Þjóðviljinn - 20.08.1983, Síða 18

Þjóðviljinn - 20.08.1983, Síða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.-21. ágúst 1983 dægurmál (sígild?) Rindy og Marv Ross Semsagt gott.. Quarterflash er 6 manna amerísk rokkhljómsveit, og eru hér fyrsta flokks hljóðfæraleikarar á i'erð: Rindy Ross er aðalsöngvari sveitar- innar og leikur jafnframt á alt- og sópransaxófón; Marv Ross á gítar og gítarhljóðgervil og semur mestan partinn af textum og lögum Quarter- flash, en sumt í samvinnu við Rindy Ross (veit ekki hvort þau eru tengd blóðböndum eða hjúskapar-) og söngvarann og gítarleikarann Jack Charles; Rich Gooch leikur á bassa og syngur bakraddir, Rick Digiallon- ardo á hljómborð og Brian David Willis á trommur og syngur bakr- addir. Músik Quarterflash má kannski segja að sé í ætt við þá hjá Pat Benatar og svo ýmsar iðnaðarrokkhljóm- sveitir, en flutningur Quartcrflash verður þó ekki vélrænn eins og hjá „iðnaðarrokkurunum“. Gerir saxó- fónninn sjálfsagt helsta gæfumuninn en einnig eru textarnir ágætir á þess- ,ari plötu þeirra, Take Another Pict- ure. „Taktu aðra mynd“ útleggst titillinn og texti titillagsins er bón söngvarans um að verða festur á filmu og varðveittur um aldur og ævi: „I don’t wanna fade away“ - ég vil ekki hverfa - gleymast - verða ómissandi. Pessu þema er haldið í gegnum alla plötuna (og albúmið...) og textarnir eru ágætlega gerðir, sem er nú ekki of algengt á rokkskífum. Mörg hressileg dansiballalög eru á Take Another Picture auk titillagsins, t.d. Shakin’ The Jinx og Take Me to Heart, og svo e.k. ballöður, ansi fal- nema þá plötuhulstrið sem er mynd af listaverki eftir Bernard Faucon, „Photo De Famille" (Fjölskyldu- mynd). A Miklirog merkilegir íónleikar verða í Laugardalshöllinni þann 10. septemb- er. Tónleikar þessir eru haldnir undir kjörorðimi „Við kreffumst frwnúðaT'. Á tónleikunum kemur fram fjöldi hljóm- sveita og œttu allir að geta heyrt eitthvað við hœfi. Auk hljómsveitanna mun leikhópurinn Svart og sykurlaust koma fram. Tilgangur tónleikanna kemurglögglega fram íyfirskriftþeirra og segja nœstum því, það sem segja þaif. Tónleikar þessir eru í vissum skilningi framhald af friðargöngunni þann 6. ágúst síðastliðinn. Fjórar is- lenskar hljómsveitir munu koma fram og ein ensk Crass! íslensku hljómsveitirnar verða: ík- arus ásamt Tolla og Megasi. Verður þetta söguleg uppákomma því að fimm ár eru síðan Megas hélt sína seinustu tónleika. Jafnframt verður þetta í fyrsta sinn sem Tolli og íkarus koma fram. Hljómsveitina íkarus skipa Bergþór Morthens gítar, Bragi Ólafsson bassi og Kormákur (trommur). Vonbrigði og Egó munu einnig koma fram á þessum tónleikum. Þessar hljómsveitir þarf varla að kynna fyrir íslendingum, alla vega ekki Egóið, svo þekktar eru þær orðnar. Fjórða íslenska hljómsveitin sem kemur fram er Kukl, hét áður Sér- sveitin og þar áður eitthvað allt ann- að. Pessi hljómsveitcrskipuð ýmsum af okkar bestu tónlistarmönnum: Sig- tryggi Baldurssyni (trommur), Guð- laugi Óttarssyni (gítar), Birgi Mog- ensen (bassi), Einari Melax (hljóm- borð), Einari Erni (söngur, blástur) og Björk Guðmundsdóttur (söngur). Kuklið hljóðritaði tvö lög um Stjórnleysingjar eru ekki á eitt sátt- ir um hvaða leið sé best að markinu. Annars vegar eru þeir sem vilja beita ofbeldi og hryðjuverkum. Hins vegar þeir sem vilja nota friðsamlegri mót- stöðu. Crass fellur undir síðar nefnda hóp- inn. „Ef stöðugt væri verið að ráðast á mig fyrir að bera