Þjóðviljinn - 20.08.1983, Qupperneq 11
Helgin 20.-21. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
Listamaöurinn Valeri Avdejev í
Moskvu getur gengið á glóandi
kolum, lagst á flöskubrot og
látið nokkra menn standa á
bjósti sínu á meðan. Hann
getur munað yfir þúsund orð
eftir að hafa lesið þau einu sinni
yfir...Hann kemurfram á
sýningu, þar sem sálfræðileg
reynsla er á efnisskrá.
Áhorfendur verða oft afar
undrandi, þegar listamaðurinn
sýnirbrögðsín. Hannfærótal
miða utan úrsal, þarsem hann
erspurður: Hvernig getið þér
þetta?
Hugarflæði eftir Edward Munch
Þekktu sjálfan þig
- Valeri, efnisskrá þín heitir
„Þekktu sjálfan þig“. Hvaða hugs-
un liggur þarna á bak við?
- Mig langar til að beina athygli
fólks að hinum feiklegu mögu-
leikum mannsins, sýna mikilvægi
innri þjálfunar, hæfni til að stjórna
geðshræringum sínum. Leyndar-
dómsfull og óútskýranleg fyrirbæri
mannlegrar sálfræði hafa þekkst
um aldir, svo að það er eðlilegt, að
fólk vilji fá útskýringu á þessu.
Sagnfræðingar segja, að Júlíus Se-
asar og Alexander Mikli hafi þekkt
alla hermenn sína í sjón og með
nafni. Seneka gat endurtekið tvö
þúsund samhengislaus orð eftir að
hafa hlustað á þau lesin einu sinni.
Það er ekki langt síðan að bjó í
Grúsfu maður nokkur að nafni Ar-
onTsjikvashvili, sem var beðinn að
telja hversu mörg orð og bókstafi
íþróttafréttaritari notaði í lýsingu á
síðari hálfleik knattspyrnuleiks
milli Spartak og Dinamo. Um leið
og íþróttafréttaritarinn var búinn
að sleppa síðasta orðinu svaraði
Tsjikvashvili, að hann hefði notað
1835 orð og bókstafirnir hefðu ver-
ið 17427. Það tók fimm klukku-
stundir að athuga, hvort svarið
væri rétt og reyndist svo vera.
Það eru til margar slíkar
staðreyndir og jafnmargar ágiskan-
ir, en enn er ekki til samræmd
skoðun.
- Hvað varð til þess að þú fórst
að leggja fyrir þig sálfræðilegar til-
raunir?
- Þetta hófst þegar ég var ungur.
Ég hugsaði um hvernig stæði á því
að sumir gætu dansað á glóandi
kolum en ég gæti það ekki. Þá bjó
ég í Volgograd og vann þar sem
rafvirki og las bækur um sálfræði
ásamt hópi ungs fólks, sem hafði
áhuga á því efni. Og það æxlaðist
svo, að við ákváðum að reyna að
ganga á glóandi kolum. Við
kveiktum varðeld og allir fóru að
búa sig undir þetta og allt í einu
greip mig sú kennd, að einhver gæti
gert betur en ég. Ég fór af stað. Það
greip mig sú kennd, að ég gengi
fyrir ofan kolin, þó að ég færi yfir
þau án þess að flýta mér. Tilfinn-
ingin var eins og að ganga á heitum
sandi - heitt, en ekki óþolandi.
Næsta dag endurtókum við til-
raunina en ég komst ekki í það ás-
tand, sem nauðsynlegt var, en
skammaðist mín fyrir að viður-
kenna það. Þetta fór svo, að skó-
sólarnir mínir eyðilögðust.
Síðar hafði félagi minn, tauga-
læknirinn Alexander Ponomarjev,
mikinn áhuga á því að leggjast á
flöskubrot, en hann gat ekki kom-
ist í rétt ástand. Hann sá, að ég
lagðist niður og stóð upp án þess að
hljóta sár, en var samt hræddur. Ég
stakk upp á því við hann, að hann
byrjaði á því að leggjast á teikni-
bólur - förin yrðu ekki eins mikil
eftir þær. Hann lagðist niður og
sannfærðist um að meðvituð sjálfs-
sefjun gerði þetta ekki hættulegt og
fór að leggjast á flöskubrot.
