Þjóðviljinn - 20.08.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.08.1983, Blaðsíða 15
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.-21. ágúst 1983 Undrin r a Saurum Gamii torfbærinn á Saurum er nú að hruni kominn, enda hefur ekki verið búið í honum lengi. Ljósm.: GFr ,v.' ; -V ' i f% '1 i WuUm* ! Draugagangur eða fjölskylduharmleikur? Um þessar mundir fór Surtur hamförum sunnanlands og fyrri hluta marsmánaðar 1964 bár- ust fréttir af einkennilegri ó- kyrrð á Ármúla við ísafjarðar- djúp og virtist vera um stað- bundnajarðskjálfta að ræða. Þegar líða tók á mars fóru svo að berast fréttir af undarlegum fyrirbærum á Saurum á Skaga í A-Húnavatnssýslu. Þarköst- uðust borð og stólar til, leirtau hrundi út úr skápum, rúm hreyfðist og skápar fóru um koll. Hér gat tæpast verið um að ræða náttúrulegar hamfarir heldurmiklufremuryfirnáttúru- legar. Dögum saman voru blöð og útvarp undirlögð fréttum frá Saurum, þangað flykktust frétt- amenn, forystumenn Sálarr- annsóknarfélagsins, miðlar, jarðfræðingar, og veraldleg sem andleg yfirvöld. Hvað var á seyði? Málið lognaðist svo út af jafnskjótlega og það hafði kom- ið upp og hefur aldrei verið upp- lýst opinberlega. Var um að ræða stórfelldan draugagang eða stórfelldar blekkingar? Kannski fjölskylduharmleikur á afskekktum torfbæ lengst norðuráSkaga? Saura-undrin árið 1964 voru síðust í röðinni af svipuðum at- burðum sem áttu sér stað á sveitabæjum á fyrri hluta aldar- innar og voru yfirleitt af manna- völdum. Má þar nefna drauga- gang í Þistilfirði, Miðfjarðardöl- umogGilsfirði. Hérverðurekki reynt að komast að niðurstöðu um undrin á Saurum, en at- burðirnir raktir nokkuð. Bæjarhúsin á Saurum voru úr torfi, með timburstafni, og öll klædd innan með timbri. Þar bjuggu öldruð hjón og voru enn til heimilis hjá þeim tvö börn þeirra, sonur á fertugsaldri og dóttir á þrí- tugsaldri. Gömlu hjónin sváfu í stofu, dóttirin í herbergi þar inn af og sonurinn í eldhúsi, en í þessum þremur vistarverum ásamt búrinu varð einkum vart draugagangsins. Borðið spriklaði eins og lifandi væri Hinn 19. mars 1964birtirTíminn ýtarlegar fréttir af Saura- undrunum eftir fréttaritara sinn á Skagaströnd, Pál Jónsson skóla- stjóra, en hann hafði farið á stað- inn. Frásögn hans er höfð eftir Guðmundi bónda á Saurum og segir þar m.a.: „Undrin byrjuðu 18. mars s.l. kl. 1.20 og vaknaði Guðmundur þá við að borð, sem stendur út við stofu- gluggann, fór á hreyfingu og einn metra fram á gólfið frá glugganum. Borð þetta er gamalt og uppruna- lega gert með sporöskjulagaðri plötu og renndum fóturn." í Vísi er þessu svo Iýst en þar var blaðamaðurinn Steingrímur Sig- urðsson sem hélt á penna: „Húsfreyja vaknar og kallar til bónda. Þau rísa bæði upp við dogg, felmtruð. Dóttir þeirra Sigurborg, sem sefur í litlu herbergi milli eld- hússins og baðstofu, vaknar líka. Inni í eldhúsi sefur sonurinn Bene- dikt sem kemur líka á vettvang." Og frásögn Tímans heldur áfram: „Á miðvikudag kom svo hreyfing á borðið eins og fyrst og var þá settur stóll út að glugganum. Stól þennan er hægt að leggja saman og er hann ekki mjög viðamikill. Þeyttist stóllinn fram á mitt stofu- gólf á miðvikudag og brotnaði. Á fimmtudag var húsfreyjan, Mar- grét Benediktsdóttir, að skilja mólk í búrinu og hafði hún byttu með mjólk í á borði hjá sér. Allt í einu kom hreyfing á byttuna og kastaðist hún í gólfið og fór öll mjólkin úr henni. Það einkenni- lega var að konan fann ekki neina óeðlilega hreyfingu, hvorki á gólf- inu né borðinu. Aðeins byttan steyptist í gólfið. Var því ekki um að ræða jarðskjálfta. í dag voru þessi undur aftur á ferðinni um kl. 3 og þá var það Sigurborg, sem