Þjóðviljinn - 20.08.1983, Side 26

Þjóðviljinn - 20.08.1983, Side 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. ágúst 1983 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Kjördæmisráðstefna Ab á Vestfjörðum verður haldinn að Birkimel í V-Barðastrandarsýslu dagana 10. og 11. september. Gestur tundarins verður Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins. Dagskrá: Laugardagur:Ráöstefnan hefst kl. 13.00. Skýrsla formanns. Forval og forvalsreglur. Framtíð byggðar á Vestfjörðum - lífskjör - atvinnuskilyrði. Stjórnmálaviðhorfið og fleira. Framsögu- maður Svavar Gestsson. Sunnudagur:Nefndarstörf hefjast kl. 9.00. Kl. 13.00: Skipulag flokksins. Framsögumaöur Svavar Gestsson. Afgreiðsla ályktana. Kosning stjórnar og uppstillinganefndar. Áætlað er að ráðstefnunni Ijúki kl. 17.00. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Áríðandi félagsfundir Áríðandi félagsfundir verða í Alþýðubandalagsfélögunum á eftirtöldum stööum í næstu viku: Akureyri mánudaginn 22. ágúst kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Dalvik miðvikudaginn 24. ágúst kl. 20.30. Ólafsfirði fimmtudaginn 25. ágúst kl. 20.30 í Tjarnarborg. Á dagskrá fundanna er m.a. kjör fulltrúa á kjördæmisþing. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður mætir á fundina. Maðurinn minn Guðmundur Ágúst Gíslason pípulagningamaður Hjaltabakka 28 andaðist 18. ágúst. Fyrir hönd vandamanna Stefanía Guðmundsdóttir. LÖGTAKSÚRSKURÐUR Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjaldföllnum og ógreiddum þinggjöldum ársins 1983 álögðum í Kópavogskaupstað, en þau eru: tekjuskattur, eignaskattur, sóknargjald, kirkjugarðsgjald, slysatryggingagjald v/ heimilisstarfa, vinnueftirlitsgjald, slysatrygg- ingagjald atvinnurekenda, lífeyristrygginga- gjald atvinnurekenda, atvinnuleysistrygg- ingagjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, iðnlánasjóðsgjald, sjúkratryggingagjald og sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunar- húsnæði. Ennfremur fyrir launaskatti, skipa- skoðunargjaldi, lestargjaldi og vitagjaldi, bifr- eiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiðaog slysatr- yggingagjaldi ökumanna 1983, áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af inn- lendri framleiðslu sbr. 1. 77/1980, sérst. vörugjaldi af innlendri framleiðslu sbr. 1.107/ 1978, vinnueftirlitsgjaldi, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti, sem í eindaga er fallinn, svo og fyrir viðbótar- og aukaálagn- ingum söluskatts vegna fyrri tímabila. Verða lögtökin látin fara fram án frekari fyrir- vara á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkis- sjóðs, að 8 dögum liðnum frá birtingu úr- skurðar þessa, ef full skil hafa ekki verið gerð. Bæjarfógetinn í Kopavogi, 15. ágúst 1983. Deilur innan Dagsbrúnar Deilur eru risnar innan Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík vegna tillögu formanns félagsins um að Þröstur Ólafsson hagfræðingur verði ráðinn fram- kvæmdastjóri félagsins. A stjórn- arfundi sem haldinn var sl. fimmtu- dag féllu atkvæði þannig að með ráðningu Þrastar voru Asgeir Kri- stinsson, Guðlaugur Valdimars- son, Guðmundur J. Guðmunds- son, Hjálmfríður Þórðardóttir og Jóhann Geirharðsson. Á móti voru Garðar Steingrímsson, Halldór Björnsson og Óskar Ólafsson. Einn stjórnarmanna var fjarverandi. Eðvarð Sigurðsson fyrrverandi formaður Dagsbrúnar og Sigurður Guðgeirsson fyrrverandi gjaldkeri félagsins féllu frá á árinu og al- mennt var viðurkennt að skarð væri fyrir skildi í forystu Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar. Eng- inn átti þó von á því að formað- Eðvarð Sigurðsson Guðmundur J. Guðmundsson urinn og alþingismaðurinn Guð- mundur J. Guðmundsson léti svo fljótt til skarar skríða. Hann gerði án mikils hlés tillögu um að trún- aðarvinur hans Þröstur Ólafsson tæki við stjórnun í Dagsbrún. Sjálf- ur er Guðmundur formaður Verkamannasambandsins og þing- maður. Innan Dagsbrúnar er