- Hvernig skýrir þú þetta allt
saman?
- Innri þjálfun. Eins og kunnugt
er, er það einkenni sálfræðinnar að
hún sem endurspeglun raunveru-
leikans, bregst skjótt við ýmsum
neyðartilvikum, sem oft koma fyrir
í lífinu. Ásamt með vörn þeirri sem
við skynjum, felur sálfræðin í sér
varnir, sem eru huldar skilningi
okkar og er stjórnað af undirvit-
undinni. Þegar ég tala um undirvit-
und, styðst ég aðeins við alkunnar
staðreyndir sem koma mér sjálfum
til að leggja stund á sálfræðilegar
tilraunir.
Reglan hér er að mínu mati fólg-
in í eftirfarandi: Maður, sem hefur
lent í neyðarástandi, á sér aðeins
eina hugsun, sem hann gerir sér
grein fyrir - að bjarga sér. Þessi
Valeri Avdejev: Mig langar til að
beina athygli fólks að hinum feiki
iegu möguleikum þess sjálfs.
hugsun kemur honum til að fram-
kvæma, en hann hefur ekki tíma til
að gera sér grein fyrir því sem hann
framkvæmir. Þarna hefja varnir
undirmeðvitundarinnar, sem
stjórna honum, starf sitt. Síðan
þegar farið er að athuga það sem
gert hefur verið, getur viðkomandi
ekki skilið hvernig hann gat gert
eitt eða annað. Það er vitað að
fólk, sem er elt, stekkur yfir
girðingar, sem eru hærri en heims-
metið í hástökki. Meðvitundar-
laust fólk, hefur lifað af fall úr
mikilli hæð. Og margir hafa látist í
fallinu sjálfu, hafi þeir verið með
fullri meðvitund, og hafa þá greini-
lega þegar upplifað afleiðingar
fallsins.
Ég fór að hugsa um hvað það
væri, sem kæmi í veg fyrir að við
getum endurtekið slík stökk við
venjulegar aðstæður. Gætu það
verið sálrænar flækjur? Og aftur
komu einstök dæmi mér til hjálpar.
Franskir fjallgöngumenn, sem
lentu í íssprungu gátu lifað þangað
til hjálp barst vegna þess að þeir
töldu sér trú um, að þeir væru á
hlýjum stað, þar sem allt væri í lagi.
Ég tel, að aðalatriðið sé að komast
yfir hina sálrænu hindrun.
- Við vitum, að með sjálfssefjun
er hægt að losna við sársauka,
komast yfir svefnleysi, öðlast kraft,
en hvernig er hægt að utskýra það,
að kraftursjálfssefjunarinnar getur
komið í veg fyrir líkamlegar
breytingar á húðinni?
- Eins og kunnug er ver húðin
líkama okkar fyrir áhrifum um-
hverfisins. Það er hægt að gera ráð
fyrir því, að í varnarbúri húðarinn-
ar séu varnir, sem við þekkjum
ekki og getum ekki dæmt um núna.
Sálfræðilegir og líkamlegir eigin-
leikar líkamans eru óaðskiljan-
legir. Líkamleg sár skaða sálina.
Og sálræn sár skaða aftur á móti
líkamann. Það er vitað, að Maxim
Gorki þjáðist svo mjög er hann rit-
aði sögu sína „Okurov-borg“ og sá
morðið svo skýrt fyrir sér, að hann
fann sársauka hnífsstungunnar og
fram kom merki á líkama hins, sem
sást í nokkra daga.
- Hvað finnst yður um svokall-
aða háskynjun?
- Ef átt er við fólk með hækkað
líffræðilegt svið með því orði, þá er
ég í þeim hópi. Ég hef mjög vítt
lífssvið, að því er vísindamenn,
sem hafa rannsakað mig segja. Því
miður eru margir í þessum hópi,
sem eru svikarar, og það þarf að
sneiða hjá þeim.
