Þjóðviljinn - 20.08.1983, Page 7
Helgin 13.-14. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Það eru 700 þúsund hundar í París einni saman og þeir skiija eftir sig tuttugu tonn af hundaskít á göngum og
gangstéttum á degi hverjum.
HUNDAHALD
skiptir Frökkum í
andstæðar fylkingar
í París er mikið um aldrað
fólk og einmana. í París er mik-
ið um hunda. Sumir telja að þeir
séu alls um sjö hundruð þús-
undir. Allt væri það í lagi ef þeir
skildu ekki eftir sig á götum og
gangstéttum tuttugu tonn af
hundaskít á degi hverjum.
Það sárgremst þeim sem ekki
eiga hunda og þeir finna hunda-
haldi allt til foráttu. Sumt af því
kannast menn vel við frá hundaum-
ræðunni hér. París er ekki borg
fyrir hunda, sem eiga að fá að vera
úti í náttúrulegu umhverfi, segja
menn. Það eru óþrif af þessu mikil
og hætta fyrir heilsuna. Einn dag-
inn spyrst það að í hundaskít sé
veira, sem hafi valdið dauða nokk-
urra ungbarna og allt leikur á
reiðiskjálfi. Svo gerist það 5-600
sinnum í Frakklandi að menn stíga
í hundaskít og detta og meiða sig.
Mest gamalt fólk.
Yfirvöldin reyna að miðla mál-
um, reyna að sefa þá sem ekki eiga
hunda og brýna hundaeigendur til
þrifnaðar. En það kemur fyrir
ekki. Hundarnir eru gífurlega
margir. Satt að segja eru fleiri
hundar í Frakklandi en börn yngri
en tíu ára. Þeir eru níu miljónir.
Borgarstjórinn í París er Gaull-
istinn Chirac. Sumir halda því
fram, að ef hann getur rutt burt
hundaskítnum af götunum þá verði
hann kosinn næsti forseti Frakk-
lands. Aðrir benda á það, að sá
sem hygli hundaeigendum eigi líka
mikla möguleika.
Þjóðin er tvískipt í málinu. Eins
og dæmi sanna úr öðrum stöðum
tekst furðu mörgum að æsa sig
meira upp einmitt út af hundahaidi
en út af pólitískum stórmálum. Því
þau eru eitthvað svo afstrakt, en
hundurinn hleypur um úti fyrir dyr-
um hvers og eins. (Eftir DN).
erlendar bækur
Latína
Vivien Law: The Insular Latin
Grammarians. The Boydell Press 1982.
Cambridge Latin Course: Unit I - One
Volume Edition - Teacher’s Handbook
-Language Information. Cambridge
University Press 1982.
Þessi kennslubók í latínu er gefin
út með hliðsjón af ýmsum
breytingum, sem orðið hafa í sam-
bandi við náms og kennslutækni á
undanförnum áratugum. Myndin
er mikill þáttur þessara nýju að-
ferða og er hún notuð til þess að
bæta upp skort á skilningi á texta. f
þessum bókum er notkun mynda
þó mjög stillt í hóf. Bókin er ætluð
byrjendum og hafa þessar bækur
verið talsvert notaðar í enskum
skólum og þótt reynast vel. Orða-
safn og kennarahandbók fylgja.
„The Insular Grammarians" er
gefin út í bókaröð frá Boydell
Press, sem nefnist „Studies in Celt-
ic History III.“ Viðfangsefnið er
hvernig og hvenær tekið var að
leggja stund á latínu á Bretlands-
eyjum. Latínan fylgdi kristnuninni
og til þess að halda uppi kristni,
þurfti latínukunnáttu. Hvaða
bækur voru notaðar til þess að
styðjast við í latínukennslu?
Dr. Law leitast við að svara þess-
um spumingum og rannsaka lat-
ínukennslu á írlandi og Englandi á
sjöundu og áttundu öld.
Latínan breiddist stöðugt út frá
upphafi Rómar, um Ítalíu, með-
fram ströndum Miðjarðarhafsins
og víðast hvar þar sem rómverskir
landnemar settust að og þar sem
rómverskar hersveitir sátu. Frakk-
land, Spánn, Afríka og Dakía, á
þessum svæðum varð latínan
ráðandi tungumál og varð síðar
grundvöllurinn að ráðandi tungu-
máli. Latínan var mál kirkjunnar á
miðöldum og alþjóðleg tunga þar
með, og það hélst lengi fram á
nýju-öld.