Crass-barmmerki mundi ég taka það niður. Pað er hrein og klár vitleysa að segja fólki að verja sig því margir eru einfaldlega ekki færir um það“. Það er ekki þar með sagt að það tákni óvirkni. Það þýðir einfaldlega að að leita ekki svara við vandamálunum með ofbeldi, segja þau. Skoðun þeirra kemur meðal annars fram í eftirfarandi orðum: „Anarchists belive that it is right of individuals to make their own decisi- ons in life and that choice is essential to any „real“ freedom. They reject all forms of government on the grounds that „governed” society is a society in chains. It is inevitable that socialist ideas of organisation and centralisati- on should cause friction, since both are a form of control, and control, to an anarchist, is slavery. Socialism, like its supposed enemy, capitalism, is just another face to an age-old character - greed.“ Pessi orð er að finna í bæklingnum með plötunni Christ-the album. Par koma hugmyndir Crass mjög vel fram og er ágætt að vísa þangað fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér þær hugmyndir sem hljómsveitin hefur á oddinum. Textar Crass eru mjög beinskeyttir og er það í anda stefnu hljómsveitar- innar. Pau hafa látið út úr sér að þau Viö að benda á hljómsveitir eins og Posí- on Girls, Flux of Pink Indians, Snip- ers, Captain Sensible, Dirt, Toxic Graffity, Conflict o.fl. o.fl. Það merkilegasta við þessar útgáf- ur er ef til vill að Crass gefur aðeins út eina plötu með hverjum listamanni eða hljómsveit. Síðan er það þeirra að koma sér áfram, þau vilja ekki að nein hljómsveit tengist þeim of nán- um böndum, menn verða að standa á eigin fótum. Hugmyndafræði Sú hugmyndafræði sem Crass boðar er stjórnleysi eða „anarkismi". Keppikefli stjórnleysingja er að af- nema með öllu ríkisvald og stjórnun- arkerfi ríkisins, t.d. lögreglu, her, fangelsi o.s.frv.. Stjórnleysingjar stefna að stjórnlausu þjóðfélagi þar sem ágreiningur milli hópa eða ein- staklinga er jafnaður á friðsamlegan hátt. Þeir trúa því að án stjórnunar muni hið óréttláta þjóðskipulag hverfa og upp úr rústum þess muni nýr og betri heimur rísa. Heimur þar sem sameiginlegur skilningur muni ríkja. Undirstaðan fyrir þessum hug- myndum er trúin á hið góða í mannin- um. Maðurinn er í eðli sínu góður og það er hægt að treysta honum en hin ytri öfl svo sem stjórnun hafi áhrif til hins verra. vilji ekki njóta viðurkenningar því að þá minnki áhrifamáttur orða þeirra. Crass hafa sent frá sér fjöldann all- an af hljómplötum og hef ég misst töluna á þeim fyrir þó nokkru. Nokkrar nýjar hljómplötur frá Crass hafa litið dagsins ljós nýlega og eru nýkomnar hingað. Tvær litlar plötur, „Sheepfarming in the Falklands" og „Who Dunnit?“ og breiðskífan Yes sir, I will. Rúmsins vegna verður aðeins fjall- að um breiðskifuna, en allar eru plöt- urnar góðar, hver á sína vísu. Yes sir, I will er að mínu mati það besta sem hljómsveitin hefur sent frá sér. Meiri yfirvegun komin í tónlistina þó svo að hún haldi sínum sérstaka blæ. Þetta er tvímælalaust aðgengilegasta Crass platan sem ég hef heyrt. Textarnir eru eins og áður mjög góðir þó ég sé ekki sammála þeim í öllum efnum. Sem betur fer betur fer virðist brunnur þeirra seint ætla að verða tæmdur. Crass-hópurinn sem hingað kemur er 10 manna og verður þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar fyrir utan heimaland sitt. Allir eru hvattir til að koma og leggja góðum málstað lið og upplifa eitthvað sem þeir