og einkennd- ist af mikilli baráttu sem leiddi til þess að fjögur gul spjöld fóru á loft, þrjú til heimamanna. Birkir Sveinsson markvörður, Gústaf Baldvinsson og Aðalbjörn Björns- son voru bestir heimamanna en hjá KA bar met á Guðjóni Guðjóns- syni, Haraldi Haraldssyni og Ragn- ari Rögnvaldssyni. Framarar höfðu það Frömurum tókst að knýja fram sigur í Njarðvík á sunnudagskvöld- ið, 0-1, en naumt var það. Fram spilaði betur en Njarðvíkingar fengu góð færi og hefðu jafnvel verðskuldað annað stigið. Fram byrjaði af krafti, strax á annarri mínútu varði Ólafur Birgis- son markvörður Njarðvíkinga gott skot frá Hafþóri Sveinjónssyni. Aðstæður voru erfiðar, strekkings- vindur eftir endilöngum vellinum, gekk á með skúrum og völlurinn háll. Eftir þrjár hornspyrnur í röð skoruðu Framarar sigurmarkið á 14. mínútu. Sent fyrir og við fjær- stöngina var Guðmundur Torfason einn og óvaldaður og skallaði af krafti í netið. Eftir það komu Njarðvíkingar meira inní leikinn. Jón Halldórsson komst í óvænt færi á 29. mínútu eftir varnarmistök Framara en Guðmundur Baldurs- son varði laust skot hans vel. Njarðvíkingar voru öllu at- kvæðameiri í síðari hálfleik og Jón skaut í stöngina utanverða á 5. mínútu. Síðar þurfti Guðmundur markvörður tvívegis að taka a hon- um stóra sínum til að verja, fyrst frá Ómari Ingvasyni og síðan úr aukaspyrnu frá Guðmundi Val Sig- urðssyni. Njarðvíkingar pressuðu stíft undir lokin en náðu ekki að jafna. Bestir þeirra voru Ólafur Biörnsson, Guðmundur Valur og Ómar, sem barðist vel, en Hafþór, Sverrir Einarsson og Guðmundur markvörður voru bestir hjá Fram. - gsnii/Keflavík Hafþór átti völlinn Hafþór Kolbeinsson, hinn stó- refnilegi leikmaður Siglfirðinga, hreinlega átti völlinn þegar KS fékk Völsung frá Húsavík í heim- sókn á laugardaginn. Hann var all- an tímann að skapa færi fyrir sjálf- an sig og aðra, átti allan heiðurinn af fyrra markinu og lagði upp það síðara í 2-1 sigri Siglfirðinga. Pað var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik. Hafþór spólaði sig í gegnum vörn Völsungs á 24. mín- útu en Gunnari Straumland mark- verði tókst að verja skot hans. Á 28. mínútu voru tveir Völsungar einir í vítapunkti KS en annar þeirra skaut í varnarmann og í horn. Völsungar björguðu síðan á línu frá Herði Júlíussyni rétt fyrir hlé. KS hóf síðari hálfleik með látum og tók forystuna á 49. mínútu. Hafþór var að stinga sér í gegnum vörn Völsungs, varnarmaður náði að pota boltanum frá honum en sendi hann beint í eigið mark. Á 24. mínútu fékk síðan Hafþór bolt- ann á miðju, lék á 3-4 varnar- menn og skoraði með hörkuskoti af 20 m færi, 2-0. Fimm mínútum síð- ar minnkuðu Völsungar muninn, Kristján Olgeirsson skoraði með þrumuskoti sem markvörður Sigl- firðinga hálfvarði en náði ekki að halda knettinum. Völsungar sóttu talsvert eftir þetta og stanslaust