Þegar á 4. og 5. öld var latínan
orðin „lingua franca" á vestur-
löndum, hið opinbera mál ríkis-
valdsins, kirkjunnar og hún var
einnig bókmenntamálið. Með
rómversku hernámi Englands,
barst latínan þangað og var þar mál
hluta yfirstéttanna og klerkdóms-
ins. Með komu Engilsaxa nær
heiðnin yfirhöndinni og það tók
langan tíma að kristna þá.
írar kristnast á 5. og 6. öld og
þaðan flykkjast trúboðar til Eng-
lands, á írlandi gætti engra róm-
verskra áhrifa, en sú mynd sem
iöngum var dregin upp af kirkju-
legri menningu á írlandi reyndist
vera mjög ýkt. Ýmis verk, sem
fram að þessu voru talin unnin af
írskum munkum og klerkum, hafa
reynst eiga uppruna sinn annars
staðar. Dr. Law sýnir fram á að
málfræðirit, sem eignuð hafa verið
írskri kristni, voru sprottin af
miðjarðarhafssvæðinu. Niðurstaða
höfundar er sú að sá mennta-blómi
sem írum var eignaður á 5. og 6.
öld var ekki fyrir hendi þá.
írskir munkar voru taldir lifa
mjög kristilegu lífi, þeir voru blá-
snauðir og fræði þeirra voru ein-
skorðuð við þekkingu á vissum
hlutum Biblíunnar, það varð ekkij
breyting í þessum efnum fyrr en á
7. öld. Dr. Law grefst fyrir um upp-
runa þeirra málfræðiritgerða sem
til eru frá þessum tíma og um leið
rekur hún þróun málfræða í Róm;
hvernig áhrifin hafí borist þaðan til
írlands og Englands. Það voru
þessi rit sem voru undirstaðan að
latínukunnáttu írskra og enskra
klerka á 7. og 8. öld.
Þessar rannsóknir dr. Law eru>
ekki aðeins þýðingarmikiar fyrir
enska og írska málfræðiþróun og|
bókmenntaþróun, ekki síður fyrir
meginlandsþjóðirnar, en það voru
írskir og enskir klerkar og munkar
sem fluttu kristna latínumenningu,
til miðsvæða og norður svæða
Evrópu.
Þetta er einnig lykilrannsókn
fyrir þróun þjóðtungnanna til bók-!
máls, latneska stafrófíð var að-
lagað þjóðtungunum og þar með
var vegurinn ruddur fyrir ritun á
móðurmálinu. Þessi bók dr. Law er
einstök og á sér ekki hliðstæður, en
brautryðjendarit, sem varðar alla
þá sem vilja kynna sér þróun bók-
máls á frumstigi meðal þeirra
þjóða sem um er fjallað.
llllllllPanasonic
ínmmtnnmiti 11\nunuwvwww
Panasonic
Vkieo CíJWutw HscorA? W CKO
CSuww
m
•> ■>»«• * » v.- .
Panasonic nv-333
Ny tt tœki a betra verði með íleiri möguleikum
Hér eru nokkrir góðir punktar:
• Quarts stýrður beindrifinn mótor. • Sjálfvirk fínstilling á móttakara.
• Quarts klukka. • Góð kyrrmynd.
• Myndskerpustilling. Nýtt. • Myndleitari. Hraðspólun með mynd, afturábak og áfram
• 14 daga upptökuminni. • Sjálfvirk bakspólun. ^--
• 8 stöðvaminni. • Rakaskynjari. 0$^*^
• Skyndi tímaupptaka OTR frá 30-120 mín. Nýtt. • 8 liða fjarstýring fáanleg.
■“ Fín editering (Tengir saman truflanalaust nýtt og gamalt efni). \ -Q^jOC ’
fsmDímnu KAUPFÉLAG MUSIKOG kaupfélag rCj). \
■■■l-BUÐIN heraðsbua MYNDIR hafnfirðinga v^puo VJAPIS hf.
AKUREYRI SEYÐISFIRÐI/REYÐARFIRÐI VESTMANNAEYJUWI STRANDGÖTU 28 ÍSAFIRÐI BRAUTARHOLTI2
Djúpivogur: Kaupfélag Berufjarðar. Eskifjörður: Pöntunarfélagið. Tálknafjörður: Bjarnarbúð. Hella: Mosfell. Akranes: Studioval.
Borgarnes: Kaupfélagið. Hornafjörður: Radioþjónustan.
IHIIIIPanasonic