hafa ekki upplifað áður. Miðaverði verður stillt í hóf en ekki búið að ganga frá því þegar þetta var vélritað. Mætum öll og tökum undir: „Við krefjumst framtíðar”. JVS legar: Shanc, Nowhere Left To Hidc og It all Becomes Clear. Auk saxófónsins er vert að geta góðs hljómborðs- og bassaleiks. Sem- sagt gott þótt ekkert stórkostlcgt sé. seinustu hclgi og verða þau komin verslanir fyrir 10. septcmber. Lögin tvö heita „Söngull" og „Pönk fyrir byrjendur". Mér hlotnaðist sú ánægja að fá að hlýða á upptökur af þessum lögum síðastliðinn þriðjudag. „Sön- gull“ er alveg frábært lag, eitt af þess- um lögum sem verka á mann eins og „sprauta í æð“. Crass Hápunktur tónleikanna verður svo Crass, sem hefur nú um nokkurt skeið veriö í hópi athyglisverðustu hljómsveita Breta og þó víðar væri leitað. Hljómsveitin fer sko ekki troðnar slóðir í tónlistarbransanum, en það er ekki eingöngu það sem gerir hana svona athyglisverða, heldur einnig sá boðskapur sem hún boðar, „anarkisminn". Hljómsveitin var stofnuð 1977 af trommuleikaranum Penny Rimbaud og söngvaranum Steve Ignorant. Til liðs við sig fengu þeir Eve Libertine (söngur), Andy N.M. Palmer (bassa), Phil Free (gítar). Forsprakki hópsins og aðalhugmyndafræðingur er jafnan talinn Penny Rimbaud. Dálítið erfitt er að átta sig á Crass því þau vilja ekki láta taka við sig viðtöl. Þau vilja ekki detta ofan í hinn hefðbundna jarðveg tónlistarlífsins og prýða forsíður tónlistarblaðanna. Blaðamönnum er þó heimilt að koma National Anthem, kemur út eins oft og hcnta þykir. Blaðið þjónar þeim / tilgangi að halda tengslum við aðdá- endur hljómsveitarinnar og fjalla um þær hugmyndir sem Crass boðar. Framleiðsla Crass á kvikmyndum er notuð til að leggja meiri áherslu á texta hljómsveitarinnar á tónleikum. Brugðið er upp áhrifamiklum mynd- um af fórnalömbum styrjalda og of- beldis. Þau segja að það sé ekki nóg að syngja um þjáningar annarra, til að hlustendur skilji þær, þeir verði einnig að sjá þær, svart á hvítu. Crass stendur ekki fyrir samkomum þar sem safnast er saman til að hlýða á notalega tónlist og skemmta sér. Markmið tónleika hjá Crass er að fá áheyrendur til að vakna úr þeim dvala sem við mókum í árið um kring, fá okkur til að skilja þjáningar annarra og okkur sjálf. Dreifingar- og útgáfufyritæki Crass hefur það hlutverk að senda út efni hljómsveitarinnar og þeirra lista- manna og hljómsveita sem paö hefur í sínum snærum. Allt er gert til að halda verði framleiðslunnar sem allra lægstu. Það er aðeins pressunin á plöturnar sem er keypt. Allt annað er unnið hjá Crass. Fyrir vikið er verð á plötum frá Crass mun lægra en al- mennt gerist í Englandi. Fjöldamarg- ar hljómsveitir og listamenn með svipaðar skoðanir og Crass hafa sent út plötur hjá fyrirtækinu. Nægir þar og ræða við þau en þegar þeir birta greinar sínar um Crass verða þeir að taka skýrt fram að það sem fram kem- ur í greininni er fyrst og fremst þeirra hugmynd um Crass og þá hugmynd- afræði sem hljómsveitin boðar. Þau vilja ná beint til einstaklingsins, sleppa öllum milliliðum, koma þann- ig í veg fyrir alla mötun. Einna helst eru það „underground" (neðan- jarðarblöð) sem ná að taka við þau viðtöl, blöð sem eru á svipaðri línu og Crass. Crass, hvað er nú það? Crass er miklu meira en hljóm- sveit. Crass er einnig útgáfufyrirtæki, blaðaútgefandi, og dreifingarfyrir- tæki. Blað Crass, Crass Inter- Jón Viðar Andrea

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.