síð- ustu fimm mínúturnar en náðu ekki að jafna. - JT/Siglufirði Jónatan gerði tvö Við áttum eftir að nefna marka- skorarana frá fimmtudagskvöldinu þegar Víðir vann Fylki 4-2 í Laugardalnum. Jónatan Ingimars- son 2, Guðmundur Jens Knútsson og Baldvin Gunnarsson skoruðu fyrir Víði en Jón Bjarni og Guð- mundsson og Sighvatur Bjarnason fyrir Fylki. - VS Islandsmótið í knattspyrnu - 3. deild: Gústaf, Þorleifur og Sigurður óstöðvandi Skoruðu samtals tólf mörk fyrir félög sín. Selfyssingar styrktu verulega stöðu sína á toppnum í A-riðli 3. deildarinnar í knattspyrnu á föstu- dagskvöldið er þeir fengu Grind- víkinga í heimsókn. Selfoss sigraði 2-0 og er því í efsta sætinu eftir fyrri umferðina.' Grindavík lék undan vindi í fyrri hálfleik og sótti stíft án þess að skapa sér umtalsverð færi. Eftir um 20 mínútur fengu síðan Selfyssing- ar nokkrar hornspyrnur í röð. Fyrst var bjargað á línu frá Sævari Sverr- issyni en pressan endaði með því að Sigurlás Þorleifsson skallaði óvald- aður í netið, 1-0 í hálfleik. Selfyss- ingar ógnuðu meira í síðari hálf- leik og innsigluðu sigurinn með fal- legu marki. Eftir stórgóðan undir- búning fékk Sigurlás boltann við endamörk, lék skemmtilega á varnarmenn og renndi boltanum á Heimi Bergson sem sendi hann í netið. Eftir það höfðu heimamenn öll tök á leiknum og voru nær því að bæta við þriðja markinu en Grindvíkingar að minnka muninn. Þorleifur Sigurðsson var maður kvöldsins á Akranesi þegar HV sigraði Snæfell úr Stykkishólmi 5- 0. Leikurinn var einstefna að marki Snæfells og Þorleifur skoraði tví- vegis í fyrri hálfleik. í þeim síðari héldu HV-menn uppteknum hætti og vel það. Magnús Ingvason skoraði fyrst og síðan Þorleifur tvö í viðbót, þar með fjögur alls. Stór- sigur í höfn. Einn Snæfellsmanna, Ingvar Jónsson, var rekinn útaf í síðari hálfleik fyrir mótmæli. Víkingur, Ólafsvík, sigraði Ármann 1-0 í tvísýnum leik á Mela- vellinum. Eina markið kom í síðari hálfleik, Logi Úlfljótsson sendi vel fyrir Ármannsmarkið og Viðar Gylfason skoraði af stuttu færi. Rétt á eftir áttu Gunnar Örn Gunnarsson þrumufleyg í þver- slána á Ármannsmarkinu. Ármenn- ingar sóttu mjög í lokin og þá var dæmt mark af Ármanni, Agli Steinþórssyni, vegna rangstöðu, en á afar kostulegan hátt. Línuvörður lyfti flagginu, lét það detta strax og Grétar Norðfjörð dómari benti á miðju. Víkingar bentu á línu- vörðinn. Grétar skeiðaði til hans og þeir komust að þeirri niður- stöðu að um rangstöðu hefði verið að ræða. Skallagrímur vann ÍK 2-0 í Kóp- avogi í jöfnum leik. Gunnar Jóns- son skoraði á 11. mínútu, lék á út- hlaupandi markvörðinn. ÍK sótti mjög í fyrri hálfleik en leikurinn jafnaðist í þeim síðari. Tólf mínút- um fyrir leikslok skoraði Gunnar svo aftur af stuttu færi eftir snarpa sókn og sigur Borgnesinga var í höfn. Gústaf gerði fimm! Gústaf Björnsson, fyrrum