Þjóðviljinn - 20.08.1983, Side 9
Helgin 20.-21. ágúst 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9
á Grœnlandssýningu
Talið er að mikið hafi verið ofið í hinum
norrænu byggðum. Ofið var í kljásteinavef-
staðnum og alltaf með eingirni.
í kjallara Norræna hússins stendur nú
yfir Grænlandssýning til 28. ágúst nk.
Þjóðviljinn leit þar við á dögunum og
birtast svipmyndir af sýningunni hér á
síðunni.
Sýningarnar voru settar upp á Grænlandi
í fyrra í tilefni af því að 1000 ár voru frá því
að Eiríkur rauði fór til Grænlands frá ís-
landi og kannaði það með búsetu í huga.
Sýningarnar í Norræna húsinu voru settar
upp í bæjunum Narssaq, Nanortalik og Qu-
aqortoq. Tvær sýninganna eru unnar á veg-
um Þjóðminjasafns Dana í Kaupmanna-
höfn, en hin þriðja er frá Byggðasafninu í
Quaqortoq í Grænlandi. Sýningin frá Nars-
saq greinir frá hugmyndum manna um
byggð í Brattahlíð, þar sem Eiríkur rauði
bjó, og biskupsstólnum í Görðum. Nefnist
sýningin „Höfðingjasetur og biskupsstóll“.
Nanortalik-sýningin nefnist „Kirkjan við
hafið“. Hún segir frá byggð á Herjólfsnesi,
þar sem Herjóltur Bárðarson, frændi Ing-
ólfs Arnarsonar, nam land. Þarna í byggð
hafa fundist minjar frá byggð norrænna
manna. Merkastur er fundur búninga hinna
norrænu íbúa. Miðaldaklæði hafa hvergi
varðveist eins vel og þar. Þessar sýningar
eru báðar skermasýningar, en auk mynda-
skermanna verða þar sýndir fornmunir,
semfundist hafa við fornleifarannsóknir í
hinum norrænu byggðum. Quaqortoq-
sýningin var einnig skermasýning, en hér
verður hún sýnd af litskyggnum. Nefnist
hún „Innflytjendur" og sýnir þjóðflutninga
til Grænlands frá fyrstu tíð. íslenskur skýr-
ingartexti verður lesinn með skyggnunum.
Maður þarf að hafa nógan tíma til að
skoða sýninguna og sökkva sér inn í lífið á
Grænlandi á landnámsöld. Við sýningar-
spjöldin er nákvæmur skýringartexti þar
sem hlutirnir og notagildi þeirra er tilgreint..
En sjón er sögu ríkari. Sýningin er opin frá
kl. 14-19, alla daga, til 28. ágúst.
EÞ
Úr myndaröðinni um Eirík rauða. Texti við þessa mynd er: Og Eiríkur var dæmdur í Úr sýningunni „Kirkjan við hafið“. Staðarbúar sem unnu að uppgreftrinum eru hér að
þriggja ára útlegð. hvfla sig sumarið 1921.
Hér sést leiðin sem Eiríkur rauði og faðir hans Þorvaldur sigldu.
Myndir - eik -.
' Lfkan af húsum í Brattahlíð sem talið er að Eiríkur hafi búið í. Árið 1932 voru margar
rústir rannsakaðar af fornleifafræðingum frá Þjóðminjasafni Dana.