Þjóðviljinn - 20.08.1983, Side 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.-21. ágúst 1983
Hollt er í hœgum
sessi að sitja
Ég fæ stundum samviskubit út
af því hve lítið ég nenni að hreyfa
mig. Ég er orðinn svo og svo gam-
all (segi ekki hvað) og allir segja
að á þeim aldri sé gott að stunda
einhverjar íþróttir til að halda lik-
amlegri og andlegri heilsu. Ég
syndi ekki, skokka ekki, fer ekki í
badminton eða fótbolta og er
ekki með kraftadellu. í stuttu
máli hreyfi ég mig helst ekki neitt
en þó keyrði um þverbak í fyrra
þegar ég eignaðist bílinn. Áður
gekk ég þó oft í vinnuna og ýmis-
legt annað en nú ek ég hvert sem
ég fer, jafnvel út í sjoppu sem er
þó fáeinar húslengdir frá heimili
mínu. Ef hægt væri að aka upp á
aðra hæð á vinnustað mínum og
leggja bílnum fyrir utan herberg-
isdyrnar mínar leikur enginn vafi
á því að ég hefði þann fiáttinn á.
En stundum hef ég bakþanka
vegna áróðurs sem dynur stans-
laust á manni frá alls konar holl-
ustufyrirtækjum, sportidjótum
og heilsufríkum og til mótvægis
er ég stundum að gæla við hug-
mynd sem ég hef þróað með sjálf-
um mér. Hún gengur út á það að
kyrrsetumenn lifi lengur en
spriklarar. fþróttir bjóði fyrst og
fremst heim meiðslum, ofreynslu
og hjartaáföllum. Það hafa að
vísu ekki farið fram neinar rann-
sóknir á því- að því er ég best veit
- hvort meðalævi íþróttamanna
og skokkara sé lengri en okkar
innisetumanna, en meðan þær
hafa ekki farið fram er mín kenn-
ing ekki verri en hver önnur.
Ég verð þó að játa að ég fæ
stundum efasemdir um ágæti
kenninga minna og um daginn
sóttu þær mjög á. Það var rétt
áður en friðargangan var farin.
Ég fékk smáæðiskast innra sem
braust að vísu ekki út á yfirborðið
nema í formi rauðra díla uppi við
hársrætur. Skyndilega ákvað ég
að ganga alla leið - samtals 50
, kílómetra á hörðu malbiki - og
vinna þannig upp heilt ár full-
komins hreyfingarleysis. Og það
gerði ég.
Þegar komið var í Kópavoginn
voru fætur mínir gjörsamlega
stirðnaðir og mér leið eins og
Gosa rétt eftir að hann byrjaði að
ganga. Þar sem málefnið var gott
tókst mér þó að ganga Kringlu-
mýrarbrautina á enda og beygja
með lagni inn á Miklubrautina.
Þá var mér öllum lokið og í stað
þess að fylgja vígreifum göngu-
mönnum laumaðist ég inn Löngu-
hlíðina og tókst einhvern veginn
að skreiðast heim að húsdyrum
hjá mér. Mér tókst að hátta, fara í
sjóðandi bað og sofnaði með
heita bakstra á fótleggjunum.
Þrátt fyrir þessar þrautir var
síður en svo allur vindur úr mér.
Ég ætlaði að vinna upp hreyfing-
arleysið í eitt skiptið fyrir öll.
Þrátt fyrir gífurlegar harðsprerr-
ur fór ég strax á mánudagsmorg-
un norður á Skaga og gekk upp til
heiða og niður með sjó og óð með
mann á bakinu þvers og kruss yfir
fljót nokkurt sem Fossá nefnist.
Þegar ég kom í bæinn úr þeirri för
var ég draghaltur, enda stokk-
bólginná hægra fæti.Vísir menn
sögðu að ég hefði ofreynt mig.