Fram- ari, skoraði hvorki meira né minna en fimm mörk þegar Tindastóll gjörsigraði Val frá Reyðarfirði, 6- 0, í B-riðlinum. Þar með ógnar hann nú Sigurlási Þorleifssyni veru- lega í keppninni um markakóngs- titil deildarinnar. Sigurfinnur Sigurjónsson skoraði fyrsta mark leiksins og síð- an var komið af Gústafi, hann skoraði tvívegis fyrir hlé. í síðari hálfleik gerði hann síðan þrennu, eitt úr aukaspyrnu og síðan tvö úr vítaspyrnu. Sigurfinnur var rekinn af leikvelli snemma í síðari hálfleik en það kom Reyðfirðingum að engum notum. Þróttur frá Neskaupstað fékk harðvítuga mótspyrnu á Horna- firði frá botnliði Sindra en vann loks stórsigur, 5-1. Sigurður Friðjónsson skoraði eftir horn- spyrnu á 20. mínútu en eftir það náði sindri betri tökum á leiknum og Pétur Sigurðsson jafnaði rétt fyrir hlé. Loks þegar 20 mínútur voru eftir skoraði Sigurður aftur, skaut í stöngina og inn utan vítateigs, og þar með tóku Þróttarar völdin. Guðmundur Ingvason skoraði af stuttu færi, 1-3, Sigurður sitt þriðja eftir góðan samleik, 1-4, og hinn 18 ára gamli miðvörður, Eysteinn Kristinsson, brá sér í sóknina á lok- amínútunni og gerði fimmta mark- ið eftir hornspyrnu. Huginn vann Magna frá Greni- vík 2-1 á Seyðisfirði en naumt var það. Smári Guðjónsson skoraði fyrst með skalla fyrir Hugin en Jón Ingólfsson jafnaði úr vítaspyrnu. Skömmu fyrir leikslok fékk Magni annað víti en Helgi Einarsson markvörður Hugins varði með til- þrifum, sveif eins og köttur niður í hornið og varði fast skot Jóns. Rétt á eftir tryggði Sveinbjörn Jóhanns- son sigur Hugins með stórkostlegu marki, beint úr aukaspyrnu af 35 m færi uppí samskeytin. Elstu Seyðfirðingar muna vart eftir öðru eins. HSÞ sigraði Austra nokkuð óvænt, 1-0, í Mývatnssveitinni, nokkuð sanngjarnt eftir atvikum. Þórhallur Guðmundsson fær mark- ið á sinn reikning en fékk góða aðstoð frá varnarmanni Austra sem sá um endahnútinn. - VS 3. deild A-riöill: HV-Snæfell Ármann-Víkingur Ói IK-Skallagrimur .7 6 0 1 18-8 12 Skallagrimur 6 5 1 0 15-4 11 Grindavík 7 5 0 2 13-11 10 VíkingurÓI .7 2'2 3 9-10 6 HV 7 3 0 4 14-19 6 (K .7133 10-10 5 Ármann 6 0 1 5 3-9 1 Snæfell 5 0 1 4 3-14 1 B-riöill: Tindastóil-Valur Rf.. 6-0 Sindri-Þróttur N HSÞ-Austri 2-1 Tindastóll ...6 5 1 0 18-3 11 Austri ...7 5 0 2 14-6 10 ÞrótturN ...7 5 0 2 14-8 10 Huginn ...7 4 12 10-8 9 Magni HSÞ ...7 2 0 5 6-12 4 ValurRf ...6 2 0 4 5-13 4 Sindri ...7 0 0 7 5-22 0 HSÞ hafa vcrið dæmd stigin út- úr tapleik gegn Magna hjá hér- aðsdómstóli en Magnamenn hafa áfrýjað dómnum og niðurstaða því ekki komin. Markahæstir: Sigurlás Þorleifsson, Selfossi....9 Gústaf Björnsson, Tindasfól.......8 Sigurður Friðjónsson, Þrótti N....7 Þorleifur Sigurðsson, HV..........6 Bjarni Kristjánsson, Austra....,..5 Ólafur Petersen, ÍK...............5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.