Þjóðviljinn - 20.08.1983, Page 19

Þjóðviljinn - 20.08.1983, Page 19
Helgin 20.-21. ágúst 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 bHdae Ævintýraferð með M/S EDDU Fyrsta bricLgemót á úthafinu Þetta mót er einstakt í sinni röð, bæði vegna þess að það fer fram á Atlantshafinu og einnig eru í boði glæsilegustu verðlaun á íslensku bridgemóti fyrr og síðar. Mótinu verður þannig hagað að nægur tími verður aflögu fyrir þátt- takendur til að njóta ferðarinnar með M/S EDDU og gera hana þannig að ánægjulegri sumarleyfis- ferð fyrir alla fjölskylduna. Áætlað er að fyrri hluti móstins verði sveitakeppni með stuttum leikjum en formið verður ákveðið nánar þegar þátttaka liggur fyrir. Spilatími verður frá kl. 13:00-19:00 fimmtudag og föstudag 8.-9. sept- ember. Á meðan skipið siglir frá Newcastle til Bremerhaven verður boðið uppá létta rúbertukeppni ef næg þátttaka fæst. Mánudag og þriðjudag 12.-13. sept. verður seinni hluti mótsins í tvímenningsformi. Spilatími verð- ur frá 13:00-19:00 en þó gæti móts- stjórn þurft að breyta því. Áætlað er að spilaðir verði barometer 70 spil en nánara fyrirkomulag fer eftir þátttöku. Til viðbótar verður boðið uppá litla rúbertukeppni einn morgun, og einnig verður bridgekennsla á morgnana fyrir þá sem óska. Verðlaunaafhending hefst kl. 21:00 á þriðjudagskvöld 13. sept- ember. Hvað kostar ferðin? Grunnverð: Verð pr. mann í tveggja manna klefa án snyrtingar kr. 7.750 Viðbótarverð: Einn í klefa WC og sturta Barníkoju Barnán koju UTBOÐ Stjórn Verkamannabústaða á Höfn býður út byggingu íbúðarhúss með fjórum smáí- búðum. Húsið er um 900 m3 og skal því skilað full- búnu. Útboðsgögn verða afhent frá 22. ágúst á bæjarskrifstofunum Höfn og Verkfræðiskrif- stofu Sigurðar Thoroddsen, Ármúla 4, Rvík. gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð 6. september. Stjórn Verkamannabústaða Höfn í Hornafirði FELAGSMALASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR DAGVISTUN BARNA, FORNHAGA 8 Dagvistun barna á einkaheimilum Þar sem nú er mikil eftirspurn eftir dagvistun fyrir börn, eru þeir sem hug hafa á að sinna því starfi, beðnir að hafa sem fyrst samband við umsjónarfóstrur, Njálsgötu 9, sem gefa nánari upplýsingar. Viðtalstími kl. 9-10 og 13-14 sími 22360. Verslunarrými Til leigu í áningarstöð SVR að Hlemmi er verslunar- rými að grunnfleti tæplega 8 m2. Húsnæðið leigist frá og með 1. sept. n.k. Upplýsingar á skrifstofu SVR að Kirkjusandi sími 82533. Tilboð berist skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3 eigi síðar en fimmtudaginn 25. þ.m. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Uppeldismálaþing Kl og HÍK Hið íslenska kennarafélag hvetur félags- menn sína til að sækja uppeldismálaþing KÍ og HÍK, sem haldið verður að Borgartúni 6 dagana 26. og 27. ágúst n.k. Þingsetning verður kl. 13 hinn 26. ágúst. Yfirskrift þingsins er: Grunnskóli/framhaldsskóli: Samræmd heild eða sundurleitir heimar? Skráning fer fram á skrifstofu HÍK (sími 31117) eða skrifstofu KÍ (sími 24070). Staðfestingargjald: Fyrireinstakling kr. Fyrirhjón kr. Verðlaun Sveitakeppni: 1. 24.000 kr. á sveit. 2. 16.000 kr. á sveit. 3. 10.000 kr. á sveit. 2.000 3.000 Umsjón Ólafur Lárusson kr. 1.500 kr. 1.000 kr. 5.000 kr. 3.100 Tvímenningur: 1. 16.000 kr. á par. 2. 13.000 kr. á par. 3. 10.000 kr. á par. 4. 7.000 kr. á par. 5. 4.000 kr. á par. Hæsta kvennapar 10.000 kr. ferðav. Hæsta blandað par 10.000 kr. ferðav. Hæsta nýliðapar 10.000 kr. ferðav. Rúbertukeppni 10.000 kr. ferðav. Besta spilið 10.000 kr. ferðav. Sumarbridge Þrátt fyrir landsleikinn og vini okkar frá Dallas í sjónvarpinu sl. miðvikudag, mættu vel yfir 50 pör í Sumarbridge. Spilað var í 4 riðlum og urðu úrslit sem hér segir (efstu pör): A-riðill: Vigdís Guðjónsdóttir- Inga Bernburg 276 Nanna Ágústsdóttir- Sigurður Ámundason 272 Sigfús Þórðarson- Kristmann Guðmundss. 236 Kristín Þórðard,- Jón Pálsson 234 B-riðill: Guðmundur Pétursson- JónBaldurss. 216 Helgi Jónsson- JakobR. Möller 203 Óli Már Guðmundss,- Sigtryggur Sigurðss. 193 Sigríður Pálsdóttir- Óskar Karlsson 185 C-riðill: Georg Sverrisson- Kristján Blöndal 189 Ásgeir P. Ásbjörnss.