Og nú er ég aftur kominn á þá
skoðun að kenning mín um
heilsuna og hreyfingarleysið sé
rétt. Ég hef meira að segja búið
mér til slagorð: Hollt er í hægum
sessi að sitja.
-Guðjón
Veistu:
að elsta starfandi iðnfyrirtæki í
Reykjavík og kannski á
landinu öllu er Bernhöfts-
bakarí.
að barnaskólinn á Eyrarbakka
er elsti starfandi barnaskóli á
landinu.
að elsta safn á íslandi er Lands-
bókasafn íslands. Það var
stofnað árið 1818.
að fýrsta leiksýningin í Reykja-
vík mun hafa farið fram í
Hólavallaskóla árið 1786.
að fyrsta dagblað landsins hét
Dagskrá og var gefið út af
Einari Benediktssyni skáldi
að Aðalstræti í Reykjavík er
elsta gata landsins.
að pólsk kona á íslandi, Halína
María Bogadóttir, eiginkona
Atla Freys Guðmundssonar
deildarstjóra er fermingar-
barn núverandi páfa. .
að Guðmundur Sæmundsson
„öskukall“ og verkalýðsleið-
togi á Akureyri er kvæntur
sonardóttur Olafs Friðriks-
sonar, eins af upphafs-
mönnum sósíalismans á ís-
landi.
að þrír synir og einn tengda-
sonur Sigurbjarnar Einars-
sonar biskups eru allir
prestar.
að Sverrir Hermannsson ráð-
herra og þingmaður Austur-
lands er Vestfirðingur í húð
og hár.
að Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra og þing-
maður Vestfirðinga á hvorki
ættir að rekja til Vestfjarða
né hefur nokkurn tíma átt
heima þar.
að nær öll vitneskja Norðmanna
um sögu sína á miðöldum er
kominn frá íslendingnum
Snorra Sturlusyni.
að fyrir 30 árum var Reykja-
víkurapótek hæsta hús á ís-
landi.
að Davíð Oddsson borgarstjóri
er af Briemsætt og fj arskyldur
Gunnari Thoroddsen sem
líka er af Briemsætt.
sunnudagskrosssátan
Nr. 385
1 2 3 4 5 4 7 8 <3 V 5 2 10 II 12
11 14 1S d Ib 1? 18 n P 5 18 20 8 N? 21
7 13 13 22 15 23 5 15 V5 23 4 4 25 8
r 8 14 v5 15 8 20 23 5 15 23 24 22
5 q 7 12 4 23 V 7 4 n 13 13 v' 13 IH
23 )Z 4 s? 25" •8 2b 9 S? T~ 20 23 11 20 8
12 2b 13 27 23 s 13 2S 8 18 25 8 rn V
V 24 20 ■8 vb 14 IS 20 q 2o 18 23 8 2 23
3 15 s? 7 Ib 13 n 25 / 0 3J~ u ? 12 14 ?
13 v s It 24 /8 V 30 8 19 12 20 V 13 25
II 10 15- k 12 20 V /3 2o c? 12 23 ■8 13 rr~' v:
V IT“ 7S 2 4 20 P * 2b 4 2o 2V 25 20
5 8 2 3o 14 8 19 IX 23 5 10 31
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá karlmanns-
nafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans,
Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 385“. Skilafrestur er
þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
1 2 )0 8 ¥ 79 /2
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort
sem lesið er lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá
að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp,
því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því
eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir
því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í
þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér-
hljóða og breiðum. t.d. getur a aldrei komið í stað áog öfugt.
Verðlaunin
Verðlaun fyrir krossgátu nr. 381
hlaut Gunnar V. Magnússon,
Vesturbergi 163, Rvík. Þau eru
Sjálfsævisaga Jakobs Hálfdanar-
sonar. Lausnarorðið var Búka-
rest.
A Á B D ÐE ÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ
Verðlaunin að þessu sinni er
skáldsagan Sláturhús 5 eftir Kurt
Vonnegut.