varð vör við þau. Það merkilegasta við skápinn sem þá féll var að tveir matardiskar sem voru í efstu hill- unni í skápnum, sem hreyfðist í búrinu, fóru ekki úrskápnum held- ur fór aðeins það sem var í neðslu hillurn." Þá segir ennfremur í þessari frá- sögn Tímans að Guðmundur segist hafa tekist á við sporöskjulaga borðið og hefði það hrist í höndum sér eins og það væri lifandi og spriklaði. Laugardaginn 21. mars þyrptist fólk til Saura. Björri Pálsson flaug þá með 7 manna hóp frá Sálarrann- sóknarfélagi íslands norður og voru í honum m.a. forseti félags- ins, séra Sveinn Víkingur, varafor- setinn, frú Katrín Smári, Sigur- laugur Þorkelsson, Helgi Vigfús- son, Mildríður Falsdóttir, Sigurv- eig Hauksdóttir og síðast en ekki síst Hafsteinn Björnsson miðill. Þá voru líka komnir á staðinn Stefán Jónsson fréttamaður frá útvarpinu, Kristján Bersi Ólafsson blaðamað- ur Tímans, Grétar Oddsson blaða- maður Alþýðublaðsins, Steingrím- ur Sigurðsson blaðamaður Vísis og Jökull Jakobsson blaðamaður Fálkans. Með Steingrími var Ævar Jóhannsson forstjóri, áhugamaður um sálarrannsóknir, og með Jökli listamaðurinn Baltazar en grunur lék á að draugarnir væru spænskir þar sem spænsk dys er í Framnesi, skammt frá bænum, og átti Baltaz- ar að vera túlkur. Þá hringdi síminn á Saurum stöðugt. Ennfremur komu á staðinn sóknarpresturinn, séra Pétur Ingjaldsson og sýslu- maðurinn á Blönduósi, Jón ísberg. Um kvöldið var haldinn miðils- fundur í baðstofunni á Saururn en ekki fengu blaðamenn að vera viðstaddir hann. Segir Tíminn að á fundinum hafi komið fram andar og orðið nokkrar sviptingar. Séra Sveinn Víkingur var þó mjög var- færinn að loknum fundi en sagði þó að þar hefði fengist ákveðinn grun- ur og grunur léki á að framlífsfólk væri þarna að verki eða hulin öfl. Frásögn Láru miðils Daginn eftir kom Lára Ágústs- dóttir miðill á staðinn og hafði skyggnilýsingu á Saurum um kvöldið. Taldi hún einnig að lok- inni iýsingunni að framliðnir væru að verki og líklega sjódrukknaðir menn. Sagðist hún hafa orðið vör við enskan mann og heyrt skot- hvelli. Nokkrum dögum síðar sendi hún ritstjóra Tímans bréf og skýrði þá frá því hvers hún hefði orðið vör. Var frásögn hennar birt í Tímanum 9. apríl og segir þar m.a. orðrétt: Helgin 20.-21. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Hér gengu draugar ljósum logum vorlð 1964. „En rétt er við vorum búin að matast og búið að bera af borðum og ætluðum við að fara að fara, en vorum eitthvað að rabba saman, studdi ég olnboganum á borðið. Ég sneri mér að Guðmuni húsbónda, sem sat á sama rúmi en utar. Gegnt honum sat Steingrímur (maður Láru) og Björgvin sonur Guð- mundar utar en kona Björgvins á stól. Allt í einu kipptist til þetta borð með mjög hröðum sveiflum, líkast því að einhver bara lyfti því upp með herðunum. Mér brá mjög við og öllum sem inni voru. Mér varð litið á Guðmund og varð hann alveg náhvítur, líkast og það ætlaði að líða yfir hann og samtímis fór ískaldur gustur um baðstofuna..." Lára skýrir síðan frá að hún hefði skynjað enskan mann sem sér virðist að hafi verið myrtur og fylgi honum stór hundur. Segir hún að þessi maður sé ekki mjög hár, en nokkuð þrekinn, v^I fullorðinn. Hann sé í nokkuð síðum jakka, frá- hnepptum með nokkuð stórum töl- um og kaskeiti á höfði og sé líklega skipstjóri. Við þessa frásögn Láru er ekki laust við að hugurinn hvarfli að danska skipinu sem rak á Hjalta- bakkafjörur árið 1802 en skipstjór- inn og hundur hans hurfu þá með undarlegum hætti og varð út af því stórfellt sakamál, svokallað beinamál. Fleiri skýringa var leitað út af þessum draugagangi; m.a. sagði Guðmundur bóndi svo frá að bátur hefði