Þjóðviljinn - 23.07.1983, Síða 4

Þjóðviljinn - 23.07.1983, Síða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 23.-24. júlí 1983 _ stjjórnmál á sunnudegi BRAUTRYÐJANDINN Dagna sem ríkisstjórnin var mynduð lýsti forsætis- ráðherra því yfir að hann myndi ekki fara troðnar slóðir heldur reyna að fitja upp á nýjungum í starfi sínu sem forsætisráð- herra. Steingrímur Her- mannsson hefur staðið við þessar yfirlýsingar og má þar minna á eftirfar- andiatriði: 1. Ríkisstjórnin gengur lengra í kjaraskerðingu en nokkur önnur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins. Ef verkalýðshreyfingin ætlar að ná kaupmætti launanna 1982 í desem- ber næstkomandi verður að hækka kaupið um 40%. Kaupskerðingin er nærri 30%. Hér er um að ræða mestu fjármagnsflutninga frá launafólki sem um getur fyrr og síðar hér á landi. Á þessu sviði er Steingrímur Hermansson braut- ryðjandi. 2. Ríkisstjórnin hefur bannað kjar- asamninga í sjö mánuði. Semji atvinnurekandi og launamaður um 4,1% kauphækkun 1. október næstkomandi - en ekki 4,0% - hafa þeir gerst sekir um lögbrot. Aldrei áður hafa siík lög verið sett á ís- landi. Þannig ryður Steingrímur Hermannsson brautina. 3. Ríkisstjórnin bannar vísitölu með bráðabirgðalögum í tvö ár. Þessi lagasetning á sér ekki for- dæmi. Hún er nýjung. Steingrímur Hermannsson er brautryðjandi. 4. í utanríkismálum koma braut- ryðj andahæfileikar forsætisráðher- rans einkar vel fram. Sérstaklega hefur aronskan eignast óvenju- legan bandamann. Nú á að hefja byggingar flugstöðvar. Trúr aron- skunni telur forsætisráðherra að Bandaríkjamenn eigi að borga hana að fullu. Hann samþykkir þó að leggja stórfé frá íslendingum í þessa framkvæmd sem tekið verð- ur að láni erlendis. Jafnframt er það skoðun forsætisráðherrans að Bandaríkjamenn eigi að gefa ís- lendingum höfn - í Helguvík. Þar eiga Bandaríkjamenn að fá leyfi til þess að koma fyrir hernaðarmann- virkjum í stórauknum mæli. Með þessum framkvæmdum er verið að ryðja aronskunni brautina hér á landi og skammt sýnist í þá afstöðu sem Eggert Haukdal hefur lýst að ameríkaninn eigi að borga hér veg- ina líka. Þarna er unnið brautryðj- endastarf. 5. Með hernaðarframkvæmdum á suðvesturlandi flyst meginfram- kvæmdaþunginn yfir á þennan landshiuta. Til þess að framkvæma byggðastefnuna hyggst Framsókn- arflokkurinn nú - ekki bæta stöðu almennra fslenskra atvinnuvega úti á landi - heldur koma fyrir nýjum Steingrímur Hermannsson hefur gerst brautryðjandi í því að leggja pólitísk markmið Framsóknarflokksins fyrr og síðar að velli á fyrstu vikum samvinnunnar við Geir Hallgrímsson og Sjálfstæðisflokkinn. • Mesta kjara-1 skerðingin • Samningabann í 7 mánuði • Vísitölubann í 2 ár • Aronskan innleidd • Ný byggðastefna • Samstarfsmönnum hent á dyr • Útsala á ríkis- fyrirtækjum • íhaldssamvinna óskakostur • Framsóknarfáninsi í hálfa stöng herstöðvum, tveimur fremur en einni. Verður önnur þeirra á Lang- anesi en hin á Vestfjörðum. Þetta er nýjung við framkvæmd byggðastefnunnar. 6. Það ber einnig að telja fram í þessum bálki hvernig forsætisráð- herrann hefur staðið sig í því að halda löggjafarsamkomunni í skefjum. Þingið fær allranáðar- samlegast að koma saman 10. okt- óber í haust. Allar óskir um að það komi saman fyrr eru hafðar að engu. Stjórnarandstöðunni er varla svarað þegar hún ber fram fyrirspurnir. Um leið og því er neit- að að löggjafarsamkoman megi setjast á rökstóla er því hótað að beita hegningarlögunum á verka- lýðinn ef hann fer í verkfall. Þessi framkoma við stjórnarandstöðuna og verkalýðshreyfinguna og þetta virðingarleysi við lýðræðið er nýj- ung; aldrei áður hefur lýðræðinu og þingræðinu verið sýnd jafndjúp- stæð fyrirlitning. 7. Þegar ríkisstjórnin var mynduð henti forsætisráðherrann á dyr samstarfsmönnum sínum úr síð- ustu ríkisstjórn þeim Ingvari Gísl- asyni, Ólafi Jóhannessyni og Tóm- asi Árnasyni. Það er bersýnilegt að þessum mönnum fellur mjög þungt hvernig formaður Framsóknar- flokksins stendur hér að verki. Þessi framkoma er líka nýjung - brautryðj andastarf. 8. Ríkisstjórn undir forystu Fram- sóknarflokksins hefur yfirleitt lagt áherslu á það að hún væri ekki á yfirborðinu amk. að framkvæma kröfur íhaldsins í einstökum mál- um. Nú ætlar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar að selj a fyrirtæki á félagslegum grunni. Þetta er nýj- ung í starfi Framsóknarflokksins. 9. Aldrei áður hefur Framsóknar- flokkurinn myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að nokkur alvarleg tilraun væri gerð til þess að mynda aðra ríkisstjórn. Þegar Alþýðubandalagið fór með stjórnarmyndunarumboð neitaði Framsókn tilboðum okkar um aðgerðir í efnahagsmálum og hún neitaði líka að gera gagntillögur. Einnig það er nýjung. 10. Þegar þessi bálkur er lesinn kem- ur í ljós hversu mikill brautryðjandi Steingrímur Her- mannsson er þegar allt kemur til alls. En niðurstaðan hlýtur líka að verða sú að hann hefur sem for- maður Framsóknarflokksins með einu höggi lagt að velli alla fortíð flokksins og pólitísk markmið fyrr og síðar. Þegar svo er háttað skilst að enn eru opin ný svið til brautryðjendastarfs við að fram- kvæma stefnu Sjálfstæðisflokksins í nafni Framsóknarflokksins. Viss- ulega ber að viðurkenna að Steingrímur Hermannsson hefur síðustu vikumar ekki farið troðnar slóðir; en það er skoðun margra að hanr. hafi anað út í forina. .zmm

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.