því tekið með misjöfnu geði að „skriffinni“ á borð við Þröst Ólafsson taki þar við forsögn og endurskipulagningu á starfi félagsins, sem fæstir telja að sé vanþörf á út af fyrir sig. Guðmundur J. Guðmundsson túlkar það þannig í viðtali við Þjóð- viljann að hann hafi af stjórn Dags- brúnar fengið heimild til þess að semja við Þröst Ólafsson um ráðningu. Hann hefði mikinn áhuga á að fá Þröst til starfa. Hann bæri til Þrastar fullt traust og væri þess fullviss að reynsla hans sem samningamanns fyrir Dagsbrún, BSRB og síðan hinum megin víg- línunnar hjá fjármálaráðuneytinu myndi koma í góðar þarfir, þó ekki væri dýpra í árinni tekið. Spurning- in væri sú hvort verkamannafélög sem væru eins fjölmenn og fjár- hagslega sterk eins og Dagsbrún ættu að horfa í það að kaupa sér sérfræðiaðstoð, þegar í boði væru einlægir verkalýðssinnar, og fyrir lægi að samtök atvinnurekenda hefðu 5-6 manna lið sérfræðinga, hagfræðinga og tölvufræðinga á við einn hvern slíkan sem verkalýðs- hreyfingin hefði á að skipa. „Eigum við að láta reikna okkur út á kaldan klaka, nú þegar Eðvarð er allur?“, spyr Guðmundur J. Guð- mundsson. Svarið er nei: „Frekar ræð ég mér og verkalýðshreyfing- unni fólk til þess að reikna. Til hvers var þessi Háskóli reistur? Halldór Björnsson Máttum við ekki eins og aðrir njóta ávaxta af reikningskúnstum hans?“ Guðmundur J. Guðmundsson lagði áherslu á að enda þótt hann hefði stjórnarheimild til þess að ráða Þröst Ólafsson ætti eftir að ganga frá útfærslunni og það yrði gert samkvæmt nánara samkomu- lagi, bæði við Þröst og þá starfs- menn félagsins sem fyrir væru. Halldór Bjömsson varaformað- ur félagsins er eins og komið hefur fram í öðrum fjölmiðlum afar gagnrýninn á vinnubrögð for- manns Dagsbrúnar. Hann hefur haft við orð að með ráðningu Þrast- ar sé honum varla vært hjá fé- laginu. Aðspurður kvaðst Halldór í engu vilja bæta viðþað sem hann hefði áður látið frá sér fara. „Það er best að bíða átekta og sjá hvernig menn meta hlutina. Oll viljum við það sem Dagsbrún er fyrir bestu.“ Sigurður Guðgeirsson Þröstur Ólafsson Lokatónleikar í Háskólabíói Síðan 5. ágúst hefur 7. Zukofsky- námskeiðið verið í fullum gangi í Hagaskóla í Reykjavík. Þátttak- endur eru 75 talsins, þar af 8 út- lendingar, frá Bandaríkjunum, Skotlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Námskeiðin hófust árið 1977 í Tónlistarskólanum í Reykjavík með örfáum strengjaleikurum en þróuðust síðan frá ári til árs þar til í fyrra að það stóð í heilan mánuð með 112 manna hljómsveit. Hald- nir voru þrennir tónleikar og frum- flutt hér á landi m.a. tvö af stærstu verkum tónbókmenntanna: Sin- fónía nr. 5 eftir Mahler og Vorblót eftir Stravinsky. Nú í ár hefur nám- skeiðið staðið í hálfan mánuð og þátttakendur verið færri og yngri en í fyrra. Æft hefur verið í 6 tíma á dag 6 daga vikunnar, bæði í smá- hópum og fullskipaðri hljómsveit, undir handleiðslu Pauls Zukofskys og aðstoðarkennara hans. Nú í ár hafa Nancy Elan, Karen Olson og James Sleigh, sem starfaði hér með Sinfóníuhljómsveit íslands hálfan vetur, þjálfaði strengina, Bernard Wilkinson blásara og Eggert Páls- son slagverk. Árangur af þessari vinnu heyrðist í Háskólabíói laugardag- inn 20. ágúst kl. 14. Verkin sem flutt verða á tónleikunum eru Tónaljóðið Tod und Verklárung eftir Richard Strauss, L’Ascension eftir Olivier Messiaen í tilefni af 75 ára afmæli tónskáldsins og myndir á sýningu eftir Mussorgsky/Ravel. Tónleikarnir eru eins og áður sagði í dag, iaugardag 20. ágúst kl. 14.00 í Háskólabíói. Styrktar- félagar hafa fengið senda miða. Aukamiðar verða seldir við inn- ganginn. Leiðrétting Mishermt var í blaðinu sl. miðviku- dag þar sem sagt var frá úrslitum í smásagnasamkeppni móðurmáls- kennara að myndir við sögu Þór- önnu Gröndal væru eftir höfund- inn. Myndirnar eru eftir tvítuga stúlku, Margréti Magnúsdóttur. Er hér með beðist velvirðingar á mis- tökunum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.