En það er ekki hægt að ganga
fram hjá fólki, sem hefur í raun
hækkað rafeindasvið. Það þarf að
rannsaka slíkt. Og það er þegar far-
ið að gera rannsóknir á þessu sviði.
Fyrir skömmu fékk ég boð um
rannsóknir í Síberíudeild Vísinda-
akademíunnar. Vísindamenn vilja
fá svör við þessum spurningum og
þar get ég nefnt A.P. Alexandrov,
forseta Vísindaakademíu Sovét-
ríkjanna, sem sagði um rit um ein-
staka hæfileika E.J. Davitashvili:
„Það er of snemmt að tala um upp-
götvanir, þó að til séu menn innan
akademíunnar, sem eru bjartsýn-
ari heldur en ég í þessum málum.
Það má heldur ekki telja menn eins
og Davitashvili, sem reynir að
hjálpa sjúku fólki og hjálpa vísind-
amönnum til að skilja eðli aðferða
sinna, til dularfullra fyrirbæra. Ég
endurtek: Það verður að vinna að
því að útskýra þessi fyrirbæri.
- Valeri, hvaða breytingar
varðst þú var við hjá sjálfum þér,
eftir að þú fórst að stunda sjálfs-
þjálfun?
- Að mörgu leyti skildi ég eigin
möguleika og með hverju árinu
eykst sá skilningur. Síðan ég fór að
gera þessar tilraunir fyrir 15 árum,
hef ég aldrei verið veikur, verð
aldrei þreyttur og get þegar ég þarf
slakað á og aftur „hlaðið“ mig
kröftum dagsins. En ég ráðlegg
fólki sjálfsþjálfun vegna þess að
hún hjálpar því að losna við alls
konar sálrænar flækjur. Því fyrr
sem maðurinn byrjar að losa sig við
þær, því betra. Slíkar flækjur trufla
fólk við að þroska hæfileika sína,
sem náttúran hefur gefið því. Ég
tel, að hver og einn verði að trúa á
gáfur sínar og reyna að ná hátindi í
lífinu. Heimspekingur nokkur
sagði: „Sá, sem vill, gerir meira en
hann getur.“
Maðurinn sjálfur ræður yfir lík-
ama sínum. Það er hægt að eitra
fyrir sjálfan sig með áfengi og nik-
ótíni og það er hægt að nota hina
feikilegu hæfileika hans til að ná
æðri markmiðum í þágu þjóðfé-
lagsins.
„Sotsíalistitsjeskaja Industria“ -
APN
ALUÞETTA
FYRIR AÐEINS
100 KRÓNUR
Velkomin á lönsýningu 83 í
Laugardalshöll.
Stórkostleg sýning á
íslenskriframleiðslu. 120
sýnendurkynna
framleiðslusínaog
þjónustu á um 4000 m2
sýningarsvæði.
Vörukynningar,
kynningarafslættir, tölvur,
vélmenni (eitt þeirra hefur
núþegarlærtsvolítiðí
íslensku), tískusýningarog
margtfleira.
H appagestur dagsi ns
hlýturvinning og
skemmtikraftartroða upp.
Gagn og gaman fyrir
aðeins100 krónur-fyrir
fullorðna, 40 krónurfyrir
börn 6-12 ára og frítt fyrir
þau yngstu.
Þiðlátiðlðnsýningu 83
ekki fram hjá ykkur fara.
ISŒNSK FRAMTD
ADNADI IM~iGD
DNSÝNING
19/8-4/9 * mmík
I LAUGARDAtSHOLL
FÉLAG ÍSIÉNSKRA ÐNFEKENCA 50ÁRA
Grunnskólinn
Grindavík
Staða handmenntakennara (smíðar) er laus
til umsóknar.
Frestur til 1. sept. 1983. Nánari upplýsingar
veitir skólastjórinn í síma 92-8504 og formað-
ur skólanefndar í síma 92-8304,
Öskjuhlíðarskóli
óskar eftir dvalarheimilum fyrir nemendur
utan af landi skólaárið 1983-1984.
Upplýsingar í síma 23040 eða 17776.