farist frá Saurum í júlí 1914 og með honum 5 eða 6 menn. Veður var ekki slæmt og fannst báturinn marandi á hálfu kafi á Drangeyjarsundi en líkin af mönn- unum fundust aldrei. Báturinn var síðan seldur til Sauðárkróks og var róið á honum í nokkur ár þar til hann fórst með manni og mús í ein- um róðrinum og hefur ekkert til hans spurst síðan. Ekki urðu blaðamenn varir við nejnn draugagang á Saurum nema dívan sem Grétar Oddsson, blaða- maður Alþýðublaðsins, sat á hreyfðist eitthvað undir honum. Segir í Tímanum að blaðamennirn- ir hafi verið með ýmsa tilburði og heimtað að sjá draug og voru með drykkjulæti. Var heimilisfólki nóg boðið og lá við Guðmundur bóndi kveddi til sýslumann til að fá hús- frið. Þá hringdi síminn stöðugt og var hann á endanum tekinn úr sam- bandi. Blaðamanni Vísis var hent á dyr, að sögn Þjóðviljans. Blaðamaður Þjóðviljans hafði samband við Jón Isberg sýslumann og sagði hann m.a.: „Samkvæmt viðræðum mínum við heimilisfólk- ið, þá er ég á þeirri skoðun að þetta sé ekki af mannavöldum og sé ekki ástæðu til að rengja vitnisburð fólksins." Sagði hann ennfremur að heimilisfólkið væri orðið hvekkt af öllum þeim mannaferðum, sem dunið hefði yfir það og væri mál að linni. í sama streng tók Sigurður Björnsson hreppstjóri á Orlygs- stöðum á Skaga. í frásögn Alþýðublaðsins 21. mars er bent á að ólætin séu mest í kringum kvenfólkið á bænum og svo virðist sem hlutirnir fari eink- um af stað ef þeir standi við vegg. Myndir á veggjum og hlutir á vegg- hillum haggist hins vegar ekki. Þá bendir Vísir að það 23. mars að tveir sjónarvottar eða fleiri hafi aldrei séð atvikin gerast. Fjöldi mynda birtist í blöðum af húsmunum á Saurum. Svo gerist það að ljósmyndari Alþýðu- blaðsins er að skoða myndir á filmu hjá sér, sem ekki höfðu áður birst, og tekur þá eftir dálitlu undarlegu. Það er mynd af skápnum með leirtauinu sem datt fram yfir sig. Þessi skápur stendur fast upp við dívaninn sem hreyfðist undir blaðamanni Alþýðublaðsins. Og hvað kemur í ljós á myndinni? Fæti er stutt við skápinn hinum megin. Þessi mynd birtist í blaðinu 24. mars og leiddar Iíkur að því að draugagangurinn sé allur af mann- avöldum án þess að nokkur nöfn séu nefnd. Eftir þetta verður mun hljóðara um málið en áður. í Morgunblaðinu 4. apríl segir þó að ókyrrleiki mikill sé enn á Saurum og borðið sem mjög hafi komið við sögu sé nú brotið og ekki nothæft lengur. Þá segir í Tímanum 9. apríl að nágrannar hafi slegið þagnar- múr um bæinn og ekki sé unnt að afla frétta þaðan en fyrirbærin haldi áfram. Eftir þetta segir lítt af Sauraundrum í blöðum. Blaðamaður Þjóðviljans kom að Saurum nú fyrir nokkrum dögum og þar býr ennþá Benedikt Guð- mundsson, sonurinn á bænum, og hefur verið þar einbúi allt frá því skömmu eftir að undrin gerðust. Gamli torfbærinn er nú að hruni kominn en Benedikt býr í nýrra húsi. Hann er ekki til viðtals um undrin. -GFr Benedikt Guðmundsson. sonurinn á bænum, hefur verið einbúi á Saurum frá því skömmu eftir Sauraundrin. Ljósm.: GFr Myndin fræga úr Alþýðublaðinu. Skápurinn sem datt fram á gólf. Þegar myndin var framkölluð sást fótur styðja við skápinn vinstra megin, en hægra megin var dfvan sem hreyfðist er blaðamaður Alþýðublaðsins sat á honum. KDLA- WIY* VEl u* ROM HERBERGI BAflSTQFA VASKBoro DIVAN Rum SANGUR GEYM5I.A Kort af húsaskipan að Saurum er blaðamaður Alþýðublaðsins teiknaði eftir minni. Sporöskjulaga borðið stendur undir glugga á baðstofunni, og annað rúmið þar færðist einnig til. í eldhúsinu er dívaninn sem kipptist til undir blaðamanni Alþýðublaðsins, en við enda hans er skápurinn sem féll á grúfu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.