- HrólfurHjaltason 174 Hannes Gunnarsson- RagnarÓskarsson 172 Björn Eysteinsson- Helgi Jóhannsson 169 D-riðill: Steinberg Ríkharðsson- Þorfinnur Karlsson 128 Esther Jakobsdóttir- SigurðurSigurjónss. 119 Bragi Hauksson- Sigríður S. Kristj ánsd. 115 Og staða efstu manna að loknum 12 kvöldum í Sumarbridge er þá þessi: stig 20.5 18.5 17 17 16 16 14 11.5 Hrólfur Hjaltason Jónas P. Erlingsson GylH Baldursson Esther Jakobsdóttir Sigurður B. Þorsteinss. Guðmundur Péturss. Sigfús Þórðarson Sigtryggur Sigurðsson Að öllu forfallalausu verður stefnt að því, að ljúka Sumarbridge 1983 fimmtudaginn 8. september nk., því búast má við að félögin hefji starfsemi sína uppúr miðjum septembermánuði. Þetta þýðir að síðasta kvöld í stigakeppni verður 1. september (sem telur til. stiga- söfnunar) og 8. september verður verðlaunaafhending og létt sumar- spilamennska, líkt og venja hefur verið undanfarin ár. Það verður að segjast, að þátt- taka hefur aldrei verið meiri í Sumarbridge, heldur en nú og er það vel. Vonandi láta þessir „nýju“ spilarar sjá sig í vetur hjá félögun- um, og raunar efast ég ekki um að þeir komi til með að gera það. Slík- ur er áhuginn. Og þá er ekkert annað en að minna á næsta fimmtudag. Spila- mennska hefsta í síðasta lagi kl. 19.30 í Domus. Allir velkomnir. Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Aðalfundur Bridgefélags Reykjavíkur 1983 verður haldinn í menningarmiðstöðinni við Gerðu- berg mánudaginn 29. ágúst kl. 20:30. Dagskrá fundarins verður þessi: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Verðlaunaafhending fyrir síð- asta keppnistímabil. Að venju verður boðið upp á kaffiveitingar. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og eru verðlaunahafar síðasta árs sérstaklega minntir á fundinn, en þeir eru: Ásmundur Pálsson, Georg Sverrisson, Guð- laugur Jóhannsson, Guðmundur Sveinsson, Hermann Lárusson, Hjalti Elíasson, Hörður Arnþórs- son, Hörður Blöndal, Jón Ás- björnsson, Jón Baldursson, Jón Hjaltason, Karl Sigurhjartarson, Kristján Blöndal, Olafur Lárus- son, Sigurður Sverrisson, Símon Símonarson, Sævar Þorbjörnsson, Valur Sigurðsson, Þorgeir Eyjólfs- son, Örn Arnþórsson. Lausar stöður hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör skv. kjarasamningum. • Læknaritari óskast til starfa við Heilsugæslu- stöðina í Árbæ, frá 1. september n.k. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun áskilin auk góðrar íslensku- og vélritunarkunnáttu. Starfsreynsla sem læknaritari æskileg. Upplýsingar um stöðuna veitir Gunnar Ingi Gunnars- son yfirlæknir í síma 71500. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 föstudaginn 26. ágúst 1983. • Sjúkraþjálfari óskast að Þjónustuíbúðum aldraðra v/Dalbraut, sem fyrst. Um hálft starf er að ræða. Vinnuaðstaða er góð og tækjabúnaður nýr. Upplýsingar um stöðuna veitir forstöðumaður í síma 85377 frá kl. 13.00 daglega. • Útideild unglinga óskar að ráða starfsmann í hlutastarf, í kvöld- og helgarvinnu. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu og/ eða menntun í sambandi við unglingamál. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 20365, milli kl. 13.00 og 16.00 mánudag til og með fimmtudag. Umsóknir skulu vera skriflegar og greina m.a. frá menntun og starfsreynslu auk almennra persónulegra upplýsinga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, fyrir kl. 16.00, miðvikudaginn 31. ágúst 1983. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Nemendur verða teknir í símvirkjanám nú í haust, ef næg þátttaka fæst. Umsækjendur skulu hafa grunnskólapróf eöa gagnfræöapróf og ganga undir inn- tökupróf í stæröfræöi, ensku og dönsku, sem verður nánar tilkynnt síöar. Umsóknareyöu- blöö liggja frammi hjá dyraveröi í Landssíma- húsinu viö Austurvöll og póst- og síma- stöövum utan Reykjavíkur. Umsóknir ásamt prófskírteini eöa staðfestu Ijósriti af því, heilbrigöisvottoröi og sakavottorði skulu ber- astfyrir3. septembern.k. Nánari upplýsingar eru veittar í Póst- og símaskólanum, Sölv- hólsgötu 11, 101 Reykjavík eöa í síma 26000. Reykjavík, 21. ágúst 1983 Póst- og símamálastofnunin

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.